Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Hagar hafa ekki skilað inn árs-
reikningi fyrir reikningsárið sem
endaði í febrúar 2009 né heldur
fyrir reikningsárið sem endaði í
febrúar 2010. Samkvæmt skilyrð-
um sem Samkeppniseftirlitið setur
bönkum vegna fyrirtækja sem þeir
hafa tekið yfir, er skylt að birta
ársuppgjör og hálfsársuppgjör fyr-
irtækjanna sem um ræðir. Arion-
banki tók yfir 95,7% hlutafjár í
móðurfélagi Haga 1998 ehf., í októ-
ber á síðasta ári.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Arionbanka vegna málsins var vís-
að á Finn Árnason, forstjóra Haga.
Ekki náðist í hann við vinnslu frétt-
arinnar. Arionbanki vísaði einnig í
önnur tilmæli Samkeppniseftirlits-
ins sem snúa sérstaklega að yf-
irtökunni á Högum. En þar kveður
á um að hafi söluferli Haga ekki
hafist 1. október 2010, skuli birta
ársreikninga fyrir það tímabil.
„Það verður að sjálfsögðu staðið við
þetta,“ segir í svari Arionbanka.
Uppskiptingin hafin
Ársreikningur félagsins fyrir
reikningsárið sem endaði í febrúar
2010 liggur fyrir, en það kemur
fram í skiptingaráætlun sem stjórn
Haga skilaði inn til fyrirtækjaskrár
í síðasta mánuði. Fram kemur í
skiptingaráætluninni, sem telur að-
eins tvær síður, að miðað sé við
ársreikning Haga fyrir reiknings-
árið sem lauk nú í febrúar. Fram
hefur komið að Rekstrarfélag 10-11
muni taka yfir rekstur þeirrar
keðju. Hagar verslanir ehf. munu
síðan taka við rekstri Hagkaupa,
Bónuss, Aðfanga, Útilífs og Hýs-
ingar vöruhótels. Fjölmörg önnur
fyrirtæki er að finna innan Haga-
samstæðunnar, en samkvæmt
skiptingaráætluninni virðist sem
skilja eigi sölu á matvælum frá
annars konar smásölu. Meðal fyr-
irtækja Haga eru ýmsir útsölustað-
ir þekktra vörumerkja á Íslandi, til
að mynda Debenhams, Zara og
Karen Millen.
Fylgja ekki settum
skilyrðum eftirlitsins
Hagar ekki skilað ársreikningi fyrir tvö síðustu uppgjörsár
Morgunblaðið/Golli
Hagkaup Verður fært yfir í Hagar verslanir ehf. ásamt Bónus, Aðföngum,
Útlífi og Hýsingu. Fataverslanir sitja enn eftir í Högum hf.
Hagar
» Hafa ekki skilað inn árs-
reikningi fyrir tvö síðustu,
heilu reikningsár
» Bönkum er skylt að tryggja
skilvísi yfirtekinna fyrirtækja á
ársreikningum.
» Arionbanki hyggst standa
við þann hluta tilmæla Sam-
keppniseftirlitsins um Haga
um að skila eigi reikningi í
október sé söluferli ekki hafið.
Sala á vörum
Össurar hf. jókst
talsvert á öðrum
ársfjórðungi eða
um 12%, mælt í
staðbundinni
mynt. Salan nam
alls 90 milljónum
Bandaríkjadala
samanborið við
81 milljón dala á
öðrum ársfjórð-
ungi í fyrra. EBITDA nam 20
milljónum Bandaríkjadala eða 22%
af sölu og framlegðin nam 56
milljónum dala eða 62% af sölu.
Framlegð er stöðug og aukin arð-
semi er til komin vegna aukinnar
sölu. Hagnaður á tímabilinu nam
14 milljónum Bandaríkjadala sam-
anborið við 2 milljónir dala á sama
tímabili í fyrra. Innan við hálft
prósent sölutekna Össurar það
sem af er ári hefur verið í krón-
um. Um það bil helmingur allra
sölutekna kemur frá Ameríku.
Þetta kemur fram í ársfjórðungs-
uppgjöri sem nú hefur verið birt.
