Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 94
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR78 sport@frettabladid.is HELENA SVERRISDÓTTIR bætti sinn besta persónulega árangur í Meistaradeildinni í körfubolta í gær þegar hún var með níu stig í 106-66 stórsigri Good Angels Kosice á króatíska liðinu Gospic. Helena var auk stiganna með 6 fráköst, tvær stoðsendingar og tvo stolna bolta á tæpum fimmtán mínútum.. Hún hafði áður mest skorað fimm stig í einum leik í Meistaradeildinni. Good Angels Kosice á góða möguleika á því að komast í 16 liða úrslitin. Ég bætti mig mjög mikið og náði næst- um því að rjúfa fimmtán mínútna múrinn. Það kemur bara næst. ANTON SVEINN MCKEE SUND Óhætt er að segja að hinn 18 ára gamli Anton Sveinn McKee hafi stigið stór og söguleg skref á árinu 2011. Hann hefur bætt sig gríðarlega á árinu og sló „eldgömul“ met í 1.500 metra skriðsundi í bæði 25 og 50 metra laug. Hápunkturinn var þó um helgina þegar hann var næstum því búinn að synda 1.500 metrana á undir fimmtán mínútum og stóð alls fjórum sinnum efstur á palli sem Norðurlandameistari í sínum aldursflokki. Nýja tæknin svínvirkaði „Við ætluðum að toppa þarna og það tókst. Ég bjóst ekki við að synda svona hratt í 1.500 metr- unum. Við vorum að þróa nýja tækni og hún bara svínvirk- aði. Ég bætti mig mjög mikið og náði næstum því að rjúfa fimm- tán mínútna múrinn. Það kemur bara næst. Ég var sáttur við bæt- inguna í 1.500 metrunum og eftir að ég náði því var bara gaman að synda allt hitt,“ sagði Anton, sem sér ekki eftir tímanum sem fer í sundið. „Þetta tekur sinn tíma. Ég er að fórna ýmsu fyrir þetta en ég fæ líka mikið í staðinn, eins og þessa helgi sem dæmi,“ segir Anton. Fyrir einu ári vann Anton Sveinn til silfurverðlauna í 1.500 metra skriðsundi á Norðurlanda- móti unglinga og kom þá í mark á 15:52.17 mínútum, sem var bæt- ing á hans besta tíma. Tólf mán- uðum síðar átti enginn möguleika í Anton Svein í úrslitasundinu á NMU, þar sem hann synti 1.500 metrana á 15:01,35 mínútum og bætti sitt eigið Íslandsmet um 22,62 sekúndur. Anton hafði tekið ellefu ára Íslandsmet af Erni Arnarsyni á Íslandsmeist- aramótinu á dögunum en sló nú í leiðinni annað ellefu ára Íslands- met Arnar í 800 metra skrið- sundi. „Norsku og dönsku þjálf- urunum þótti mikið til þess koma hvað hann er búinn að bæta sig mikið á stuttum tíma,“ sagði þjálfari hans, Jacky Pellerin. Góð fyrirmynd í Jakobi Anton segist hafa góða fyrir- mynd með sér í Ægi. „Jakob (Jóhann Sveinsson) er rosalega flottur sundmaður og það er ekki hægt annað en að líta upp til hans. Hann er bæði mikil fyrir mynd í sundlauginni en líka hvernig hann hagar sínu lífi utan hennar. Það er hægt að læra mikið af honum. Kannski verð ég í þessu jafnlengi og Kobbi,“ segir Anton í léttum tón, en hann fylg- ist líka vel með uppgangi sund- manns frá Færeyjum. „Færey- ingurinn Pál Joensen er alltaf flott fyrirmynd. Hann er rosa- lega flottur langsundmaður. Hann er að koma sterkur upp og er farinn að stimpla sig inn með bestu langsundmönnum í heimi. Það er gaman að geta litið upp til frænda síns úr Færeyjum,“ segir Anton. Jacky sá þetta á undan mér Anton er fæddur árið 1993 og segist hafa valið sundið þegar hann var krakki. Hann var þó aldrei viss um að geta náð svona langt fyrr en þjálfari hans sagði það. „Við erum með góðan þjálf- ara og það hjálpar mikið. Hann kann þetta alveg og hefur þjálf- að marga Ólympíufara. Hann er reynslubolti og kröfuharður eins og allir alvöru þjálfarar. Jacky var búinn að sjá það á undan mér að ég gæti náð langt. Hann sagði mér að ég gæti þetta og svo gerð- ist það allt. Síðasta ár er búið að vera mjög gott,“ segir Anton um hinn franska þjálfara sinn Jacky Pellerin. „Það var rosalega gaman að taka metið hans Arnar um helgina. Maður nær oftast met- inu í 800 metrum með 1.500 metrunum. Ég náði því ekki á Íslandmeistaramótinu en náði því núna,“ segir Anton og fram undan eru spennandi tímar. Þarf að bæta sig um 30 sekúndur „Það er markmiðið núna að kom- ast inn á Ólympíuleikana. Við erum að fara í æfingabúðir á Flórída og ætlum að æfa þar á fullu til þess að reyna að komast eins nálægt Ólympíulágmörk- unum og hægt er. Vonandi náum við því,“ segir Anton, en kunn- ugir eru bjartsýnir eftir árang- ur helgarinnar enda er Anton jafnvel betri í löngu brautinni en þeirri stuttu. „Ég er núna 30 sekúndum frá lágmarkinu en í 25 metra laug- inni bætti ég mig um 50 sekúndur á einu ári þannig að ég gæti náð þessu. 