Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 102

Fréttablaðið - 15.12.2011, Síða 102
15. desember 2011 FIMMTUDAGUR86 BenQ 24” LCD skjár Tilboð 34.900 kr. HP 63 ,5 15 6” Tilboð 69.900 kr. - Við þekkjum tölvur REYKJAVÍK Ármúli 11 REYKJANESBÆR AKRANES BORGARNES Tölvuhjálp - engar áhyggjur! Við komum heim til þín með nýju tölvuna og etjum hana upp fs yrir þig fyrir aðeins 4.990 kr. ef keypt með nýrri tölvu. Samsung Galaxy Tab 8,9” Tilboð 99.900 kr. HP borðtölva og 21,5” skjár Tilboð 139.900 kr. MacBook Air 11” Tilboð 169.900 kr. Vörunúmer: BL2400 Vörunúmer: Galaxy-WiFi-8.9 Vörunúmer: Z0MFVörunúmer: HP G5470sc + HP s2231a MORGUNMATURINN „Yfirleitt geri ég mér ommelettu en svo er misjafnt hvað ég set í hana. Það geta verið rækjur, kjúklingur, grænmeti eða ávextir – fer allt eftir því hvort ég er að fara á æfingu eða ekki.“ Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari og lyfja- fræðingur. „Ég var mikill Eurovision-aðdá- andi þegar ég var lítil og kunni öll lögin utan að,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Feldberg og Sometime. Rósa tekur þátt í forkeppni Eurovision, en hún mun syngja eitt þriggja laga Sveins Rúnars Sigurðssonar. Íris Hólm og Magni Ásgeirsson munu syngja hin lögin tvö. Rósa sagði lagið sjálft vera leyndarmál, það myndi bara koma í ljós hvernig það hljómaði, en tók skýrt fram að hún myndi ekki syngja eitthvað sem henni þætti ekki gott. Þetta væri ekki einhver Celine Dion-slagari. „Ég leyfði Einari [Tönsberg] að heyra það og hann gaf grænt ljós á það líka, fannst það bara flott.“ Seint verður sagt að Rósa geti talist með dæmigerðum Euro- vision-þátttakendum. Nærtæk- ara væri kannski að flokka hana sem dæmigerða miðbæjarrottu. Eða hvað? „Ég væri til í að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef eitt- hvert skemmtilegt land vinn- ur keppnina. Helst land eins og Aserbaídsjan.“ Þetta sagði Rósa nefnilega í viðtali við Föstudag, fylgiblað Fréttablaðsins, dag- inn áður en keppnin fór fram í Ósló fyrr á þessu ári. Rósu varð að ósk sinni, Eldar & Nigar sigr- uðu með laginu Running Scared og þar með höfðu örlögin gripið í taumana hvað söngkonuna varð- ar. „Þetta var djók innan sviga, ég er í Eurovision-partíhópi sem horfir alltaf saman á keppnina og ég hugsaði af hverju ég gæti ekki farið í þessa keppni. Ég vildi hins vegar fara til einhvers spennandi lands, það er ekkert stuð að fara til Þýskalands,“ segir Rósa. Vinum Rósu þykir þátttaka hennar eilítið skondin en sjálf gefur hún lítið fyrir staðalímynd- ir Eurovision-keppandans, bendir meðal annars á að Halla Margrét hafi verið einn af sínum eftir- lætiskeppendum og ekki hafi hún verið týpísk. „Ég horfði á undir- búningsþátt þegar Jóhanna Guð- rún var að keppa og sá þegar þeir voru að setja saman sviðið. Þá velti ég því fyrir mér hvort það yrði ekki mikið ævintýri að standa á svona sviði. Ég væri allavega til í að sjá hvernig þetta er allt sett saman og kynnast því hvernig umgjörðin er í kringum þessa keppni.