Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
✝ Hjördís Helga-dóttir var fædd á
Eskifirði 22. janúar
1925. Hún lést á St.
Jósefsspítala í Hafn-
arfirði 16. júlí 2010.
Foreldrar hennar
voru Sigríður J. Tóm-
asdóttir frá Eskifirði
og Helgi Pálsson tón-
skáld og kaupfélags-
stjóri á Neskaupstað.
Hálfsystkini Hjördís-
ar voru: Erlendur
Helgason, Snorri
Helgason, Gerður
Helgadóttir og Unnur Helgadóttir.
Hjördís ólst upp hjá afa sínum
Tómasi Magnússyni og ömmu Þur-
íði Eiríksdóttir á Eskifirði. Hjördís
dvaldist oft á sumrin hjá föður sín-
ríkjunum, og tvö barnabarnabörn:
Mikeilu og Aiden.
Hjördís var með eindæmum
handlagin og listræn, málaði marg-
ar myndir og gerði mikla handa-
vinnu, útsaum og fleira auk þess
sem hún stundaði saumaskap alla
tíð. Hjördís stundaði vinnu í Norð-
urstjörnunni í Hafnarfirði um
skeið en fékk síðan vinnu á Sól-
vangi og sá um rekstur saumastof-
unnar þar í rúm 20 ár. Ásgeir og
Hjördís ferðuðust mikið, bæði til
Norðurlandanna, Þýskalands og
Hollands, en eftir að dóttir hennar
Kristbjörg og fjölskylda hennar
fluttust til Bandaríkjanna 1975,
voru allar þeirra utanlandsferðir
vestur um haf, fyrstu þrjár til
Virginíu, ein til Kaliforníu og síð-
ustu sex ferðir Hjördísar voru til
Maine.
Útför Hjördísar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 28. júlí,
kl. 11.
um Helga og konu
hans Sigríði Erlends-
dóttur, sem var henni
mjög góð og Hjördísi
þótti afar vænt um.
Hjördís dvaldi hjá
föður sínum og
stjúpu (sem þá höfðu
flutt til Reykjavíkur)
á meðan hún stund-
aði nám í Kjólasaumi
hjá Guðrúnu Arn-
grímsdóttur.
Hjördís giftist Ás-
geiri Júlíussyni sýslu-
fulltrúa á Eskifirði í
desember 1945. Þau áttu tvö börn,
Kristbjörgu Þuríði og Júlíus Óskar,
einnig áttu þau þrjá dóttursyni, Ás-
geir Júlíus, Ólaf Sigurð og David
Eli, sem allir eru búsettir í Banda-
Kæra mamma, er ég kveð þig hér
hinstu kveðju, reikar hugurinn
ósjálfrátt til kvöldsins 16. júlí sl., þar
sem ég sat hjá þér og sá þig færast
með friði og ró úr líkamanum, sem
hreinlega gat ekki meira, inn í eilífð-
ina sem þú svo þráðir.
Og er augljóst var að síðustu
skrefin á samleið okkar hér var lok-
ið, fylltist ég tilfinningu um sáran
missi og dapurleika, en um leið fann
ég fyrir ólýsanlegu stolti og þakklæti
fyrir að hafa átt þig fyrir móður,
þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir okkur, fyrir allt sem þú kenndir
mér, fyrir alla þá ástúð og kærleika
sem þú ávallt sýndir drengjunum
mínum Adda, Óla og Dave.
Og þakklæti fyrir hreinskilni þína,
fyrir öll skiptin sem við vorum á önd-
verðum meiði, sem reyndist mér
ómetanlegt veganesti og bjó mig bet-
ur undir torfærur á vegi lífsins. Og
þakka þér síðast en ekki síst fyrir öll
yndislegu uppvaxtarárin á Eskifirði
með þér, pabba og litla bróður Júlla.
Þín verður sárt saknað, megir þú
hvílast í friði.
Kristbjörg.
Kæra mamma, kveðjustundin er
komin og minningarnar af langri
samleið margar.
Minningar af áhyggjulausum
æskuárum á Eskifirði þar sem leik-
völlurinn var víður og breiður, frá
fjörunni upp í hlíðar fjallanna í
kringum bæinn. Minningar um fjall-
göngur í leit að steinum, sem þú
hafðir einstakt auga til að finna, ber-
jatínsluferðir og minningar um
ferðalög með þér og pabba í Hall-
ormsstað og óteljandi aðra fallega
staði á Austurlandi sem okkur voru
kærir. Minningar um ferðir út fyrir
landsteinana til Hollands, Þýska-
lands, til Norðurlandanna og allar
ferðirnar vestur um haf til Banda-
ríkjanna, allar þessar minningar eru
mér ómetanlegar og verða með mér
alla tíð.
Nú er komið að leiðarlokum,
þakka þér samleiðina, hvíldu í friði.
