Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
✝ Jakob Smárifæddist 11. jan-
úar árið 1950. Hann
lést 19. júlí 2010.
Foreldrar hans eru
Bergþór Smári, f.
25.2. 1920 og Unnur
Erlendsdóttir, f.
14.11. 1917, d. 30.8.
1991. Þau skildu.
Systir Jakobs er Erla
Bergþórsdóttir
Smári, f. 4.4. 1953 og
hálfbróðir Júlíus
Smári, f. 21.1. 1964.
Fyrri kona Jakobs
er Malín Örlygsdóttir, f. 17.4. 1950.
Foreldrar hennar voru Unnur Ei-
ríksdóttir, f. 3.6. 1920, d. 30.12.
2008 og Örlygur Sigurðsson, f.
13.2. 1920, d. 24.10. 2002. Börn
Jakobs og Malínar eru: 1) Örlygur
Smári, f. 30.6. 1971, maki Svava
Gunnarsdóttir, f. 22.12. 1976. Börn
þeirra eru a) Malín, f. 3.5. 1998, b)
Gunnar Berg, f. 27.12. 2002, c)
Jakob Þór, f. 27.12. 2002. 2) Berg-
þór Smári, f. 20.11. 1974. Fyrri
maki Þórunn Baldvinsdóttir, f.
27.7. 1975. Dóttir þeirra er Heba,
f. 28.8. 2000. Þau skildu. Síðari
maki Ásdís Björg Jóhannesdóttir,
f. 8.6. 1980. Dóttir þeirra er
Lettres prófi í sálfræði frá Univer-
sité de Provence, Aix-en-Provence,
árið 1974 og Maîtrise de Psycholo-
gie frá sama skóla ári síðar. Jakob
lauk doktorsprófi í sálfræði frá
Stokkhólmsháskóla árið 1985 og
starfaði meðfram doktorsnáminu
við rannsóknir og kennslu við sál-
fræðideild skólans 1979-1985.
Hann starfaði við geðdeild Borg-
arspítala á árunum 1978 og 1979,
var deildarsálfræðingur við geð-
deild Landspítala 1985-1993 og rak
eigin sálfræðistofu 1993-1996. Jak-
ob var ráðinn dósent við Háskóla
Íslands 1994 og varð prófessor
1999. Meðfram háskólanámi og í
nokkur ár til viðbótar vann Jakob
fyrir sér sem leiðsögumaður á Ís-
landi.
Jakob var afkastamikill rannsak-
andi í sálfræði og er höfundur
fjölda rannsóknagreina sem birst
hafa á alþjóðlegum vettvangi.
Hann gegndi margvíslegum trún-
aðarstörfum fyrir Háskóla Íslands,
íslenska sálfræðinga og alþjóðlegt
fræðasamfélg sálfræðinga, sat m.a.
í skipulagsnefnd 11. Evrópuþings
sálfræðinga sem haldið var í Ósló
árið 2009. Jakob ritstýrði, ásamt
Herði Þorgilssyni, Sálfræðibókinni
(1993) og bókinni Árin eftir sex-
tugt (1996).
Útför Jakobs fer fram frá Nes-
kirkju í Reykjavík í dag, 28. júlí
2010, og hefst athöfnin klukkan 15.
Hrönn, f. 5.4. 2009.
Þau skildu. 3) Unnur
Jakobsdóttir Smári,
f. 21.10. 1980, maki
Friðrik Magnus, f.
1.6. 1980. Synir
þeirra eru a) Tómas,
f. 2.5. 2005 og b) Dav-
íð, f. 21.7. 2008.
Síðari kona Jakobs
er Guðbjörg Gúst-
afsdóttir, f. 2.12.
1953. Foreldrar
hennar eru Gústaf
Adolf Guðmundsson,
f. 19.8. 1925 og
Guðný Helga Björnsdóttir, f. 7.12.
1929. Sonur Guðbjargar er Andri
Valur Sigurðsson, f. 17.2. 1975.
Sambýliskona hans er Tinna Dögg
Guðlaugsdóttir, f. 5.4. 1983. Dóttir
þeirra er Bryndís Ýr Andradóttir,
f. 14.7. 2007. Áður átti Tinna Dögg
dótturina Söru Lind Finnsdóttur, f.
10.5. 2005.
