Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 209. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Barn fannst látið í þurrkara 2. „Farvegurinn er fundinn“ 3. „Fagn“ Stjörnumanna slær í gegn 4. Með njósnara í bekk »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Það er ekkert nýtt að landslið sem snúa sigruð heim eftir slæmt gengi á alþjóðlegum mótum séu milli tann- anna á svekktum aðdáendum. En fara fjölmiðlar offari í gagnrýni sinni? »30 Gula pressan fer illa með móralinn  Skúlptúr eftir listakonuna Guð- rúnu Nielsen hef- ur verið afhjúp- aður í garðinum Greenham Com- mon í Berkshire á Englandi. Áður var þar herstöð þar sem geymdar voru bandarískar kjarnorkuflaugar en skúlptúrinn er unninn úr endurunnu hráefni frá herstöðinni í tilefni af um- breytingu svæðisins. Skúlptúr Guðrúnar Nielsen afhjúpaður  Leikarinn Al Pacino er orðinn vel kunnugur hlutverki Shylocks í Kaup- manninum frá Feneyjum. Hann lék kauða í kvikmynd árið 2004 og hefur undanfarnar átta vikur brugðið sér í hlutverk hans í Delacorte-leikhúsinu í New York. Nú hefur hann verið ráðinn til að endurtaka leikinn í uppsetningu á Broadway en þetta verður í fyrsta sinn í sjö ár sem Pacino stígur þar á svið. Al Pacino verður Shylock á Broadway Á fimmtudag Hæg austlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og dálitlar skúrir, einkum sunnan- og vestan til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á föstudag Hæg austlæg eða breytileg átt og dálítil væta með köflum austan til, en bjart að mestu vestan til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast suðvestan til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðaustlæg eða breytileg átt, skýjað víðast hvar og víða þokuloft við ströndina, einkum norðan til. Léttir smám saman til um landið sunnanvert. VEÐUR Bikarævintýri 2. deildar- liðs Víkings úr Ólafsvík gæti tekið enda – eða haldið áfram í kvöld þegar liðið sækir Íslandsmeist- arlið FH heim í undan- úrslitum VISA-bikarsins í karlaflokki. Einar Hjör- leifsson markvörður Vík- ings segir að leikmenn liðsins séu ekki bangnir og allt verði lagt í söl- urnar gegn stórveldinu úr Hafnarfirði. »2 Víkingar eru hvergi bangnir Tugur kvenna tók þátt í fyrsta opin- bera leirdúfuskotfimimótinu hér á landi á mánudag. Keppt var í tveimur flokkum, A-flokki fyrir lengra komna og B-flokki fyrir byrjendur. Skot- íþróttafélag Hafnarfjarðar stóð fyrir mótinu. »2 Fyrsta kvennamót Ís- lands í leirdúfuskotfimi Fylkir sá til þess að halda uppi spennustiginu á Íslandsmótinu í úrvalsdeild kvenna í fótbolta með 3:0 sigri gegn Íslandsmeist- araliði Vals. Breiðablik og Þór/ KA lönduðu sigrum á sama tíma og fjögur stig skilja að Val og Breiðablik sem er í öðru sæti deildarinnar. Þór/KA er fimm stigum á eftir meistaraliðinu. »3 Fylkir skellti meistaraliði Vals ÍÞRÓTTIR Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Brúðubíllinn hefur átt hug og hjörtu íslenskra barna núna í 30 ár, en í sumar fagnar Helga Steffensen, stjórnandi Brúðubílsins, 30 ára starfsafmæli sínu. Helga býr til brúðurnar, handritin og einnig leik- myndina. Brúðubíllinn fer á stjá á sumrin og starfar þá í júní og júlí og eru tvær frumsýningar hvert sumar. Helga hefur frumsýnt 60 leikrit frá árinu 1980 í