Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 11
Daglegt líf 11 Ódýr, gömul hús ekki algeng Þá var hann búinn að kynnast Janne Kristensen, skiptinema frá Danmörku, og segist hún ekki hafa spáð mikið í þetta gæluverkefni kær- astans í fyrstu. „Ég sagði við hann: „Já, já, gerðu þetta bara!“ og sá bara í þessu tækifæri til að eignast flott, gamalt hús fyrir lítinn pening. Það er ekki hægt í Danmörku eða Belgíu lengur, að eignast svona gamalt hús ódýrt,“ segir Janne þar sem hún stendur vaktina við belgískt vöfflu- járn á kaffihúsinu og bakar ofan í gesti, en það er stöðugur gestagang- ur í Simbahöllinni. „Það tók næstum 4 ár að klára húsið, ég var úti í Dan- mörku að klára skólann á veturna og Wouter var hér að vinna í húsinu hvenær sem hann gat. Smátt og smátt fór okkur að langa til að búa í þessu fallega húsi og hugmyndin að kaffihúsinu kviknaði.“ Selja eigin rabarbarasultu Í Simbahöllinni er borin fram dýrindis súpa í hádeginu en að auki er hægt að kaupa sér kaffi og með því, kökur eftir fjölskylduupp- skriftum Janne og belgísku vöffl- urnar sem eru frábrugðnar þeim ís- lensku að því leyti að í þær er notað ger og þær eru stökkar að utan. Svo eru þær auðvitað ferkantaðar með djúpum holum. Með þeim er borinn fram rjómi og rabarbarasulta Simba- hallarinnar sem er talsvert frábrugð- in hinni hefðbundnu íslensku sultu, er sykurminni og soðin í styttri tíma og heldur fallega bleikum lit rab- arbarans. Kökurnar á búðarborðinu Wouter og Janne búa á efri hæðinni en Janne segir að margt í húsinu hafi verið í góðu ástandi, gólf og panelklæðningar voru vel nýt- anleg og innréttingarnar á kaffihús- inu eru allar upprunalegar. Búðar- borðið með öllum sínum hirslum er afgreiðsluborð og á veggnum fyrir aftan eru búðarhillurnar sem kaup- maðurinn Sigmundur Jónsson lét setja upp í versluninni en hann flutti húsið inn frá Noregi árið 1915. Húsið kallast Simbahöll í höfuðið á Sig- mundi en frá 1972 voru m.a. raf- tækjaverslun og síðar vídeóleiga í húsinu. Að sögn Janne þykir henni sem Dana ekkert erfitt að búa innan um há fjöllin á Vestfjörðum, umlukin sjó. „Það er svo fallegt hér, mér finnst bara flott að búa hér og í þessu húsi.“ Kaffihúsið er einungis opið á sumrin en yfir veturinn er opið stöku sinnum á sunnudögum, fyrir jólin eða í tengslum við einhverja viðburði. Simbahöllin Hið reisulega timburhús hefur nú verið gert upp. Margt í húsinu var í góðu ástandi og eru innréttingarnar á kaffihúsinu til að mynda upprunalegar. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010 Það er misjafnt hvað fólki finnst best ofan á pylsuna sína en dýrasta pylsa heims slær líklegast allt út. Pylsan sú hefur fengið stimpilinn dýrasta pylsan samkvæmt Guin- ness-heimsmetastaðli en hún fæst á veitingastaðnum Ser- indipity 3 í New York. Pylsan var sett á matseðilinn á al- þjóðlegum pylsudegi hinn 23. júlí og er meðlætið með henni sannarlega ekki af ódýrustu sort. Pylsan er í fyrsta lagi gerð úr nautakjöti og steikt upp úr hvítri truffluolíu, brauðið er hins vegar bakað úr saltkringludeigi og er ristað upp úr hvítu trufflusmjöri. Þegar pylsan fína er komin ofan í brauðið tekur síðan ekki verra við en þá er sett ofan á sneiðar af gæsalifrarkæfu, sætt