Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
Morgunblaðið (Mbl)
hefur stundað það
undanfarið ár að gera
hugsanlega aðild okk-
ar að ESB tor-
tryggilega. Blaðið
hæðist að því, þegar
talað er um að taka
„upplýsta“ ákvörðun í
þessu máli. Upplýst
ákvörðun felst í því að
taka aðildarsamning-
inn, lið fyrir lið, og útskýra fyrir
þjóðinni hvað hann myndi þýða
fyrir líf okkar, atvinnu, menningu,
alþjóðleg samskipti, peningamál og
margt fleira. Að lokinni slíkri
kynningu vilja menn að þjóðin tjái
vilja sinn í almennri atkvæða-
greiðslu. Þetta er, held ég, sann-
leikurinn um upplýsta ákvörðun.
Leiðarahöfundur Mbl hæðist að
þeim sem svona hugsa og segist
vera með svörin á reiðum höndum.
Við hin þurfum ekki að lesa eða
hugsa. Við eigum að treysta hon-
um og þeim sem skrifa í hans
anda. Hugsanlega er hin upplýsta
umræða svo hættuleg af því að þá
er ekki hægt fyrir Mbl að slá fram
hverju sem er.
Leiðari Mbl 20. júlí sl. ber yfir-
skriftina „Myrkvuð umræða“.
Undirfyrirsögn er „Hinir „upp-
lýstu“ gera hvað þeir geta til að
kasta ryki í augu annarra“. Miðað
við málflutning leiðarans er þetta
furðuleg fyrirsögn. Verið er að
gera því skóna, að ESB-aðild hafi
herskyldu í för með sér og tekið
undir áhyggjur ungra bænda af
því. Síðan eru kallaðir til vitnis
þeir próf. Haraldur Ólafsson og
Tryggvi Hjaltason öryggisfræð-
ingur, sem báðir hafa nýlega skrif-
að greinar í Mbl. Haraldur skrifar
um horfur á skyldu ESB-landa til
hervæðingar. Tryggvi víkur m.a.
að aukinni samvinnu
Evrópuþjóða í varn-
armálum, sem gæti
leitt til sameiginlegs
hers. Höfundur leið-
arans telur þetta
styðja hugmyndirnar
um að aðild að ESB
leiði til herskyldu.
Þarna er því miður
mjög óupplýst um-
ræða á ferð. Í nýlegri,
ítarlegri skýrslu utan-
ríkisráðherra til Al-
þingis um utanríkis- og alþjóða-
mál, skýrslu sem byggist á
þekkingu vönduðustu sérfræðinga
ráðuneytis hans, er bent á að með
Lissabonsáttmálanum skapist ekki
grundvöllur fyrir sameiginlegum
her ESB. Til að skýra nánar
ákvæði sáttmálans, sem snúa að
sameiginlegum vörnum sambands-
ins, fékk Írland samþykkta yfirlýs-
ingu, sem kveður á um að hverju
ríki sé í sjálfsvald sett hvernig
framlagi til sameiginlegra varna sé
hagað og að aðildarríki eru ekki
skuldbundin til að taka þátt í
hernaðarlegum aðgerðum á vegum
bandalagsins.
Hins vegar hefur ESB yfir að
ráða hraðsveitum, skipuðum her-
mönnum aðildarríkja, sem vilja
leggja þeim lið. Hlutverk þeirra er
að stilla til friðar á óróasvæðum og
þær hafa sinnt friðargæslu. Þeir
stjórnmálamenn eru til, sem vilja
auka þetta samstarf, en sameig-
inlegur her ESB er afar fjarlægt
markmið. Það hefur alla tíð legið
skýrt fyrir, að ESB-aðild Íslands
hefur engar hernaðarskyldur í för
með sér, ekki frekar en vera okkar
í NATO síðan 1949. Gangi Ísland
til aðildar að ESB, ræður það því
sjálft, svo sem hingað til, hvort
það hefur her eða ekki. Því skal
svo ekki gleymt, að aðeins sjö af
27 ríkjum í ESB hafa herskyldu.
Allt þetta ætti leiðarahöfund-
inum að vera kunnugt. Ef hann
kynnir sér ekki þessi mál er hann
vart fær um að vera í ábyrgð-
arstöðu á ritstjórn dagblaðs. Af
því leiðir svo áleitna spurningu um
sannleiksást, og sé hún ekki á
hreinu, hverjir eru þá í „myrkv-
aðri umræðu“? Lesendur Mbl
hljóta að undrast, að leiðarahöf-
undur blaðsins skuli kominn í lið
með þeim, sem hafa uppi hræðslu-
áróður um hervæðingu Íslands,
taki það þátt í samstarfi vest-
rænna lýðræðisríkja. Hvorki Sjálf-
stæðisflokkurinn né Mbl hafa um
áratuga skeið látið slíkar rang-
hugmyndir og bábiljur hagga sér.