Jakob ólst upp á Öldugötu og
síðar á Flókagötu í Reykjavík. Að
loknu landsprófi frá Gagnfræða-
skóla Austurbæjar hóf hann nám í
MR. Hann útskrifaðist frá mála-
deild skólans árið 1970. Eftir það
hélt hann til Frakklands í há-
skólanám og lauk Licence-ès-
Elsku pabbi minn.
Að kveðja þig er sárara en orð fá
lýst. Ég sakna þín svo mikið og þrái
svo heitt að hafa þig hjá mér. Þú
varst kletturinn minn, fyrirmyndin
mín og sá sem ég gat alltaf leitað til.
Þegar ég hugsa til baka er hver ein-
asta minning sem ég á um þig falleg
og góð. Allt frá því ég var barn og
fram á fullorðinsárin þegar þú varst
orðinn afi barnanna minna, alltaf
tilbúinn að hjálpa, alltaf til staðar.
Ég vona að þú sért kominn til
elsku ömmu, að þið séuð núna saman
á góðum stað og að ég muni sjá ykk-
ur seinna.
Þú verður alltaf hjá mér í hjartanu
mínu, elsku pabbi.
Þín dóttir,
Unnur.
Elsku Kobbi minn.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi
að fá að hafa þig í mínu lífi frá 7 ára
aldri. Ég dáði þig alltaf og leit upp til
þín. Þú varst viskubrunnur sem ég
leitaði óspart til. Þú varst ótrúlega
greindur maður og mikill vísinda-
maður á þínu sviði eins og margir
þekkja. Ég sá þig varla án þess að þú
værir að lesa bók eða leiðrétta próf.
Ég man hversu mikið ég hlakkaði til í
hvert skipti þegar við mamma fórum
til Stokkhólms að heimsækja þig.
Sérstaklega er mér minnisstætt þeg-
ar þú fórst með okkur á safnið sem
hýsti gamla herskipið, Vasa.
Í Lundi áttum við góðar stundir.
Ég man vel hversu gaman var þegar
við vorum að fylgjast með stærstu
stjörnum Svíþjóðar, s.s. Birni Borg,
Patrick Sjöberg, Gunde Svan og In-
gemar Stenmark á stórmótum. Þú
kenndir mér mannganginn og við
vorum alltaf að tefla saman á Käm-
nersvägen. Hvað ég var montinn og
ánægður með það þegar ég loks vann
þig. Eftir á að hyggja hefur þú sjálf-
sagt leyft mér að vinna, höfðinginn
sem þú varst. Ósjaldan vorum við öll
þrjú saman að skellihlæja yfir Chapl-
in. Það var svona ekta „detta á rass-
inn“-húmor eins þér þótti bestur.
Á Hofteignum áttum við ávallt
fjörugar og skemmtilegar stundir
þegar börnin þín komu í heimsókn.
Þeirra húmor var nákvæmlega eins
og þinn húmor og ósjaldan heyrði
maður „oj, hver átti þennan“ eða „öö-
ööööggggiiii“ við mikil hlátrasköll.
Oft röltum við niður á gervigrasið í
Laugardal í fótbolta og einhverra
hluta vegna fékk ég viðurnefnið
„poffi“ í höfuðið á hinum mikla leið-
toga fyrrum Sovétríkjanna, Yuri
Andropov. Sonum þínum fannst
þetta hrikalega fyndið sem og þér en
sennilega hefur þetta verið komið frá
þér.
Oft voruð þið mamma á ferðalög-
um erlendis og ég stundum með ykk-
ur. Þar undir þú þér best þegar þú
fannst einhverja bókabúð, gast dval-
ið þar tímum saman. Þá varst þú eins
og krakki í dótabúð, það breyttist
aldrei hjá þér, bókaormurinn mikli.
Mér fannst alltaf gaman þegar við
mamma vorum í Frakklandi og ég
veit að þar kunnirðu vel við þig. Það
var ekki dónalegt að hafa svona per-
sónulegan leiðsögumann sem talaði
frönsku reiprennandi og var sífellt að
fræða okkur. Mjög minnisstætt er
þegar við fórum á Louvre-safnið,
Pompidou-miðstöðina og Picasso-
safnið. Einu sinni vorum við á rölti
við Signu í París og villtumst aðeins
af leið. Þá tókum við allt í einu eftir
því að fólk var á Evuklæðum einum
saman. Við höfðum villst inn á hýrt
svæði. Þá snaraðir þú umræðunum
fyrir okkur yfir á íslensku. Hugsan-
lega ritskoðaðir þú þær aðeins. Við
hlógum lengi að þessu. Þú varst líka
alltaf að spyrja til vegar („mon-
sieur…“).
