Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 19
✝ Jón GuðmundurSalómon Jónsson var fæddur á Súg- andafirði 24. febrúar 1913. Hann lést 19. júlí 2010. Þann 27. sept- ember 1935 gekk Jón að eiga Jarþrúði Sig- urrós Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Hún var fædd í Ön- undarfirði 24. ágúst 1913, látin 16. júlí 1990. Þau eignuðust 10 börn. 1) Hjálmar Ingi, fæddur 2. júlí 1934, látinn 2. júní 2001. Eiginkona Hjálmars er Ingibjörg Sólbjört Guðmunds- dóttir, fædd 2 júní 1931. 2) Guð- Guðrúnar er Kristinn Haukur Þór- hallsson, fæddur 3. október 1938. 7) Ingibjörg Birna, fædd 8. apríl 1943. Eiginmaður Birnu er Garðar Ingv- ar Sigurgeirsson, fæddur 15. nóv- ember 1938. 8) Magnfríður Kristín, fædd 12. júní 1945. 9) Ólafur Ragn- ar, fæddur 19. apríl 1951. Eigin- kona Ólafs er Sólveig Jónsdóttir, fædd 1. apríl 1951. 10) Björn Ágúst, fæddur 5. ágúst 1957. Eiginkona Björns er Anna María Sigurðar- dóttir, fædd 4. júní 1960. Alls eru afkomendur Jóns og Jarþrúðar orðnir 134. Jón og Jarþrúður bjuggu meiri hluta ævi sinnar á Flateyri, þar sem Jón stundaði sjómennsku í yfir 50 ár. 1983 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar til æviloka. Jar- þrúður andaðist 16. júlí 1990, og Jón bjó eftir það á Hrafnistu í Hafn- arfirði þangað til hann andaðist. Jón Salómon verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, miðviku- daginn 28. júlí 2010, og hefst at- höfnin kl. 15. björg Svandís, fædd 26. ágúst 1935. Eig- inmaður Svandísar er Guðbjartur Kristján Guðbjartsson, fæddur 8. júlí 1930. 3) Guð- mundur Jónas, fædd- ur 5. október 1936, látinn 15. desember 1936. 4) Guðmunda Valborg, fædd 10. nóvember 1937. 5) Salóme Jóna, fædd 24. nóvember 1940, látin 3. september 2003. Eiginmaður Salóme er Grétar Arnbergsson, fæddur 4. desember 1942. 6) Guð- rún Rósborg, fædd 6. janúar 1942, látin 10. febrúar 2009. Eiginmaður Elsku tengdafaðir minn. Ég vil í örfáum orðum þakka tengdaföður mínum, Jóni Salómon Jónssyni, sem lést 19. júlí síðastliðinn vináttu okkar og tryggð. Það var mikil gæfa að kynnast þér og fjölskyldu þinni þegar við Hjálmar hófum sambúð. Það sem mér er sérstaklega minnisstætt var að sjá hversu mikil ást, vænt- umþykja og virðing var milli þín og Jarþrúðar. Þegar við Hjálmar gift- umst veittir þú okkur þann heiður að vera svaramaður við athöfnina, sem var látlaus en yndislega falleg og ljúf stund. Samheldni innan fjöl- skyldunnar er mikil og hefur það verið mín gæfa að kynnast systk- inunum og mökum þeirra og erum við bundin miklum tryggðabönd- um. Margs er að minnast en það sem kemur upp í hugann er kímni þín og glaðværð og sérstaklega fannst þér gaman að vera í kringum fólk og heyra hvað hefði á daga þess drifið. Dætur mínar, tengdasynir og barnabörn tengdust þér sér- staklega sterkum böndum enda varst þú mikill vinur þeirra. Ég vil þakka þér sérstaklega ljúfar stundir okkar á aðfanga- dagskvöldum sem tóku breytingum í áranna rás. Fyrst vorum við fjög- ur, þið Jarþrúður og við Hjálmar en eftir andlát Jarþrúðar og síðan Hjálmars vorum við tvö saman og eru þetta ljúfar og dýrmætar minningar. Ylurinn frá kyndli minninganna er glæður sem aldrei kulna. Elsku Jón. Ég, dætur mínar og fjölskyldur þökkum þér og vottum systkinum og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Guð geymi þig. Þýtur í stráum þeyrinn hljótt þagnar kliður dagsins. Guð er að bjóða góða nótt í geislum sólarlagsins. (Ísl. þjóðlag) Ástarkveðja, Ingibjörg Guðmundsdóttir. Langri lífsgöngu tengdaföður míns, Jóns Salómons Jónssonar, er lokið. Sú lífsganga var ekki alltaf auðveld, sérlega ekki í fyrstu þar sem Jón missti föður sinn aðeins 6 mánaða gamall. 9 ára gamall fór Jón í fóstur að Mosvöllum í Önund- arfirði eftir að hafa verið á nokkr- um stöðum áður. Þar til heimilis var Jarþrúður og felldu þau síðar hugi saman og varð hún lífsföru- nautur hans. Þau fluttu á Flateyri þar sem þau bjuggu stærstan hluta búskapar síns. Þeim hjónum varð 10 barna auðið, eitt þeirra lést í frumbernsku en hin komust öll til fullorðinsára og er ættleggurinn orðinn mjög stór. Jón byrjaði ungur að stunda sjó. Fyrstu árin hrjáði sjóveikin hann og sagði hann mér að stundum hefði hann kastað upp áður en hann komst til skips. Þetta rjátl- aðist af honum og starfsvettvangur hans á sjónum spannaði 53 ár. Jón undraðist það oft á seinni árum hversu slæmur hann var í fótunum en það þarf engan að undra eftir að hafa staðið ölduna í öll þessi ár. Þegar Jón stundaði dagróðra greip hann oft í að prjóna sokk eða vettling með Þrúðu og þótti það jafn sjálfsagt og hvað annað því lífsbaráttan var hörð og þurftu all- ir að leggja sitt af mörkum. Þegar svo börnin stálpuðust og fóru að heiman, léttist álagið á þeim hjón- um