Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 29
Mikið hefur verið rætt um
framtíð leikarans Steve
Carells í þáttunum The
Office upp á síðkastið, en
orðrómur þess efnis að
hann væri á förum frá
þáttunum hefur farið líkt
og eldur í sinu um fjöl-
miðlaheiminn.
Forseti bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar NBC,
Angela Bromstad, stað-
festi orðróminn síðastlið-
inn mánudag og sagði Ca-
rell mundu snúa sér að
öðrum verkefnum eftir að samningur hans við fyrirtækið
rennur út árið 2011.
„Við vorum einstaklega lánsöm að hafa hann jafn lengi
og við gerðum. Það er óumflýjanlegt að svona hlutir ger-
ast þegar þú vinnur með svo stórum kvikmyndastjörnum,“
sagði Bromstad og bætti við að þættirnir héldu göngu
sinni áfram þrátt fyrir brottför Carells.
„Án þess að gera lítið úr þeirri staðreynd að Steve sé á
förum, því það mun að sjálfsögðu hafa áhrif á þáttinn, þá
höfum við gríðarlega trú á að handritshöfundarnir og
leikararnir haldi honum gangandi.“
Steve Carell hefur túlkað hinn óborganlega yfirmann,
Michael Scott, í heil sjö ár.
Carell
kveður
The Office
Hættur Carell yfirgefur skrif-
stofuna í síðasta sinn á næsta ári.
2
Guðmundur Egill Árnason
gea@mbl.is
Vafalítið fyrirfinnast einungis nokkrir ein-
staklingar á jarðarkringlunni sem kannast ekki
við viðfangsefnið að sinni. Þeir einstaklingar
hljóta að vera óupplýstir fornfrumbyggjar í Ama-
zon-skóginum og viðfangsefnið hlýtur að vera
Connery. Sean Connery.
Einungis fjögur ár eru liðin síðan leik-
aragoðsögnin tilkynnti brotthvarf sitt úr leiklist-
inni og þó allt sé verðugt upprifjunar, þá skulum
við láta sem raða megi myndunum upp eftir gæð-
um …
1. The Rock
Eitursvöl kvikmynd þar sem Sean Connery
kynnti sig sem meistara meistaranna fyrir nýrri
kynslóð kvikmyndaáhorfenda. Taugagas, eld-
flaugar, hefnd. Heimurinn þarf eina manninn sem
hefur sloppið lifandi frá Alcatraz.
2. The Untouchables
Sean Connery sem Jim Malone skapar óviðjafn-
anlegan sjarma um persónuna sem verður einn
helsti máttarstólpi þessarar frábæru kvikmyndar.
Allir hlusta þegar gelíski lögregluþjónninn í New
York talar.
3. The Hunt For Red October
Rússneskur kjarnorkukafbátur stefnir óðfluga
að Bandaríkjunum. Ætlar hann að ráðast til at-
lögu eða er um liðhlaup Sovétmannanna að ræða?
Marko Ramius er sá eini sem veit svarið. Hreint
út sagt mögnuð mynd.
9
4. Murder on the Orient Express
Við kynnumst mörgum áhugaverðum per-
sónum um borð í lest. Morð er framið. Hver
framdi glæpinn? Frábær, leikdrifin kvikmynd sem
leyfir okkur vel að njóta Connerys.
5. The Hill
Joe Roberts er breskur hermaður í seinni
heimsstyrjöld sem þarf að þola harðræði í fanga-
búðum Þjóðverja í N-Afríku. Fangabúðir. Hiti.
Nasistar. Slæmt fyrir Joe Roberts. Leiksigur fyr-
ir Sean Connery.
6. A Bridge Too Far
Við föllum úr fallhlíf á bak við óvinalínur í
seinni heimsstyrjöld til þess að ná mik-
ilvægum brúm en þýskar skrið-
drekasveitir eru nærri. Frábærir
leikarar og mikið fyrir augað.
Sprengingar og áföll í Opera-
tion Market Garden.
7. The Great Train Robbery
Aldrei hafa svo margir tek-
ið svo mikið frá svo mörgum.
Donald Sutherland ásamt
okkar manni rænir lest í Eng-
landi Viktoríutímabilsins.
Herramennirnir þurfa ýmsar
græjur.
