Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010 Síðastliðinn föstudag var opnuð ný myndlist- arsýning á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðu- stíg. Á sýningunni getur að líta lágmyndir eftir listamanninn Tómas Malmberg sem hann hefur unnið að und- anfarið ár. Verkin eru unnin með blandaðri tækni, úr masónít og mdf á striga. Þetta er önnur einkasýning Tómasar. Sýningin sem ber nafnið Draumsýn- ir stendur til 19. ágúst næstkomandi. Kaffi- húsið Mokka er opið alla daga frá kl. 9 til kl. 18.30. Myndlist Draumsýnir Tómasar á Mokka Eitt af verkum Tómasar Næst á dagskrá sumar- tónleikaraðarinnar Bláa kirkjan, sem fram fer á Seyðisfirði, spilar tónlist- arhópurinn Katla. Í dag skipa hópinn Svava Kristín Ingólfsdóttir söngkona, Ingi- björg Guðlaugsdóttir bás- únuleikari og bræðurnir Hörður Bragason, píanó- og orgelleikari, og Birgir Braga- son bassaleikari. Katla flytur að stærstum hluta til eigin útsetningar á alls konar tónverkum, allt frá þjóðlögum til nú- tímatónlistar. Tónleikarnir verða í kvöld og hefjast kl. 20.30 en nánari upplýsingar má finna á blaakirkjan.is. Tónleikar Katla spilar í Bláu kirkjunni Tónlistarhópurinn Katla Í kvöld kl. 22 mun Tríó Ás- geirs Ásgeirssonar spila í Ris- inu við Tryggvagötu, sem áð- ur var Glaumbar. „Á efnisskránni verða nokkrar perlur djassbókmenntanna í bland við blússkotið efni,“ segir í tilkynningu. Tríóið er að þessu sinni skipað þeim Ásgeiri á gítar, Hauki Grön- dal á saxófón og Nicholas Mo- reaux á kontrabassa. Nicholas er virtur lagahöfundur og einn eftirsóttasti djassbassaleikari Frakka, en hann er um þessar mundir í heimsókn á Íslandi og ætlar að leika á nokkrum tónleikum fyrir landsmenn á næstu misserum. Tónleikar Tríó Ásgeirs Ás- geirssonar í Risinu Ásgeir Ásgeirsson Tríó Reykjavíkur er einn af elstu kammer- hópum landsins enda verið starfandi í rúm tuttugu ár. Tríóið skipa Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleik- ari og Peter Máté píanóleikari. Þau Guðný og Gunnar hafa verið með frá því að tríóið var stofnað árið 1988 en Peter tók við af Halldóri Haraldssyni sem hætti 1996. Tríó Reykjavík heldur tónleika í Selinu á Stokkalæk laugardaginn 31. júlí næstkom- andi og á efnisskránni verða tvö þekkt píanó- tríó auk smærri verka. „Við munum leika tvö af þekktustu píanó- tríóum tónbókmenntanna, Sígaunatríóið eftir Joseph Haydn og Erkihertogatríóið eftir Beethoven,“ útskýrir Guðný. „Beethoven samdi sex píanótríó en Erkihertogatríóið er algjör konungur þessara verka, rétt eins og 9. sinfónían stendur upp úr sinfóníunum hans. Þeir sem fara mikið á klassíska tónleika þekkja þetta verk vel.“ Guðný segir tríóið raunar vera nokkurs konar sérfræðinga í gömlu meisturunum þrátt fyrir að efnisskrá þeirra hafi í gegnum árin verið merkilega fjölbreytt. Að spila með tríóinu er ekki full vinna en þau hafa engu að síður afkastað ótrúlega miklu þessi ár. „Við höfum verið með reglu- lega tónleikaröð í Hafnarborg frá 1990 og tónleikarnir eru eflaust farnir að nálgast hundrað. En við spilum víða annars staðar líka; ferðumst víða um landið og höfum verið með hádegistónleika á Kjarvalsstöðum annað slagið á veturna. Svo höfum við líka aðeins spilað erlendis, í Bandaríkjunum, Danmörku og Frakklandi.“  Tríó Reykjavíkur spilar á tónleikum í Selinu á Stokkalæk  Flytur tvö vel þekkt píanótríó Tríó Reykjavíkur Gunnar Kvaran, Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté. „Algjör konungur þessara verka“ Breska kvik- myndaráðið, UK Film Council, sem veitir styrki til kvikmyndagerðar í Bretlandi verður lagt niður á næstu tveimur árum. Menningar- málaráðherra landsins, Jeremy Hunt, tilkynnti í fyrradag að til stæði að leggja ráðið niður en að fram- lögum til kvikmyndagerðar yrði kom- ið áleiðis með öðrum leiðum. Alls vinna 75 manns hjá ráðinu sem hefur haft um 15 milljónir punda eða 2,8 milljarða íslenskra króna til ráðstöf- unar á ári hverju. Ráðið var