Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 28
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR28 Umsjón: nánar á visir.is Solidea sokkabuxur fást í verslunum Lyfju Lágmúla | Laugavegi | Smáralind | Smáratorg Byltingarkennd nýjung frá Solidea! Redwellness sokkabuxurnar eru úr efni sem innihalda steinefni sem gefa frá sér infrarauða geisla og eykur blóðflæði undirliggjandi vefja og hefur einstaklega góð áhrif á appelsínuhúð. Personality - er fyrir konur í stærðum 16-30 Wonder model maman - Eykur vellíðan á meðgöngu Selene, Naomi og Venere - hentar öllum konum Breið vörulína sem hentar öllum konum Margir litir 103.973 TONN var heildarafli íslenskra fiskiskipa í nóvember. VIÐSKIPTI Erlendir kröfuhafar Kaupþings, Landsbanka og Glitnis munu fá allt að 450 milljarða króna af kröfum sínum greidd- ar í íslenskum krónum á næstu árum miðað við síðustu birtu fjárhagsupplýsingar föllnu bank- anna þriggja. Vegna gjaldeyris- hafta verður ómögulegt fyrir þá að breyta því fjármagni í erlend- an gjaldeyri. Heimildir Frétta- blaðsins herma að til standi að bjóða kröfuhöfunum útgönguleið úr íslensku hagkerfi gegn því að þeir bindi féð í ákveðinn tíma hér- lendis. Fulltrúar kröfuhafanna hafa fundað með ráðherrum, þing- mönnum og öðrum hagsmunaaðil- um með það að leiðarljósi að finna fjárfestingartækifæri fyrir þetta fé hérlendis. Heimildir Frétta- blaðsins herma að þeir hafi einnig þreifað sig áfram með kaup á ein- stökum fyrirtækjum í huga. Á meðal þeirra geira sem þeir horfa hýru auga til er orkuiðnaðurinn. Til viðbótar við þessa fyrirsjáan- lega miklu krónueign erlendu kröfuhafanna er aflandskrónu- eign um 410 milljarðar króna. Seðlabanki Íslands kynnti í síð- asta mánuði svokallaða fjárfest- ingarleið sem snerist meðal ann- ars um að bjóða eigendum þessara króna að fjárfesta hérlendis með miklum afslætti. Til þess þurfa þeir að koma með annað eins af erlendum gjaldeyri inn í landið og binda fjárfestingu sína hérlendis í fimm ár. Kröfuhafarnir vilja setja á fót einhvers konar samstarfsvettvang þar sem fundnar eru leiðir til að koma þessu gríðarlega fjármagni í fjárfestingar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að verið sé að vinna að heildstæðri áætlun sem muni meðal ann- ars taka á því hvernig íslenskar krónueignir kröfuhafanna verði losaðar út úr íslensku hagkerfi. „Við áttum okkur á því að það eru útflæðisáhættur vegna þessa. Seðlabankinn er að vinna að greiningu á umfanginu og heild- stæðri áætlun.“ Að sögn Árna Páls þarf ekki sérstakan samstarfsvettvang svo að kröfuhafarnir geti fjárfest hér- lendis fyrir krónurnar sínar. „Þeir fjárfestingarmöguleikar sem eru í landinu eru auðvitað opnir fyrir þetta fé ef það verður greitt beint út úr þrotabúunum. Kröfuhafarnir þurfa í sjálfu sér ekki að tala við einn eða neinn um það.“ thordur@frettabladid.is Landið troðfullt af íslenskum krónum Reiknað er með að kröfuhafar gömlu bankanna þriggja fái allt að 450 milljarða króna greidda út í íslenskum krónum. Lítið um fjárfestingarmöguleika. Verður líklega boðin útgönguleið úr íslensku hagkerfi ef þeir binda féð hér í nokkur ár. RÁÐHERRA Árni Páll Árnason segir að verið sé að vinna að heildstæðri áætlun sem miði að því að íslenskar krónueignir verði losaðar út úr íslensku hagkerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kröfuhafar Kaupþings, Landsbanka og Glitnis gera ráð fyrir því að tapa 5.982 milljörðum króna á falli bankanna þriggja. Þar af munu 5.245 milljarðar króna lenda á erlendum kröfuhöfum. Þegar búið er að gera upp við forgangskröfuhafa, sem eru nánast einvörðungu innlánseigendur, eru áætlaðar endurheimtur annarra kröfuhafa um 17-18% af þeim kröfum sem þeir lýstu í búin. Þetta kemur fram í greiningu Houlihan Lokey, sem hefur unnið mikið fyrir erlendu kröfuhafana, og hann gerði í nóvember síðastliðnum. Heiti greiningarinnar er „Icelandic Banks – who are the losers?“. Mest verður tap kröfuhafa Kaupþings. Þegar búið verður að greiða út forgangskröfur er reiknað með að innlendir kröfuhafar búsins tapi um 223 milljörðum króna. Greining gerir ráð fyrir að þeir muni fá 23% af kröfum sínum til baka. Erlendir kröfuhafar Kaupþings munu tapa um 2.295 milljörðum króna samkvæmt greiningunni. Þeir munu fá 21% upp í kröfur sínar. Hjá Glitni er gert ráð fyrir að aðrir kröfuhafar en inn- lánseigendur muni tapa samtals 1.806 milljörðum króna. Um 1.554 milljarðar króna af því tapi munu lenda á erlendum kröfuhöfum en 252 milljarðar króna á inn- lendum. Reiknað er með að 23% muni fást upp í kröfur á Glitni. Houlihan Lokey reiknar einungis með að 4% fáist upp í almennar kröfur á Landsbankann þegar búið verður að greiða allar forgangskröfur. Samtals er áætlað að tap þeirra verði 1.658 milljarðar króna. Tæplega 1.400 milljarðar króna lenda á erlendum kröfuhöfum en inn- lendir þurfa að taka á sig 262 milljarða króna. Kröfuhafar föllnu bankanna þriggja tapa 6.000 milljörðum FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.