Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 110
10. desember 2011 LAUGARDAGUR82 JÓLAOUTL ET Í VERSLUN OKKAR Á L AUGAVEG I 25 40 - 60% AFSLÁTTUR AF ÖLLU ATH. MJÖ G NÝLEGAR VÖRUR Í B OÐI NÝTT KORT ATÍMABIL HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 10. desember ➜ Tónleikar 15.00 Árlegir jólatónleikar fjölskyld- unnar í umsjón Þórunnar Björnsdóttur verða haldnir í Salnum, Kópavogi. Barnakórar Kársnesskóla syngja jólalög og góðir gestir líta við. Miðaverð er kr. 1.500. 17.00 Aðventutónleikar Háteigs- kirkjukórs verða haldnir í Háteigs- kirkju undir stjórn Douglas A. Brotchie. Aðgangur ókeypis. 20.30 KK og Ellen halda árlega aðventutónleika sína í Háskóla- bíói. Miðaverð er kr. 4.900. 21.30 Jólahazar Kimi Records #2 verður haldinn á skemmti- staðnum Bakkus í samstarfi við gogoyoko. Fram koma Úlfur, Nolo, Snorri Helgason og Mr.Silla, auk þess sem Kimi Records kynnir það helsta sem komið hefur út á árinu. Plötur og varningur á umsemj- anlegu verði. 22.00 Hljómsveitin Todmobile heldur stórtónleika á Gauki á Stöng. Aðgangs- eyrir er kr. 1.950. 22.00 Magnús Einarsson og Tómas Tómasson halda tónleika á Obladí Oblada, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Útgáfutónleikar GRM, Gylfa, Ægis, Rúnars Þórs og Megasar verða haldnir á Græna Hattinum, Akureyri. Miðaverð er kr. 2.500. 22.20 Hljómsveitin Reykjavík! heldur tónleika á Dillon. Ásamt þeim koma fram Ofvitarnir og Loja. Tónleikarnir eru liður í kynningarherferð Reykjavík! vegna útgáfu nýrrar breiðskífu þeirra, Locust Sounds. ➜ Leiklist 14.00 Sýningar á Jóla Trúðabíói fara fram í Gaflaraleikhúsinu. Um er að ræða einstakt samspil klassískra gaman- mynda og leikhúss þar sem trúðahópur stjórnar bíósýningunni. Miðaverð er kr. 1.700. 19.30 Leikritið Svartur hundur prests- ins er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Miðaverð er kr. 4.300. 22.00 Pörupiltar og Viggó og Víóletta sýna gamanleikinn Uppnám í Þjóðleik- húskjallaranum. Miðaverð er kr. 2.900. ➜ Sýningar 09.00 Kristján Jón Guðnason sýnir málverk sín á sölusýningu á Mokka út helgina undir yfirskriftinni Kátir dagar í desember. 13.00 Síðasta sýningarhelgi mynda Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar í Listasafni ASÍ. Sýningin ber yfirskriftina Móðan gráa – Myndir af Jökulsá á Fjöllum. Aðgangur er ókeypis. 14.00 Síðasta sýning Jónu Hlífar Halldórsdóttur og Hjálmars Stefáns Brynjólfssonar í þríleik um bókamenn- ingu opnar í Populus tremula, í kjallara Listasafnsins á Akureyri. Sýningin ber heitið Nú á ég hvergi heima og er til- einkuð Norðurlandi, íslensku sveitinni og farvegi tímans. 15.00 Sýning listfræðinema við Háskóla Íslands heldur áfram í sýningarrými þeirra, Artímu. Þau Óskar Hallgrímsson, Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Hekla Björt Helgadóttir halda hvert sína sjálfstæðu sýningu í rýminu. 16.00 Gallerí Ágúst opnar sýninguna Ótti við óvini framtíðarinnar. Um er að ræða óvenjulega sýningu á stórum ljósaskúlptúr eftir myndhöggvarann Rósu Gísladóttur. Sýningin stendur til 15. janúar 2012. ➜ Hátíðir 15.30 Aðventuhátíð verður haldin á Baldurstorgi, sem er nýendurgert torg á gatnamótum Baldursgötu, Óðins- götu og Nönnugötu. Á hátíðinni verða opnaðar 2 sýningar; önnur sögusýning og hin listasýning, auk þess sem jólalög verða sungin og leikin á meðan gestir geta gætt sér á jólahressingu. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 23.00 Hljómsveitin Á móti sól heldur uppi fjörinu á afmælishátíð Hvíta Húss- ins á Selfossi. Fjöldi tilboða í boði og leynigestir láta sjá sig. ➜ Uppákomur 11.00 Árleg jólatréssala fer fram í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vindás- hlíð í Kjós. Öllum velkomið að koma og höggva sitt eigið jólatré. Verð á trjám er kr. 4.000, óháð stærð. Veit- ingar á vægu verði. 13.00 Fjölbreytt dagskrá í Jólaþorpinu í Hafnarfirði til klukkan 18.00. Allir velkomnir! 14.00 Café Flóra í Grasagarðinum býður til huggulegar stemningar. Prest- hjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir mæta og lesa úr nýútkom- inni bók sinni Af heilum hug, Skóla- hljómsveit Austurbæjar spilar jólalög og Ragnheiður Gröndal syngur nokkur vel valin lög. Kaffihúsið og jólabasarinn eru opin. Allir velkomnir. 