Ég man vel eftir því þegar þú
starfaðir sem leiðsögumaður. Það
var alltaf verið að hringja í þig frá
ferðaskrifstofunum til að fá þig í ein-
hver verkefni en þú varst iðulega
fullbókaður. Þú varst mjög vel liðinn
af ferðamönnunum og þóttir fyndinn
og sérstakur. Þú varst vel að þér um
land og þjóð og kunnir góð skil á Ís-
lendingasögunum.
Þú varst mér alltaf sem faðir og
tókst mér opnum örmum. Hlýr og
góður maður sem vildi öllum vel.
Elsku Kobbi minn, þakka þér fyrir
allt og hvíl þú í friði. Þú munt ávallt
eiga stað í hjarta mínu.
Andri Valur Sigurðsson.
Jakob Smári frændi minn fæddist
í Hillerød á Sjálandi og þaðan er
fyrsta minning mín um hann, hálfs
árs gamlan en ég tæplega fimm.
Ekki löngu seinna fluttist hann með
foreldrum sínum heim til Íslands og í
nokkur ár bjuggum við í sama húsi,
Öldugötu 5 í Reykjavík. Voru þá þrír
Jakobar í því húsi, við tveir og afi
okkar beggja og alnafni hans. Í
minningunni var hann þennan tíma
sem yngri bróðir minn. Eftir að við
fluttumst hvor í sinn borgarhlutann
urðu fundir okkar stopulli og enn síð-
ar bjuggum við um áratuga skeið
hvor í sínu landinu. Leiðir okkar lágu
þó iðulega saman hjá ömmu og afa á
Öldugötunni meðan þau lifðu, en
milli Jakobs og afa var einkar náið
samband.
Mér er einnig ógleymanleg sam-
eiginleg ferð um Fjallabaksleið syðri
á unglingsárum okkar. Í þeirri ferð
gengum við bæði á Stóru-Súlu og
Háskerðing, en fáir tindar á Íslandi
jafnast á við þann stað um víðsýni.
Kannski hefur áhugi Jakobs á fjalla-
ferðum þá kviknað, en hann var um
árabil leiðsögumaður erlendra ferða-
manna um hálendið á sumrin, lýsandi
því sem fyrir augu bar á fimm tungu-
málum. Í fjölda ára hitti ég hann líka
reglulega á gamlárskvöld heima hjá
Bergþóri föður hans og Önnu og eru
mér samræður okkar frá þessum
tíma mjög minnisstæðar. Við rædd-
um um alla heima og geima, en ekki
síst þjóðfélagsmál þar sem Jakob
hélt gjarnan fram róttækum sjónar-
miðum, mótuðum af ríkri réttlætis-
kennd hans. Þegar við svo hittumst
aftur ári síðar á sama stað héldu
samræðurnar áfram þar sem frá var
horfið, eins og aðeins stutt stund
hefði liðið á milli. Jakob var mjög lík-
ur alnafna sínum, afa okkar, ekki að-
eins í útliti heldur einnig að andlegu
atgervi og skaplyndi. Hann var
skarpur og andríkur og ljúfmenni
eins og hann, en þó fastur fyrir ef
honum fannst þörf á. Síðasti fundur
okkar Jakobs og Guðbjargar var um
jólin heima hjá Helgu systur minni.
Við Guðrún og Steinunn dóttir okkar
eigum góðar minningar frá því kvöldi
þar sem Jakob lék á als oddi og okk-
ur grunaði ekki þau alvarlegu veik-
indi sem hann átti þá þegar við að
stríða. En að honum nú gengnum lif-
ir minningin um góðan dreng og mik-
ilhæfan vísindamann, sem hefði af-
rekað enn meira hefði honum enst
aldur til.
Jakob Yngvason.
