Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 82

Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 82
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR66 Opið laugard. kl. 10-14i - 6 Tónlistarmaðurinn Nick Cave hefur tilkynnt um endalok hljómsveitarinnar Grinderman. „Grind erman er búin að vera. Þetta er búið spil,“ sagði hann uppi á sviði á tónlistarhátíðinni Meredith Music Festival í Ástr- alíu. „Sjáumst eftir tíu ár þegar við verðum orðnir enn þá eldri og ljótari,“ bætti hann við. Eftir það gekk hljómsveitin af sviðinu og vissu áhorfendurnir, sem voru um tólf þúsund, ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Grinderman var stofnuð árið 2006 og hefur hún gefið út tvær plötur. Auk Cave voru í sveitinni þeir Warren Ellis, Martyn Casey og Jim Sclavunos. Grinderman hætt störfum HÆTTIR Cave og félagar í Grinderman eru hættir störfum. Daniel Craig hefur hvatt bíógesti til að fara ekki með börnin sín að sjá nýjustu mynd hans, The Girl with the Dragon Tattoo. Myndin er byggð á samnefndri bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur, þar sem ofbeldi karla gegn konum er í forgrunninum. „Myndin fjallar um það að rað- morðingjar eru oftast karlar sem drepa konur. Þetta er mynd fyrir fullorðna,“ sagði Craig. „Þetta er mynd þar sem þú borgar barna- píunni fyrir að vera heima hjá börnunum. Barnapíur eiga eftir að græða mikið á henni, vonandi. Ekki taka börnin með á hana,“ sagði hann. Vill engin börn í bíó ENGIN BÖRN Daniel Craig vill ekki að börn sjái The Girl with the Dragon Tattoo. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég hef mikinn áhuga á bókum og fann þessa bók í tætlum einhvers staðar á fornbókasölu,“ segir hag- fræðingurinn Ásgeir Jónsson, sem stendur á bak við útgáfuna á Makt myrkranna. Um er að ræða fyrstu þýð- inguna úr ensku í heiminum á bók Írans Bram Stoker um Drakúla. Bókin var fyrst gefin út í Bret- landi árið 1897 en hér heima var hún þýdd um 1900 af Valdimari Ásmundssyni. „Ég fór að skoða þessa bók og fannst hún áhuga- verð. Ég áttaði mig á því að þetta væri fyrsta þýðing Drakúla og að Bram Stoker skrifaði formálann. Mjög oft hafa bókmenntafræð- ingar litið á þetta sem afbakaða þýðingu frekar en sjálfstæða sögu,“ segir Ásgeir, sem hefur lengi verið aðdáandi sögunnar um Drakúla. Valdimar tók sér töluvert skáldaleyfi þegar hann þýddi bók- ina yfir á íslensku og gerði Dra- kúla pólitískari; að hálfgerðum frjálshyggjumanni og Darwin- ista. „Að einhverju leyti er hann að reka áróður fyrir sósíalisma í bókinni,“ greinir Ásgeir frá. „Hugtakið höfundarréttur var ekki til á þessum tíma. Menn tóku þessar sögur, styttu þær, staðfærðu, breyttu og í rauninni sömdu nýjar sögur. Ég lít á þetta sem eina fyrstu íslensku skáld- söguna og byrjunina á íslenskri skáldsagnagerð.“ Hann bætir við að Halldór Laxness hafi verið undir miklum áhrifum frá þýð- ingu Valdimars er hann skrifaði Kristnihald undir jökli. Formáli Bram Stoker hefur vakið mikla athygli hjá erlendum Drakúlafræðingum síðan hann var uppgötvaður þar fyrir stuttu. Í nýjum útgáfum af Drakúla fylgir þessi gamli formáli með, endurþýddur af íslensku yfir á ensku. - fb Fann Drakúla á fornbókasölu AÐDÁANDI DRAKÚLA Hagfræðingur- inn Ásgeir Jónsson skrifar eftirmála bókarinnar Makt myrkranna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.