Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
✝ Pálína AxelínaLórenzdóttir var
fædd á Akureyri
14.9. 1928. Hún lést
á Landakotsspítala
þriðjudaginn 20. júlí
sl.
Foreldrar hennar
voru Ingolf Lórenz
Halldórsson, f. 23.2.
1904 á Eskifirði, d.
25.1. 1995 og Að-
alheiður Antonsdótt-
ir, f. 2.1. 1907 á
Urðum í Svarf-
aðardal, d. 29.8.
1978. Foreldrar Lórenz voru
Halldór Sveinsson á Eskifirði og
Guðrún Sigurðardóttir. For-
eldrar Aðalheiðar voru Anton
Ásgrímsson og Guðlaug Jóna
Sigurðardóttir. Systkini Pálínu
eru Gunnar Halldór, f. 22.10.
1929; Magnús Guðlaugur, f.
25.11. 1934, kvæntur Elínu Eyj-
ólfsdóttur og eiga þau fjögur
börn; Gísli Kristinn, f. 7.11 1937,
kvæntur Ragnhildi Franzdóttir
Kjartan Kristjánsson, f. 31.3.
1914, d. 4.10. 1988. Börn Pálínu
og Hauks eru: 1) Aðalheiður
Guðrún f. 7.8 1955, maki Ágúst
V. Árnason, f. 7.2 1961. Sonur
Aðalheiðar og Jóns Ólafssonar
er Haukur Ingi, f. 17.12. 1975,
maki Hafdís Þorleifsdóttir, f.
24.7. 1964. Sonur Hauks Inga og
Önnu Þórunnar Sigurðardóttur
er Aron Freyr, f. 20.9. 1995. 2)
Hallgrímur Leifur, f. 15.3. 1957,
maki Ingveldur M. Tryggvadótt-
ir, f. 22.1. 1959. Börn þeirra
eru: Ása Vilborg, f. 9.12. 1980,
maki Finnur K. Ólafsson, f. 8.12.
1979, dóttir þeirra Inga Rós, f.
4.8. 2006. b) Daníel Heiðar, f.
27.6. 1984. 3) Ása, f. 10.10.
1959, maki Benóný Ægisson, f.
29.8. 1952. Dætur þeirra eru
Birta, f. 31.10. 1986 og Sóley
Anna, f. 11.3. 1997. Pálína út-
skrifaðist úr Húsmæðraskól-
anum á Laugarlandi í Eyjafirði
en flutti til Reykjavíkur um
1950. Hún stundaði verslunar og
þjónustustörf, var þerna á
frakt- og farþegaskipum og
vann í tvo áratugi á Kleppsspít-
alanum.
Pálína verður jarðsungin frá
Laugarneskirkju í dag, miðviku-
daginn 28. júlí 2010, og hefst at-
höfnin kl. 15.
og eiga þau fjögur
börn; Steinunn
Guðbjörg, f. 7.2.
1941, gift Þorgeiri
Gíslasyni og eiga
þau þrjú börn;
Ingibjörg Hafdís, f.
7.5. 1943, gift
Reyni Valtýssyni
og eiga þau fjögur
börn; Skúli Viðar,
f. 15.1. 1947,
kvæntur Guðrúnu
Hólmfríði Þorkels-
dóttur og eiga þau
fjögur börn. 10.
desember 1955 giftist Pálína
Hauki Hallgrímssyni, f. 20.8.
1932 á Reyðarfirði, d. 18.9. 2009.
Foreldrar hans voru Karl Daníel
Pétursson, f. 4.6. 1909, d. 8.3.
1979 og Hallbjörg Sigmarsdóttir,
f. 27.7. 1912, d. 12.1. 2002. Kjör-
foreldrar Hauks voru Guðleif
Helgadóttir, f. 27.12. 1909, d.
18.11. 2009 og Hallgrímur Jóns-
son, f. 21.4. 1898, d. 13.8 1937.
Fósturfaðir Hauks var Greipur
Nú er komið að kveðjustund, Palla
mín. Með þessum fátæklegu orðum
vil ég þakka þér fyrir samfylgdina
síðastliðin 35 ár. Ég veit að Haukur
tengdapabbi tekur á móti þér með
opnum örmum og saman getið þið nú
ferðast um ókunna heima.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita að því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guð geymi þig, elsku tengda-
mamma.
Ingveldur M. Tryggvadóttir.
Pálína tengdamóðir mín er látin
eftir erfið veikindi. Það er mikill
harmur kveðinn að fjölskyldu hennar,
börnum, barnabörnum og öðrum ætt-
mennum því lát hennar ber að ein-
ungis tíu mánuðum eftir að Haukur
Hallgrímsson eiginmaður hennar
lést.