30 sekúndur eru mikið en ég vona það besta,“ segir Anton. ooj@frettabladid.is Fimmtíu sekúndna bæting á einu ári Nýjasta nafnið í sundinu á Íslandi er Ægiringurinn Anton Sveinn McKee, sem hefur bætt sig ótrúlega mikið á einu ári. Anton vann fjögur gull á Norðurlandamóti unglinga um helgina og bætti meðal annars ellefu ára met Arnar Arnarsonar í 800 metra skriðsundi. Anton á nú öll Íslandsmetin í langsundunum. FJÖGUR GULL UM HÁLSINN Anton Sveinn McKee var sigursælasti íslenski sundmað- urinn á Norðurlandamóti unglinga með fjögur gull og sjö verðlaun. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Þau munu bæði komast á ÓL í London Frakkinn Jacky Pellerin þjálfar bæði Anton Svein McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttur sem unnu samanlagt sjö gull og settu saman fjögur Íslands- met á Norðurlandamóti unglinga um helgina. Hann er mjög bjartsýnn á frekari bætingar hjá þeim báðum sem og sæti á Ólympíuleikunum í London á næsta ári. „Þau geta bæði bætt sig meira. Aðalmarkmiðið hjá Eygló núna er að ná að synda 200 metrana á 2:10 í löngu lauginni og ná A-lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana og fyrir Anton að ná að synda 1500 metrana á 15:15 í löngu brautinni sem myndi líka nægja honum til að komast inn á Ólympíuleik- ana,“ segir Jacky Pellerin. „Ég er sannfærður um að þau komast bæði á Ólympíuleikana í London og er alveg til í að veðja við þig um það,“ bætir Pellerin við án þess að hika. „Við Eygló höfum sett stefnuna á að hún komist 200 metra baksund á 2:04 eða jafnvel fljótar og fyrir Anton að vera í kringum 14:45 í 1500 metr- unum. Ég sagði við þau eftir sundin þeirra um helgina: Þetta var gott hjá okkur en þið getið gert enn betur,“ sagði Pellerin. FÓTBOLTI Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir eru á leið til bandaríska atvinnumannaliðsins Philadelphia Independence. Þetta varð ljóst í gær eftir að WPS- deildin fékk leyfi stjórnar banda- ríska knattspyrnusambands- ins til að vera áfram efsta deild bandaríska kvennaboltans. Þetta verður þriðja tímabil Hólmfríðar með liðinu en Katrín hefur ekki spilað áður í deildinni. Hún er nú í námi í Kaliforníu en þær æfðu báðar með liðinu á dögunum og var báðum boðinn samningur. Þetta staðfesti Hólm- fríður í samtali við Fréttablaðið. Þó munu aðeins fimm lið taka þátt og öll verða staðsett á aust- urströndinni – í Philadelphia, Atl- anta, Boston, New York og New Jersey. WPS-deildin var stofn- uð árið 2007 og sjö lið tóku þátt fyrsta tímabilið sem var reyndar ekki fyrr en 2009. Flest tóku þátt í fyrra, átta talsins, en aðeins sex í ár. „Það verður spiluð þreföld umferð og svo lýkur tímabilinu með úrslitakeppni. Þetta eru vissulega fá lið en vel þess virði – það besta sem ég hef upplifað er að spila fótbolta í Bandaríkjun- um,“ sagði Hólmfríður. Bandaríska sambandið setti það sem skilyrði að fjölga þurfi liðum á næstu árum til að deildin fái áfram að starfa. Keppnistíma- bilið hefst í apríl og stendur yfir í fimm mánuði. - esá WPS-deildin fékk grænt ljós: Spilað verður í Bandaríkjunum HÓLMFRÍÐUR Aftur á leið til Banda- ríkjanna en hún spilaði með Val á seinni hluta tímabilsins í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Alfreð Gíslason hafði betur gegn Degi Sigurðssyni í 16 liða úrslitum þýska bikarsins í Berlín í gærkvöldi og sló þar með landa sinn út úr bikarnum þriðja árið í röð. THW Kiel vann Füchse Berlin örugglega 39-28 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum. Kiel er ríkjandi bikarmeistari og hefur unnið þýska bikarinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Kiel vann Füchse í átta liða úrslitunum í fyrra og í 2. umferð árið á undan. Aron Pálmarsson átti fínan leik og skoraði fimm mörk fyrir Kiel en þeir Momir Ilic og Kim And- ersson voru markahæstir með sjö mörk hvor. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Füchse en þeir Bartlomiej Jaszka og Ivan Nincevic voru markahæstir með fimm mörk hvor. Kiel tók strax frumkvæðið í jöfnum fyrri hálfleik og var á endanum með 17-14 forystu í hálf- leik. Füchse minnkaði muninn í eitt mark 15-14, en Kiel-liðið skor- aði tvö síðustu mörk hálfleiksins. Aron skoraði annað þeirra marka og var með tvö mörk í fyrri hálf- leiknum en Alexander skoraði eitt mark í fyrri hálfleik. Füchse skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og minnkaði mun- inn í tvö mörk en Kiel svaraði með þremur mörkum í röð og leit aldrei til baka eftir það. Kiel hefur nú unnið alla nítján leiki sína í deild (16) og bikar (3) á tímabilinu. - óój Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk þegar Kiel vann 39-28 sigur á Füchse Berlin í þýska bikarnum í gær: Alfreð sló Dag út úr bikarnum þriðja árið í röð SÆTIÐ TRYGGT Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson fagna. NORDICPHOTOS/BONGARTS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.