Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Ríkisstjórnin virðist ætla að bakka í Magma-málinu svonefnda en á blaðamannafundi í Stjórnarráðs- húsinu í gær kynntu Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra aðgerðir sem eiga að „vinda ofan af einkavæðingu í orku- fyrirtækjum“. Rannsókn verður gerð á einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja, síðar HS Orku, og á lögmæti kaupa Magma Energy á hlut í HS Orku. Ennfremur verður hafin vinna við lagafrumvarp er tryggi opinbert eignarhald á mikil- vægum orkufyrirtækjum. Ekki er ljóst hvort niðurstaða sáttaferlis ríkisstjórnarinnar í mál- inu sem kynnt var í gær leiðir til þess að kaup Magma Energy í HS Orku gangi til baka. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði þingflokksformaður vinstri grænna, Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, að hún teldi góðan áfanga- sigur hafa náðst í Magma-málinu. „Þetta er skýr áfangi í því að verja orkuauðlindir landsins til framtíð- ar,“ segir Guðfríður Lilja en hún ásamt fleiri þingmönnum VG hafði sagst ekki treysta sér til að styðja ríkisstjórnina nema samningurinn gengi til baka. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, vildi ekki tjá sig um málið í gær þeg- ar Morgunblaðið leitaði eftir því en staðfesti að bréf frá efnahags- og viðskiptaráðherra hefði borist síð- degis. Óvíst með skaðabótaskyldu Guðmundur Sigurðsson, prófess- or við lagadeild Háskólans í Reykja- vík og kennari í skaðabótarétti, seg- ist ekki geta sagt til um hvort skaðabótaskylda kunni að myndast fái Magma Energy ekki að kaupa hlut í HS Orku líkt og samið hefur verið um. Hann segir rökin á bakvið ákvörð- un ríkisstjórnarinnar skipta máli í þessu sambandi, þ.e. hvort forsend- ur þess að lögmæti samningsins er dregið í efa séu þær að ríkið telji að einhverjar upplýsingar um Magma leiði til þess að samningsforsendur séu breyttar eða hvort ríkisvaldið hafi einfaldlega skipt um skoðun. „Ef talið er að Magma hafi með ein- hverjum hætti ekki komið rétt fram þá kann að vera að þeir eigi ekki neinn skaðabótarétt. En það er ekki hægt að segja til um á þessu stigi.“ Ríkisvaldið þegar búið að dæma kaupin lögmæt Annar lögfræðingur sem Morg- unblaðið ræddi við dregur í efa að ríkið geti „sagt eitt og svo fram- kvæmt annað án þess að baka sér skaðabótaskyldu“ og vísar til þess að ríkisvaldið hafi í raun komist að þeirri niðurstöðu, á vettvangi nefnd- ar um erlenda fjárfestingu, að kaup Magma Energy í HS Orku væru lögmæt. Lögfræðingurinn bendir þó á að lögin séu óskýr, ráðherra sé einung- is bundinn af niðurstöðu nefndar- innar ef hún er sú að fjárfesting sé ólögmæt. Þá fari sá eignarhlutur sem um ræðir í ákveðið söluferli sem getur endað í nauðungarupp- boði með tilheyrandi tjóni fyrir kaupandann, í þessu tilviki Magma Energy. Hins vegar komi ekki fram í lög- um hvað ráðherra beri að gera ef nefndin meti tiltekna fjárfestingu lögmæta. Í framhaldi af niðurstöðu ríkisstjórnarinnar í gær vakni spurningar um hvort skapast hafi lögmætar væntingar hjá Magma Energy sem aftur geti leitt til þess að ríkið sé skaðabótaskylt. Morgunblaðið/Ernir Niðurstaða kynnt Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í Stjórnarráðshúsinu í gær. Aðrir ráðherrar voru þar ekki. Undið ofan af einkavæðingu  Ríkisstjórn lætur rannsaka kaup í HS Orku  Forstjóri Magma tjáir sig ekki  Óljóst hvort niðurstaðan leiðir til þess að ógilda kaup Magma á HS Orku 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010 Á hverjum degi til 3. ágúst í sumar fær einn dælulykilshafi áfyllinguna endurgreidda. Sæktu um dælulykil á www.atlantsolia.is SUMARLEIKUR ATLANTSOLÍU EINN HEPPINN Á DAG FÆR FRÍA ÁFYLLINGU ÍS L E N S K A /S IA .I S /A O L 50 59 6 06 /1 0 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að með ákvörðun rík- isstjórnarinnar í gær sé horfið til gamalla tíma. „Ef ríkið yfirtekur verkefnið þá þarf það að leggja fram áhættu- fjármagn sjálft. Þessi framkvæmd krefst heilmikils fjármagns og það sem ég óttast er að ekkert verði af henni í bili því ríkið hefur ekkert lánstraust. Þetta yrði því enn einn þátturinn í að frysta atvinnulífið.