Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
BAKSVIÐ
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið
hafa sent umboðsmanni Alþingis svarbréf
sín vegna fyrirspurnar hans um tilmæli
stofnananna til fjármálafyrirtækja, sem gef-
in voru út hinn 30. júní sl. vegna dóma
Hæstaréttar um óskuldbindandi geng-
istryggingarákvæði.
Sex spurningar
Í báðum bréfum eru þær sex spurningar
sem umboðsmaður beindi til stofnananna
sundurliðaðar en í fyrirspurn umboðsmanns
var í fyrsta lagi spurt að því á hvaða laga-
grundvelli Fjármálaeftirlitið hafi talið sér
heimilt að beina tilmælum til fjármálafyr-
irtækja um uppgjör einkaréttarlegra láns-
samninga ef tilmælin víkja að efni til frá
ákvæðum lánasamninga.
Fjármálaeftirlitið ítrekar í því samhengi
að tilmælin eru ekki bindandi og vísar m.a.
til athugasemda með frumvarpi sem varð að
lögum nr. 11/2000 um breytingu á laga-
ákvæðum um fjármálaeftirlit en þar segir að
á Norðurlöndunum sé víða gert ráð fyrir að
eftirlitsstofnanir gefi út almennar leiðbein-
andi reglur og gert sé ráð fyrir því að Fjár-
málaeftirlitið gefi út sams konar leiðbein-
andi reglur eða tilmæli. Þá bendir Fjármála-
eftirlitið á fyrri túlkun embættis Umboðs-
manns Alþingis í áliti sínu þar sem hann tók
fram að samkvæmt lögum nr. 87/1998 um
opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi væri
Fjármálaeftirlitinu veitt heimild til að gefa
út og birta opinberlega „almenn leiðbeinandi
tilmæli um starfsemi eftirlitsskyldra aðila.“
Svar Seðlabankans við þessari spurningu
er í stuttu máli það, að hann telur sér heim-
ilt að gefa út slíka tilmæli á grundvelli laga
nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands með vís-
an til þeirrar greinar þar sem honum er
markað það hlutverk að stuðla að virku og
öruggu fjármálakerfi, þ.e. að viðhalda fjár-
málastöðugleika. Seðlabankinn áréttar þá að
í þessu tilfelli hafi að hans mati verið greini-
lega hætta á fjármálalegum óstöðugleika.
Í öðru lagi spurði umboðsmaður um laga-
grundvöll orðalagsins að lán skuli vera
„fyllilega í samræmi við tilmælin eigi síðar
en 1. sept. 2010“ sem finna mátti í tilmæl-
unum.
Báðar stofnanir ítreka í svörum sínum að
tilmælin eru ekki bindandi í þessu sam-
hengi.
Hver er óvissan?
Þriðja spurning umboðsmanns er ósk um
skýringu á hverju það er byggt að óvissa
ríki um lánakjör gengistryggðra lána í kjöl-
far dóma Hæstaréttar. Í svari sínu lætur
Fjármálaeftirlitið sér nægja að benda á þá
staðreynd að af réttarfarslegum ástæðum
hafi Hæstiréttur ekki dæmt um leiðréttingu
lána en Seðlabankinn sundurliðar þá miklu
ringulreið sem einkenndi umræðuna til að
undirstrika óvissuna.
Fjórða spurning umboðsmanns er hvort
endurreikningur lánanna taki aðeins til
þeirra greiðslna fram til þess tíma er dóm-
arnir féllu. Þá er óskað eftir upplýsingum
um hvort í tilmælunum felist afstaða til þess
hvernig kunni að fara með hugsanlega
dráttarvexti sem lántakendur kunna að geta
krafið fyrirtækin um. Báðar stofnanir taka
fram í svörum sínum að tilmælin eigi að
taka til greiðslna fram að dómi og fram-
vegis. Þá árétta þær að ekki er neitt kveðið
á um dráttarvexti í tilmælunum.
