Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 35
FIMMTUDAGUR 15. desember 2011 35
Þetta var fjölmenn mótmæla-ganga sem ég lenti óvart inni
í fyrir nokkrum árum. Fólkið
söng: „Aldrei aftur sterkt Þýska-
land.“ Þetta var þó ekki í Varsjá,
Moskvu, Aþenu, Prag eða í neinni
þeirra mörgu borga Evrópu þar
sem menn eiga vondar minning-
ar um þýskan mátt. Þetta var í
Þýskalandi. Og það í íhaldssöm-
ustu stórborg landsins, München.
Göngumenn sýndust upp til hópa
vera þýskir. Ekkert land í veröld-
inni hefur nokkru sinni gert upp
við sögu sína með líkum hætti og
Þýskaland.
Pólsk krafa
Ekkert ríki hefur heldur reynst
jafn ófúst til að auka völd sín og
það þýska nú. Eins og í mannlífinu
vita menn að þeim er síst trúandi
fyrir völdum sem mest sækjast
eftir þeim. Þýskalandi er treyst-
andi að þeirri reglu. Evrópumenn,
ekki síst Pólverjar sem oftar en
flestir aðrir hafa lent undir þýsku
hernámi, krefjast þess nú að
Þýskaland takist á herðar hlut-
verk leiðtoga í álfunni. Sikorski,
utanríkisráðherra Póllands, kall-
aði Þjóðverja um daginn hina
ómissandi þjóð Evrópu. Hann lýsti
þeirri undarlegu stöðu fyrir Pól-
verja að óttast meira áhugaleysi
Þýskalands en afl þess. Við stönd-
um enn einu sinni frammi fyrir
þýsku spurningunni.
Mannskæð spurning
Hennar hefur verið spurt með
mismunandi hætti um aldir. Og
svarað með nokkrum af verstu
stríðum sögunnar. Staðreyndin er
einfaldlega sú að nái þýska menn-
ingarsvæðið saman myndar það
til muna sterkustu einingu Evr-
ópu. Þess vegna hafa öll stórveldi
álfunnar um aldir haft það að
markmiði að forða einingu þýsku-
mælandi manna. Þetta hentaði
líka oft þýskum ríkjum, stund-
um Prússum, stundum Austur-
ríkismönnum og svo framvegis.
Hið sögulega hlutverk að sundra
þýskum þjóðum féll síðast í skaut
Margréti Thatcher. Fyrir rösk-
um tuttugu árum reyndi hún að
fá Sovétríkin með sér í lið til að
koma í veg fyrir einingu Þýska-
lands eftir fall Berlínarmúrsins.
Svarið við þýsku spurningunni
fannst hins vegar í því sem That-
cher trúði ekki á frekar en margir
á jöðrum álfunnar. Dýpkun Evr-
ópusamrunans.
Greiðsla fyrir söguna
ESB hvíldi lengi á pólitísku for-
ræði Frakka og efnahagslegum
styrk Þýskalands. Díllinn var ein-
faldlega sá að Þjóðverjar fengu að
efnast gegn því að Frakkar fengju
að vera stórveldi. Þegar Þjóð-
verjar höfðu efnast svo mjög að
þýski seðlabankinn fór að stjórna
vöxtum í allri álfunni kröfðust
Frakkar og fleiri þjóðir þess að
þýska markið yrði lagt niður og
evran stofnuð. Önnur Evrópuríki
fengu þá aðild að seðlabankanum
í Frankfurt, sem skipti um nafn
og flutti í aðra götu. Þannig varð
evran til. Þetta, sagði Kohl kansl-
ari, svona prívat yfir pylsum og
bjór, var síðasta afborgun Þjóð-
verja af skuld stríðsins. Evruna
vildu Þjóðverjar ekki en Kohl tók
þetta á sitt breiða bak. Hann var
síðastur þýskra kanslara til að
muna sjálfur skelfingar stríðsins.
Viðkvæmni hins sterka
Nú sést glöggt hve mikið af völd-
um Frakklands byggðist á þessum
gamla díl við Þýskaland. Frakk-
land var svona sterkt vegna síns
þýska baklands. Jafnræði er nú
ljóslega ekki lengur til staðar.
Frakkar eiga ekki margra kosta
völ þrátt fyrir snilli franska
utanríkisráðuneytisins við að
vefa þræði áhrifa um víðan völl.
Þýskaland getur lifað án evrunn-
ar. Frakkland eiginlega ekki. En
Þýskaland þarf þó enn á Frakk-
landi að halda. Og líka á Póllandi
og öðrum nágrönnum sínum. Þó
ekki væri nema sjálfs sín vegna.