Brúðubílnum. Að- spurð hvort haldið verði sérstaklega upp á afmælið segir hún sumarið hafa eiginlega verið eina stóra hátíð. „Vegna þess að allir krakkarnir sem koma á hverja sýningu fyrir sig taka þátt í sýningunni þannig séð. Ég segi þeim frá þessu og þeim finnst voðalega gaman að heyra t.d. að pabbi þeirra og mamma hafi setið og horft á Brúðubílinn þegar þau voru lítil,“ segir Helga og bætir við að nú séu komnar tvær kynslóðir hjá henni. Nú í júlí eru flestir leikskólar í sumarfríi og því koma foreldrar meira með börnum sínum að sjá Brúðubílinn. „Það er svo gaman, þegar mömmurnar og pabbarnir koma með börnin og allir voðalega ánægðir,“ segir Helga en hún fær oft og tíðum athugasemdir á borð við: „Almáttugur, mér fannst ég bara vera orðin þriggja eða fjögurra ára aftur“, en þá rifjast upp leik- skólaminningar foreldranna. Brúðubíllinn á Þjóðhátíð Hún segir sumarið hafa gengið mjög vel. „Það er búið að vera rosa- lega gott í sumar og alveg gífurlegur fjöldi, 700-800 manns á þeim sýn- ingum sem voru mannflestar. Það var eiginlega aldrei undir 200,“ segir Helga. „Við erum búnar að sýna í júní og júlí eins og vanalega en ætl- um núna svolítið að fara út á lands- byggðina“. Brúðubíllinn mun mæta á Þjóðhátíð í Eyjum og skemmta gestum og gangandi. Því næst er haldið norður og verður Brúðubíll- inn t.d. á fiskidögum á Dalvík. „Lilli api á líka afmæli, hann hefur nú verið í Brúðubílnum í 25 ár, en hann er svo heppinn að hann eldist mjög hægt. Hann er enn bara 5 ára,“ segir Helga. Lilli hefur ávallt notið mikilla vinsælda meðal barna og höfðar mjög sterkt til þeirra. „Hann er svona lítill kjáni og börnin þurfa að hjálpa honum af því að hann veit voða lítið og hafa þau mikla ánægju af því“. Helga segir Brúðubílinn njóta meiri og meiri vinsælda og vonast hún til þess að leikhúsið muni halda áfram eftir hennar tíð. „Því þetta er orðinn svona almennt fastur punkt- ur hjá börnunum,“ segir hún. „Sumarið verið ein stór hátíð“  Helga í Brúðu- bílnum fagnar 30 ára starfsafmæli Góðir vinir Helga og Lilli sitja hérna hress og kát í Brúðubílnum en þau hafa verið góðir vinir í 25 ár. Lilli er einn ást- sælasti api íslenskra barna og nýtur alltaf mikilla vinsælda. Jafnvel fullorðnu fólki í dag þykir vænt um hann Lilla. Hvenær starfar Brúðubíllinn? Hann starfar á sumrin í júní og júlí og eru ávallt tvö leikrit frumsýnd hvert sumar. 60 sýningar hafa verið frumsýndar í Brúðubílnum síðan ár- ið 1980. Hvar er hægt að sjá Brúðubílinn það sem eftir er af sumri? Brúðubíllinn verður á Þjóðhátíð í Eyjum næstkomandi helgi en eftir það mun hann færa sig norður. Til að mynda verður hægt að sjá Brúðubílinn á Fiskidögum á Dalvík en svo fer allt eftir veðri hvort hald- ið verður áfram. Hvaða leikrit hafa verið frumsýnd í Brúðubílnum? T.d. Tröll & trúðar, Beðið eftir mömmu, Duddurnar hans Lilla, Í Dúskalandi, BIMM-BAMM og fleiri. Hver er Helga Steffensen? Helga hefur stjórnað leikhúsi Brúðubílsins í 30 ár. Hún er konan á bakvið brúðurnar, handritin og leik- myndina. Hún hefur einnig starfað í öðru brúðuleikhúsi, Leikbrúðulandi. Helga var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 2007 fyrir framlag sitt til leiklistar og barnamenningar. Spurt & svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.