Fréttablaðið - 15.12.2011, Side 66
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR50
Myndlist ★★★
Nóvember
Bjarni Sigurbjörnsson og Jón
Óskar
Reykjavík Art Gallery
Það er húmor í viðmóti lista-
mannanna Jóns Óskars og Bjarna
Sigurbjörnssonar þegar þeir tala
um sýningu sína í Reykjavík Art
Gallery. „Tveir fyrir einn,“ segja
þeir, rétt eins og um væri að ræða
tilboð á hamborgurum í jólaös-
inni. Það er gott að geta talað um
listir, myndlist eða hvað sem það
nú er, af léttleika. Fátt er meira
þrúgandi en andaktugheit hvað
varðar listir og menningu.
Tveir fyrir einn eru orð að
sönnu, því málverkin á sýning-
unni eru öll unnin af listamönn-
unum báðum sem vikum saman
hafa unnið ofan í málverk hvors
annars. Það má því líta á verkin
sem tilraun til að brjóta upp eigin
listsköpun. Bjarni Sigurbjörns-
son er þekktur fyrir stór mál-
verk þar sem kraftmikið litaflæði
fyllir myndflötinn. Jón Óskar er
löngu þekktur fyrir myndlist sína
og hefur unnið í ýmsa miðla, þó
heldur nær teikningu og þrykki
en því flæðandi málverki sem
Bjarni hefur unnið með. Þeir taka
áhættu hér, útkoman er óviss áður
en til handa er hafist og eins þarf
ákveðið traust að vera til staðar
til þess að hleypa öðrum inn á
myndflöt verka sinna.
Við fyrstu sýn eru málverkin
allt að því yfirþyrmandi í lita-
flæði, stærð og stórkarlaleg-
um pensildráttum. Salarkynni
eru í þrengsta lagi fyrir svo
stór verk, gluggar eru engir og
bakgrunnurinn hárauður. Ég er
ekki frá því að þessi verk myndu
njóta þess að fá dagsbirtu og
aukið rými. Þegar betur er að
gáð birtast margvíslegar mynd-
ir á myndfletinum og samspil
þrykks, teikningar og pensild-
rátta er áhugavert. Jón Óskar á
að einhverju leyti rætur sínar að
rekja til nýja málverksins frá því í
kringum 1980, og þá kannski helst
til þess geira þar sem textar og
fígúrur voru ríkjandi á myndfleti
í frásagnarkenndu málverki. Hér
birtast bæði fígúrur og stöku orð.
Bjarni aftur á móti sækir sitthvað
til vinnubragða fyrr á tuttugustu
öldinni, til abstrakt málverks sem
byggði á litaflæði þar sem mark-
visst var unnið með tilviljun. Það
hljómar mótsagnakennt, en dæmi
um slík vinnubrögð eru til dæmis
fræg málverk Jacksons Pollock
sem sletti málningu á myndflöt-
inn. Bjarni hefur unnið töluvert
á plexígler sem hefur gert birtu
að hluta af verkum hans, en þessi
verk eru unnin á tréplötur.
Það er sterkur heildarsvipur
á sýningunni, málverkin eru
nokkuð ólík innbyrðis þrátt fyrir
áþekk vinnubrögð í verkunum
öllum. Litaskali er breytilegur
og áherslur listamannanna koma
fram á mismunandi hátt, hér er
um áhugaverða tilraun að ræða.
Ragna Sigurðardóttir
Niðurstaða: Litrík og kraftmikil
málverk þar sem höfundareinkenni
listamannanna tveggja spila saman
á skemmtilegan hátt. Án efa myndi
frekari samvinna leiða til markvissari
niðurstöðu en hér er sköpunargleði
og leikur í fyrirrúmi sem skilar sér vel
til áhorfenda.
Litrík og virk sköpunargleði
Bækur ★★
Það sem ég hefði átt að segja næst –
þráhyggjusögur
Ingunn Snædal
Bjartur
SMS-regn úr sveitinni
Ingunn Snædal sagði í Kiljunni fyrir skemmstu
að hún kynni ekki að yrkja. Ég get verið henni
sammála um það. Engu að síður sendir hún nú
frá sér sína fimmtu „ljóðabók“ og samkvæmt sölutölum njóta bækur hennar
fádæma vinsælda. Það er auðvelt að skilja hvers vegna. Ingunn hefur
skemmtilega sýn og húmor fyrir sjálfri sér og tilverunni og er óhrædd við
að bera tilfinningar sínar á torg. Þráhyggjusögurnar ollu mér þó töluverðum
vonbrigðum. Hér er spilað á ódýra strengi, lítið um frumleg efnistök og
þráhyggjan verður – eins og þráhyggju er siður – frekar leiðigjörn til lengdar.
