Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010 Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú í fullum gangi og gengur vel. Búist er við gríðarlegum fjölda til Vestmannaeyja og stefnir í met- aðsókn í ár en umferðin þangað byrjar í dag. Páll Scheving Ingvars- son, þjóðhátíðarnefndarmaður, segir undirbúning vera töluvert óhefðbundnari þetta árið en venju- lega. „Nú er verið að reisa varanleg mannvirki í Herjólfsdal, sem nýtast okkur inn í framtíðina,“ segir hann en neðri hæðin undir brekkusviðið verður steypt, vegna þess að sjálf- boðaliðum hefur fækkað. Það stóð til að reisa viðbyggingu við íþrótta- húsið en ekkert varð úr því. „Ef veðrið verður slæmt verða íþrótta- hús að sjálfsögðu opnuð fyrir gesti hátíðarinnar. En guð og gæfan hafa nú staðið með okkur í gegnum þessi ár og vonum við að það verði áfram,“ segir Páll. gunnthorunn@mbl.is Undirbúningur Þjóð- hátíðar óhefðbundnari Morgunblaðið/Siggeir Jónasson Lögun Margir vinna nú við að gera klárt fyrir þjóðhátíðina í Eyjum. Sumarið hefur verið hlýtt og þóekki skraufþurrt.     Trjávöxtur er kröftugri en endra-nær og foldarskartið, hinir fögru smávinir okkar, er upp á það allra besta á sinni háglans-tíð.     Meira að segjahún brekku- sóley, sem enginn hefur séð nema Jónas, prýðir landið sem aldrei fyrr.     Það er ekki að-eins kvöld- blíðan lognværa sem kyssir hvern reit.     Allur sólarhringurinn er í róm-antískum stellingum og mann- eskjurnar því margar löngum frá sér numdar og eiga því erfitt með að finna sig.     Þær telja þó himneskt að lifa. Veð-ur er til að sötra drykk utan dyra, veður til að sóla sig og sjá aðra sóla sig og sjá Ferdinand skóara sóla að sínum sið og líka veður til að skapa, sem er einna skemmtilegast.     ÁReykjavíkurtjörn eru svanahjónmeð unga og þar eru líka stegg- ur og kolla.     ÁMogganum er Kolla í fríi.     ÁAkureyri eru æðar, blikar ogkollur.     Og væri lítil tjörn fyrir framan ís-lenska utanríkisráðuneytið sæj- ust þar bullukollur.     Skrítinn fugl og ekki nógu sjald-gæfur bullukollurinn. Össur Skarphéðinsson Of algengur fugl Veður víða um heim 27.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 alskýjað Bolungarvík 11 alskýjað Akureyri 13 alskýjað Egilsstaðir 14 alskýjað Kirkjubæjarkl. 16 skýjað Nuuk 12 skýjað Þórshöfn 13 alskýjað Ósló 22 léttskýjað Kaupmannahöfn 21 skýjað Stokkhólmur 25 heiðskírt Helsinki 26 heiðskírt Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 21 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 16 léttskýjað London 25 léttskýjað París 25 skýjað Amsterdam 20 skýjað Hamborg 22 léttskýjað Berlín 25 heiðskírt Vín 21 skýjað Moskva 32 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 22 skýjað Montreal 25 léttskýjað New York 30 heiðskírt Chicago 28 léttskýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:23 22:47 ÍSAFJÖRÐUR 4:03 23:17 SIGLUFJÖRÐUR 3:45 23:01 DJÚPIVOGUR 3:46 22:22 Vindrefur hefur verið settur upp undir suðurhlíðum Laugarfells á Fljótsdalsheiði og var það Lands- virkjun sem stóð fyrir uppsetning- unni. Vindrefurinn er staðsettur á loftunarholu ganga sem liggja frá Hraunveitu niður í Fljótsdal. Í vindi snýst refurinn í rétta vindátt (N - S - A - V). Á refnum er letrað „refur“ á 4 tungumálum: íslensku, ensku, latínu og micmac sem er tungumál indíána í Nova Scotia í Kanada. Cortén-stál- grindin er tilvísun í íslenskan heim- ilisiðnað og lyngið og gróðurinn sem refurinn skottast í á heiðinni. Eftir er að ganga frá umhverfinu og setja útsýnispall með merkingum á fjöllum og slíku í umhverfinu. Vindrefurinn verður fljótlega vígður formlega. Ingunn Þráinsdóttir sá um hönn- un, hugmyndavinnu og efnisval fyrir vindrefinn og verkfræðileg útfærsla var á vegum Verkís. Smíði og upp- setning var í höndum Hamars. Í fyrra var vindhreindýr sett upp á svipuðum slóðum. Þar rís tarfurinn stoltur og horfir yfir lönd sín. Á heiðinni Vindrefur, sambærilegur við vindhana, snýst nú eftir því hvern- ig vindar blása á Fljótsdalsheiði. Ingunn Þráinsdóttir hannaði refinn. Vindrefur fylgist með á heiðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.