Bestu kveðjur.
Þinn sonur,
Júlíus Óskar Ásgeirsson.
Hjördís Helgadóttir
✝ Aðalheiður varfædd 15. júlí árið
1928 á Ljótsstöðum í
Vopnafirði. Hún lést
þriðjudaginn 20. júlí
sl.
Foreldrar hennar
voru Ólafur Ingi
Jónsson frá Lækn-
isstöðum á Langa-
nesi og Agatha Guð-
mundsdóttir frá
Ljótsstöðum í
Vopnafirði.
Fjölskyldan flutti
til Reykjavíkur 1936.
Eftir lát móður hennar árið 1937
ólst Aðalheiður upp hjá Krist-
rúnu Kristjánsdóttur, móð-
maður Þorsteinn Björnsson, f.
1980. Synir þeirra eru Hafsteinn
Már og Ólafur Atli. Eftir hefð-
bundið barnaskólanám vann Að-
alheiður við verslunarstörf og
ræstingar. Hún hóf störf hjá
vörubílastöðinni Þrótti árið 1958
og starfaði þar óslitið þangað til
hún fór á eftirlaun eða í 36 ár.
Jafnframt þessu starfaði Að-
alheiður við veitingastörf á Hótel
Borg. Aðalheiður tók þátt í
verkalýðsbaráttunni og var í
stjórn Félags starfsfólks í veit-
ingahúsum um tíma. Aðalheiður
ferðaðist mikið bæði innanlands
og erlendis, stundaði gönguferðir
með Ferðafélagi Íslands meðan
heilsan leyfði og sund stundaði
hún fram á síðasta dag.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, miðviku-
daginn 28. júlí 2010 kl. 11.
urömmu sinni. Árið
1948 giftist Að-
alheiður Jóhanni
Vigfússyni járnsmið,
f. 1927 d. 1979.
Þeirra sonur er
Ólafur Ingi Jóhanns-
son, f. 1947, kona
hans er Kristín
Gunnarsdóttir f.
1948.
Dætur þeirra eru:
1) Aðalheiður, f.
1974, gift Tómasi G.
Gíslasyni, f. 1968.
Synir þeirra eru:
Helgi Freyr, Haukur Ingi og
Kristján Tumi
2) Sigríður, f. 1981, sambýlis-
Hún var lágvaxin, fíngerð og kvik
í hreyfingum, brosmild með jarpa
þykka hárið tekið saman í tagl. Hún
var klædd í svartan kjól með hvíta
svuntu og var á leiðinni í hina vinn-
una á Borginni. Þannig man ég
tengdamóður mína þegar ég kom í
fyrsta skipti með Óla syni hennar á
heimili þeirra. Já, Heiða vann á
tveimur vinnustöðum í mörg ár, að-
alstarfið hennar var á vörubílastöð-
inni Þrótti en þar vann hún þangað
til hún fór á eftirlaun. Einnig vann
hún á kvöldin og um helgar á Hótel
Borg við veitingastörf. Hún þjónaði
til borðs í veislum og árshátíðum
sem haldnar voru á Borginni. Hún
var einnig eftirsótt til að þjóna í
veislum í heimahúsum.
Líf Heiðu var ekki áfallalaust og
fyrsta áfallið var þegar hún missti
móður sína aðeins 9 ára gömul, þá
sagðist hún hafa gert sér grein fyr-
ir því að hún þyrfti að standa sig og
það gerði hún á lífsleiðinni. Heiða
var nægjusöm og gerði ekki miklar
kröfur til lífsins gæða. Hún var
mjög sjálfstæð og vildi ekki vera
upp á aðra komin. Það var henni
því erfitt þegar hún tapaði sjón fyr-
ir um 7 árum og hætti að geta
keyrt, en þá þurfti hún bjargast án
bíls og ekki síst fannst henni slæmt
að geta ekki keyrt á litla bílnum
sínum á sumrin til að heimsækja
frændgarðinn á Húsavík og Vopna-
firði. Stelpurnar okkar Óla voru
henni til mikillar gleði og vildi hún
hag þeirra sem bestan. Einnig
gladdist hún með hverju lang-
ömmubarni og fylgdist vel með
þeim öllum.
Heiða var af þeirri kynslóð
kvenna sem þurfti að hafa fyrir líf-
inu og velta hverri krónu á milli
handanna. Hún átti íbúðina sína
skuldlausa og var það mikið afrek
fyrir konu sem alltaf hafði unnið
láglaunastörf.
Veikindum sínum tók Heiða með
æðruleysi, hún kvartaði ekki. Hún
stóð á meðan stætt var og bjó
heima þar til nokkrum dögum fyrir
andlátið en þá var hún tilbúin að
taka örlögum sínum og gerði það
með reisn.
