Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. J Ú L Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 174. tölublað 98. árgangur
ÖLL VÖTN
FALLA TIL
DÝRAFJARÐAR
ÁSDÍS TRYGGÐI
SÉR SÆTI Í
ÚRSLITUM
SEAN CONNERY
Á HVÍTA TJALDINU
EM Í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTIR BOND, JAMES BOND 29BELGÍSKAR VÖFFLUR 10
Myndir eftirlaunamannsins
rifjaðar upp eftir gæðum
Morgunblaðið/Kristinn
Hagar Hafa ekki skilað inn ársreikn-
ingum um nokkurt skeið.
Smásöluverslanakeðjan Hagar
hefur ekki skilað inn ársreikningi
um skeið, en reikningsár félagsins
endar í lok febrúar hvers árs.
Reikningur fyrir uppgjörsárið sem
endaði í febrúar 2009 hefur ekki
borist ársreikningaskrá né heldur
reikningurinn fyrir uppgjörsárið
sem endaði febrúar 2010.
Samkvæmt skilyrðum Sam-
keppniseftirlitsins vegna fyrir-
tækja yfirtekinna af bönkum, er
skylt að tryggja skil fyrirtækjanna
á ársuppgjörum og hálfsárs-
uppgjörum. Þegar Morgunblaðið
leitaði skýringa hjá Arionbanka á
þessari óskilvísi Haga, var vísað í
sértæka ákvörðun um fyrirtækið,
sem kveður á um skil ársreikninga
ef söluferli er ekki hafið fyrir 1.
október 2010. Arion tók Haga yfir í
október á síðasta ári. »14
Hafa ekki skilað inn
reikningi þrátt fyrir
skilyrði eftirlitsins
Niðurstaða um Magma
» Sérfræðinganefnd skili nið-
urstöðu um lögmæti 15. ágúst.
» Frumvarp um eignarhald
verði lagt fram á Alþingi í októ-
ber næstkomandi.
» Ríkisstjórnarflokkarnir vilja
tryggja að orkufyrirtæki séu á
forræði opinberra aðila.
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Ríkisstjórnin vill lög sem takmarka
eignarhald einkaaðila í orkufyrir-
tækjum. Starfshópur verður skipað-
ur sem skila á drögum að frumvarpi
þess efnis í október. „Með þessu er
ekki markmið að vinna að því að
einkaaðilar, innlendir eða erlendir,
geti ekki komið að orkufyrirtækjun-
um,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra á fundi með blaða-
mönnum í gær. Markmiðið væri að
tryggja að opinberir aðilar hefðu yf-
irráð. Hún segist telja hæfilegt að
einkaaðilar eigi „ekki meira en 50%“.
Lausn ríkisstjórnarinnar í
Magma-málinu er að skipa nefnd
óháðra sérfræðinga til að rannsaka
einkavæðingarferli Hitaveitu Suður-
nesja og lögmæti kaupa Magma
Energy á hlut í HS Orku og setja á
fót starfshóp sem skila á frumvarpi
um takmörkun á eignarhaldi einka-
aðila í orkufyrirtækjum.
Guðmundur Sigurðsson, prófessor
við lagadeild HR og kennari í skaða-
bótarétti, segist ekki geta sagt til um
hvort skaðabótaskylda kunni að
myndast fái Magma Energy ekki að
kaupa hlut í HS Orku líkt og samn-
ingur er um.
„Almennt séð þá er það þannig að
ef menn gera samning um eitthvað,
kippa honum svo úr sambandi og það
veldur tjóni þá getur komið fram
krafa um að bæta þurfi það tjón.
Hins vegar er alveg óvíst hvort til
þess kemur í þessu tilviki.“
MUndið ofan af einkavæðingu »2
Ríkið ráði yfir orkunni
Ríkisstjórnin vill að einkaaðilar eigi ekki meira en 50% í orkufyrirtækjum
Boða rannsókn á einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja og frumvarp í kjölfarið
Reuters
Viðræður Össur Skarphéðinsson og
Steven Vanackere í Brussel í gær.
„Ég skil ekki hvers vegna við erum
að halda þessu áfram,“ segir Jón
Bjarnason, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, um þau ummæli
stækkunarstjóra Evrópusambands-
ins að ekki sé hægt að fá varanlegar
undanþágur frá lögum ESB.
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra, Steven Vanackere, utan-
ríkisráðherra Belgíu, og Stefan
Füle, stækkunarstjóri ESB, héldu
blaðamannafund í Brussel í gær í
framhaldi af ríkjaráðstefnu sem
markar upphaf aðildarviðræðna.
Spurður að því hvar Íslendingar
drægju línuna varðandi sjávarút-
vegsmál sagði Össur meðal annars
að ESB hefði áður komið með snjall-
ar lausnir, klæðskerasaumaðar fyrir
sérstakar aðstæður. Af því tilefni
lagði Stefan Füle áherslu á að slíkt
þyrfti að rúmast innan laga ESB,
ekki væri hægt að veita neinar var-
anlegar undanþágur.
Jón Bjarnason sagði að málið ætti
að fara aftur til Alþingis, áður en far-
ið yrði yfir þá þröskulda sem það
setti við málið. Telur hann ástæðu-
laust að eyða meiri vinnu og pening-
um í aðildarviðræður. »6
Jón vill hætta viðræðum
Stækkunarstjóri segir engar varanlegar undanþágur í boði
Einstakar myndir náðust í gær af flaki breska ol-
íuskipsins SS Shirvan sem var sökkt norður af
Garðskaga af sama kafbáti og sökkti Goðafossi
hinn 10. nóvember 1944. Notast var við djúpsjáv-
arfarið Gavia sem er framleitt og hannað á Ís-
landi af fyrirtækinu Hafmynd ehf. Gavia er lítill
ómannaður kafbátur eins og sést á myndinni.
Eintakið sem notast var við er í eigu Háskóla Ís-
lands og kostar rúmar 100 milljónir króna. »4
Fundu flak skipsins sem Goðafoss reyndi að bjarga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Þetta er ekki sérlega góð tilfinn-
ing að þurfa að lifa með,“ segir
Gunnar Árni Jónsson, sem varð
valdur að banaslysi fyrir rúmum
fjórum árum. Þá settist hann undir
stýri eftir skemmtanahald þar sem
áfengi var haft um hönd. Sesar Þór
Viðarsson, 19 ára frændi Gunnars,
var með í för. Bíltúrinn endaði
snögglega þegar bíllinn rann
stjórnlaus út á hlið tugi metra og
skall harkalega á húsvegg. Sesar
Þór lést í slysinu.
Í samtali við Morgunblaðið segist
Gunnar ekki óska neinum svo ills að
þurfa að ganga í gegnum viðlíka
lífsreynslu. »12
Óskar engum við-
líka lífsreynslu