Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 58
4 fjölskyldan
jólaskemmtun
syngjum og dönsum ...
Frábær tilboð
Borgartún 36
105 Re ykjavík
588 9747
www.vdo.is
Lay-Z-Spa heitir pottar.
Aðeins örfá stykki til
á gamla verðinu.
69.900 kr.
Nazran motocross-
og útivistarfatnaður
á frábæru verði.
15X10 6X139,5
sex gata s tálfelgur,
passa undir flesta jeppa,
á aðeins
9.990 kr.
Gaflaraleikhúsið frumsýnir Jóla
Trúðabíó í dag. Trúðabíóið er
samspil leikhúss og klassískra
gamanmynda á borð við myndir
Charlie Chaplin og stjórna
trúðarnir bíósýningunni á sinn
einstaka hátt.
Þetta er í fyrsta sinn sem
sýning á borð við þessa er sett
upp á Íslandi en samspil
trúðleiks og sýninga á klassísk-
um gamanmyndum hefur verið
vinsælt í Evrópu og Bandaríkjunum. Trúðleikur hefur verið að
festa rætur í íslensku leikhúsi og það er markmið Gaflaraleik-
hússins að skapa starfsgrundvöll fyrir íslenskan trúðahóp.
Ætlunin er að Trúðabíóið verði fastur liður í jóladagskrá Hafnar-
fjarðar. Fyrsta sýning verður klukkan 14 í dag. Önnur sýning
verður á morgun og svo næstu sýningar svo 17. og 18. desemb-
er. Allar sýningarnar hefjast klukkan 14. Hægt er að panta miða á
midi.is og gegnum netfangið midasala@gaflaraleikhusid.is
Trúðabíó í Hafnarfirði
Trúðslæti Trúðar bregða á leik.
MYND/GAFLARALEIKHÚSIÐ
Í mínum huga snúast jólin um kærleikann og mér þykir góð tilfinning að syngja fyrir kirkjugesti í jólamessum. Þá er
andrúmsloftið svo hátíðlegt og ég
vanda mig enn meir en vanalega,“
upplýsir Benedikt og Pétur Bjarni
kinkar kolli til samþykkis. „Jóla-
lögunum fylgir meira stuð og það
kemur mér í jólaskap að syngja
í kirkjunni um jólin því stund-
in er ein sú hátíðlegasta á árinu;
miklu hátíðlegri en 17. júní,“ segir
Pétur Bjarni og nefnir sitt uppá-
haldsjólalag úr dagskrá komandi
jóla, sem er þýska jólalagið Maria
Durch ein Dornwald ging, en Nótt-
in var sú ágæt ein er í dálæti hjá
Benedikt.
Þeir Pétur Bjarni og Benedikt
eru báðir níu ára og byrjuðu í
Drengjakór Reykjavíkur haustið
2010. Þar syngja þeir fyrsta sópran,
sem er hæst radda í drengjakórum.
Þeir segjast hafa byrjað í kórnum
vegna mikils áhuga á söng, en báðir
læra enn fremur á píanó og stunda
boltaíþróttir.
„Kórdrengirnir eru allir orðnir
vinir og skemmtilegast þykir mér
að fara í æfingabúðir í Hlíðardals-
skóla í Ölfusi, þar sem við æfum
söng og leikum okkur þess á milli,“
segir Pétur Bjarni.
„Mér finnst skemmtilegast að
syngja á stórtónleikum eins og nú
um helgina með Frostrósum og
Sissel Kyrkjebø í Hörpu. Þar eru
fleiri áheyrendur og svo mikið um
að vera,“ segir Benedikt og Pétur
Bjarni bætir um betur: „Einn vinur
minn gapti þegar ég sagðist mundu
syngja með Frostrósum á aðvent-
unni og fannst það alveg ótrúlegt.
Hann þekkir kannski ekki Sissel,
en allir krakkar þekkja Frostrósir.“
Og kórdrengirnir hjartahreinu
og hljómfögru hlakka mikið til
jólanna.