Af hverju er sú stefna nú skyndi-
lega breytt?
Eitt að lokum. Forystumenn
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks
leiddu okkur eins og blindingja út
í blekkingavef einkavæðingar
bankanna. Þeir hafa, ásamt forseta
okkar, hafið víkinga fjármálanna
til skýjanna. Allur sá skollaleikur
hefur leitt hörmungar yfir þjóðina.
Nú vilja sömu flokkar ráða fyrir
okkur í ESB-málinu. Er nokkur
furða þótt þeir séu allmargir sem
vilja fá að taka bindið frá aug-
unum og skoða sjálfir í upplýstri
umræðu, hvaða kostir standa okk-
ur til boða? Orð hinna stóðust
ekki. Er það hvatning til að fylgja
þeim nú?
Eftir Þóri
Stephensen
» Leiðari Mbl 20. júlí
sl. ber yfirskriftina
„Myrkvuð umræða“.
Undirfyrirsögn er „Hin-
ir „upplýstu“ gera hvað
þeir geta til að kasta
ryki í augu annarra“.
Þórir Stephensen
Höfundur er fv. dómkirkjuprestur og
staðarhaldari í Viðey.
Evrópuherinn ósýnilegi
Fréttir und-
anfarnar vikur hafa
verið sumum óskiljan-
legar, allavega fyrir
almenna borgara.
Hvers vegna berjast
útgerðarmenn innan
LÍÚ um á hæl og
hnakka gegn ákvörð-
un Jóns Bjarnasonar,
sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra,
um frjálsar rækju-
veiðar? Svarið við þessari spurn-
ingu er mjög einfalt.
Handhafar úthafsrækjukvótans
eru að berjast gegn samkeppni í
veiðum og vinnslu. Mestallur út-
hafsrækjukvótinn er í höndum
rækjuvinnslna eða fyrirtækja sem
hafa lokað rækjuvinnslum sínum.
Þessi fyrirtæki sem hafa lokað
sínum rækjuvinnslum hafa ýmist
notað úthafsrækjukvótann til að
auka framsalsheimildir sínar í öðr-
um verðmætari tegundum eða
leigt til annarra LÍÚ-fyrirtækja
sem notað hafa úthafsrækjukvót-
ann til að auka framsalsheimild
sínar sem þýðir að LÍÚ-fyrirtækj-
unum er gert kleift að leigja
meira af aflaheimildum frá sér.
Það er heimilt og löglegt sam-
kvæmt núgildandi lögum um
stjórn fiskveiða.
Starfandi rækjuvinnslur óttast
að samkeppni í veiðum leiði til
hærra hráefnisverðs en með frelsi
í veiðum hafa fleiri
útgerðir tækifæri til
veiða og með frelsi í
veiðum gætu nýjar,
jafnvel endurvaktar
rækjuverksmiðjur,
tekið til starfa. Það
þýðir aukna sam-
keppni í hráefnisöflun
af Íslandsmiðum þar
sem einokunaraðstaða
LÍÚ-fyrirtækja er
rofin með góðri
ákvörðun Jóns
Bjarnasonar, sjávar-
útvegs- og landbún-
aðarráðherra, um frjálsar úthafs-
rækjuveiðar.
Bent hefur verið réttilega á að
Hafrannsóknastofnun heimilar að-
eins 7.000 tonna veiði og bjartsýn-
ustu menn hafa í fjölmiðlum bent
á að sú veiði gæti náðst í desem-
ber, þegar 8 mánuðir væru eftir af
fiskveiðiárinu. Ég ætla að leyfa
mér að vona að þessi spá rætist
sem þýðir gjaldeyristekjur fyrir
þjóðarbúið og störf skapast.
