Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 26
gerður greiði að keyra
um á stórhættulegum
bílum, hvorki eig-
endum ökutækjanna
né öðrum. Þegar bíla-
flotinn er að eldast er
enn mikilvægara en áð-
ur að færa bílana í
skoðun á réttum tíma
og það er líka gott fyrir
þá sem selja nýjar bif-
reiðar á krepputímum.
Og þeir sem vilja keyra
um á gömlum bílum
geta vel gert það á lög-
legan hátt með því að
halda bílum sínum við
og færa bíla sína í
skoðun á réttum tíma.
Á haugana með hinar bifreiðarnar.
Löghlýðinn borgari.
Hugleiðing um bíla
Ég hef ítrekað rekist á
bifreiðar á götunum
með númerum sem
hafa verið með endur-
skoðunarmiða og verið
komnar vel yfir boðaða
endurskoðun, jafnvel
nokkur ár. Mér finnst
lögreglan leggja of
mikla áherslu á að
sekta þá sem keyra
rétt yfir hámarkshraða
á sama tíma og það eru
enn bifreiðar sem eru
komnar vel á tíma hvað
varðar skoðun. Lög-
reglan þyrfti að gera
átak og klippa af nokkrum hundr-
uðum bifreiða á skömmum tíma. Það
yrði öðrum víti til varnaðar. Þeir
sem geta ekki fært bíla sína í skoðun
á réttum tíma geta vel gengið, hjólað
eða tekið strætó, a.m.k. ef þeir búa á
höfuðborgarsvæðinu. Það er engum
Ást er…
… ekki viðhaldsfrí!
Velvakandi
26 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG VIL EKKI AÐ
ÞÚ HEILSIR MÉR
BÍDDU... AF HVERJU
HEILSAÐI HANN MÉR EKKI?
ÞVERT Á MÓTI...MÉR SÝNIST ÞÚ VERA
YFIRVEGAÐRI MEÐ ÞAÐ...
ÞÚ HEFUR MEIRA NÆÐI
TIL AÐ HUGSA UM LÍFIÐ
AÐ SJÚGA Á SÉR PUTTANN
OG HALDA Á TEPPI Á SAMA
TÍMA ÞARFNAST ALGERAR
EINBEITINGAR
LÚLLI, ÉG
SKIL AF
HVERJU ÞÚ
GENGUR MEÐ
ÞETTA TEPPI
ÉG ER
AÐ DRÍFA
MIG...
ÞANNIG AÐ
ÉG ÆTLA AÐ
GERA YKKUR
TILBOÐ
EF ÞIÐ SEGIÐ
MÉR HVAR
ÞIÐ GEYMIÐ
VERÐMÆTIN
YKKAR ÞÁ SKAL
ÉG SKILJA EFTIR
PRÓSENTU
HANDA
YKKUR
AUMINGJA GRÍMUR.
HANN ER AÐ FARA SVO
SVAKALEGA ÚR HÁRUM AÐ
HANN ER HRÆDDUR UM
AÐ VERÐA SKÖLLÓTTUR
ÉG SAGÐI HONUM
AÐ FARA TIL
HUNDASÁLFRÆÐINGS
TAKTU ÞENNAN
HUND AF SÓFANUM
MÍNUM!
ERU STELPUR
HRIFNAR AF
SKÖLLÓTTUM
HUNDUM?
ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI
AÐ BÍLLINN OKKAR
HAFI VERIÐ
DREGINN!
ÉG VISSI AÐ
VIÐ HEFÐUM EKKI
ÁTT AÐ LEGGJA
HÉRNA!
MIÐINN VAR FALINN Í
SNJÓNUM! HVER SEM ER HEFÐI
GETAÐ GERT ÞESSI MISTÖK!
NEMA ÞÚ
AUÐVITAÐ!
EIGUM VIÐ EKKI AÐ
BÍÐA MEÐ RIFRILDIÐ
ÞANGAÐ TIL VIÐ
ERUM KOMIN Á
HLÝRRI STAÐ?
