Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010 Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stækkunarstjóri Evrópu- sambandsins segir að ekki sé hægt að veita neinar varanlegar undan- þágur frá lögum Evrópusambands- ins. Kom þetta fram á blaðamanna- fundi sem haldinn var í Brussel í gær, eftir ríkjaráðstefnu ESB og Ís- lands sem markar upphaf aðildarvið- ræðna. Jón Bjarnason, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, segir að þegar þessi yfirlýsing hafi verið ítrekuð með jafn afdráttarlausum hætti skilji hann ekki hvers vegna þessu ferli sé haldið áfram. Þegar Alþingi fól ríkisstjórninni fyrir ári að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu var tekið fram að við undirbúning viðræðna og skipulag skuli ríkisstjórnin fylgja sjónarmið- um um meginhagsmuni sem fram komu í áliti meirihluta utanríkis- málanefndar. Í álitinu segir að sam- staða hafi verið í nefndinni um for- ræði yfir sjávarauðlindinni, meðal annars um stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan efnahagslögsög- unnar. Skapandi og snjallar lausnir Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra sagði á blaðamannafundin- um í gær, þegar spænskur blaða- maður spurði hann hvar Íslendingar drægju línuna varðandi sjávarút- vegsmál, að íslenskt efnahagslíf reiddi sig meira á fiskveiðar en nokkur önnur þjóð í heiminum og að fiskveiðilögsaga landsins snerti ekki fiskveiðilögsögu neinna landa innan ESB. Sagði hann að fiskveiðilöggjöf Evrópusambandsins væri ekki gerð fyrir þesskonar aðstæður og minnti á að ESB hefði fyrr komið til móts við slíkar þarfir, eins og til dæmis vegna landbúnaðar á heimskauta- svæðum þegar Finnland gekk í sam- bandið. „Við hljótum að finna lausn sem hæfir öllum,“ sagði Össur og sagðist hafa við inngöngu nokkurra ríkja áttað sig á getu Evrópusam- bandsins til að koma með skapandi og snjallar lausnir sem væru klæð- skerasaumaðar fyrir sérstakar að- stæður. Stefan Füle, stækkunar- stjóri Evrópusambandsins, sagði af þessu tilefni að lausn myndi örugg- lega finnast en lagði áherslu á að ekki væri hægt að veita neinar var- anlegar undanþágur frá lögum Evr- ópusambandsins. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að ummæli stækk- unarstjórans væru í samræmi við það sem fyrrverandi stækkunar- stjóri hefði sagt og komið hefði fram hjá framkvæmdastjórn þess. Hann sagðist ekki sjá hvernig þessi um- mæli samræmdust þeim þröskuldum sem Alþingi hefði sett við samþykkt aðildarumsóknar. „Ég skil ekki hvers vegna við erum að halda þessu áfram … Það er eins og sumir vilji ekki heyra það sem sagt er,“ sagði Jón. Ekki náðist í Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra í gær. Forystumenn Evrópusambands- ins gera sér grein fyrir því að ekki er nægur stuðningur á Íslandi við aðild að Evrópusambandinu. Áhyggjur vegna lítils stuðnings Steven Vanackere, utanríkisráð- herra Belga sem fara nú með forystu í Evrópusambandinu, sagði á fund- inum að það væru sameiginlegir hagsmunir ESB og Íslands að tryggja almennan stuðning við þró- unina en að lokum væri það Íslend- inga að ákveða hvort þeir vildu stíga þetta skref. Sagðist hann viss um að vilji væri hjá stjórnvöldum á Íslandi til að koma þessu máli í höfn og sagð- ist hafa fengið það staðfest á fundi með utanríkisráðherra Íslands fyrr um daginn. Stefan Füle sagðist hafa áhyggjur af því að ekki væri breiður stuðn- ingur á Íslandi við aðild. Það sýni að þörf væri á hlutlægri umfjöllun sem byggð væri á staðreyndum og tölum en ekki ímyndun eða hræðslu. „Þetta er fyrst og fremst verkefni íslenskra stjórnvalda en við munum styðja hana í því,“ sagði Füle. Fram kom að stækkunarstjórinn áformaði að heimsækja Ísland á næstu mánuðum og opna sendiskrifstofu Evrópusam- bandsins. Hvorki utanríkisráðherra Íslands né fulltrúar Evrópusambandsins vildu gefa neitt út um það hvenær aðildarviðræðum gæti lokið. Engar varanlegar undanþágur  Stækkunarstjóri ESB ítrekar afstöðu sambandsins  Utanríkisráðherra telur að lausn finnist sem hæfir öllum  „Ég skil ekki hvers vegna við erum að halda þessu áfram,“ segir sjávarútvegsráðherra Reuters Viðræður hafnar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Steven Vanac- kere utanríkisráðherra Belgíu og Stefan Füle stækkunarstjóri ESB. Viðræður Íslands og ESB » Viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu hefjast í haust á rýnivinnu þar sem kannað er hvað ber í milli. » Efnislegar viðræður ættu að geta hafist á næsta ári að lok- inni þeirri vinnu og eftir að málið hefur verið lagt fyrir að- ildarríki ESB. » Stefan Füle segir að byrjað verði á erfiðustu málunum. » Niðurstaða samninga, ef til kemur, verður lögð fyrir lands- menn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt þarf að breyta stjórnarskrá Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.