Íslendingar hafa á undanför-
unum árum skilið tugþúsunda
tonna úthafskvóta eftir í hafinu
þar sem LÍÚ var að nota kvótann
í að auka framsalsheimildir í öðr-
um tegundum. Það var víst arð-
bærara fyrir útgerðarmenn innan
LÍÚ en að veiða kvótann. Komi
upp sú staða að úthafsrækjuaflinn
nái 7.000 tonnum á næsta fisk-
veiðiári er einfalt mál að bregðast
við þeirri stöðu. Jón Bjarnason,
besti sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra sem Ísland hefur al-
ið, gæti einfaldlega, í ljósi stað-
reynda varðandi ónýtta
úthafsrækjukvóta síðustu ára, gef-
ið út leyfi til að veiða það sem
skilið hefur verið eftir í hafinu af
óveiddum úthafsrækjukvóta
LÍÚ-útgerðarmanna. Það þýðir
mörg þúsund tonn í viðbót og Haf-
rannsóknastofnun ætti að sam-
þykkja það enda ganga vísindi
Hafró út á að geyma fiskinn í
sjónum og sennilega munu útgerð-
armenn innan LÍÚ ekki mótmæla
því þar sem LÍÚ telur það eitt
brýnasta mál íslensks sjávar-
útvegs að geymsluréttur á kvóta
milli fiskveiðiára sé sem rýmstur
og geti verið nýttur þegar vel
veiðist, eða eru það markaðs-
aðstæður LÍÚ-fyrirtækja sem
stýra þessari hlið mála hvað varð-
ar geymsluréttinn á milli fisk-
veiðiára? En LÍÚ-fyrirtæki hafa
möguleika á því að hafa veruleg
áhrif á markaði í gegnum
geymsluréttinn.
Eftir Finnboga
Vikar »Handhafar úthafs-
rækjukvótans eru að
berjast gegn samkeppni
í veiðum og vinnslu.
Finnbogi Vikar
Guðmundsson
Höfundur er fulltrúi Borgarahreyf-
ingarinnar/Hreyfingarinnar í starfs-
hópi Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, um endur-
skoðun á fiskveiðistjórnun.
Hvers vegna vilja útgerðar-
menn innan LÍÚ ekki
frjálsar úthafsrækjuveiðar?
Öllum lands-
mönnum er orðið
ljóst, að fyrir Ice-
save-stjórninni ligg-
ur ekkert annað en
lenda brátt á rusla-
haugi sögunnar.
Þetta hafa vinstri
grænir loks skilið og
leita nú allra leiða,
til að forða sér frá
að sogast niður í
hyldýpið með Sam-
fylkingunni. Vinstri grænir eru
ekki þekktir fyrir að vera vandir
að meðulum og nú grípa þeir til
glæpsamlegra aðgerða gegn
hagsmunum Suðurnesjamanna og
raunar landsmanna allra. Ætlun
VG er að sprengja ríkisstjórnina
með tilhæfulausum árásum á
Magma Energy.
Ríkisstjórnin tók við þröngri
stöðu í efnahagsmálum landsins,
en með getuleysi og illum vilja
hefur hún gert vonda stöðu miklu
verri. Icesave-stjórnin er ekki að
vinna að þeim verkefnum sem
hún var kosin til að framkvæma,
heldur hefur Samfylkingin komist
upp með að þoka áfram hug-
sjónum sínum um innlimun lands-
ins í Evrópu-ríkið. Þótt enginn
geti meinað sossunum að bera
slíkar hugmyndir í hjarta sér, er
framkvæmd þeirra ekkert annað
en landráð. Með þjóðaratkvæðinu
6. marz 2010 og niðurstöðum úr
fjölmörgum skoðanakönnunum,
hafa Íslendingar gefið skýrlega
til kynna, að þeir eru andvígir
því að gefa eftir fyrir Icesave-
kröfum nýlenduveldanna og þeir
eru andvígir innlimun landsins í
Evrópu-ríkið. Þessi mál munu
neyða ríkisstjórnina til afsagnar
og ríkisstjórnar-flokkarnir eru
byrjaðir að undirbúa afsögnina,
hvor með sínum hætti. Sossarnir
forða sér til Evrópu, eins og
brottför Jóns Baldvins Hanni-
balssonar og Jóns Sigurðssonar
ber vitni um. Hins vegar eru
vinstri grænir að gæla við lengra
líf í stjórnmálum og stunda því
blekkingarleik á flestum sviðum.
Magma-málið er vinstri grænum
hentugt skálkaskjól til að afvega-
leiða þjóðfélags-umræðuna og til
að berjast fyrir ástríðu sinni um
ríkisrekstur. Enginn þarf að
verða undrandi þótt í ljós komi
að Svavari Gestssyni sé ætlað að
verða kommissar yfir HS Orku.
Þessar óskir munu þó ekki ræt-
ast, meðal annars vegna þess að
landsmenn hafa fyrir löngu áttað
sig á eftirfarandi staðreyndum:
1. Jafnir möguleikar allra er-
lendra fyrirtækja.
