Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010 Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 7. flokkur, 27. júlí 2010 Kr. 1.000.000,- 3075 B 5922 B 11141 E 14177 H 26682 B 29999 E 33122 H 41915 H 56151 G 58875 G TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Samfélagshjálpin Samverjinn hefur boðið upp á heitar máltíðir í Stýri- mannaskólanum á hverjum virkum degi í júlímánuði við góðar undir- tektir. Nú er einungis vika eftir af verkefninu og hefur verkefnið geng- ið gríðarlega vel, að sögn Ragnheið- ar Guðfinnu Guðnadóttur, en hún er verkefnisstjóri Samverja. „Fjöldinn er alla vega búinn að sýna sig og það er ljóst að það ríkir mikið vandamál á Íslandi varðandi þessi mál,“ segir Ragnheiður. „Fólk í venjulegri vinnu mætir þarna, mest- öll laun þess fara í það að borga skuldir og á það kannski um 10-20 þúsund krónur eftir um hver mán- aðamót.“ Ragnheiði finnst frábært hvað margir hafa sótt máltíðirnar, en það hlýtur að vera stór biti að kyngja. „Við gerum líka bara út á það að hafa þetta sem notalegan félagsskap og skemmtilega stemningu. Þetta á bara að vera þannig að öllum líði vel. Hér eru engir fordómar og allir und- ir sama hatti,“ segir hún. „Það kost- ar allt svo mikið í dag og öll heimili eru vel skuldug. Það á að þiggja það, þegar svona verkefni er hrint í fram- kvæmd. Það hefur enginn efni á því í dag að sleppa frírri máltíð.“ Mikill fjöldi fólks hefur sótt að- stoðina. Fyrsta daginn mættu 70 manns í mat en hefur farið fjölgandi síðan og síðasta föstudag komu um 200 manns. Sjálfboðaliðastarfið gefandi Um 200 manns hafa boðið fram að- stoð sína sem sjálfboðaliðar og hefur aldrei vantað mannskap. „Fólk hefur verið að streyma inn í Stýrimanna- skólann að bjóða sína hjálp. Það hef- ur myndast hérna svona ein lítil fjöl- skylda af sjálfboðaliðum, sem er voða gaman,“ segir Ragnheiður. „Þetta er svo gefandi, það tala allir um það. Ég mæli með því að allir geri þetta einhvern tímann, taki þátt í svona sjálfboðastarfi vegna þess að það er ótrúlegt hvað þetta gefur manni mikið og hlýjar manni. Fólkið sem gengur út er líka svo þakklátt. Það er gaman að vera í kringum svona fólk.“ Fyrirtækin sem staðið hafa að verkefninu eru orðin 41 talsins og segir Ragnhildur það aldrei hefðu gengið svo vel ef ekki verið fyrir þeirra hjálp, enda gjafmildi mikil hjá þeim öllum. Gissur Guðmundsson er forseti Alheimssamtaka matreiðslumanna en hann hefur stýrt eldhúsinu ásamt öðrum sem eru félagar í klúbbi mat- reiðslumanna og hafa þeir framreitt góðar máltíðir fyrir gesti sína. „Það er ótrúlegt hvað þetta er búið að ganga vel, enda er bara hér á ferð fagfólk fram í fingurgóma, sem stendur á bak við þetta,“ segir Ragn- heiður Guðfinna. Lítil fjölskylda af sjálf- boðaliðum Samverjans  Ókeypis máltíðir í Sjómannaskólanum vekja mikla lukku Ragnheiður Guð- finna er ánægð með hvað aðstoð Samverjans hefur gengið vel BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjögur ár, fjórir mánuðir og 24 dag- ar eru liðnir síðan að tveir ungir frændur og vinir settust upp í Sub- aru Impreza WRX bíl eina vetr- arnótt á Akureyri. Þeir höfðu verið að skemmta sér og haft áfengi um hönd. Hálka og ísing var á götum bæjarins, myrkur og gekk á með élj- um þessa aðfaranótt 4. mars 2006. Bíltúrinn endaði snögglega þegar bíllinn skransaði skyndilega á hálli götunni, rann stjórnlaus út á hlið tugi metra og skall harkalega á hús- vegg við Hjalteyrargötu á Akureyri. Sesar Þór Viðarsson, 19 ára eig- andi bílsins, dó í slysinu. Ökumað- urinn Gunnar Árni Jónsson, þá 29 ára, höfuðkúpubrotnaði og missti meðvitund. Í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa kemur meðal annars fram að ökumaðurinn hafi verið ölv- aður þegar slysið varð og ekið of hratt miðað við aðstæður. Hvorugur piltanna var í bílbelti og þurfti að beita klippum til að ná þeim út úr bílflakinu. „Þetta er ekki eitthvað sem þú vilt að fólk lendi í“ Gunnar sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hann myndi eiga eftir að lenda í svona slysi. Hann hafði lent í árekstrum og bíl- veltu – en svona martröð vildi eng- inn lenda í. Gunnar man ekkert eftir slysinu en þó hefur það aldrei vikið frá honum þá 1.607 daga sem liðnir eru frá þessari örlaganótt. „Ég man part úr kvöldinu