Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
Tónlistarmaðurinn Orri Harð-
arson hefur sent frá sér lagið „Per-
fekt Par,“ sem er að finna á vænt-
anlegri plötu hans Albúm sem
kemur út í september næstkom-
andi.Verður hún fimmta sólaplatan
sem Orri sendir frá sér, en fimm ár
eru liðin síðan tónlistarmaðurinn
sendi síðast frá sér plötuuna Trú
sem var tilnefnd til Íslensku tónlist-
arverðlaunanna sem plata ársins.
Sendir frá sér nýtt lag
af væntanlegri plötu
Fólk
Dansstúdíó Emelíu stendur þessa dagana fyrir
námskeiðum í nútímadansi fyrir börn og fullorðna
á Egilsstöðum. Kennslan fer fram í íþróttamiðstöð
bæjarins og stendur til 22. ágúst næstkomandi.
„Þetta er þriðja árið mitt sem ég kem og kenni
dans hérna fyrir austan. Ég bý í Reykjavík en er
fædd hér, þannig kemur tengingin mín við Egils-
staði,“ segir Emelía Antonsdóttir Crivello dansari.
„Þetta er búið að ganga rosalega vel. Ég er með
gestakennara frá London hjá mér í þessari viku
sem heitir Brogan Davison. Ég bjó með henni þeg-
ar ég var í London í danstímum í febrúar og mars.
Ég ætla svo að halda áfram að vera með kennslu
fyrir hópa þegar Brogan fer.“
Emilía býður upp á námskeið fyrir byrjendur og
lengra komna á öllum aldri en þau fara öll fram
seinni part dags. Hún situr þó ekki aðgerðarlaus á
daginn því þá kennir hún krökkum á aldrinum 14
til 16 ára að dansa.
„Ég er búin að vera með danshóp hér sem kall-
ar sig Sjö núll núll-danshópinn en það eru krakk-
ar sem eru í vinnuskólanum og fengu að velja sér
listahóp í staðinn fyrir að vera í venjulegri úti-
vinnu. Það er rosalega dýrmæt starfsreynsla að fá
að vinna sem dansari.“
Lokasýning Sjö núll núll-danshópsins fer fram
á bæjarhátíðinni Ormsteiti sem haldin verður
dagana 13. til 22. ágúst. hugrun@mbl.is
Dansinn dunar á Egilsstöðum
Dansarar Emelía og Brogan kenna Austfirð-
ingum að dansa í dansstúdíóinu.
Nánari upplýsingar má finna á
facebook.com/dansstudioemeliu Sumargleði Kimi Records heldur
áfram á morgun og verður boðið
upp á tónlistarveislu um versl-
unarmannahelgina á Ísafirði auk
þess sem Bragginn á Hólmavík
verður heimsóttur. Sumargleðin
stefnir til Hólmavíkur á morgun
þaðan sem haldið er til Ísafjarðar á
föstudag og boðið upp á tónlistar-
veislu í Krúsinni föstudags- og
laugardagskvöld. Í þessari ferð
munu m.a. koma fram Retro Stef-
son, Reykjavík!, Nolo, Æla og
Snorri Helgason.
Sumargleðin á
Hólmavík og á Ísafirði
Það bætist við Innipúkann í ár
og nú hefur verið tilkynnt að Lára,
Heavy Experience, Kristín Bergs-
dóttir, Diddi Fel, Æla og Formaður
Dagsbrúnar verði á meðal þeirra 30
hljómsveita og listamanna sem
troða upp. Auk þess var tilkynnt að
Raggi Bjarna og hljómsveitin Retro
Stefson væru að æfa sérstakt tón-
leikaprógramm bara fyrir hátíðina.
Dagskrá Innipúkans
um helgina tilbúin
Matthías Árni Ingimarsson
matthiasarni@mbl.is
Undirbúningur fyrir upptökur á
gamanmyndinni Okkar eigin Osló í
leikstjórn Reynis Lyngdal er í full-
um gangi þessa dagana. Búið er að
ráða leikara í stærstu hlutverk
myndarinnar og verið er að klára að
finna leikara í önnur hlutverk. Með
aðalhlutverkin í myndinni fara Þor-
steinn Guðmundsson, Brynhildur
Guðjónsdóttir, Hilmir Snær Guðna-
son, Þórhallur Sigurðsson, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir og María
Heba Þorkelsdóttir en Þorsteinn er
einnig höfundur handritsins.
Soweto norðursins
„Þetta er svona gamanmynd með
smá-ástarsögu þar sem allt fer til
fjandans. Þarna er fólk sem er að
reyna að ná tengingu sem reynist
pínu erfitt því það er alltaf að flækj-
ast fyrir sjálfu sér,“ segir leikstjór-
inn Reynir Lyngdal um myndina.