Þjóðverjar, allt frá íhaldsmönnum
til sósíalista, eru nær allir áhuga-
lausir um einmana þýskt stór-
veldi. Hugmyndin ein vekur ang-
ist. Þeir biðja því um ennþá nánari
bönd við ríki Evrópu og sterkara
ESB. Í þessari viðkvæmni hins
sterka er að finna grunninn að því
trausti sem nú má finna til Þýska-
lands víða í Evrópu.
Öðruvísi veldi
Þýskaland er líka, og verður,
stórveldi af öðru tagi en Banda-
ríkin og Kína eru nú eða Bretland
var. Nýleg saga landsins er svo
skelfileg að hún á fáar hliðstæður
nema helst í framgöngu Japana
í Kína og Kóreu. Menn þurfa þó
ekki að fara til Yasukuni-skríns-
ins og safnsins í Tókýó til að sjá
hve sérstætt uppgjör Þjóðverja
við sögu sína er. Það nægir að
fara til London, Brussel, Moskvu,
Parísar eða Washington til að sjá
dæmi um afsakanir og afflutning
á skelfilegri sögu sem þjóðir um
allar álfur ná sér seint af og munu
aldrei gleyma eða fyrirgefa.
Máttur sannleika
Saga tuttugustu aldar og sekt
þeirra seku er hins vegar til
miðju í þýsku þjóðlífi og mennta-
kerfi. Dóttir mín fékk sína fyrstu
fræðslu um stríðið fimm ára
gömul í leikskóla í Berlín. Í and-
dyri nálægs barnaskóla hanga
myndir af börnum úr hverfinu
sem voru myrt fyrir þjóðerni sitt.
Á ljósastaurum í hverfinu má lesa
greinar úr þjóðernislögum nas-
ista. Í gangstéttina eru greyptir
skildir með nöfnum myrtra gyð-
inga. Þetta er lifandi og daglegur
veruleiki. Hann er skelfilegur en
kennir um samtíðina ekki síður
en fortíðina. Og kennir um margt
af því sem mestu skiptir á okkar
tímum.
Markmið Þjóðverja í utanríkis-
málum eru líka að hluta til önnur
en algengast er. Því geta nágrann-
ar þeirra fagnað. Og til þess geta
Íslendingar litið. Þeir eiga trausta
vináttu Þýskalands.
Ekkert land í veröldinni hefur nokkru
sinni gert upp við sögu sína með líkum
hætti og Þýskaland.
Þýska spurningin
Þorsteinn Víglundsson fjallar í grein hér í blaðinu 13. desember
um skýrslu okkar Ásgeirs Jónsson-
ar um arðsemi orkusölu til stóriðju,
sem unnin var fyrir fjármálaráðu-
neytið. Hann spyr hvers vegna við
lítum framhjá þeirri augljósu stað-
reynd að arðsemi eiginfjár Lands-
virkjunar hafi verið með besta
móti miðað við almennt atvinnulíf
hér á landi undanfarin ár, en látum
nægja að skoða arðsemi heildarfjár
fyrirtækisins (það er bæði eigin-
fjár og lánsfjár).
Skýringin á vali okkar er að
Landsvirkjun nýtur ríkisábyrgðar
á öllum skuldum. Arðsemi eiginfjár
er gallaður mælikvarði þegar svo
stendur á. Ríkisábyrgðin gerir það
að verkum að erlent lánsfé fæst á
lægri vöxtum en ella.
Þá hefur ábyrgðin gert Lands-
virkjun kleift að fjármagna fram-
kvæmdir með hærra hlutfalli láns-
fjár en öðrum fyrirtækjum hefði
staðið til boða. Hvort tveggja veld-
ur því að arðsemi eiginfjár er meiri
en annars væri. Samanburður á
arðsemi eiginfjár Landsvirkjunar
og annarra fyrirtækja verður því
marklítill að okkar dómi.
Á hinn bóginn má færa rök fyrir
því að eigandi sem er ábyrgur fyrir
öllum skuldbindingum fyrirtækis
geri lítinn greinarmun á eiginfé
þess og skuldum. Þannig geti heild-
ararðsemi gefið ágæta mynd af
ávöxtun þess fjár sem Íslendingar
leggja undir í rekstri Landsvirkj-
unar. Í öllu falli eru ekki augljós-
ir annmarkar á því að bera saman
heildararðsemi Landsvirkjunar og
annarra fyrirtækja.
Af hverju var
ekki horft á arð-
semi eiginfjár
Landsvirkjunar?
Orkumál
Sigurður
Jóhannesson
hagfræðingur
Í DAG
Jón Ormur
Halldórsson
dósent