Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 16
Barnavernd, bréfa-
skrif og tilkynningar
FRÉTTASKÝRING
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Kona nokkur var 16. júlí síð-astliðinn dæmd í héraðs-dómi Reykjavíkur íþriggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir að lærleggs-
brjóta barnungan son sinn. Beinbrot
teljast í öllum tilvikum til alvarlegra
ofbeldisbrota í skilningi 1. mgr. 218.
gr. almennra hegningarlaga. Upphaf
málsins má rekja til tilkynningar frá
Barnaspítala Hringsins til Barna-
verndar Reykjavíkur 24. nóvember
2009 um ætlaða vanrækslu konunnar
gagnvart fjögurra vikna syni sínum. Í
tilkynningunni sagði að sérfræðingar
spítalans teldu útskýringar konunnar
á lærleggsbrotinu afar hæpnar og að
umtalsverðan kraft þyrfti til að lær-
leggsbrjóta lítið barn. Þá kom einnig
fram að ósamræmi var í frásögn kon-
unnar af því hvernig drengurinn
brotnaði – hún sagði hann fyrst hafa
spyrnt sér fram af skiptiborði en síð-
ar að hann hefði velt sér fram af.
Barnavernd Reyjavíkur sendi
lögreglunni bréf 9. desember 2009
þar sem sömu upplýsingar komu
fram. Einnig var tekið fram að eðl-
islíkar tilkynningar hefðu borist frá
spítalanum varðandi óútskýrð bein-
brot á handleggjum eins árs gamallar
dóttur konunnar og að læknar spít-
alans væru „sammála um að um væri
að ræða stórkostlegt og mjög alvar-
legt aðgæsluleysi gagnvart börn-
unum“. Ákæra var þá loks gefin út á
hendur konunni hinn 30. apríl 2010.
Þúsundir tilkynninga ár hvert
Að sögn Ingileifar Sigfúsdóttur,
deildarstjóra á bráðamóttöku Barna-
spítala Hringsins, gerist það af og til
að starfsfólk spítalans sendi tilkynn-
ingu til Barnaverndarnefndar. „Við
fylgjum lögum um barnavernd og til-
kynnum alltaf ef við höfum einhvern
grun um vanrækslu. Og það þarf alls
ekki alltaf að vera grunur um of-
beldi.“
Þung tilkynningaskylda hvílir á
starfsmönnum spítala. Ef þeir hafa
grun um að ekki sé allt með felldu í
umhverfi barns – þau búi við óvið-
unandi uppeldisskilyrði, séu beitt of-
beldi eða áreitt – ber þeim skylda til
að gera barnaverndarnefnd viðvart
skv. 2. mgr. 17. gr. barnaverndarlaga.
Barnaverndarnefndum berast
þúsundir tilkynninga ár hvert. Þær
eru af öllum stærðum og gerðum og
aðeins hluti þeirra gefur tilefni til
frekari könnunar á högum barns. Lít-
ilfjörleg mál eru iðulega afgreidd með
bréfaskriftum til foreldra, til að
mynda ef barn er staðið að því að
krota á vegg.
Sé mál hins vegar þess eðlis að
grunur er um alvarlega refsiverða
háttsemi gagnvart barni, eins og í
fyrrnefndu máli, óskar barnavernd-
arnefnd eftir lögreglurannsókn. Lög-
reglu ber einnig að tilkynna barna-
verndarnefnd um tilvik þar sem
grunur er um refsivert athæfi gagn-
vart barni. Barnaverndarnefnd tekur
hins vegar eðlilega enga afstöðu til
þess hvort um refsivert athæfi gagn-
vart barni er að ræða heldur reynir
einungis að nálgast upplýsingar um
aðstæður barns og ákveður svo hvort
og til hvaða aðgerða gripið skal til.
Tilkynningum til barnaverndar-
nefnda hefur fjölgað jafnt og þétt síð-
ustu ár. Árið 2005 voru þær 5.952 á
landinu öllu en í fyrra voru þær 9.299.
Umtalsvert stökk varð milli áranna
2006 og 2007 þegar tilkynningum
fjölgaði úr 6.893 í 8.417. Rétt tæplega
helmingur þeirra er jafnan frá
Reykjavík. Í fyrra voru 4.326 tilkynn-
ingar í Reykjavík, 2.142 frá nágrenni
Reykjavíkur og 2.831 frá landsbyggð-
inni.
Morgunblaðið/Þorkell
Börn Dæmi eru um að starfsfólk Barnaspítala Hringsins hafi tilkynnt
grun um meinta vanrækslu á börnum. Myndin tengist ekki greininni.