Ég sá Jakob Smára fyrst þegar við
vorum sumardrengir í Mjólkurstöð-
inni í Reykjavík fyrir meira en fjöru-
tíu árum. Gáfaður, myndarlegur, vin-
gjarnlegur, bauð af sér góðan þokka.
Forframaðist í Mjólkurstöðinni:
komst á brúsaþvottavélina og svo í
ísgerðina – en fátt var eftirsóknar-
verðara á þeim vinnustað. Ég komst
lengst á brúsaþvottavélina. Löngu
seinna kynntist ég Jakobi almenni-
lega þegar hann varð samkennari
minn í þáverandi félagsvísindadeild
Háskóla Íslands. Lengi höfðum við
herbergi á sama ganginum í Odda.
Við ræddum alltaf saman þegar
við hittumst, á ganginum, í ljósrit-
unarherberginu, á kaffistofunni, úti í
góða veðrinu. Oftar um pólitík en sál-
fræði. Jakob var alvöru vinstrimaður
og gaf þær skoðanir ekki eftir á upp-
gangstímum nýfrjálshyggju. At-
hugasemdir hans voru hvassar og
skarplegar – hvort sem maður var
sammála eða ekki. Alltaf stutt í
stríðni og kímni. Hann var góður fé-
lagi. Samræður við hann voru
skemmtilegar og lærdómsríkar.
Jakob var ótvírætt í hópi bestu vís-
indamanna Háskólans. Fræðileg
skrif í alþjóðleg vísindatímarit munu
varðveita nafn hans í fræðaheimin-
um. Hann var líka afbragðs kennari
og lét sér annt um nemendur sína.
Hann bar hag stofnunarinnar fyrir
brjósti og átti drjúgan þátt í upp-
byggingu sálfræðinnar á Íslandi.
Hann var starfsmaður af því tagi
sem háskólar vilja hafa í sínum röð-
um – miklir hæfileikar og mannkost-
ir fóru saman. Það gerist ekki alltaf
einsog sumir háskólamenn vita.
Ótímabært andlát Jakobs Smára
er okkur félögum hans mikið harms-
efni. Fyrir hönd samstarfsfólks á Fé-
lagsvísindasviði Háskóla Íslands
þakka ég honum samfylgdina og
votta þeim sem næst honum stóðu
innilega samúð.
Ólafur Þ. Harðarson,
forseti Félagsvísindasviðs
Háskóla Íslands.
Jakob Smári var góður vinur
minn, framúrskarandi vísindamaður
og dáður kennari. Hann er nú fallinn
frá, langt fyrir aldur fram.
Ég kynntist Jakobi fyrst sem frá-
bærum kennara, og nú síðustu ár
sem góðum samstarfsmanni og vini.
Jakob var hreinlega óþreytandi við
að hvetja mig til góðra verka við
rannsóknir og kennslu, en veitti jafn-
framt óhikað uppbyggilega gagn-
rýni. Ég fæ honum aldrei fullþakkað
fyrir alla þá hjálp og ráðgjöf sem
hann veitti mér. Ekki læt ég þess
heldur ógetið hversu skemmtilegur
maður Jakob var, þar saman fór mik-
il þekking, húmor og lífsgleði.
Líklega er ekki ofmælt að Jakob
Smári sé einn þeirra sem hvað mest
áhrif hafa haft á stétt sálfræðinga á
Íslandi. Hundruð sálfræðinga hafa
numið hjá honum og innan sálfræð-
ingastéttarinnar naut hann réttilega
gríðarlegar virðingar og gegndi inn-
an hennar lykilhlutverki. Einn þeirra
sem hve mest áhrif hafa haft á sál-
fræði á Íslandi er nú fallinn frá.
Ég syrgi Jakob og sakna hans, en
mun halda áfram að taka hann mér
til fyrirmyndar við mín störf. Jakob
lét ótalmargt gott af sér leiða, og við
hljótum því að færa honum innilegar
þakkir fyrir það, um leið og við kveðj-
um hann.
Árni Kristjánsson, dósent við
sálfræðideild Háskóla Íslands.
Fyrir um það bil aldarfjórðungi
kom Jakob inn í okkar líf í gegnum
hana Guðbjörgu æskuvinkonu okkar
og meðal okkar hét hann alltaf Jakob
hennar Guggu. Hann var fallegur
maður, með silfrað yfirbragð, hár og
spengilegur, fágaður með fínlegar
hendur og bara svo gáfaður og
skemmtilegur. Hann var alltaf góður
og nærgætinn við Guðbjörgu, hældi
henni og hvatti og talaði svo fallega
um hana. Okkur þótti svo vænt um
hann.