laukmauk og tómatsósa og Dijon-sinnep af fínustu sort. Fyrir þetta allt saman þurfa gestir að reiða fram 69 dollara, sem samsvarar rétt rúmlega 8.000 íslenskum krónum, en panta verður pyls- una með sólarhringsfyrirvara. Síðan hæfir varla annað en að fá sér eitthvert eðalvín með slíkri pylsu og njóta hverrar einustu krónu á meðan snætt er. Bandaríkjamenn slá allt út í eldhúsinu Hefðbundin Dýrasta pylsa heims er ekkert venjuleg. Dýrasta pylsa heims með gæsalifrarkæfu Það er góð skemmtun að skoða gaml- ar myndir og rifja upp gamla tíma. Ekki er verra að hún kostar ekki krónu. Endilega dustið af gömlum myndaalbúmum, dragið fjölskyldu- meðlimi í sófann með ykkur og flettið saman. Rifjið upp hvenær myndirnar voru teknar og við hvaða tilefni og ýmsar uppákomur í kringum þær. Oftar en ekki gjósa upp hláturrokur þegar eftirminnileg atvik eru rifjuð upp og oft þarf ekki meira en undar- lega fatatísku og löngu gleymda hár- greiðslu til að kitla hláturtaugarnar rækilega. Góð skemmtun sem þjapp- ar fólki saman. Endilega … … skoðið gömul myndaalbúm Það var líf og fjör á ströndinni í bænum Weston-super-Mare í Somerset á Englandi á dögunum. Þar skemmtu listamenn sér við það að byggja ýmiss konar skúlptúra í sandinn og var þemað allt sem enskt er. Slík sandskúlptúrahátíð er haldin á hverju ári en Weston-super-Mare varð fyrir valinu þar sem sandurinn þar þykir fullkominn til að búa til slíka skúlptúra. Sýni af sandinum var sent til sérstakrar akae- míu um sandskúlptúra í Hollandi árið 2005 og þar ætluðu menn ekki að trúa eigin augum yfir gæðum sandsins. Upp úr því var ákveðið sumarið 2006 að halda í bænum mikla sandskúlptúrahátíð en byrjað var á að byggja sandlíkan af King Kong sem í þurfti 20 tonn af sandi. Árið eftir var þem- að ævintýri en nú má sjá á ströndinni meðal annars enga aðra en drottninguna sjálfa, William Shakespeare, fyrrver- andi forsætisráðherrann Margaret Thatcher og karaktera úr Monty Python-kvikmyndunum svo og gamanþáttunum Little Britain. Sandskúlptúrarnir miklu verða til sýnis fyrir almenning fram í september. Vinsæl sandskúlptúrahátíð á Englandi Monty Python Þemað var allt sem enskt er. Drottningin gerð úr hellingi af sandi HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND www.utilif.is ÍS L E N S K A / S IA .I S / U T I 5 0 6 9 4 0 6 /1 0 Deuter Aircontact Pro Sá vandaðasti úr smiðju Deuter. Frábært, stillanlegt burðarkerfi. Fáanlegur í ýmsum stærðum f. dömur og herra. Deuter Aircontact Margverðlaunaður bakpoki! Góður í lengri ferðir. Vandað, stillanlegt burðarkerfi. Regnyfirbreiðsla. Fáanlegur í ýmsum stærðum f. dömur og herra. Deuter Futura Okkar vinsælustu dagpokar! Með frábæru öndunarkerfi í baki. Regnyfirbreiðsla og ýmsar festingar. Fáanlegur í ýmsum stærðum. 50+15 L Verð: 44.990 kr. 55+15 L Verð: 47.990 kr. 60+15 L Verð: 49.990 kr. 70+15 L Verð: 49.990 kr. 45+10 L Verð: 31.990 kr. 55+10 L Verð: 34.990 kr. 65+10 L Verð: 42.990 kr. 75+10 L Verð: 47.990 kr. 22 L Verð: 15.990 kr. 28 L Verð: 17.990 kr. 32 L Verð: 19.990 kr. 42 L Verð: 23.990 kr. Góðir ferðafélagar í sumar Deuter bakpokarnir eru mest verðlaunuðu bakpokar seinni ára          

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.