Með þessum orðum vil ég þakka
tengdamóður minni samfylgdina öll
árin og minnist ég hennar með virð-
ingu.
Kristín Gunnarsdóttir.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til ömmu Heiðu á Njáls-
götuna. Amma beið í dyrunum og
svo var boðið upp á sterkt og gott
kaffi í eldhúsinu, uppáhellt á gamla
mátann. Síðan var setið og spjallað
um heima og geima yfir kaffiboll-
anum við litla græna eldhúsborðið.
Amma Heiða var mjög traustur og
tryggur vinur okkar systranna og
var alltaf hægt að leita til hennar
með vandamál eða erfiðleika enda
hafði hún sjálf lent í ýmsu um æv-
ina og gat miðlað af reynslu sinni.
Ömmu fannst hreyfing vera
mikilvæg og þegar við systurnar
vorum litlar fór hún reglulega með
okkur í sund. Við tókum strætó úr
Breiðholtinu niður á Hlemm þar
sem amma beið okkar. Síðan var
farið í sund og synt 200 metra áður
en farið var að leika. Hún kenndi
okkur því báðum að synda fyrir
grunnskólaaldur og sjálf fór hún í
sund helst daglega.
Amma hafði yndi af ferðalögum,
innanlands sem utan og ferðaðist
bæði einsömul og í góðra vina hópi.
Hún gekk mikið innanlands og setti
það ekki fyrir sig að ferðast ein
jafnvel heimshornanna á milli.
Amma var mjög sjálfstæð og
dugleg kona og lét erfiðleika ekki
stöðva sig. Þegar hún fór að eldast
fór bakið að valda henni vandræð-
um sem gerði það að verkum að það
stífnaði smám saman. Það var þó
lýsandi fyrir ömmu að hún bognaði
ekki heldur stífnaði alveg þráðbein í
baki. Þegar heilsan fór að gefa sig á
efri árum lagði hún mikið á sig til
að halda sér í góðu líkamlegu formi
og stundaði sund, jóga og göngu-
ferðir jafnvel þegar hún var orðin
mjög veik. Það var ótrúlegt að
fylgjast með baráttu hennar við
veikindin og þeim viljastyrk sem
hún sýndi allt til hinsta dags.
Við lærðum mjög margt af ömmu
Heiðu. Allt sem amma tók sér fyrir
hendur leysti hún eins vel af hendi
og unnt var. Hún kenndi okkur að
fara vel með verðmæti og sýndi
gott fordæmi með traustri vináttu
og tryggð í garð ættingja og vina.
Þó að amma væri lítil og fíngerð
var hún ákaflega stór persónuleiki
og við minnumst ömmu Heiðu með
hlýju og virðingu.
Aðalheiður og Sigríður.
Aðalheiður Ólafsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
DAGMAR HELGADÓTTIR,
áður til heimilis að,
Írafossi við Sog,
lést laugardaginn 17. júlí á hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug.
Hallgerður Ásta Þórðardóttir, Guðni Arnberg Þorsteinsson,
Aðalsteinn Helgi Pétursson, Sigríður Helga Einarsdóttir,
Petrína Kristín Pétursdóttir, Aðalsteinn Blöndal,
Hrönn Pétursdóttir, Einar Hansson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín og fyrrverandi eiginkona,
STELLA MEYVANTSDÓTTIR,
Selvogsgrunn 22,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi
mánudaginn 26. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigurður Þórarinsson,
Þórarinn G. Valgeirsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR HARALDSSON
vélstjóri,
lést á heimili sínu laugardaginn 24. júlí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn
3. ágúst kl. 13.00.
Sveinn Ólafsson,
Ketilbjörn Ólafsson,
Örlygur Ólafsson,
Haraldur Ólafsson,
tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
RAGNAR HREINN ORMSSON
stýrimaður,
Básbryggju 9,
Reykjavík,
lést föstudaginn 23. júlí.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn
3. ágúst kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er vinsamlegast bent á Slysavarnaskóla sjómanna,
reikn. 0537-26-6396, kt. 560499-2139.
Olga Björg Jónsdóttir,
Helga Björg Ragnarsdóttir,
Jón Hafsteinn Ragnarsson, Elísabet Erlingsdóttir,
Kjartan Orri Ragnarsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HREINN EYJÓLFSSON
vélstjóri,
Laugarnesvegi 87,
lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn
24. júlí.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 29. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á að láta Heimaþjónustuna Karitas eða
líknardeild Landspítalans í Kópavogi njóta þess.
Jóhanna Hreinsdóttir, Benóní Torfi Eggertsson,
Steinþór Hreinsson, Elín Skarphéðinsdóttir,
Guðrún Hreinsdóttir,
Gestur Hreinsson, Svanhildur Þórsteinsdóttir,
Hlynur Hreinsson, Erika Martins Carneiro,
barnabörn og barnabarnabörn.