15.30 Norræna húsið sýnir beint frá afhendingu Nóbelsverðlauna í flokki bókmennta sem fram fer í Stokkhólmi. Heiðursdagskrá verður í kringum afhendinguna. Sænski rithöfundurinn Tomas Tranströmer er viðtakandi verð- launanna í ár. 21.00 Tískusýning á fatnaði úr versluninni KISS fer fram á Buddah bar, Hverfisgötu. Magga Gnarr frumflytur lag og DJ Áki PAIN spilar danstónlist fram eftir kvöldi. Martini fordrykkur í boði MEKKA og gjafapokar í boði KISS fyrir þá sem mæta stundvíslega. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Bylgjan, Greifarnir og Pap- arnir halda sameiginlega upp á 25 ára afmælið sitt. Fögnuðurinn fer fram á Spot þar sem Greifarnir leika fyrir dansi, og á Players þar sem Paparnir stíga á stokk. Einn miði dugir inn á báða staði og getur fólk því fengið smá skammt af hvoru. Miðaverð er kr. 2.500 23.00 Hið árlega kjólaball Heimilis- tóna verður haldið í Iðnó. Hljómsveitin Heimilistónar er skipuð þeim Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Elvu Ósk Ólafsdóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur og Ragnhildi Gísladóttur. Miðaverð er kr. 2.000. ➜ Bókmenntir 14.00 Aðventustemning og kaffisala verður á hinni árlegu bókmenntakynn- ingu Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í MÍR-salnum. Vilborg Dag- bjartsdóttir, Vigdís Grímsdóttir, Olga Guðrún Árnadóttir, Ármann Jakobs- son, Ragnheiður Gestsdóttir, Sigríður Víðis Jónsdóttir og Kristín Svava Tómasdóttir lesa öll úr nýútkomnum verkum sínum. Allir velkomnir. ➜ Opið hús 13.00 Íslandsdeild Amnesty Inter- national heldur opið hús á skrifstofu sinni í Þingholtsstræti 27, Reykjavík, í tilefni af Alþjóðlega mannréttindadeg- inum. Gestum gefst kostur á að taka þátt í bréfamaraþoninu sem stendur nú yfir með því að skrifa undir áköll til yfir- valda og senda kveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota. Tónlistarfólkið Krist- jana Stefánsdóttir og Svavar Knútur koma fram. ➜ Tónlist 14.00 Orgel fyrir alla – Orgeljól eru tónleikar fyrir alla fjölskylduna. Tón- leikarnir eru hluti af Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju og fara fram þar. 23.30 Sálin hans Jóns míns gefur aðdáendum sínum góða jólagjöf og heldur nokkra tónleika yfir hátíðarnar. Þeir hefja törnina með tónleikum á NASA við Austurvöll í kvöld. Miðaverð er kr. 2.500. ➜ Bækur 16.00 Útgáfugleði verður í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, í tilefni af útgáfu bókarinnar Þóra – hekl- bók eftir Tinnu Þórudóttur Þorvalds- dóttur. ➜ Uppákomur 14.00 Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Thelma Ásdísardóttir lesa úr bókum sínum á jólabazar Drekaslóðar í hús- næði Drekaslóðar, Borgartúni 3, 2. hæð. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. „Þetta verður æðislega skemmti- legt,“ segir söng- og leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir, sem skipar ásamt Vigdísi Gunnarsdótt- ur, Elvu Ósk Ólafsdóttur, Ragnhildi Gísladóttur og Ólafíu Hrönn Jóns- dóttur leikkonum, hljómsveitina Heimilistóna. Heimilistónar halda í kvöld sitt árlega ball, en í þetta skiptið spila þær ekki fyrir dansi á hinu hefð- bundna kjólaballi heldur á k-jóla- balli. „Ballið er í seinni kantinum núna þannig að við ákváðum að breytu þessu bara í k-jólaball. Við spilum örfá jólalög inn á milli og verðum með jólaglaðning.“ Ballið er löngu orðinn fastur viðburður hjá mörgum og Katla Margrét lofar sérstaklega góðri skemmtun í ár. Hún segir leynigestinn, að öðrum ólöstuðum, einn þann flottasta, og að þær muni njóta liðsinnis gógó- dansara og gestahljóðfæraleikara. Katla Margrét segir leikkonurnar fimm hlakka mikið til að stíga á svið. „Við gerum þetta af því að okkur finnst þetta svo gaman. Við troðum alltaf reglulega upp, en þetta er alltaf sérstakt, þetta ball er stóri viðburðurinn. Við verðum í hátíðarskapi og stemmningin verð- ur mögnuð.“ Ballið hefst klukkan 23 í Iðnó í kvöld. Miðaverð er 2000 krón- ur og hægt er að nálgast miða á vefsíðunni midi.is. - bb Kjólaball verður að k-jólaballi Í HÁTÍÐARSKAPI Heimilistónum finnst alltaf gaman þegar gestir mæta í fötum í anda sjöunda áratugarins á ballið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.