en svo ekkert fyrr en ég fór aftur að rumska á spítalanum nokkrum dög- um seinna,“ sagði Gunnar. Hann höfuðkúpubrotnaði og fékk ör á höf- uðið. Auk þess tapaði hann alveg heyrn á hægra eyra. Hann var sam- tals í sex vikur á sjúkrahúsi og í endurhæfingu eftir slysið. En hvernig reiddi honum af and- lega? „Ég held að þetta sé eitthvað það erfiðasta sem nokkur maður getur gengið í gegnum. Það segir sig í rauninni sjálft. Þetta er ekki eitt- hvað sem þú vilt að fólk lendi í,“ sagði Gunnar. „Sesar Þór var ein- stakur drengur og fjölskyldan hans er stórkostleg. Mesta og besta hjálpin sem ég hef fengið er frá fjöl- skyldu hans, það hvernig þau tóku á þessu og tóku mér eftir slysið.“ Gunnar sagði að þegar hann vaknaði til meðvitundar og áttaði sig á því hvernig komið var hefði hann helst af öllu viljað fá að hitta fjöl- skyldu Sesars Þórs. „Mér var meira sama um mína fjölskyldu – þetta var fólkið sem ég vildi tala við og það strax.“ Slysafréttirnar óþægilegar Aðspurður kvaðst Gunnar ekki minnast þess að fólk hefði viljandi forðast hann eftir slysið eða forðast að minnast á slysið við hann. Stund- um hefur hann bryddað upp á því í samtölum við aðra. Honum finnst alltaf óþægilegt að heyra fréttir af banaslysum í umferðinni. „Þær snerta alltaf einhverjar taugar. Eins auglýsingarnar sem nú er verið að sýna frá Umferðarstofu, bæði hraðaauglýsingarnar og ölv- unarakstursauglýsingarnar. Maður stoppar við,“ sagði Gunnar. Hann sagðist ekki vilja nokkrum manni svo illt að þurfa að ganga í gegnum viðlíka lífsreynslu og hann gerði. „Þetta er ekki sérlega góð tilfinn- ing að þurfa að lifa með,“ sagði Gunnar. „Ég tala nú ekki um ef að- standendur þess sem dó nánast vilja kála þeim sem ók bílnum. Maður hefur heyrt dæmi um svoleiðis. Það er svo miklu, miklu erfiðara að fara í gegnum þetta ef maður getur ekki talað við ættingja þess sem dó. Það skiptir gríðarlega miklu máli að geta talað við ástvinina.“ Gott ráð að skilja lyklana eftir Gunnar segist hafa dregið veru- lega mikið úr því að fara á skemmti- staði eða útiskemmtanir þar sem vín er haft um hönd. Hann hreinlega nenni því ekki lengur. Á slíkum stöðum skapast aðstæður sem stundum leiða til ölvunaraksturs. Þá sjaldan sem hann fer á slíkar uppá- komur þá segist hann ekki predika yfir fólki. „Þetta gerðist og ég veit alltaf af þessu – slysið verður alltaf með mér. En ég tók þá ákvörðun að vera ekki endalaust með móral út af þessu. Mér finnst að það væri ekki rétt gagnvart Sesari Þór. Hann var ekki þannig persónuleiki. Hefði þessu verið öfugt farið – ég farið en ekki hann – þá er ég nokkuð viss um að hann hefði gert nákvæmlega eins.“ Frídagur verslunarmanna er framundan, mesta ferða- og úti- leguhelgi ársins. Fjöldi fólks verður væntanlega á ferðalögum og má reikna með að áfengi verði víða haft um hönd. Gunnar segir að það sé alltaf gott að benda fólki á að áfengi og akstur fari ekki saman. En á hann einhver ráð fyrir ökumenn? „Það er góð hugmynd að vera ekki með bíllyklana á sér. Þá minnka líkurnar töluvert mikið á að maður setjist drukkinn undir stýr- ið,“ sagði Gunnar.  Banaslys á Akureyri í mars fyrir fjórum árum hefur aldrei vikið úr huga mannsins sem ók bílnum  Settist ölvaður undir stýri og bíltúrinn endaði snögglega þegar bíllinn rann stjórnlaus á húsvegg Ljósmynd/Umferðarstofa Viðtalið Gunnar Árni Jónsson, ökumaður bílsins, sagði frá reynslu sinni í sjónvarpsviðtali við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Þáttur um slysið er á meðal efnis sem notað verður til umferðarfræðslu í framhaldsskólum landsins. „Slysið verður alltaf með mér“ Umferðarstofa hefur gefið út fræðsluefnið „Svo kom það fyrir mig“, fimm mynddiska (DVD) með umferðarfræðslu fyrir framhalds- skóla. Auk frásagna af alvarlegum umferðarslysum eru verkefni og kennsluleiðbeiningar í pakkanum. Á einum diskinum er þáttur um banaslysið á Akureyri 4. mars 2006 þar sem Sesar Þór Viðarsson, 19 ára, lést. Í þættinum er m.a. rætt við foreldra Sesars Þórs heitins, þau Viðar Þorsteinsson og Elínrós Sveinbjörnsdóttur, lögregluna á Ak- ureyri og Gunnar Árna Jónsson ökumann bílsins. Þátturinn var á sínum tíma sýndur í Kastljósi RÚV. Grípandi umferðarfræðsla „SVO KOM ÞAÐ FYRIR MIG“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.