Pálína hafði mikla útþrá, hún fór
ung til sjós og vann yfirleitt sem
þerna á farþega- og flutningaskipum.
Hún þvældist því víða um heimsins
höf og var þar af leiðandi víðförlari en
flestar konur af hennar kynslóð og
það þroskaði með henni víðsýni og
fordómaleysi. Eftir að hún hætti til
sjós tóku við reglulegar sólarlanda-
ferðir hjá henni og Hauki eiginmanni
hennar. Henni féll aldrei verk úr
hendi og eftir að hún hætti að vinna
var það prjónaskapurinn sem átti hug
hennar allan. Eflaust minnast margir
Kanaríeyjafarar hennar prjónandi
lopapeysur í steikjandi sólarhitanum.
Pálína var lífsglöð kona og alltaf
góð heim að sækja. Hún var lista-
kokkur og jólaboðin á Bugðulæknum
voru alltaf tilhlökkunarefni en þar
safnaðist öll fjölskyldan saman á
hverjum jólum. Ég kveð Pálínu A.
Lórenzdóttur með virðingu og þakk-
læti.
Benóný Ægisson.
Jæja elsku amma mín, þá er þess-
um kafla í lífi okkar hér á jörðu lokið
og þú komin til Hauks afa með útsýni
sem enginn hefur hér á jörðu. Njótið
vel, amma og afi. Það er svo margt
sem hægt er að skrifa til minningar
um þig en ég ætla ekki að fara að
skrifa um það hér því við eigum það
bara í brjósti okkar fyrir okkur, mig
og þig, amma.
Takk fyrir mig, elsku amma mín,
bið að heilsa Hauki afa. Þú varst og
ert alltaf best, elska þig að eilífu,
sjáumst seinna.
Þinn
Haukur Ingi Jónsson.
Elsku amma.
Það er enn svo óraunverulegt fyrir
mér að þú sért farin. Síðast í gær þá
varð mér hugsað til þess að senda þér
kort hérna frá fjöllunum í Sviss, það
myndi gleðja þig. Það tók mig smá
tíma að átta mig á því að þú værir
ekki til staðar að taka á móti því.
Minningarnar eru margar, þegar
ég var lítil og kom í pössun á Bugðu-
lækinn, allar eggjatínslurnar sem við
fórum í. Afi í akstursætinu og þú far-
þegamegin, á meðan ég og afi örk-
uðum um móana beiðst þú okkar og
prjónaðir og oftar enn ekki voru ný-
bakaðir ástarpungar og kleinur sem
biðu okkar, það jafnaðist sko ekkert á
við það. Já, þú kunnir heldur betur að
prjóna. Ég er svo heppin að eiga þrjár
lopapeysur og nota þær ennþá allar,
meira segja þá fyrstu sem ég fékk
fyrir einum 16 árum!
Það er skrýtið að hugsa til þess að
næst þegar ég kem heim er ekki ein-
ungis tómarúmið sem afi skildi eftir
sig fyrir tæpu ári heldur hefur tómið
stækkað enn meira. Ég á eftir að
sakna þín.
Birta Benónýsdóttir.
Amma Palla. Ég man þegar ég
kom til þín og þú sast í stólnum þínum
og varst að prjóna.
Þú sýndir mér oft dúkkuna þína
sem þú hafðir átt í svo mörg ár og
dáðist að henni. Þegar ég var pinku-
lítil gafst þú mér einnig dúkku sem er
uppáhaldsdúkkan mín og ég skírði
hana Óu Rós og mig langar líka að
eiga hana alla mína tíð. Þú gafst mér
líka tvær aðrar dúkkur sem ég hélt
alltaf mjög mikið upp á.
Þú varst alltaf mikil prjónakona og
þegar ég var lítil reyndirðu nokkrum
sinnum að kenna mér að prjóna, t.d.
bolta eða herðatré. Þú gafst mér líka
oft lopapeysur sem ég gat verið í dög-
unum saman, annaðhvort var ég í
hestalopapeysunni eða lambalopa-
peysunni. Svo gerðirðu líka ullarpils
við sem mér þótti voða flott.
Þegar þú og afi komuð heim úr sól-
arlandaferðunum gáfuð þið mér föt
sem voru stundum allt of stór og
langt í að ég kæmist í þau. Og svo líka
þegar ég sjálf var að fara til útlanda
laumaðirðu oft nokkrum evrum til
mín og Birtu systur minnar.