Hvers vegna ættu Íslendingar
að leyfa erlendar fjárfestingar
einungis frá Evrópusambandinu?
Ef við viljum selja útlendingum
eitthvað, er þá ekki rétt að fá til-
boð alls staðar úr heiminum?
Væri ekki nær að banna fyr-
irtækjum frá Evrópu-ríkinu að-
gang, fremur en að veita þeim
aðstöðu til einokunar? Að mis-
muna aðilum á markaði er ósann-
gjarnt, heimskulegt og kostn-
aðarsamt.
2. Lög leyfa ekki mismunun
fyrirtækja innan EES.
Núgildandi löggjöf um fjárfest-
ingu erlendra aðila í atvinnu-
rekstri (Lög 34/1991) er alveg
skýr, hversu heimskuleg sem
svona mismunun er. Ef erlent
fyrirtæki hefur heimilisfestu inn-
an Evrópu-ríkisins, hefur það
fulla heimild til að kaupa hér
orkufyrirtæki. Ekki er orð í lög-
unum sem skilyrðir ákveðna
starfsemi félagsins, krafan er
einungis um heim-
ilisfestu.
3. Magma Energy
hefur farið að lögum.
Magma Energy
Sweden AB hefur
heimilisfestu í Sví-
þjóð, það er að segja
innan Evrópu-
ríkisins. Réttarstaða
fyrirtækisins er því
ljós og kaup þess á
HS Orku voru full-
komlega lögleg. Allar
fullyrðingar sem frá VG hafa
komið um lagalega vankanta á
kaupum félagsins á hlutum í HS
Orku eru rangar. Þetta hafa fjöl-
margar athuganir á lagalegum
hliðum málsins staðfest.
4. Greiðsluáætlun samkvæmt
kaupsamningi er eðlileg.
Kaupverð HS Orku hefur ekki
verið gagnrýnt, en hins vegar
hafa komið fram fjarstæðu-
kenndar fullyrðingar um
greiðsluáætlunina. Eðlilega er
greiðslum dreift nokkuð, en samt
verða um 70% kaupverðs greidd
fyrir árslok 2010. Það sem þá
stendur útaf, er skuldabréf sem
Reykjanesbær átti vegna sölu
hluta í HS Orku til Geysis Green
Energy. Eru vinstri grænir argir
vegna þess að Reykjanesbær gat
haft hag af síðustu kaupum
Magma á hlutum í HS Orku ?
5. Riftun samningsins væri
hættuspil.
Ef taka ætti mark á upphlaupi
vinstri grænna og rifta samn-
ingnum um HS Orku, væri verið
að taka áhættu sem enginn
stjórnmálamaður getur risið und-
ir. Hugsanlega myndi HS Orka
þá lenda í höndum erlendra
kröfuhafa og innlendir aðilar ekki
fá krónu í sinn hlut. Jafnframt er
öruggt að orðstír landsins myndi
bíða hnekki og erfitt yrði að fá
útlendinga til að koma að fjár-
festingum hérlendis, en þess
munum við þarfnast á næstu ár-
um. 6. Efnahagsleg endurreisn
þarfnast fjárfestinga í orku-
vinnslu.
Sannleikurinn er sá að aðkoma
Magma Energy var sem himna-
sending, við þær aðstæður sem
hér ríkja. Við erum með hand-
ónýta ríkisstjórn, sem engu kem-
ur í verk. Eina von okkar um
efnahagslega endurreisn liggur í
fjárfestingum í orkuframleiðslu
og um leið stóriðju og annarri
smærri framleiðslu sem nýtir raf-
orku og gufuvarma. Vinstri
grænir nota það sem rök gegn
gildandi lögum, að einungis ESB-
fyrirtæki megi fjárfesta hérlendis
í orkuframleiðslu. Þetta er að
bíta höfuðið af skömminni, því að
þeir þykjast andvígir ESB-
innlimun. Hvers vegna leggur VG
ekki til breytingar á gildandi lög-
um eða höfðar dómsmál á grund-
velli fullyrðinga sinna? Hvers
vegna kemur VG ekki heiðarlega
fram og viðurkennir löngun sína
til að gera Ísland að Kúbu norð-
ursins?
Vinstrigrænir nota
Magma Energy
sem skálkaskjól
Eftir Loft Altice
Þorsteinsson
Loftur Altice
Þorsteinsson
»Magma-málið er
vinstri grænum
hentugt skálkaskjól til
að afvegaleiða þjóð-
félagsumræðuna og til
að berjast fyrir ástríðu
sinni um ríkisrekstur.
Höfundur er verkfræðingur og vís-
indakennari.