Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
+
=
TUDOR frístundarafgeymir Exide hleðslutæki
Rafmagnað frí... ár eftir ár
Mesta úrval landsins af rafgeymum
fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi
10 Daglegt líf
Stökkar Húsfreyjan Janne Kristensen bakar belgískar vöfflur í Simbahöllinni á Þingeyri við Dýrafjörð.
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir
ingibjorgrosa@mbl.is
Þegar öll vötn falla til Dýra-fjarðar og leiðin liggur inná Þingeyri er tilvalið að fásér hressingu í Simbahöll-
inni en þar var opnað kaffihús í fyrra-
sumar. Húsið er reisulegt timburhús
með bárujárnsklæðningu sem sumir
gætu þekkt aftur sem niðurníddu
bókabúðina úr kvikmyndinni Nói
albinói en í dag hefur húsið end-
urheimt fyrri reisn, þökk sé Wouter
Van Hoeymissen og Janne Krist-
ensen. Wouter er frá Belgíu og rakst
á húsið í heimsókn á Þingeyri fyrir
nokkrum árum en þá hafði Simba-
höllin staðið auð í nokkur ár. Wouter
langaði að koma þessu fallega húsi í
fyrra horf, ekki síst fyrir samfélagið
á Þingeyri og eftir dálítinn umhugs-
unartíma lét hann slag standa og
keypti húsið 2005.
Belgískar vöfflur
í Simbahöllinni
Á Þingeyri stendur reisulegt timburhús, Simbahöllin svokallaða, sem sumir gætu
þekkt aftur sem niðurníddu bókabúðina úr kvikmyndinni Nói albinói. Þar hefur
ungt par frá Þýskalandi og Danmörku nú tekið til hendinni, gert húsið upp og
opnað kaffihús. Þar geta ferðalangar fengið sér ekta, belgískar vöfflur, bornar
fram með rjóma og rabarbarasultu Simbahallarinnar.
Gestkvæmt Í sumar hafa margir komið við og fengið sér hressingu.
Fyrir sælkera og mataráhugafólk sem
langar að prófa eitthvað nýtt og/eða
fylgjast með því sem er að gerast í
heimi matar og drykkjar er skemmti-
legt að skoða ýmiss konar vefsíður
tengdar þessi málefni. Bandaríska
vefsíðan slashfood.com er uppfull af
ýmiss konar upplýsingum og greinum
sem ættu að gleðja þá sem vilja fylgj-
ast vel með. Þar má meðal annars
finna gagnrýni á uppskrifta- og mat-
artengdar bækur, mat og veitinga-
staði, en einnig er fullt af upp-
skriftum og greinum þar sem meðal
annars má finna góð ráð til að sjóða
hið fullkomna harðsoðna egg og para
saman ost með bjór þannig að hvort
tveggja fái að njóta sín vel. Á síðunni
má líka finna lista með nokkrum af
bestu matar- og sveitamörkuðum í
Englandi og Bandaríkjunum. Slash-
food er skemmtileg síða og aðgengi-
leg með fullt af myndum af girnileg-
um mat og fróðlegum staðreyndum
um mat og drykk. Hún ætti því sann-
arlega að geta glatt bæði auga og
maga fyrir þá sem vilja prófa upp-
skriftirnar.
Vefsíðan www.slashfood.com
Ferskt Sveitamarkaðir ýmiss konar eru vinsælir meðal sælkera.
Áhugavert fyrir sælkera
Uppáhalds-
kvikmynd hand-
boltakappans
Sturlu Ásgeirs-
sonar er Nýtt líf
frá 1983. „Fyrsta
og að mínu mati
besta mynd þrí-
leiksins, sem Þrá-
inn Bertelsson gerði, um ófarir og
ævintýri Þórs Magnússonar og Daní-
els Ólafssonar. Í myndinni reyna þeir
félagar fyrir sér í fiskiðnaðinum eins
og þeim einum er lagið og hef ég
ekki tölu á hversu oft ég hef séð
hana síðan ég komst í kynni við
hana fyrst.
Það virðist heldur ekki skipta
neinu máli hversu oft ég horfi á
hana því alltaf finnst mér hún jafn
frábær. Myndin var gríðarlega vin-
sæl í vinahópnum og á unglingsár-
unum voru oft haldin vídeókvöld þar
sem fólk kom saman til þess að
horfa á þessa snilld.
Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst
fara hreinlega hamförum í aula-/
fimmaurabröndurum sem verða bara
betri og maður uppgötvar fleiri eftir
því sem oftar er horft á myndina.
Þau eru ófá skiptin sem ég hef vitn-
að í myndina, eignað mér brand-
arana eða breytt þeim aðeins til að
vera með sprell og þeir sem þekkja
mig hvað best eru örugglega orðnir
þreyttir á að heyra mig þylja upp úr
henni. Þegar það varð mögulegt að
kaupa DVD-útgáfuna var ég ekki
lengi að því enda VHS-eintakið
löngu orðið úr sér gengið og ónýtt.“
Uppáhaldskvikmyndin
Nýtt líf alltaf
jafn frábær
Sturla Hefur séð Nýtt líf oftar en
hann getur talið.
Konur eru fallegastar um 31 árs ald-
urinn. Þetta eru niðurstöður könn-
unar sem bresk sjónvarpsstöð gerði
meðal 2.000 karla og kvenna. Þátt-
takendur gáfu ekki mikið fyrir ung-
lingsstúlkur eða konur rétt skriðnar
yfir tvítugt. Þvert á móti fannst þeim
konur mest aðlaðandi á aldrinum 25-
35 og töldu sjálfstraust hafa mikið að
segja um fegurðina, raunar meira en
útlitið og stíllinn.
Talið var að um 31 árs aldurinn
væru konur ekki aðeins fallegastar
heldur væri sjálfstraust þeirra þá líka
í hámarki. Taldi meirihluti kvennanna,
sem tók þátt í könnuninni, að feg-
urðin kæmi með aldrinum og sögðust
þær sjálfar verða sjálfsöruggari eftir
því sem þær yrðu eldri. Þær vissu
betur hvaða farði færi þeim vel,
höfðu frekar áhuga á að hafa sig til
en létu sig jafnframt minna varða
hvað öðrum þætti um þær.
Könnunin leiddi einnig í ljós að í
hverjum mánuði eyðir meðal-Bretinn
rúmum 20.000 kr. í útlitið, þ.e. í lík-
amsrækt, hársnyrtingu, föt, skart-
gripi, húð- og snyrtivörur. Þvert á það
sem margir telja þá eyða karlmenn
meira mánaðarlega en konur. Þær bú-
ast hins vegar við að fara fram úr
körlunum í eyðslunni eftir því sem
þær eldast.
Bresk könnun leiðir ýmislegt athyglisvert í ljós
Konur falleg-
astar 31 árs
Katie Holmes Orðin 31 árs og því á
hátindi fegurðar sinnar skv. könnun.