Við höfum átt margar dásamlegar
samverustundir með honum og Guð-
björgu hér heima á Íslandi, m.a. á
Bugðulæknum, í Selinu í Svínadaln-
um og eins á ferðalögum erlendis.
Þau ferðuðust mikið saman, heims-
borgirnar lágu að fótum þeirra og
þau leigðu sér gjarnan íbúðir og
dvöldu langdvölum erlendis. Þau
gerðu sér far um að kynnast lifnaðar-
háttum innfæddra í öllum þessum
skrýtnu hverfum borganna. Saman
voru þau frönsk í París, bresk í
London og spænsk á Kanarí, þar sem
ekki kom annað til greina en að búa í
höfuðborginni meðal innfæddra.
Fyrsta verk Jakobs á erlendri grund
var gjarnan að finna heppilega
hlaupaleið, kanna nánasta umhverfi;
hvar er besta net-kaffihúsið, versl-
anir, hvar er hægt að kaupa blöðin og
finna helstu rásir á sjónvarpinu svo
hægt væri að fylgjast með hvað væri
að gerast í umheiminum.
Á Íslandi var túlkun íslenskra
fréttamiðla á heimsviðburðum þeim
hjónum ekki nóg og þau voru allra
fyrst manna til að fá sér allar erlendu
sjónvarpsstöðvarnar heim í gegnum
netið og saman drukku þau í sig
heimsmenninguna og heimsfréttirn-
ar á frönskum, sænskum, breskum
og spænskum stöðvum.
Iðulega var heimili þeirra fullt af
börnum og barnabörnum og stund-
um lentum við í ekta sunnudagsfjöl-
skylduboðum með lambalæri og öllu
tilheyrandi. Á Bugðulæknum voru
líka haldin alvöru Eurovision-partí
enda var Jakob mikill Eurovision-
aðdáandi þó hann færi vel með það. Á
meðan Gugga eldaði gómsætan mat
hljóp Jakob viljugur út í búð og
keypti það sem vantaði og þótti ekki
tiltökumál að sækja gestina og jafn-
vel skila þeim heim aftur.
Eitt af mörgum sameiginlegum
áhugamálum Jakobs og Guggu, sem
fór þó frekar leynt, var að setja sam-
an vísur og kvæðabálka við ýmis
tækifæri, heillaóskir og annað, en á
nokkrum heimilum í bænum liggja
eftir þau bálkar.
Ekki munum við eftir Jakobi í
hefðbundnum jakkafötum, skyrtu og
með bindi. Ekki munum við eftir
honum pirruðum og reiðum. En við
munum eftir ótal gefandi og
skemmtilegum samræðum þar sem
markmiðið var ekkert endilega að
vera sammála um allt. Við munum
eftir hvað hann var hlýr og áhuga-
samur um hagi okkar og áhugamál.
Nú er hann farinn og við munum
sakna hans. Við vottum Guðbjörgu,
Andra, börnunum hans og öðrum að-
standendum okkar samúð.
Ingibjörg Pétursdóttir
Ragnheiður Ólafsdóttir
Salvör Aradóttir.
Jakob Smári
Fleiri minningargreinar um Jakob
Smára bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
mannsins míns, föður, fósturföður, afa og langafa,
VIGFÚSAR SÓLBERGS VIGFÚSSONAR,
Rjúpnasölum 12,
Kópavogi.
Margrét Kjartansdóttir,
Jónína Vigfúsdóttir, Páll Stefánsson,
Lára E. Vigfúsdóttir,
Magnús Ásmundsson, Katrín F. Jónsdóttir,
Ólafur Ásmundsson, Salgerður Jónsdóttir,
Svavar Ásmundsson, Pálína Hinriksdóttir,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR ERLINGSSON,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju fimmtudaginn
29. júlí kl. 13.30.
Virginia Erlingsson,
Gretchen Erlingsson, Cindy Boo Freeland,
Mary Grace Simon, Michael Simon,
Eric Erlingsson, Kjersti Botnen
og barnabörn.