„Ég verð að segja að maturinn er
það skemmtilegasta við jólin. Ham-
borgarhryggur er uppáhaldsmatur-
inn minn og hann fæ ég bara um jól.
Því er hann aðeins meira spennandi
en jólapakkarnir því ég fæ oftar
gjafir en hamborgarhrygg yfir
árið,“ útskýrir Benedikt í einlægni.
„Ég held íslensk jól á aðfanga-
dagskvöld og amerísk á jóladags-
morgunn. Ég fæddist í Ameríku
og þaðan höfum við haldið þessum
skemmtilega sið. Ég bý nefnilega
hjá pabba og mömmu til skiptis og
fæ svo margar gjafir að ég er hepp-
inn að geta haldið tvöföld jól,“ segir
Pétur Bjarni kátur. - þlg
Hamborgarhryggur
betri en jólapakkar
Kórdrengirnir Benedikt Gylfason og Pétur Bjarni Einarsson syngja með Drengjakór
Reykjavíkur við jólamessu í Hallgrímskirkju á öðrum degi jóla. Þeir segja gott að geta
gefið af sjálfum sér og glatt kirkjugesti með söng sínum.
Englaraddir jóla Benedikt og Pétur Bjarni í hátíðlegum búningi Drengjakórs
Reykjavíkur í Hallgrímskirkju. Þeir segja kórstarfið skemmtilegt og eitt mesta
fjörið að fara í æfingabúðir í Hlíðardalsskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
aðfangadagskvöld á jóladagskvöld
í staðinn, með jólamat, gjöfum og
hátíðarstemningu við jólatréð.
„Í fyrra mættum við klukk-
an þrjú á Herinn til að undirbúa
kvöldið sem best áður en gestir
streymdu að og fórum ekki heim
fyrr en að frágangi loknum að
nálgast miðnætti á aðfangadags-
kvöld. Í jólamat Hjálpræðishers-
ins kemur breið flóra fólks, mikið
af einstæðingum og útlendingum
en einnig barnafjölskyldur. Hátt
í helmingur heldur heim að loknu
borðhaldi en hinir dansa í kring-
um jólatréð og allir fá jólagjöf,“
útskýrir Rebekka sem hefur upp-
skorið hlýleg viðbrögð vina við
þessum ráðahag fjölskyldunnar.
„Nokkrir vina minna urðu smá-
vegis öfundsjúkir og þótti harla
ólíklegt að geta fengið til liðs við
sig alla fjölskylduna úr viðjum
fastbundins jólahalds, en öllum
þykir þetta lofsvert framtak og
skemmtilegt,“ segir Rebekka, sem
nú upplifir jólin upp á nýtt.
„Jólin hafa breyst mikið því nú
snúast þau meira um það sem þau
eiga að snúast um; að fylla allt
af kærleika því það er svo yndis-
lega gaman, en áður snerust þau
um jólagjafir og jólafrí. Ég gef
ekki af sjálfri mér af trúarlegum
ástæðum heldur fyrir mannkynið
allt og sjálfa mig. Hjá Guði snúast
jólin um að elska náungann og hjá
mér snúast þau líka um að elska
náungann. Við Guð erum því mjög
sammála um jólin.“ - þlg
Kærleiksríkar systur Þóra Katrín
og Rebekka Þórsdætur í jólalegum
hátíðasal Hjálpræðishersins.
FRAMHALD AF FORSÍÐU
Akureyringar og nærsveitungar ættu að komast í jólaskap á laugardagskvöld því
þá verða tvennir tónleikar á jólalegum nótum í Hofi. Það er Baggalútur sem sér um
fjörið, en tónleikar sveitarinnar eru löngu búnir að festa sig í sessi sem órjúfanlegur
hluti af jólaundirbúningnum. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
20% afsláttur
helgina 9.-10. des.
Ný sending
beint frá London.