Fylgdust með almennri umræðu
Í fimmtu spurningu umboðsmanns er ósk-
að eftir upplýsingum og gögnum um það í
hvaða mæli Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki
Íslands hafi áður en tilmæli þeirra voru gef-
in út kynnt sér og aflað gagna um kröfugerð
í fyrirliggjandi ódæmdum dómsmálum.
Fjármálaeftirlitið kveðst hafa aflað sér
upplýsinga frá samtökum fjármálafyrirtækja
um þau mál sem rekin voru fyrir dómstólum
24. júní sl. vegna gengistryggðra samninga.
Í þessu samhengi er rétt að geta þess að
dómurinn var kveðinn upp þann 23. júlí í
máli Lýsingar. Seðlabankinn kvaðst þá ekki
hafa safnað þessum upplýsingum skipulega
en bendir á að í almennri umræðu hefur
verið fjallað um kröfugerðir dómsmálanna.
Sjötta og síðasta spurning umboðsmanns
lútir að því hvort stofnanirnar hafi haft
refsiákvæði laga um vexti og verðtryggingu
í huga við útgáfu tilmælana. Fjármálaeft-
irlitið segir í svari sínu svo vera en Seðla-
bankinn ekki.
Seðlabanki og FME verja tilmæli sín
Stofnanirnar verja og sundurliða lagagrundvöll tilmælanna í svarbréfi sínu til umboðsmanns Alþingis
Ítreka að tilmælin eru ekki bindandi Segja tilmælin eiga að gilda um greiðslur af lánunum framvegis
Morgunblaðið/Eggert
Tilmæli Arnór Sighvatsson og Gunnar And-
ersen kynna tilmælin á fundi.
Umboðsmaður Alþingis
sendi Seðlabankanum og
Fjármálaeftirlitinu bréf
þann 7. júlí sl. vegna til-
mæla þeirra um end-
urútreikning geng-
istryggðra lána eftir
lægstu óverðtryggðu
vöxtum Seðlabankans. Í
bréfinu voru spurningar
um lagalegan grundvöll
tilmælanna. Umboðsmaður óskaði eftir
svörum fyrir lok dags 16. júlí en óskað var
eftir vikulöngum skilafresti og svörin hafa
nú verið birt.
Óskuðu eftir
vikulöngum fresti
SEÐLABANKI OG FME
Tryggvi
Gunnarsson
Stefnir í hitamet
» Hitinn í Moskvu mældist
37,4°C í fyrradag og hefur
ekki mælst hærri frá því mæl-
ingar hófust fyrir 130 árum.
» Því er spáð að hitinn geti
orðið hærri á morgun, jafnvel
allt að 40°C.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta er erfitt fyrir Íslendinga,“
sagði íslensk kona, sem býr og
starfar í Moskvu, í samtali við
Morgunblaðið í gær. Kæfandi hiti
og reykmistur frá mó- og kjarreld-
um lá þá eins og mara yfir mannlíf-
inu í Moskvu. Hitamet var slegið í
borginni í fyrradag þegar hitinn
mældist 37,4°C. Hiti hefur aldrei
mælst þar hærri frá því mælingar
hófust fyrir 130 árum, að því er
fram kom í dagblaðinu Moscow
Times í gær. Því er spáð að hitinn
geti orðið hærri á morgun, jafnvel
allt að 40°C.
Fyrirtæki gefa frí
„Það er svolítið erfitt þegar þetta
er orðið hærra en líkamshitinn,“
sagði íslenska konan, sem baðst
undan því að vera nafngreind. Hún
sagði dæmi um að fyrirtæki hefðu
gefið starfsfólki frí vegna hitans og
aðrir hefðu dregið úr vinnu vegna
hitanna. Rússnesk heilbrigðisyf-
irvöld hafa hvatt fyrirtæki til að
gera hlé á starfsemi yfir heitasta
tíma dagsins til að draga úr hættu á
slysum og sjúkdómum.
„Þetta er þrúgandi í svona stór-
borg. Malbikið hitnar og maður
hálf-klessist við það. Fólk er mikið
inni við. Margir hafa loftkælingu í
sínum heimahúsum, en alls ekki all-
ir. Þetta er slæmt,“ sagði konan.