og lífið varð rólegra. Þegar þau voru orðin ein fluttust þau til Reykjavíkur þar sem þau áttu góð ár saman. Ekki var Jón á því að hætta að vinna og fór til starfa hjá Granda þar sem hann var heiðr- aður fyrir vel unnin störf 75 ára gamall. Jón var í eðli sínu félagslyndur maður og á stórafmælum voru ótrúlega margir sem heimsóttu hann óskyldir. Oft heyrði ég menn segja að Jón hefði kennt þeim að vinna, ekki með öskrum og látum heldur sýndi hann þeim handtökin. Hún á því vel við hann vísan Hann gekk hér um að góðra drengja sið gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máske tvenn hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannesdóttir) Hann undi sér vel á Hrafnistu og naut þar góðra stunda, var dug- legur að fara í göngur og synda ásamt því að taka þátt í fé- lagsstarfinu þar. Það var alltaf gaman að heimsækja Jón og eiga við hann spjall um daginn og veg- inn. Síðla vetrar áttum við saman gott spjall og hafði Jón þá á orði að hann væri stoltur af Guðmundi syni okkar Guðrúnar því hann væri sá eini af stórum afkomendahópi hans sem hefði gert sjómennsku að ævistarfi sínu eins og hann sjálfur. Jafnframt sagðist hann vera stolt- ur af öllum afkomendahópnum sín- um. Á síðastliðnum 9 árum hefur Jón þurft að sjá á eftir þremur barna sinna og hafa það verið honum þung spor, en sá gamli stóð alltaf eins og klettur og hughreysti syrgjandi ástvini. Þau ásamt Þrúðu taka á móti honum á ströndu himnaríkis nú þegar hann stígur þar á land. Ég er viss um að Drott- inn sjálfur tekur á móti honum á svipaðan hátt og Stjána bláa í kvæði Arnar Arnarsonar og segir: kjós þér leiði, vel þér veiði, valin skeiðin bíður þín Aðstandendum öllum votta ég samúð. Kristinn Haukur. Jón Guðmundur Salómon Jónsson  Fleiri minningargreinar um Jón Guðmund Salómon Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010 ✝ Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK ÓLAFSDÓTTIR, frá Bolungarvík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 17. júlí. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 31. júlí kl. 14.00. Halldór Ben Halldórsson, Erla Gunnlaugsdóttir, Ólafur Halldórsson, Sigurlaug Ingimundardóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Una Halldóra Halldórsdóttir, Geir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær móðir mín og tengdamóðir, amma og langamma, ESTER LÁRUSDÓTTIR, Víðilundi 4e, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri að morgni laugardagsins 24. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 9. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysa- varnafélagið Landsbjörgu. Bragi Jóhannsson, Áslaug Kristinsdóttir, Þóra Ester Bragadóttir, Sverrir G. Pálmason, Hanna Björk Bragadóttir, Andreas Nyman, Bergur Már Bragason, Hrafnhildur Örlygsdóttir og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR THORSTEINSSON, lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.00. Geir Thorsteinsson, Helga S. Helgadóttir, Pétur Thorsteinsson, Aðalbjörg Anna Stefánsdóttir, Hallgrímur Thorsteinsson, Ragnheiður Óskarsdóttir, Sigríður Thorsteinsson, Þórhallur Andrésson, Ragnheiður Thorsteinsson, Einar Rafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri, KRISTJÁN HRAFN HRAFNKELSSON, Lækjarbergi 27, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 25. júlí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Hrafnkell Óskarsson, Þórhildur Sigtryggsdóttir, Hrafnhildur Dóra Hrafnkelsdóttir og fjölskylda, Anna Kristín Karlsdóttir, Hanna Margrét Hrafnkelsdóttir og fjölskylda, Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÚSTAF GÚSTAFSSON, Stigahlíð 97, Reykjavík, andaðist aðfaranótt laugardagsins 24. júlí á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Halldór Gústafsson, Helgi Gústafsson, Guðrún B. Hallbjörnsdóttir, Gústaf Gústafsson, Leifur Gústafsson, Fríða Dís Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri TRYGGVI HARÐARSON, Svartárkoti, Bárðardal, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 19. júlí. Útförin fer fram í Lundarbrekkukirkju föstudaginn 30. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Þingey eða lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Elín Baldvinsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Hlini Gíslason, Heiðrún Tryggvadóttir, Garðar Jónsson, Sigurlína Tryggvadóttir, Magnús Skarphéðinsson, Hörður Tryggvason, Sif Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, LÁRA BÖÐVARSDÓTTIR, frá Laugarvatni, Barmahlíð 54, Reykjavík, sem lést mánudaginn 12. júlí, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 29. júlí kl. 15.00. Eggert Hauksson, Ágústa Hauksdóttir, Jónas Ingimundarson, Ása Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.