tilfinning II
veit ekki
hvort ég elska
þig en er löngu
hætt að kunna
við sjálfa mig (bls. 31)
Í þessu „ljóði“ er – eins og í mörgum öðrum ljóðum bókarinnar – ort í kring-
um alkunnan frasa og snúið út úr. Útúrsnúningarnir eru reyndar Ingunnar
sterkasta hlið og oft má glotta út í annað við lestur bókarinnar. Oftar en ekki
er þó sársaukanum og höfnuninni snúið upp í kaldhæðni sem stundum
virkar og stundum ekki. Dýptin í ljóðunum líður fyrir áherslu höfundar á
skemmtilegheit og eftir standa í mörgum tilfellum ansi innihaldsrýrar línur:
samskipti
fyndið hvernig sumt fólk
þegar maður reynir
að tala við það
er ekki fólk
heldur veggur (bls. 43)
Annað leiðarstef í bókinni er lífið í sveitinni. Einnig þar liggur áherslan á því
sem er skondið; undarlegum orðatiltækjum, soðnum bjúgum, tímaritinu
Múlaþingi o.s.frv. Undantekningar eru þó ljóðin sumarferð, dalurinn og
afstaða þar sem undirtónninn er þyngri og bilið milli sveitar og borgar ekki
sniðugt heldur erfitt og ósanngjarnt.
Um stíl bókarinnar þarf ekki að fjölyrða. Hér er ekki tilþrifunum fyrir að
fara og lítið um slándi línur eða eftirminnilegar myndir. Málfarið er eðlilegt
talmál og áhrif sms-a og skrifa á facebook óspart notuð. Ljóðaheiti eins og
ömó.is, hjúkket og útálandi undirstrika þennan talsmáta sem var kannski
ferskur fyrir nokkrum árum en er orðinn ansi þreyttur.
Í heildina er Það sem ég hefði átt að segja næst – þráhyggjusögur ágæt
skemmtun við fyrsta lestur en þolir ekki mikla rýni. Gamanið gránar hratt við
annan og þriðja lestur og eftir situr hundsvekktur lesandi sem átti von á svo
miklu miklu meiru.
Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Húmorísk og kaldhæðin ljóð sem skemmta við fyrstu sýn en
skilja lítið eftir.
TVEIR FYRIR EINN Málverkin á sýningunni eru öll unnin af listamönnunum báðum
sem hafa unnið ofan í málverk hvor annars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Tilnefningar til Fjöru verð laun-
anna, bókmenntaverðlauna
kvenna, voru kynntar í Borgar-
bókasafninu við Tryggvagötu í
gær. Veitt eru verðlaun í þremur
flokkum – fyrir fagurbókmenntir,
fræðibækur og barna-
og unglingabækur.
Í flokki fagurbókmennta eru til-
nefndar bækurnar Jójó eftir Stein-
unni Sigurðardóttur, Kanill eftir
Sigríði Jónsdóttur og Jarðnæði
eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur.
Í flokki fræðibóka eru tilnefnd-
ar Mannvist eftir Birnu Lárus-
dóttur, Nútímans konur eftir Erlu
Huldu Halldórsdóttur og Ríkis-
fang: ekkert eftir Sigríði Víðis
Jónsdóttur.
Í flokki barna- og unglinga-
bóka eru tilnefndar Flugan sem
stöðvaði stríðið eftir Bryndísi
Björgvinsdóttur, Gegnum gler-
vegginn eftir Ragnheiði Gests-
dóttur og Með heiminn í Vasanum
eftir Margréti Örnólfsdóttur.
Fjöruverðlaunin eiga uppruna
sinn í bókmenntahátíð kvenna sem
haldin var í fyrsta sinn vorið 2007
og hefur verið haldin árlega síðan.
Tilnefningar
til Fjöruverð-
launa kynntar
BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR Er tilnefnd í
flokki barna- og unglingabóka.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Tilkynnt var um bestu bæk-
urnar að mati bóksala í gær.
Í flokki íslenskra skáldsagna
voru Hjarta mannsins eftir
Jón Kalman Stefánsson og
Jójó eftir Steinunni Sigurðar-
dóttur jöfn að stigum í fyrsta
sæti. Í þriðja sæti var Jarðnæði
eftir Oddnýju Eir Ævarsdótt-
ur. Gamlinginn var valin besta
þýdda skáldsagan en á hæla
hennar komu Hvernig ég kynnt-
ist fiskunum og Frönsk svíta.
Í flokki íslenskra barnabóka
þótti Flugan sem stöðvaði stríð-
ið eftir Bryndísi Björgvinsdótt-
ur skara fram úr. Þar á eftir
komu Með heiminn í vasanum
eftir Margréti Örnólfsdóttur
og Hávamál Þórarins Eldjárn.
Dæmisögur Esóps var valin
besta þýdda barnabókin, Hung-
urleikarnir urðu í öðru sæti og
Ég er klárastur í því þriðja.
Í flokki ljóðabóka var Allt
kom það nær eftir Þorstein frá
Hamri hlutskörpust. Það sem
ég hefði átt að segja eftir Ing-
unni Snædal kom þar á eftir og
þar næst Söknuður Matthíasar
Johannessen.
Jarðlag í tímanum eftir
Hannes Pétursson var valin
besta ævisagan. Landnám eftir
Jón Yngva Jóhannsson var
í öðru sæti en Úr þagnarhyl
eftir Þorleif Hauksson var í því
þriðja.
1001 þjóðleið eftir Jónas
Kristjánsson var valin besta
verkið í flokki hand- og fræði-
bóka. Í öðru sæti voru Íslenskir
fuglar Benedikts Gröndals en
Ríkisfang: ekkert eftir Sigríði
Víðis Jónsdóttur var í því
þriðja.
Það besta að
mati bóksala