Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 72

Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 72
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR56 STEINI/PÉSI &GAUR Á TROMMU Miðasala á gamlabio.is og midi.is. Sími 563 4000. Opið mán.-mið. 14:00-18:00 og fim.-sun. 14:00-20:00. Síðustu sýningar á árinu! 25% jólaafsláttur fyrir námsmenn í desemberí miðasölu Gamla bíós. Fimmtudagur 15.12.11 20:00 Föstudagur 16.12.11 22:30 Örfá sæti laus! Örfá sæti laus! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 15. desember ➜ Tónleikar 20.00 Hljómsveitirnar Muck, Sudden Weather Change og The Heavy Experi- ence leika á óvenjulegum jólatónleikum í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Forsala á miðum er í Smekkleysubúð- inni og 12 Tónum og kosta þeir 1.000 krónur. Miðar verða einnig seldir við hurð og kosta þá 1.500 krónur. 22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Sérstakur gestur verður Geir Ólafsson söngvari. Ókeypis inn. 17.00 Færeyska tónlistarkonan Eivör Pálsdóttir treður upp í Rammagerð- inni. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Hveragerðisbær stendur fyrir tónlistarhátíð í Hveragerðiskirkju. Fram koma þau Páll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit, Söng- sveit Hveragerðis og Söngfélagi Þorláks- hafnar. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 20.00 Lögreglukór Reykjavíkur hringir inn jólin með árlegum jóla- tónleikum sínum í Langholtskirkju. Miðaverð kr. 1.500. 20.00 Jóla- og styrktartónleikar Gospelkórs Jóns Vídalíns fara fram í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Miðaverð er kr. 2.000 og allur ágóði rennur til samtakanna Vímulausrar æsku. 21.00 Vinir Dóra halda sinn árlega jólablúsgjörning á Rúbín í Öskjuhlíð. Vinirnir eru: Halldór Bragason gítarleik- ari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommu- leikari, Davíð Þór Jónsson á hammon- dorgel og Jón Ólafsson bassaleikari. 18.00 Vetrartónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands klárast með tón- leikum þar sem Stefán Haukur Gylfa- son spilar á gítar og þau Hrafnhildur Hafliðadóttir og Birgir Þórisson spila á píanó. Tónleikarnir fara fram í Sölvhóli og er aðgangur ókeypis. ➜ Leiklist 20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir verkið Jarðskjálftar í London eftir Mike Bartlett í leikstjórn Halldórs E. Laxness. Sýningar verða í Leikhúsi Listaháskóla Íslands að Sölv- hólsgötu 13. Miðaverð er kr. 1.500. ➜ Uppákomur 20.00 Útgáfuhóf í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar af tilefni fyrsta tímarits Kormáks & Skjaldar, sem hlotið hefur nafnið Spjátrungur. Blaðið er byggt upp á greinum og myndaþátt- um frá starfsmönnum og eigendum verslunarinnar auk þess sem Hrafnkell Sigurðsson listamaður setur mark sitt á blaðið. 14.00 Ármann Jakobsson les úr bók sinni, Glæsir, á aðventuhátíð félags- miðstöðvarinnar Aflagranda 40 í dag. Á eftir honum munu þau Stefán Arn- grímsson og Oddný Sturludóttir flytja nokkur lög áður en dúettinn Pikknikk stígur á stokk. Aðgangur er ókeypis. 