sett á laggirnar af Verkamannaflokknum árið 2010 með það að markmiði að styrkja breskan kvikmyndaiðnað. Meðal þeirra mynda sem hafa hlotið styrki frá ráðinu má nefna Bend It Like Beck- ham, Last King of Scotland, Vera Drake og Fish Tank. Í tilkynningu sagði Hunt að ákvörðunin væri liður í því að tryggja gegnsæi í eyðslu á almannafé. Kvik- myndagerðarmenn í Bretlandi eru þó mjög óánægðir með ákvörðunina og vilja margir meina að með þessu sé búið að höggva stoðirnar undan ann- ars blómstrandi og framsækinni at- vinnugrein. Kvik- myndaráð lagt niður Skorið niður í menningarmálum Jeremy Hunt Benedikt 16. páfi hefur skrifað barnabók sem ber titilinn Vinir Jesú, eða Gli Amici di Gesù. Bókin er 48 blaðsíður að lengd og fjallar um lærisveinana 12 og hvernig þeir yfirgáfu störf sín og fjölskyldur til að fylgja Jesú. Þetta mun vera fyrsta barnabók páfa en hann hefur skrifað fjölda bóka fyrir fullorðna. Hún er enn sem komið er aðeins fá- anleg á ítölsku en tilkynnt hefur verið að á næsta ári verði hún þýdd yfir á ensku og spænsku. Páfi skrifar barnabók ... fékk gula pressan svo sannarlega að heyra það frá öskuillum þjálfaranum 30 » Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Dagana 2.-5. ágúst næstkomandi verður tónlistarhátíðin BERGMÁL á Dalvík haldin í fyrsta sinn. Á hátíð- inni koma fram tónlistarmenn sem allir eiga það sameiginlegt að búa er- lendis um þessar mundir, ann- aðhvort við nám eða starf. Í forsvari fyrir hátíðina eru þau Kristján Karl Bragason píanóleikari, Grímur Helgason klarinettuleikari og Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari sem varð fyrir svörum um tilurð hátíðarinnar. „Hann Kristján Karl er Dalvík- ingur en hefur verið erlendis að mennta sig og ég og hann og Grímur höfum öll verið í Hollandi í vetur. Og hann fékk þessa hugmynd að halda tónlistarhátíð í kjölfar þess að þeir byggðu þetta fína menningarhús á Dalvík. Það er náttúrlega alltaf gam- an að koma heim og halda tónleika en nú hefur skapast betri vettvangur eftir að húsið kom til sögunnar,“ seg- ir Hafdís. Einstaklingarnir sem koma að há- tiðinni eiga eins og fyrr sagði það all- ir sameiginlegt að búa erlendis, í Hollandi, Þýskalandi, Bandaríkj- unum og víðar. Hafdís segir þau öll hafa þekkst fyrir og mörg unnið eitt- hvað saman. Áherslan lögð á fjölbreytileika Sérstakir gestir á hátíðinni verða tenórarnir Bragi Bergþórsson og Eyjólfur Eyjólfsson og segir Hafdís þau hafa fengið þá í lið með sér ekki síst til að auka breiddina í hópnum. „Okkur fannst kjörið og frábært að fá þá með, það gefur möguleika á fjölbreyttari flutningi, meðal annars eru strákarnir búnir að setja saman karlakvartett sem mun flytja nokkur lög á lokatónleikunum,“ segir hún og á þar við Braga, Eyjólf, Huga og Kristján. Hafdís segir ekkert ákveðið þema vera á hátíðinni heldur hafi verið lögð áhersla á að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta og áheyrilegasta. „Það er kannski smá svona franskur andi svífandi þarna yfir; Debussy og Fauré til dæmis. En þetta er svo stór hópur að það myndast þarna spenn- andi möguleikar á að spila mismun- andi kammertónlist. Við kom- um til með að spila í smærri hópum, tríó, dúó, söngva og slíkt.“ Hún segir ekkert ákveðið um framhaldið en segir hópinn vel geta hugsað sér að halda aðra hátíð að ári ef vel tekst til. Möguleikar í fjöldanum  Tónlistarhátíðin Bergmál haldin í menningarhúsinu Bergi á Dalvík Bergmál Hópurinn sem stendur að hátíðinni á Dalvík. Mánudagur 2. ágúst kl. 13.30 Setningartónleikar BERGMÁLS Mánudagur 2. ágúst kl. 20.00 Raddir sumarsins Þriðjudagur 3. ágúst kl. 20.00 Úr hjarta Evrópu Miðvikudagur 4. ágúst kl. 15.00 Síðdegi skógarpúkans Fimmtudagur 5. ágúst kl. 20.00 Galatónleikar Nánari upplýsingar og efnis- skrár tónleikanna má finna með því að fletta upp „Tónlistarhá- tíðin BERGMÁL“ á Facebook. 4 daga hátíð DAGSKRÁIN Hafdís Vigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.