Fréttablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 85
FIMMTUDAGUR 15. desember 2011 69
„Við fengum þessa hugmynd í sumar og erum búnir
að vinna í blaðinu síðan þá,“ segir Guðmundur
Jörundsson fatahönnuður um nýtt tímarit herrafata-
verslunar Kormáks & Skjaldar, Spjátrung.
Tímaritið kemur út í dag en þar er að finna ýmsan
fróðleik varðandi herrafatnað og þau merki sem
verslunin selur. Blaðið er svo myndskreytt af ljós-
myndaranum Baldri Kristjánssyni en Guðmundur
staðfestir að mikið sé lagt í fagrar myndir. „Það er
gamaldags blær yfir blaðinu og sett upp í gömlu
dagblaðaformi. Það eru til dæmis fyndnar auglýs-
ingar og stuttar skemmtisögur frá starfsmönnum
búðarinnar,“ segir Guðmundur, en það eru starfs-
mennirnir sem sjá um að skrifa í tímaritið.
„Við stefnum á að gefa það út tvisvar á ári og
lítum á blaðið sem góða heimild fyrir okkur í fram-
tíðinni um það sem er að gerast í dag,“ segir Guð-
mundur, sem sá um að hanna nýja herrafatalínu
verslunarinnar sem gerð eru góð skil í blaðinu.
Blaðinu verður dreift með eftirtektarverðum
hætti en þeir hafa fengið til liðs við sig stráka úr
leikfélagi Menntaskólans við Hamralíð sem ætla að
hlaupa um bæinn og dreifa blaðinu til vegfarenda.
„Þeir eiga að minna á gamla tíma og verða klæddir
upp eins og blaðburðardrengir.“
Útgáfu blaðsins verður fagnað í kvöld klukkan 20
í versluninni í Kjörgarði. - áp
Fanga gamla tíma í nýju blaði
GEFA ÚT TÍMARIT Guðmundur Jörundsson og starfsmenn
herrafataverslunar Kormáks & Skjaldar gefa út tímaritið
Spjátrung í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Leikkonan Demi Moore þurfti að
svara fyrir sig á Twitter á dög-
unum en aðdáendur hafa furð-
að sig á því að hún heiti enn þá
Mrs. Kutcher á samskiptasíðunni.
Moore, sem skildi við Ashton
Kutcher á dögunum eftir sex ára
hjónaband, skrifaði eftirfarandi
skilaboð á Twitter „Það er ekki
forgangsatriði hjá mér að skipta
um nafn núna. Ég biðst fyrirgefn-
ingar ef það truflar ykkur og ég
ætti kannski að hætta að skrifa?
Skiptir nafn mitt virkilega svona
miklu máli?“
Samkvæmt slúðurmiðlum
vestan hafs hefur Moore varla
farið út úr húsi síðan skilnaðurinn
varð opinber en Kutcher á að hafa
haldið framhjá leikkonunni.
Demi neitar að
skipta um nafn
ENN ÞÁ MRS. KUTCHER Demi Moore
notar enn nafnið Mrs. Kutcher á Twitter,
aðdáendum til ama.
NORDISPHOTOS/GETTY
Leik- og söngkonan Jennifer
Lopez hefur átt í ástarsambandi
við hinn 24 ára gamla Casper
Smart undanfarið.
Lopez keypti á dögunum
skjannahvítan Bentley handa
Smart og í bandarískum
fjölmiðlum er sérstak-
lega tekið fram að bílinn
þurfi hann ekki einungis
að nota til að skutl-
ast með hana heldur
má hann einnig nota
hann til einkaerinda.
Jennifer Lopez
skildi við söngvar-
ann Marc Anthony
í júlí, en samband
hennar og unga
dansarans Caspers
Smart varð opinbert
í nóvember þegar
þau fóru saman í frí
til Havaí.
J-Lo keypti
bíl handa
kærastanum