Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 32
Orðrómur hefur verið á sveimi þess
efnis að eitraður myglusveppur hafi
valdið dauða hjónanna Brittany
Murphy og Simonar Monjack.
Móðir Murphys segir orðróminn
hins vegar örgustu þvælu.
„Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki sett
sig í samband við mig vegna myglu-
sveppsins sem á að vera heima hjá
mér,“ sagði Sharon Murphy í samtali
við tímaritið People.
„Ég hef upplifað ótrúlegustu at-
burði sem hægt er að hugsa sér á síð-
ustu átta mánuðum, atburði sem eng-
inn getur ímyndað sér. Ég hef og
mun halda áfram að vera sam-
vinnuþýð og tek að sjálfsögðu vel í
beiðni heilbrigðisyfirvalda
ef til þess kemur. Það
er fáránlegt að fjöl-
miðlar séu að
búa til frétt
á borð við
þessa.“
Enginn myglu-
sveppur hjá Murphy
Lögfræðingur Murphys sló á sama
streng; „Svo framarlega sem ég veit
þá eru engar vísbendingar sem gefa
til kynna að um myglusvepp hafi ver-
ið að ræða.“
Leikkonan Brittany Murphy og
handritshöfundurinn Simon Monjack
létust með einungis fimm mánaða
millibili, en réttameinafræðingar
telja dánarorsök þeirra beggja hafa
verið lungnabólgu og járnskort.
Hjón Mörgum
þykir dauði Murphy
og Monjack
grunsamlegur.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
Yfir allri plötunni liggur létt-ur hljómur en hún er mjögfjölbreytileg og einkennahana jákvæðar tilfinn-
ingar sem kunna jafnvel að springa
út í lúðraþyt og aðra óskammfeilna
lífsgleði. Henni tekst samt að víkja
sér undan allri
væmni. Þvert á
móti má kalla
flest á plötunni
frekar svalt. Ann-
að lag plötunnar,
„Ég á heima á Ís-
landi“, er fínn
laggervingur fyrir hana en það byrj-
ar á léttu gítarriffi sem þróast er það
ágerist í að verða þyngra og um mið-
bik leysist það svo upp í að vera leitt
af rólegum rafmagnsgítar sem
minnir örlítið á Pink Floyd en tekst
svo meira á flug á ný, en þá í meiri
psychadelic stíl og þegar það tekur
enda er það orðið mjög frábrugðið
sér í byrjun. Geta hljómsveitarinnar
til að skapa lögunum vídd sem þessa
án þess að glata samhengi gerir
plötuna áhugaverðari fyrir vikið.
Maður er sífellt að finna eitthvað
nýtt sem manni líkar í hverju lagi. Á
heildina litið er þetta mjög skemmti-
leg „feel good“ plata, í grunninn in-
die/alternative rokk plata en hvert
lag er litað af psychadelic fjölbreyti-
leika þar sem léttum rafmagnsgít-
arleik bregður fyrir og greina má
nokkrar góðar syrpur í hverju lagi
sem eru ólíkar innbyrðis án þess að
nokkru sé fórnað til að svo megi
verða. Öll lögin renna mjög ljúft nið-
ur og virðast tilraunir hljómsveit-
arinnar hafa borið talsverðan árang-
ur því á plötunni má finna eitthvað
sem flestum ætti að líka frekar vel.
Miri Skemmtileg og fjölbreytileg plata hjá hljómsveitinni.
Geisladiskur
Miri - Okkar bbbbn
GUÐMUNDUR EGILL
ÁRNASON
TÓNLIST
Tekst á mjög skemmtilegt flug
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
ÞETTA SAGÐI FÓLK AÐ MYND LOKINNI
„Þetta er kannski besta mynd
sem nokkurn tíma hefur verið gerð“
„Ég hef aldrei orðið fyrir jafn
magnaðri upplifun í bíó“
„Besta mynd allra tíma“
„Besta mynd Christopher Nolans og
Leonardo DiCaprios“
HHHHH / HHHHH
EMPIRE
HHHH / HHHH
ROGER EBERT
HHHHH / HHHHH
KVIKMYNDIR.IS
HHHHH
„Bíómyndir verða ekki mikið betri en þessi.“ Þ.Þ. FBL
HHHH 1/ 2/HHHHH
„Því er best að hvetja fólk til þess að drífa sig í bíó og narta í
þetta gúmmelaði, því svona, já akkúrat svona, á að gera þetta.“
DV.IS
HHHHH/ HHHHH
„Óskarstilnefningar blasa við úr hverju horni.“
„Það er tillhlökkunarefni að sjá hana aftur og fylla upp í eyðurnar."
ÞRIÐJA BESTA MYND ALLRA
TÍMA SKV. IMDB.COM
FRÁBÆR MYND Í ANDA JAMES BOND OG THE MATRIX
INCEPTION kl.4 -7-8-10-11 12 BOÐBERI kl.5:50-10:30 14
INCEPTION kl.2 -5-8-11 VIP-LÚXUS TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl.8 12
SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.1:303D -3:403D-5:503D L 3D A NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:50 16
SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.1:30-3:40-5:50 L LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 1:50 - 3:40 - 5:50 L
SHREK: FOREVER AFTER m. ensku tali kl.1:30-3:40 -8 -10 L SEX AND THE CITY 2 kl. 8 12
/ ÁLFABAKKA
INCEPTION kl. 8 -10:10-11 12
SHREK: SÆLL ALLA DAGA 3D m. ísl. tali kl. 3:403D -5:503D L
SHREK: FOREVER AFTER 3D m. ensku tali kl. 83D L
LEIKFANGASAGA 3 3D m. ísl. tali kl. 3:203D -5:403D L
TOY STORY 3 m. ensku tali kl. 3:20-5:40-8 L
TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 10:20 12
/ KRINGLUNNI