“ Hann telur að annað af tvennu gerist eignist opinberir aðilar hlut Magma Energy í HS Orku. „Annað hvort stöðvast framkvæmdir í orku- geiranum eða skuldsetning í grein- inni vex,“ segir Pétur og bendir á að þingmenn VG hafi gagnrýnt skulda- aukningu annarra orkufyrirtækja eins og Landsvirkjunar og OR. Ríkisstjórn að frysta atvinnulífið Óvíst að ríkið geti keypt Magma út Pétur H. Blöndal „Ég tel þetta dæmalaust klúð- ur hjá ríkisstjórn- inni, í hvaða far- veg þetta mál er komið og hvernig hefur verið haldið á því. Ef rík- isstjórnin hefði viljað grípa inn í þessa sölu, hefði hún átt að gera það miklu fyrr,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hann segist ekki hafa neinar at- hugasemdir við það þótt ríkisvaldið vilji skoða ferlið við söluna á HS Orku. „Hins vegar virðast tveir að- ilar hafa gert þarna samning og ég átta mig ekki á því hvernig ríkið ætl- ar að grípa inn í hann með lagasetn- ingu sem á að gilda afturvirkt, án þess að skapa sér skaðabótaskyldu,“ segir Gunnar Bragi. helgi@mbl.is Dæmalaust klúður hjá stjórninni Gunnar Bragi Sveinsson „Það er spurning hvernig við prjón- um þetta. Doddi vill ólmur fá að skúbba einhverju fyrir fundinn og sé ég ákveðið tækifæri í því að láta það eftir hon- um. Þannig get- um við sett fókus- inn á eitthvað eitt atriði sem við viljum að fjölmiðlar séu fókuseraðir á þegar þeir mæta á fundinn.“ Svo hljóðar inngangur tölvupósts sem birtur var á vefsíðu dagblaðsins The Reykjavík Grapevine í gær en þar var höfundurinn sagður Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Sagði blaðið póstinn hafa verið sendan til banda- rísks blaðamanns fyrir slysni. Dularfullt gælunafn Elías Jón staðfesti í samtali við Morgunblaðið að hann væri höfund- ur tölvupóstsins en hann vildi ekki nafngreina umræddan „Dodda“. Fullvíst þykir að þar sé á ferð Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður Viðskiptablaðsins, en ýtarleg frétt um ákvörðun stjórnvalda í Magma- málinu eftir Þórð Snæ birtist á vef blaðsins um 45 mín. áður en aðrir fjölmiðlar höfðu sömu upplýsingar. Elías Jón hafnaði þeirri túlkun Grapevine að pósturinn vitnaði um viðleitni til að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla um ákvörðun stjórnvalda. „Ég myndi segja það eðlilegt þeg- ar stjórnvöld eru að fara að kynna stórmál að þau vilji að fókusinn sé á aðalatriðunum og það er einmitt það sem ég var að leggja til með þessum upplýsingum. Þetta eru aðalatriði málsins,“ sagði Elías Jón sem kvaðst undrast lekann. „Spurning hvernig við prjónum þetta“  Umdeildur tölvupóstur aðstoðarmanns ráðherra um Magma Elías Jón Guðjónsson Magma Energy greiðir 7-10 millj- arða króna af kaupverðinu fyrir HS Orku í reiðufé. Allt í íslensk- um krónum, sem að hluta til voru keyptar á aflandsgengi í útlönd- um. Kemur þetta fram í frétt RÚV í gær. Þar segir að Magma hafi átt þessar íslensku krónur í nokk- urn tíma, að minnsta kosta hluta þeirra. Þær voru keyptar á svo- kölluðu aflandsgengi af erlendum bönkum. Það gengi var miklu lægra en hið opinbera gengi. Sem dæmi kostaði ein evra um tíma nálægt 300 íslenskum krónur samkvæmt þessu af- landsgengi en um 150 til 200 krónur sam- kvæmt hinu opinbera skráða gengi. Þetta útskýrir hugsanlega að hluta hvers vegna Magma er tilbúið að greiða hærra verð fyrir HS Orku-hlutinn en aðrir, t.d. ís- lenskir lífeyrissjóðir. Að hluta á aflandsgengi MAGMA KEYPTI Í HS ORKU FYRIR ÍSLENSKAR KRÓNUR Ross Beaty hjá Magma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.