Á fyrri hluta þessa árs hefur stoð-
tækjafyrirtækið selt vörur fyrir
rúmlega 176 milljónir dollara. Þar
af eru einungis um 600 þúsund
dollarar í íslenskum krónum. Til
samanburðar var salan fyrir ástr-
alska dollara þrefalt meiri, eða
andvirði um 1,8 milljóna Banda-
ríkjadala. Heildarsöluaukning frá
fyrra ári var um 11%.
Hagnaður
eykst á
milli ára
Össur hagnast um
14 milljónir dala
Jón Sigurðsson
forstjóri Össurar.
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Stærstu kröfuhafar Landsbankans í
Lúxemborg víkja fyrir öðrum kröfu-
höfum og tryggja sér með því aukna
stjórn á rekstri þrotabús hins fallna
dótturfélags Landsbanka Íslands.
Þetta er grundvöllur samkomulags
sem dómstólar í Lúxemborg sam-
þykktu í síðustu viku, og er ætlað að
tryggja allt að því fullar endurheimt-
ur innstæðueigenda innan 6-12 mán-
aða. Stærstu kröfuhafar Landsbank-
ans í Lúxemborg eru Landsbanki
Íslands og Seðlabanki Lúxemborg-
ar. Með þessu fyrirkomulagi telja
þeir sig í betri stöðu til að selja eignir
á sem hæstu verði, og auka með því
eigin heimtur. Aðrir stórir hluthafar,
þar á meðal Novator, hafa fallist á að
gefa afslátt af sínum kröfum.
Höggvið á hnútinn
Samkomulag um kaup Seðlabanka
Íslands á veðum af Seðlabanka Lúx-
emborgar, sem gengið var frá fyrir
nokkrum vikum, greiddi fyrir því að
þessi niðurstaða fékkst. Að sögn
Seðlabanka Íslands fóru stærstu
kröfuhafar Landsbankans í Lúxem-
borg þess á leit við hann að hann
kæmi að lausn þess máls. Það hafi
greitt fyrir því samkomulagi sem nú
hefur náðst, þó að bæði Seðlabanki
Íslands og skilanefnd Landsbankans
hafni því að formleg tengsl hafi verið
milli aðgerðanna tveggja.
Úttektir ekki skilyrtar
Innlán í bankanum voru um 700
milljónir evra, og nokkur hluti þeirr-
ar upphæðar í eigu Íslendinga, sem
hafa ekki getað nálgast innstæður
sínar frá því síðari hluta árs 2008.
Þeir sjá nú loks fram á að nálgast fé
sitt aftur. Einn kröfuhafa sagðist, í
samtali við Morgunblaðið, ekki sjá að
hægt væri að skilyrða útgreiðslu inn-
lána á nokkurn hátt, til dæmis með
því að skylda íslenska innlánseigend-
ur til að flytja gjaldeyri til Íslands.
Kröfuhafar höggva á hnútinn í Lúx
Smærri kröfuhöfum hleypt fram fyrir
Novator gefur afslátt af kröfum
Morgunblaðið/Ómar
Lúxemborg Umsvif Íslendinga í
smáríkinu hafa minnkað verulega.
Electricité de France (EDF), orku-
fyrirtæki í eigu franska ríkisins,
hefur fengið tvö tilboð í tvö orku-
dreifingarkerfi í Bretlandi sem er í
eigu félagsins. Þetta hefur Dow
Jones-fréttaveitan eftir heimildar-
mönnum sínum í gær. Samkvæmt
upplýsingum Dow Jones hljóða til-
boðin upp á meira en 5 milljarða
sterlingspunda eða meira en 940
milljarða íslenskra króna.
Það eru annarsvegar fyrirtækið
Cheung Kong Infrastructure sem
hefur aðsetur í Hong Kong auk
hóps fjárfesta sem ríkisfjárfestinga-
sjóður furstadæmisins Abú Dabí
skipar ásamt Macquire Capital auk
kanadísks lífeyrissjóðs.