Stór hluti af Okkar eigin Osló ger-
ist í og í kringum sumarbústaða-
hverfi hér á landi þar sem aðal-
persónan er formaður í sumarhúsa-
félagi, auk þess að gerast að hluta til
í Osló í Noregi þar sem aðalpersón-
urnar kynnast í vinnuferð og eiga
rómantíska stund saman.
„Við tökum myndina í mjög
skemmtilegu sumarbústaðahverfi á
Þingvöllum sem er kallað Soweto
eins og fátækrahverfið af þeim sem
þar búa. Þar ægir öllu saman og þar
er að finna bæði stórar villur og allt
niður í litla, gamla kofa.“
Tökur á Íslandi og í Noregi
Stefnt er á að tökur á myndinni
hefjist 9. ágúst næstkomandi og að
sögn Reynis er undirbúningur fyrir
þær á lokastigi.
„Þetta eru í kringum þrjátíu töku-
dagar. Við byrjum hérna á Íslandi
og tökum myndina í sumarbústaða-
hverfinu í þrjár vikur og stefnum svo
á að klára tökur í Osló um miðjan
september.“
Reynir bætir við að grínararnir
Steindi Jr. og Ari Eldjárn eigi eftir
að sjást í myndinni.
„Þeir verða þarna í litlum hlut-
verkum. Það er mjög gaman að gera
grínmynd með einum af okkar
helsta grínista, honum Þorsteini, og
fá fleiri grínista til að verða með.“
Aðstandendur Okkar eigin Osló
stefna á að frumsýna hana í kvik-
myndahúsum á Íslandi í febrúar á
næsta ári.
„ Þetta verður svona sumarmynd
sem kemur inn í kuldann í febrúar,“
segir leikstjórinn.
Ný íslensk gamanmynd
Tökur að hefjast á myndinni Okkar eigin Osló „Gamanmynd með smá-
ástarsögu þar sem allt fer til fjandans,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal
Morgunblaðið/Ómar
Leikstjórinn Reynir Lyngdal er að hefja tökur á nýrri gamanmynd.
Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir ætlar ekki að taka
það rólega um verslunarmannahelgina og eru
fimm tónleikar á dagskrá hjá sveitinni. Þessi
mikla ferðahelgi byrjar snemma hjá Ljótu hálfvit-
unum, en eins og kom fram í blaðinu í gær verða
þeir með Hvanndalsbræðrum í Höllinni í Vest-
mannaeyjum í kvöld og hita Eyjamenn og gesti
upp fyrir átök helgarinnar. Segir í tilkynningu frá
sveitinni að þetta sé jafnframt fyrsta heimsókn
Hálfvitanna til Eyja.
Á fimmtudags- og föstudagskvöldi verður
hljómsveitin á kunnuglegum slóðum, nánar til-
tekið á Café Rosenberg í Reykjavík. En þar kann
sveitin víst vel við sig og lofa Ljótu hálfvitarnir
gestum hefðbundinni Rósen-stemningu fyrir þá
sem kjósa að verða eftir í höfuðborginni.
Á laugardag halda meðlimir sveitarinnar út úr
bænum á Flúðir og spila í félagsheimilinu á laug-
ardags- og sunnudagskvöld.
Ljótu hálfvitarnir sendu frá sér sína þriðju
plötu í vor og hafa lög á henni eins og „Gott kvöld“
verið í spilun undanfarið. Platan hreif gagrýnanda
Morgunblaðsins sem hafði m.a. þetta um hana að
segja.
„Græni diskur Ljótu hálfvitanna mun ekki
valda aðdáendum sveitarinnar vonbrigðum, þeir
halda sig við það sem þeir gera best, að gera
skemmtilega tónlist með gamansömum textum
sem ætti að lífga aðeins upp á sálartetrið í sumar.“
Hálfvitarnir segja að fyrir fólk sem sækir í heil-
næma og hættulausa skemmtun um verslunar-
mannahelgina séu Vestmannaeyjahöllin, Rósen-
berg og Félagsheimilið á Flúðum málið.
matthiasarni@mbl.is
Ljótu hálfvitarnir á ferð og flugi
Morgunblaðið/Kristinn
Stuðboltar Ljótu hálfvitarnir spila á fimm tónleikum á næstu dögum.
Löng verslunarmannahelgi framundan
Spila í Eyjum, Reykjavík og á Flúðum
Í viðtali við Morgunblaðið í september á síðasta ári
sagði Þorsteinn Guðmundsson að upphaf handritsins
mætti rekja til pistils sem hann skrifaði fyrir Síðdeg-
isútvarpið um mann sem var formaður sumar-
bústaðafélags. Upp úr því skrifuðu þeir Sigurjón
Kjartansson fyrsta uppkast að kvikmynd sem síðan
þá hafi farið í marga hringi. Eftir að vilyrði hafi feng-
ist hjá Kvikmyndamiðstöð hafi verið ákveðið að hefj-
ast handa og nú styttist í að tökur hefjist.
Allt tekur sinn tíma
KVIKMYNDAHANDRITIÐ
Þorsteinn
Guðmundsson