8. The Man Who Would Be King
Connery og Michael Caine taka
sig saman sem breskir hermenn og
ferðast frá Indlandi í útnára heims-
ins þar sem þeir ætla að þjálfa her
og gerast konungar. Fólkið heldur að
Connery sé guð en gæfa guðanna er fall-
völt.
9. Time Bandits
Við förum með æskunni um undra-
heim ævintýra þar sem tímabil blandast
og riddarar fortíðar mæta raunveru-
leika nútímans. Nostalgíuhvetjandi æv-
intýramynd þar sem Sean Connery fer
á kostum.
10. The Molly Maguires
Leynisamtök írskra kolanámu-
manna berjast gegn oki námueigend-
anna. Jack Kehoe leiðir þá áfram í
réttlætisbaráttunni en meðal þeirra
er einn njósnari. Keltneskur kjark-
ur Connerys krefst athygli í þessari
mynd.
Kvikmyndakonungur á eftirlaunum
Menning 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
1. Goldfinger (1964)
2. From Russia With Love (1963)
3. Dr. No (1962)
4. Diamonds Are Forever (1971)
5. You Only Live Twice (1967)
6. Thunderball (1965)
7. Never Say Never Again (1983 - óopinber)
Connery sem 007
JAMES BOND
6
3
8
4
1
Að sögn kanadíska dag-
blaðsins Le Droitt íhugar
söngvarinn Wyclef John
að bjóða sig fram til emb-
ættis forseta Haítí.
„Ég get ekki sungið að
eilífu,“ hafði blaðið eftir
John.
Í yfirlýsingu sem góð-
gerðarsamtök söngv-
arans, Yele Haiti, sendu
frá sér kemur fram að
John hafi enn ekki gefið
kost á sér opinberlega í
embætti forseta landsins.
„Skuldbinding Wyclefs
við heimaland sitt og
æskulýðsmál er tak-
markalaus og hann mun
halda áfram að vera einn
helsti stuðningsmaður landsins, hvort sem hann býður sig fram
til forseta eður ei. Á þessum tíma hefur Wyclef John ekki op-
inberað framboð sitt. Ef og þegar sú ákvörðun verður tekin þá
mun hann upplýsa fjölmiðla undir eins.“
John hefur verið iðinn við að vekja athygli á bágum aðstæðum
samlanda sinna eftir sterkan jarðskjálfta sem reið yfir Haítí í jan-
úar á þessu ári. Upptök hans voru við höfuðborgina Port-au-
Prince sem varð verst úti.
Þing- og forsetakosningar á Haíti fara fram þann 28. október
næstkomandi.
Forsetaefni Söngvararnir Wyclef
Jean og Shakira á góðgerðarsöfn-
uninni Hope for Haiti Now.
Wyclef íhugar
forsetaframboð
Reuters
Leikarinn Seth Rogen er
mikill teiknimyndasögu-
aðdáandi og lét sig því
ekki vanta á nörda-
ráðstefnuna Comic-Con
sem haldin var síðast-
liðna helgi. Kappinn var
þar einnig mættur til að
kynna mynd sína The
Green Hornet en sagðist
vel muna þá daga þegar
teiknimyndasögur þóttu
alls ekki kúl.
„Ég fer í teiknimynda-
sögubúðina í hverri viku
og á þúsundir teikni-
myndasagna. Þær eru
mjög fáar bækurnar sem
ég les þar sem menn í
sokkabuxum koma ekki
við sögu,“ viðurkenndi
Rogen. „Það er svo
skrýtið að þetta sé partur af kúltúrnum núna, alla þessa
nördalegu hluti sem ég og vinir mínir töluðum um eru núna
allir að tala um. Þetta er eins og að fíla hljómsveit og svo
slær hún í gegn. Þannig var þetta með okkur og X-Men.“
Hann er þó ekki alveg laus við nördinn inni í sér og óttast
ennþá að stelpa gæti tekið hann í slag. „Ég held að Came-
ron Diaz (mótleikkona hans) gæti lamið mig í klessu. Hún er
í ótrúlega góðu formi.“
Nördakúltúrinn
kominn í tísku
Seth Rogen Hrifinn af mönnum í
sokkabuxum.
FÓLK