Ákvörðunin um selja orkudreifi-
netið EDF í Bretlandi var tekin
fyrr í sumar og er hún hluti af áætl-
unum um að draga úr skuldsetn-
ingu EDF. Franska ríkisfyrirtækið
hefur haft mikil umsvif í Bretlandi
frá því að það festi kaup á British
Energy og kjarnaverum þess, en
um er að ræða stærsta raforku-
framleiðenda Bretlands, árið 2008
fyrir ríflega 12,5 milljarða sterlings-
punda.
Einn stærsti
raforkuframleiðandi heims
EDF er einn stærsti raforku-
framleiðandi heims og er með fram-
leiðslu í Norður- og rómönsku Am-
eríku ásamt Asíu, Afríku og
Evrópu. Fyrirtækið framleiðir ríf-
lega fimmtung af allri raforku sem
er seld í Evrópu og hefur það fjár-
fest í raforkuframleiðslu í þrettán
ríkjum álfunar. ornarnar@mbl.is
Franskt ríkisfyrirtæki sel-
ur breskt orkudreifikerfi
Ríkisfjárfestingasjóður Abú Dabí meðal tilboðsgjafa
Reuters
Sellafield Kjarnorkuver í Bretlandi. EDF, orkufyrirtæki í eigu franska rík-
isins, framleiðir um 75% af allri raforku sinni með kjarnaorku.
● Basel-nefndin svokallaða, sem sam-
anstendur af fulltrúum eftirlitsaðila
stærstu hagkerfa heims, hefur komist
að niðurstöðu um hertar reglur um eig-
infjárhlutfall, lausafjárstöðu og lántöku
fjármálafyrirtækja. Financial Times
greinir frá því að Þýskaland sé eina að-
ildarríkið af 28 sem ekki hefur skrifað
undir samkomulagið. Markmiðið með
hertu regluverki er að koma í veg fyrir
að hrun fjármálakerfisins árið 2008 geti
endurtekið sig. Ekki náðist samstaða
um allar tillögur sem fyrir lágu, og var
ákveðið að fresta sumum þeirra til árs-
ins 2018. Fyrirkomulag, sem ætlað er
að koma í veg fyrir að hægt sé að „fela“
skuldir utan efnahagsreiknings, verður
prufukeyrt til ársins 2017, áður en
ákvörðun verður tekin um almenna inn-
leiðingu þess. einarorn@mbl.is
Þjóðverjar streitast á
móti reglubreytingum
● Góð afkoma
Deutsche Bank
og UBS á öðrum
ársfjórðungi varð
til þess að hluta-
bréf í bönkum
hækkuðu töluvert
í evrópskum
kauphöllum í gær.
Hlutabréf Lloyds,
Barclays og RBS
hækkuðu öll á
bilinu 4,6 og 7,4%. Fjárfestar brugðust
jafnframt jákvætt við fréttum af því að
Basel-nefndin um fjármálaregluverk
hefði veikt upprunalegar tillögur í með-
förum sínum, og reglur um fjármála-
starfsemi því ekki verið hertar jafn mik-
ið og búist hafði verið við. Trú á breskt
hagkerfi jókst við fréttir um mestu
aukningu í smásölu í þrjú ár og aukna
bjartsýni kaupmanna.
Bankabréf hækka
Hlutabréfamiðlari
fylgist náið með.
● Robert Dudley hefur tekið við sem
forstjóri olíufyrirtækisins BP. Hann tek-
ur við af Tony Hayward, sem hefur sætt
mikilli gagnrýni vegna frammistöðu
sinnar í baráttunni við olíulekann á
Mexíkóflóa. BP tapaði 17,2 milljörðum
bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi,
en til samanburðar var hagnaðurinn
4,39 milljarðar á sama tíma í fyrra. Fyr-
irtækið ætlar sér að selja eignir fyrir allt
að 30 milljarða dala til að standa undir
skaðabótagreiðslum vegna slyssins.
BP skiptir um forstjóra
ÞETTA HELST…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
+1/.23
++/.,+
,+.-44
+5.3+
+3.41,
++0.55
+.01-/
+1,.5+
+43.52
+,+.-,
+1/.5,
++/.44
,+.++/
+5.331
+3.30+
++2.0+
+.012/
+10.23
+4/.01
,++.///4
+,+.0+
+11.01
++/.15
,+.+/5
+5./,3
+3.31
++2.30
+.011/
+12.-+
+4/.1,