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Áblaða-manna-fundi í
Brussel í gær
sagði Stefan Füle,
stækkunarstjóri
Evrópusambandsins, að mik-
ilvægt væri að umræður
tengdar aðlögunarviðræðum
Íslands við sambandið byggð-
ust á staðreyndum en ekki á
sögusögnum. Um þetta geta
væntanlega allir verið sam-
mála.
Tvennt kom fram á fund-
inum sjálfum sem verður sér-
staklega umhugsunarvert í
ljósi þessarar athugasemdar. Í
inngangsorðum sínum sagði
Steven Vanackere, utanríkis-
ráðherra Belgíu, sem nú fer
með formennsku í Evrópusam-
bandinu, að ferlið sem nú er
farið af stað sé krefjandi og að
sameiginlegir hagsmunir Ís-
lands og ESB felist í því að
tryggja breiðan og viðvarandi
stuðning við aðild hér á landi.
Hann bætti því svo sérstaklega
við að eftir fund með Össuri
Skarphéðinssyni, utanrík-
isráðherra, fyrr um morguninn
væri hann sannfærður um að
Ísland sé staðfast í þeim ásetn-
ingi sínum að ljúka samningum
og gerast aðili að sambandinu.
Þeir sem hlustuðu á sölu-
ræðu Össurar á blaðamanna-
fundinum, þar sem hann
reyndi allt sem hann gat til að
selja Ísland en gerði enga til-
raun til að halda fram helstu
hagsmunamálum þess, þurfa í
sjálfu sér ekki að furða sig á að
skilaboð Össurar til forystu
ESB hafi verið þau að ríkur
vilji sé hér á landi til að Ísland
gerist aðili að sambandinu. Það
kemur ekki á óvart lengur að
helstu talsmenn aðildar haldi
fram öðru en staðreyndum, en
eins og Füle benti
á er það ekki til
farsældar fallið í
viðræðunum. Um
leið er sérstaklega
umhugsunarvert
fyrir Íslendinga með hvaða
hætti Össur Skarphéðinsson
heldur á málstað Íslands í
þessum viðræðum, en það er
nokkuð sem Alþingi hlýtur að
kanna í ljósi þessara ummæla
Vanackere.
Hitt atriðið á fundinum sem
vekur sérstaka athygli í ljósi
fyrrnefndra ummæla Füle
stækkunarstjóra, er at-
hugasemd hans sjálfs undir
lok fundarins. Össur fékk fyr-
irspurn frá blaðamanni um
sjávarútvegsmál og hverju
hann vonaðist til að ná fram í
þeim málaflokki. Hann fór al-
mennum orðum um málið en
sagðist ekki vilja nefna nein
skilyrði. Hann bætti því svo
við að hann hefði mikla trú á að
hugmyndaflugið mundi hjálpa
til við að leysa þessi mál. Þá
gerðist það að stækkunar-
stjórinn Füle bað sérstaklega
um orðið og áréttaði að sköp-
unargáfan yrði að verða innan
gildandi reglna og að reglan
væri sú að engar varanlegar
undanþágur væru í boði frá
reglum ESB.
Skýrara gat það ekki verið
frá stækkunarstjóranum og í
sjálfu sér var þessi yfirlýsing
hans ekkert nýmæli. Það hefur
á hinn bóginn reynst áköfustu
stuðningsmönnum aðildar Ís-
lands að Evrópusambandinu
erfitt að sætta sig við þessa
staðreynd. Meðal annars þess
vegna hafa umræður um aðild
Íslands að Evrópusambandinu
í allt of miklum mæli byggst á
sögusögnum en of lítið á stað-
reyndum.
Füle staðfesti enn
einu sinni að engar
varanlegar undan-
þágur eru í boði }
Umræðan þarf að
byggjast á staðreyndum
Fjármálaráð-herra sendi í
gær frá sér yfirlit
yfir álagningu op-
inberra gjalda.
Þar er fróðlegt að
sjá að framtelj-
endum fækkar í fyrsta skipti á
milli ára og eru 261 þúsund í
ár en voru 267 þúsund í fyrra.
Tekjuskattar og útsvar á
þessa framteljendur lækkar
hlutfallslega enn meira en sem
þessu nemur og sömu þróun er
að sjá í fleiri skattstofnum.
Þessi þróun skýrist vita-
skuld af því að þrengra er í búi
hjá almenningi en áður var og
að fólki hefur fækkað, meðal
annars vegna þess að margir
hafa misst trú á
hér verði unnið
markvisst að upp-
byggingu efna-
hagslífsins í stað
þess að sóa tíma
og kröftum í auka-
atriði eða eitthvað enn verra.
Lærdómurinn sem stjórn-
völd ættu að draga af þessari
vísbendingu og ýmsum öðrum
er að efnahagslífið þurfi minni
klafa, bæði af skuldum og
sköttum, til að það geti dafnað
á nýjan leik. Núverandi
stjórnvöld hafa því miður
dregið þveröfugar ályktanir
og vinna nú jöfnum höndum að
því að auka skatta og skuldir
landsmanna.
