Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
FRÉTTASKÝRING
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Niðurstöður álagningar opinberra
gjalda á tekjur einstaklinga liggja nú
fyrir og hafa verið birtar. Í knöppu
máli má segja að tölurnar beri vitni
um þau umskipti sem hafa orðið í
efnahagslífi þjóðarinnar frá falli
bankanna haustið 2008.
Á undanförnum árum hafa skatt-
skyldar tekjur hækkað mikið á milli
ára. Vægi fjármagnstekna hefur
einnig aukist mikið. Nú hefur þó
dregið úr vægi þeirra en af 956 millj-
örðum sem voru taldir fram eru tæp-
ir 139,3 milljarðar fjármagntekjur.
Það eru 14,6% sem er töluverður
samdráttur ef litið er til ársins 2008
en þá var um fjórðungur skatt-
skyldra tekna fjármagnstekjur.
Fjármagnstekjur hækkuðu gríð-
arlega mikið síðasta áratuginn.
Markaðsverð hlutabréfa og verð-
bréfa hækkaði en þegar bréfin voru
seld eða innleyst myndaðist hagnað-
ur. Við fall bankanna töpuðust gríð-
arleg verðmæti í þessum bréfum og
eignir féllu í verði. Þannig högnuðust
fáir á sölu verðbréfa og annarra
eigna árið 2009. Samkvæmt framtöl-
um ársins 2008 var söluhagnaður
slíkra bréfa 151,3 millarðar en nú
rúmir 13,2 milljarðar. Söluhagnaður
hefur ekki verið svo lítill frá árinu
2001.
Færri framteljendur
Á síðustu árum hefur framteljend-
um á skattgrunnskrá fjölgað tölu-
vert en nú, í fyrsta sinn í mörg ár,
hefur þeim fækkað á milli ára. Nú
voru framteljendur 261.436 en í
fyrra voru þeir 267.494.
Á undanförnum árum hefur út-
lendingum fjölgað töluvert á skatt-
grunnskrá. Árið 2009 voru útlend-
ingar rétt rúm 12% einstaklinga á
skattgrunnskrá en nú eru þeir um
9,3%. Þannig hefur þeim nú einnig
fækkað á milli ára.
Vægi fjármagnstekna
minnkar á milli ára
Niðurstöður álagn-
ingar gjalda á
tekjur liggja fyrir
Í hnotskurn
» Niðurstöður álagningar op-
inberra gjalda birtar.
» Framteljendum fækkar á
milli ára.
» Vægi fjármagnstekjuskatts
minnkar.
» Færri útlendingar á skatt-
grunnskrá.
Skattskyldar tekjur einstaklinga og hlutfall fjármagnstekna 2000 til 2010
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
0
400,000
600,000
800,000
1.000,000
1.200,000
Álagningarár
Milljónir kr. Hlutfall fjármagnstekna %
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
200,000
6,5%
7,7%
8,7% 9,0% 11,7%
12,4%
17,1%
19,5%
24,6%
19,5%
14,5%
35
4.
56
1
39
3.
67
2
43
4.
46
5
46
1.
24
3
4
83
.3
4
4
52
6.
82
2
58
2.
27
5
65
7.
51
9
74
7.
95
6
80
4.
41
9
81
6.
32
1
24
.6
77
32
.8
37
4
1.
25
7
4
5.
52
8
63
.8
37 74
.5
97 11
9.
93
0 15
9.
64
5 7
4
7.
95
6
24
4
.2
4
6
13
9.
27
1Fjármagnstekjur
Tekjuskatts- og útsvarsstofn
Hlutfall fjármagnstekna
„Krossáin er bara að taka landið
við Álfakirkju,“ sagði Daníel Ósk-
arsson, langferðabílstjóri hjá Kynn-
isferðum, við mbl.is í gær. „Hún er
búin að taka allan gróður og ef hún
heldur svona áfram þá er kominn
nýr farvegur upp við Álfakirkju. Þá
verður að fara yfir Krossá til að
komast í Bása.“
Daníel ekur fjórhjóladrifinni
rútu í Þórsmörk en Kynnisferðir
eru með áætlunarferðir þangað
tvisvar á dag. Daníel segir illt í efni
ef Krossáin fær að grafa sér nýjan
farveg við Álfakirkjuna. Til
skamms tíma þurfti ekki að fara
fyrir Krossána til að komast í Bása
þar sem Útivist er með skála.
„Þú ferð ekki með tjaldvagn yfir
ána til að komast í Bása eins og
ástandið er núna,“ sagði Daníel.
Hann sagði að pyttir væru farnir að
myndast í farveginum og leiðin
ekki fær fyrir litla jeppa, aðeins
stóra fjórhjóladrifsbíla og jeppa af
stærri gerðinni. „Þetta er stór-
breyting,“ sagði Daníel og benti á
að vöðin yfir í Langadal og Húsadal
væru leiðinleg þessa dagana.
Daníel sagði að litlir bíla-
leigujeppar hefðu lent þarna í
vandræðum. Eins hefðu ferðamenn
lent í vandræðum á eigin bílum.
gudni@mbl.is
Ljósmynd/Runólfur Þór Runólfsson
Vatnsflóð Krossá flæðir yfir og eftir veginum inn í Bása í Þórsmörk.
„Krossá er bara
að taka landið“
„Allir vinna“ er hvatningarátak s
em miðar að því að hleypa kraft
i í atvinnulífið á Íslandi.
Þeir sem ráðast í framkvæmdir
við eigið íbúðarhúsnæði eða sum
arhús eiga rétt á 100%
endurgreiðslu á virðisaukaskatti
af vinnu á verkstað. Að auki fæ
st lækkun á tekjuskatts-
stofni, sem getur numið allt að
300.000 krónum.
Arion banki býður nú viðskipta
vinum sínum hagstæð lán til a
ð styðja við átakið.*
• Engin lántökugjöld.
• 5,75% óverðtryggðir vextir.**
• Fjárhæð allt að 2 milljónum k
r. til allt að fimm ára.
• Umsóknarfrestur er til 1. des
ember 2010.
* Lánin eru veitt til einstaklinga með góða greiðslugetu
** 3% lægra en óverðtryggðir kjörvextir Arion banka skv
. vaxtatöflu
Við ætlum að gera betur