BANNAÐ
AÐ
LEGGJA
JÁ... EF ÞAÐ
LENDIR Á MÉR!
EN Á HINN
BÓGINN...
FER ÞAÐ EKKI MJÖG
VEL MEÐ ÞIG HELDUR!
ÚÚÚFF!
ÞETTA Á EFTIR
AÐ LÍTA ILLA ÚT EF
VATNIÐ LENDIR Á
RAFMAGNINU ÞÍNU
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Opið kl. 9-16, vinnu-
stofa opin, hádegismatur.
Árskógar 4 | Heilsugæsla kl. 10-11.30.
Dalbraut 18-20 | Verslunarferð kl.
14.40.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofa Félags eldri borgara í Kópa-
vogi verður lokuð vegna sumarleyfa
frá 5. júlí til 4. ágúst.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin og félagsvist kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin
er opin kl. 8-16. Böðun fyrir hádegi,
hádegisverður. Létt sumarganga kl.
14, miðdegiskaffi.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl.
8.50, Stefánsganga kl. 9, gáfumanna-
kaffi kl. 15, listasmiðjan opin.
Hádegisverður alla virka daga, sími
411-2790.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Kaffi-
veitingar kl. 14.30.
Norðurbrún 1 | Félagsvist kl. 14.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa-
vinnustofa opin, verslunarferð í Bónus
kl. 12.15, matur og kaffi.
Fjallaþytur nefnist úrval úrljóðum Hákonar Aðalsteins-
sonar sem Bókaútgáfan Hólar
gaf út fyrir skemmstu. Þar
kennir margra grasa. Sjalfum
sér lýsir Hákon þannig:
Mér til gleði matast ég
því megrunin er hættuleg.
Leiðist hverskyns líkamsrækt
og líður best að vinna hægt.
Í formála skrifar Þórarinn
Eldjárn meðal annars um tóninn
í kveðskap Hákonar: „Og þessi
tónn sem er samofinn úr svo
ólíkum þáttum sem orðgnótt og
meitlun, einlægni og kaldhæðni,
smásmygli og yfirsýn, veldur því
að okkur finnst sem við þekkjum
alltaf hver er a ferðinni þegar
kveðskapur hans hljómar. Hákon
átti þó marga strengi á hörpu
sinni. Hann var byggðaskáld,
náttúruskáld, tækifærisskáld og
gamanskáld. Hann náði jafnvel
því sem fátítt hlýtur að teljast á
vorum dögum að verða norskt
hirðskáld. En það er sama hver
þessara strengja er sleginn, allt-
af hljómar tónninn. Og hann má
líka heyra undir niðri og í bland
þegar Skáldið með stórum staf
notar hagmælskuna til að yrkja
um land, þjóð og tungu, ást og
trega, söknuð og sorg og alla
hina fjölbreytilegu reynslu þess
manns sem marga fjöruna hefur
sopið en þó komist af, sáttur og
vígreifur.“
Glataður koss er yfirskrift
brags sem Hákon orti eftir að
hafa útvegað konu hreindýrs-
feld:
Hérna sérðu feldinn frá mér
fegraðu með honum hjá þér,
heilræði ég lítið legg.
Hárin vilja úr honum detta
hollast væri fyrir þetta
að stilla honum upp á stofuvegg.
Vona ég að hug þinn hressi
og hamingjuna feldur þessi
seiði til þín sæ og æ.
Brjóstið er í blossum á mér
bíð ég eftir kossum frá þér
sem ég kannski seinna fæ.
Sautján árum síðar orti Há-
kon:
Nú er tími langur liðinn
leiðast tekur mér nú biðin
þyngjast tekur brún og brá.
Finnst mér hafa förlast blossinn
fyrnast tekur yfir kossinn
sem ég fékk þér aldrei frá.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af tóni í kveðskapnum
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.