Og þegar ég var að skoða hlutina
þína og þú sagðir mér oft hvar þú
hafðir fengið þá og ef mér þótti eitt-
hvað alveg rosalega flott eða sniðugt
sagðirðu mér að næst þegar þú færir
til þess lands þar sem þú keyptir hlut-
inn myndirðu kaupa svona handa mér
líka.
Ég mun alltaf muna eftir þér og þú
munt alltaf vera hjá mér í minning-
unni.
Þín dótturdóttir,
Sóley Anna Benónýsdóttir.
Elsku amma. Nú kallið er komið og
þú hefur kvatt þennan heim. Það er
söknuður í huga mér en líka léttir því
ég veit að þú hefur það miklu betra
núna hjá Hauki afa. Mig grunaði aldr-
ei þegar ég og Inga Rós kvöddum þig
þann 9. júlí rétt áður en við fórum aft-
ur út til Danmerkur að það yrði okkar
hinsta stund. Þú lifir í hjarta og minn-
ingum okkar um ókomna tíð. Ég
minnist allra góðu stundanna sem ég
átti þegar ég kom við á Bugðulæknum
eða Kleppsveginum. Ekki skemmdi ef
nýbakað brauð var á boðstólum. Ég
gleðst yfir því að Inga Rós fékk tæki-
færi til að kynnast þér og eiga góðar
stundir með þér. Hún talar ennþá
mikið um þig og ég mun halda áfram
að varðveita minninguna um þig. Hún
mun fá að vita að það hafi verið
langamma sem heklaði fína gula kjól-
inn á hana og prjónaði hlýju lopapeys-
urnar. Ég á margar góðar minningar
um þig, elsku amma, sem ég mun
ávallt varðveita í hjarta mínu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guð geymi þig og varðveiti, elsku
amma/langamma.
Ása Vilborg, Finnur Karl
og Inga Rós.
Pálína Axelína
Lórenzdóttir
Bækur
Orðsending frá Vestfirska
forlaginu
Kæru Vestfirðingar og ferðafólk
á Vestfjörðum. Okkur hefur verið
bent á að sennilega er hvergi
saman komið á einum stað jafn
mikið og fjölbreytt efni um Vest-
firði og Vestfirðinga eins og á
Lagersölunni okkar á Þingeyri.
Þetta finnst okkur ekki ólíklegt.
Hvernig væri að renna við og
ganga úr skugga um þessa full-
yrðingu? Perluverð og karamella
í kaupbæti! Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is Sími 895-8260.
Garðar
Góðir garðar: Á afslætti í ágúst
Bjóðum upp á garðslátt, beðahreins-
un, sólpallasmíði og fleira. Leggjum
mikið upp úr góðri þjónustu, góðu
verði og vönduðum vinnubrögðum.
S. 867 3942 eða 661 6114.
Gisting
Sumarhús í Flóahreppi
10 mín. akstur frá Selfossi.
Upplýsingar í síma 899 5863.
www.starplus.is
Stúdíóíbúðir og sumarhús á
Akureyri
Við erum staðsett miðsvæðis í
bænum. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn,
heitir pottar, netsamband. Frekari
upplýsingar á www.saeluhus.is eða í
síma 618 2800.
Húsnæði í boði
GISTING
60 m² íbúð í nýju húsi á Seltjarnar-
nesi með fríu aðgengi að bíl. Leigist
minnst í tvo sólarhringa. Verð 15.000
kr. per sólarhr. Upplýsingar í síma
899-2190 eða siggiggeirs@talnet.is.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu 20-60 fm iðnaðarpláss
Staðsett 20 mínútur frá Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma: 894-0431.
370 m² verkstæðisbygging
ásamt millilofti til leigu á Keflavíkur-
flugvelli. Lóð 6.000 m². Í húsinu var
rekið díselviðgerðarverkstæði.
Búnaður til að leiða afgas af bílum út.
Möguleiki á gryfjum. Tæki til að
gufuþvo vélar. 2 stórar rafmagns-
hurðir. Ýmis annar búnaður.
Uppl. í s. 544 4333 og 820 1070.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Tómstundir
Nýkomin sending
af plastmódelum í úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587-0600.
www.tomstundahusid.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
✝
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
INGVELDAR ÓSKARSDÓTTUR
THORSTEINSON,
sem lést sunnudaginn 20. júní.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar-
heimilisins Skógarbæjar fyrir elskulega og góða
umönnun.
Margrét Fafin Thorsteinson, Páll Svavarsson,
Steinunn Thorsteinson,
Jóhanna Thorsteinson, Bergur Bergsson,
Anna Björg Thorsteinson, Sigursteinn Sævar Einarsson,
Birgitta Thorsteinson, Magnús G. Benediktsson,
Steingrímur Árni Thorsteinson, Ásta Kristín Svavarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.