“ freyrgigja@frettabladid.is RÓSA BIRGITTA ÍSFELD: ÞETTA VERÐUR ENGINN CELINE DION-SLAGARI Miðbæjarrotta í Eurovision STENDUR VIÐ STÓRU ORÐIN Rósa Birgitta Ísfeld sagðist vilja taka þátt í Eurovision ef land eins og Aserbaídsjan bæri sigur úr býtum. Það kom á daginn og Rósa mun syngja lag Sveins Rúnars Sigurðssonar í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA „Við erum mjög sáttir við þetta. Þetta eru að mínu mati mestu verðlaunin sem hægt er að fá í þessum bransa. Þetta eru verð- laun fólksins,“ segir grínistinn Steindi Jr. Steindi og leikstjórinn Ágúst Bent fengu í gær afhenta gull- plötu fyrir sölu á fyrstu þáttaröð Steindans okkar. Diskurinn hefur selst í meira en 5.000 eintökum frá því að hann kom út seint á síð- asta ári og Steindi er að vonum hrærður og ánægður. Spurður hvað hann hafi gert fyrir peningana sem diskurinn hefur skilað segir Steindi að upp- hæðirnar séu ekki háar og hann sé ekki orðinn ríkur. „En þvotta- vélin mín bilaði um daginn. Þann- ig að ég keypti mér nýja,“ segir hann. Önnur þáttaröð Steindans okkar kom út á dögunum og Steindi bindur miklar vonir við hana. „Ég verð mjög vonsvikinn ef hún fer ekki í gull, því hún er betri en fyrsta þáttaröð,“ segir hann. - afb Fékk gullplötu og keypti þvottavél GULL AF MÖNNUM Bent og Steindi eru svona á hverjum miðvikudegi. Tilviljun réði því að afhendingin fór fram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þetta var mjög lærdómsrík og eftirminnileg reynsla þótt það hafi vissulega verið skrýtið að vera í þrjátíu stiga hita án allra jólalaga í desember,“ segir Fanney Ingvarsdóttir, Ung- frú Ísland. Hún lenti á Íslandi á þriðjudag- inn var eftir að hafa verið á Indlandi í tvær vikur við góðgerðarstörf fyrir samtökin Healthy Kids, Happy Kids. Þetta er í annað sinn á árinu sem Fanney heimsækir landið. Fanney flakkaði um bæði norður- og suð- urhluta Indlands og heimsótti meðal annars munaðarleysingjahæli. „Það var ótrúlega erfið og tilfinningarík reynsla,“ segir Fann- ey, sem var þó ekki ein á ferð. Ferðafélagar hennar voru Ungfrú Kanada, Ungfrú Írland, Miss Bikini International og svo stúlk- ur frá Slóveníu og Bólivíu. Fanney segir ferðina hafa gert mikið fyrir sig persónu- lega og bætir því við að hún hafi fengið að skoða landið. „Við heimsóttum Taj Mahal og Gullna musterið og það var alveg einstakt að sjá þetta með eigin augum,“ segir Fanney, en mengun setti þó eilítið strik í reikninginn. „Indland er náttúrulega ótrúlega samþjapp- að land og mengunin er gríðarleg. Fyrstu dagana héldum við að þetta væri þoka sem við sáum en þetta var þá bara mengun,“ útskýrir Fanney, sem fékk af þeim sökum bæði kvef og hálsbólgu. Vegna ferðalaganna varð skólaganga feg- urðardrottningarinnar að sitja eilítið á hak- anum. Hún ætlar sér hins vegar að útskrif- ast frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar í vor. „Og svo er það bara að halda jólin. En svo gætu fleiri ferðalög verið handan við horn- ið.“ - fgg Fanney á flandri um Indland SINNIR GÓÐGERÐARSTÖRFUM Fanney Ingvarsdóttir dvaldi í tvær vikur á Indlandi og heimsótti meðal annars munaðarleysingjahæli, sem hún segir hafa verið erfiða og tilfinningaríka reynslu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.