Stjórnvöld draga
kolrangar ályktanir
af fyrirliggjandi
staðreyndum}
Framteljendum fækkar U
m daginn las ég á netinu ritgerð
eftir mann, sem sagðist vera
hættur að lesa fréttir í dag-
blöðum. Ekki nóg með það
heldur hvatti hann lesendur
greinarinnar til að hætta líka að lesa fréttir.
Þess í stað ættu þeir að lesa bækur sem
byggðust á alvöru rannsóknarblaðamennsku
og fræðigreinar með dýpri greiningu á þjóð-
félagsmálunum. Ef menn yrðu endilega að
lesa tímarit eða eitthvað slíkt gat hann með
semingi fallist á að menn flettu í gegnum The
Economist af og til, en var ekki tilbúinn að
samþykkja neitt óæðra en það.
Með þessu móti sagði hann að lesendur
myndu öðlast dýpri skilning á þróuninni, þó
svo þeir læsu aldrei fréttir um það sem væri
að gerast frá degi til dags. Þegar upp kæmu
einhvers konar mál sem þeir þyrftu að takast á við, ræða
um eða hafa skoðun á, yrði það auðveldara en ella. Þar að
auki fælist í því tímasparnaður og minni streita. Lík-
amleg heilsa fólks myndi þar að auki snarbatna í tíðinda-
leysinu.
Sá hængur var reyndar á að höfundurinn gerði ráð
fyrir því að daglegar fréttir rötuðu inn í líf fólks sjálf-
krafa og það þyrfti ekki að bera sig eftir þeim. Fréttamál
myndi bera á góma í samtölum við vini og kunningja, á
kaffistofum og í heitum pottum. Þeir myndu fræða við-
komandi um það mikilvægasta úr dægurmálunum
hverju sinni. Greina aðalatriðin frá aukaatriðunum.
Þetta var auðvitað gallinn á ritgerðinni. Henni var
greinilega ekki ætlað að ná til allra, heldur
aðeins eins eða tveggja í hverjum vinahóp. Of
miklar vinsældir hins fréttalausa lífstíls
myndu gera út af við hann. Það væri enginn
til að sortera og greina fyrir mann það helsta.
Þar að auki er dagleg fréttaumfjöllun
grunnur þess að dýpri og ítarlegri umfjöllun
líti dagsins ljós. Í fréttum dagsins birtast
átök, ósamkvæmni í ummælum og athöfnum
valdhafanna, dómsniðurstöður, spádómar og
hvaðeina annað sem bæði vekur hugmyndir
og umhugsunarefni. Án dagblaðalesenda
væru engin dagblöð og án dagblaða væri eng-
in ítarlegri og dýpri greining en sú sem þau
bjóða upp á.
Líklega var greinarhöfundurinn hálfbil-
aður, eins og svo margir sem skrifa á int-
ernetið. Hver treystir annars manninum á
kaffistofunni til að ákveða fyrir sig hvað er markvert í
fréttum og hvað er að gerast í heiminum?
Margir, að vissu marki. Fólk velur sér fjölmiðla eftir
því hvernig þeir túlka raunveruleikann. Hvort þeir ögra
skilningi fólks á honum eða staðfesta hann. Á flestum
fjölmiðlum vinna samt blaðamenn sem hafa bara áhuga á
nýnæmi þess sem þeir skrifa um, en ekki því hvernig út-
koman samræmist ákveðnum skoðunum. Sumum líkar
ekki slík fjölbreytni í upplýsingum og kjósa þess vegna
að lesa vefsíður sem safna saman fréttum úr mismun-
andi fjölmiðlum, sem styrkja sama málstaðinn. En þá er
allt eins hægt að finna sér karl í heitum potti einhvers
staðar og trúa öllu sem hann segir. onundur@mbl.is
Önundur Páll
Ragnarsson
Pistill
Sorteraðar fréttir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
„Svona al-
varleg mál
eru ekki
mörg – ekki
einu sinni
eitt á ári.
Þau eru
mjög fágæt,
sem betur
fer,“ segir
Halldóra
Gunn-
arsdóttir, framkvæmdastjóri
Barnaverndar Reykjavíkur, að-
spurð hvort stofnuninni berist
oft tilkynningar um alvarleg of-
beldisbrot gagnvart börnum.
„Þegar við fáum tilkynningu
um ofbeldi þá er það allur hugs-
anlegur grunur – barn meiðir
annað barn eða hvað sem er.
Tilkynningin er bara tilkynning
og það er svo könnunin sem
leiðir sannleikann í ljós í mál-
unum.“
„Svona mál
eru fágæt“
BARNAVERND
Halldóra Gunn-
arsdóttir