Hún sagði að fólk streymdi í stórar
loftkældar verslunarmiðstöðvar
enda ágætt að vera þar inni.
Fjöldi fólks hefur dáið vegna
hitabylgjunnar sem staðið hefur
lungann úr mánuðinum. Margir
hafa drukknað þegar þeir hafa ætl-
að að kæla sig í ám og vötnum og
einnig haft áfengi um hönd að sögn
Moscow Times. Eins eru sum
slysanna rakin til þess að fólk hafi
verið ósynt. Fólk fer einnig í gos-
brunna og vötn og tjarnir í almenn-
ingsgörðum til að kæla sig.
Rússar hörkutól
Þá hefur uppskeran á um þriðj-
ungi ræktunarlands, yfir tíu milljón
hekturum, skrælnað í sólbreyskj-
unni, að því er Jelena Skrynnik
landbúnaðarráðherra sagði sl.
föstudag.
„Rússar eru seigir og það þarf
mikið að ganga á áður en þeir gef-
ast upp. Þetta eru hörkutól,“ sagði
konan og lýsti aðdáun sinni á því
hvernig Moskvubúar hafa tekist á
við erfiðleikana. Hún kvaðst sjálft
vera búin að fá nóg af hitanum og
hlakka mikið til að komast aftur
heim í íslenska svalann.
Kæfandi hiti og reykmistur liggja eins og mara yfir
Moskvu 37,4°C hitamet frá því í fyrradag gæti fallið
Ekkert lát á hitabylgj-
unni í Rússlandi
Reuters
Eldar Rússneskur slökkviliðsmaður slekkur skógareld. Reykinn frá eld-
um í kjarri, skógum og mó hefur lagt yfir Moskvuborg undanfarið.
Tvær konur voru fluttar með
sjúkrabifreið til Reykjavíkur um
miðjan dag í gær eftir harðan
árekstur á veginum milli Búða og
Arnarstapa á sunnanverðu Snæ-
fellsnesi.
Um var að ræða aftanákeyrslu og
er önnur bifreiðin talin ónýt. Til-
drög slyssins liggja ekki fyrir en
víst er, að jeppabifreið af gerðinni
Land Rover Defender var ekið aft-
an á Toyota Yaris fólksbíl. Fjórir
voru í fólksbílnum og slösuðust far-
þegar í aftursæti, tvær ungar kon-
ur. Við læknisskoðun á Landspít-
alanum í Reykjavík reyndust meiðsl
þeirra ekki jafnalvarleg og óttast
var í fyrstu. Samkvæmt upplýs-
ingum læknis í gærkvöldi voru þær
á góðum batavegi.
Morgunblaðið/Alfons
Árekstur Sjúkraflutningamenn á vettvangi við Arnarstapa á Snæfellsnesi í
gær. Meiðsl farþega reyndust minni en óttast var í fyrstu.
Tvær fluttar suður
Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætis-
ráðherra verður
heiðursgestur á
tveimur hátíðum
í Vesturheimi um
helgina.
Árleg hátíð
fólks af íslensk-
um ættum í
Mountain í Norð-
ur-Dakota, the
Deuce of August, fer fram í 111.
sinn um helgina og er Jóhanna á
meðal ræðumanna á laugardag rétt
eins og Almar Grímsson, formaður
Þjóðræknisfélags Íslendinga, og
Gail Einarson McCleery, forseti
Þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi.
Karlakórinn Lóuþrælar skemmtir
gestum með söng.
Íslendingadagshátíðin á Gimli í
Manitoba í Kanada fer fram 30. júlí
til 2. ágúst og eftir hádegi á mánu-
dag flytur forsætisráðherra minni
Kanada í sérstakri hátíðardagskrá
eftir að hafa farið í bílalest um bæ-
inn um morguninn. steinthor@mbl.is
Jóhanna heiðurs-
gestur í Vesturheimi
Jóhanna
Sigurðardóttir