20.00 KEX hostel býður alla vel- komna að kíkja við á Kexmas 2011. Dagskráin hefst með upplestri Hall- gríms Helgasonar úr bókinni Konan við 1000°. Klukkan 21.00 leikur Nolo svo lög af nýrri plötu sinni, Nology. Aðgangur er ókeypis. ➜ Tónlist 22.00 Próflokakreppukvöld á Bar 11 með Orra á X-inu 977. ➜ Fyrirlestrar 14.45 Utanríkisráðherra Palestínu, Dr. Riayd al-Maliki, heldur erindi í Norræna húsinu á vegum Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands. Allir velkomnir. ➜ Myndlist 20.00 Jan-Philipp Fruehsorge, list- fræðingur og galleríisti, er einn fremsti fræðimaður Evrópu á sviði teikningar- innar sem listmiðli. Í tengslum við sýn- inguna Hraðari og hægari línur mun hann ásamt sýningarstjóranum Birtu Guðjónsdóttur fjalla um teikninguna í samtímamyndlist í alþjóðlegu og list- sögulegu samhengi. Viðburðurinn fer fram á ensku. Nánari upplýsingar á listasafnreykjavikur.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Hellvar heldur tvenna tónleika á Dillon á föstudagskvöld. Þeir fyrri verða órafmagnaðir en á þeim síðari verður stungið í samband og rokkað af krafti. Ástæða tónleikanna er ný plata með hljómsveitinni sem var tekin upp í síðasta mánuði. Hún heitir Noise That Stopped og hefur að geyma órafmagnaðar útgáfur af nýjustu plötu Hellvar, Stop That Noise. „Við vorum búin að vera að spila tvær útgáfur af mörgum laga okkar í smá tíma og var bara farið að langa til að eiga upptök- ur af lágstemmdu, órafmögnuðu útgáfunum,“ segir söngkonan Heiða Eiríksdóttir. Órafmögnuð plata Hellvar HELLVAR Hljómsveitin heldur tvenna tónleika á föstudagskvöld. Tvær hæfileikaríkar söngkonur leiða saman hesta sína í Fríkirkjunni á sunnudaginn. Sú þriðja bætist í hópinn þegar líður á kvöldið. „Við ákváðum að kýla bara á þetta í öllu jóla- tónleikaflóðinu,“ segir Ragnheiður Gröndal söngkona. Blásið verður til tvöfaldra útgáfutónleika í Fríkirkjunni sunnudaginn 18. desemb- er klukkan 20.30. Ragnheiður Grön- dal flytur lög af nýjustu plötu sinni, Astrocat Lullaby, og dúettinn Song for Wendy, skipaður þeim Bryndísi Jakobsdóttur og Mads Mouritz, fagnar fyrstu plötu sinni, Meet- ing Point. Ragnheiður á von á sínu fyrsta barni í febrúar en lætur það ekki stoppa sig frá tónleikahaldi. „Hug- myndin að því að gera þetta saman kom frá Dísu sem var búin að ákveða að halda útgáfutónleika en vildi gera eitthvað meira úr því. Hún hafði samband við mig og ég ákvað að slá til. Upphaf- lega ætlaði ég ekkert að halda útgáfutónleika strax, ég er kasólétt og ætlaði að taka því rólega á aðventunni, en það verður gaman að gera þetta saman. Ég held að atriðin okkar passi vel saman og að þetta verði notaleg stund.“ Tónleikarnir verða ekki laus- ir við aðventublæinn því þegar Ragga og Dísa hafa kynnt plöt- urnar fyrir tónleikagestum munu þær flytja eftirlætis jólalög sín ásamt vinkonu sinni, Sigríði Thorlacius. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessar þrjár hæfileikaríku söngkonur koma einar fram, en áður hafa þær sungið bakraddir saman fyrir Moses Highto- wer. Tríóið kallar sig Jóla- bjöllurnar og Ragnheiður tekur vel í það að þær gætu orðið eins konar Borgardætur næstu kynslóðar söngkvenna. „Það verður spenn- andi fyrir okkur að syngja þrjár saman. Við erum allar með ólíkar raddir en samt áþekk- ar þannig að þær blandast held ég mjög vel saman. Það væri gaman að gera eitthvað meira úr þessu.“ Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur í for- sölu á Miði.is og 2.000 krónur við inngang. bergthora@frettabladid.is Ragga og Dísa syngja í Fríkirkjunni DÖNSK INNRÁS Dísa Jakobs og Mads Mouritz kynna fyrstu plötu sína í Fríkirkjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.