Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010 List Íslenskur sjávarútvegur nýtur Atlantshafsins og ungur maður notfærir sér öldur frá varðskipinu Tý til þess að sýna listir sínar á sæþotu á Faxaflóa í gær. Árni Sæberg Fyrir skömmu átti ég tal við útlenda konu sem býr á Suð- urnesjum. „Íslend- ingar vita ekki hvað þeir eru að gera með því að setja nýtingar- rétt orkulinda sinna í hendur einkafyrir- tækis,“ sagði þessi kona. „Þetta var gert í minni heimabyggð í Kanada með þeim af- leiðingum að hús sem áður kostaði 30 þúsund krónur að hita upp í 20 gráður, kostar nú 70 þúsund að hita í 15 gráður á mánuði. Meiri hita hefur fólki almennt ekki efni á að veita sér. Það situr skjálfandi og kappklætt í húsum sínum og stundum eru börnin höfð í rúminu þegar kaldast er,“ bætti konan við. Þegar hún sá vantrúarsvipinn á andliti mínu sagði hún: „Ég og maðurinn minn bjuggum áður í Kanada og var oft mjög kalt á vet- urna. Hann er íslenskur og sagði við mig: „Við skulum flytja til Ís- lands, þar eru húsin alltaf funheit, þú getur farið í sturtu og sund eins oft og þú vilt.“ Mér fannst þetta yndisleg tilhugsun og við fluttum hingað með börnin okkar. Nú lítur út fyrir að ég fari aftur að skjálfa í húskulda, heitt vatn í sturtu verði af skornum skammti og dýrt verði að fara í sundlaugar ef Magma fær sitt fram. Einkafyrirtæki eru alls staðar eins. Þau kaupa ekki nýtingarrétt á orkulindum nema til að græða. Og þau græða ekki nema með því að hækka gjaldskrár. Mér finnst þróunin hér á Íslandi í orkumálum hræðileg,“ sagði konan. Mér hefur orðið þetta samtal umhugsunarefni. Í langar aldir máttu Ís- lendingar búa við af- ar köld kjör. Rithöf- undar og fræðimenn, svo sem Gísli Kon- ráðsson, sátu með með grifflur á krók- loppnum höndum í ís- köldum húsakynnum við ritstörf þau sem gáfu þjóðinni kjark til að þrauka. Það skyldi þá aldrei eiga fyrir okkur að liggja, nú- tíma Íslendingum, að glutra heita vatninu okkar í hendur útlend- ingum sem svo purkunarlaust kæmu okkur í sömu stöðu og for- feðrunum hvað húskulda snertir. Sigríður Tómasdóttir í Bratt- holti hindraði að Gullfoss yrði eign útlendinga og íslenska ríkið keypti fossinn 1940. Sigurður nokkur Jónsson keypti Geysi af erlendum manni og gaf hann og svæðið í kringum hann íslenska ríkinu árið 1935. Hvaða hetjur munu færa okkur yfirráð heita vatnsins á Suður- nesjum úr höndum erlends skúffu- fyrirtækis? Hver á eldmóð, kjark og hugkvæmi til að koma í veg fyrir þessi vafasömu landráða- kaup? Það verður fróðlegt að sjá! Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur »Hvaða hetjur munu færa okkur yfirráð heita vatnsins á Suð- urnesjum úr höndum erlends skúffufyrir- tækis? Það verður fróðlegt að sjá. Guðrún Guðlaugsdóttir Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Krókloppin framtíð Það virðist vera að renna upp fyrir þjóðinni að Samfylkingin fylkir sér ekki um málefni þjóðarinnar heldur mál- efni í andstöðu við hags- muni þjóðarinnar. Samfylkingin fylkir sér saman með breskum og hollenskum stjórn- völdum, sem í skjóli eig- in krafts og með aðstoð leiðtoga ESB brjóta lög ESB og EES um tryggingu sparifjáreigenda og fjármálaeftirlit á EES-svæðinu. Samfylkingin reyndi að hindra stjórnarskrárbundna þjóðar- atkvæðagreiðslu um Icesave og for- sætisráðherrann hvatti landsmenn til að fylgja fordæmi sínu og kjósa ekki. Þrátt fyrir að rúm 98% þeirra sem greiddu atkvæði um Icesave sögðu nei og tóku þar með umboðið af rík- isstjórninni að þvinga ólöglegum kröf- um Breta og Hollendinga á Íslend- inga, heldur Samfylkingin áfram að breiða út skuldarviðurkenningu á er- lendum vettvangi og villa um fyrir öðr- um þjóðum um raunverulega afstöðu Íslendinga. Samfylkingin leiðir að eigin sögn „fyrstu norrænu velferðarstjórnina“ á Íslandi, sem hefur fylkt sér um bitlingahagsmuni meðlima og stuðn- ingsmanna sinna á kostnað venjulegra borgara Íslands. Skattar hafa verið stórhækkaðir, áralöng viðurkenning á erfiðum störfum sjómanna afnumin, verðtrygging persónuafsláttar ellilíf- eyrisþega afnumin og kjör hinna vinn- andi stétta yfirleitt stórskert. Samfylkingin fylkir sér með búró- krötunum í Brussel gegn afstöðu meirihluta landsmanna, að þjóðinni sé best borgið utan ESB. Samfylkingin fylkir sér með þeim, sem vilja afnema stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands og setja nýja í staðinn, þar sem sjálfsákvörð- unarréttur þjóðarinnar er að mestu afnuminn og fluttur til Brussel. Sam- kvæmt nýrri stjórn- arskrá fá alþingismenn og ríkisstjórn að taka ákvarðanir um menn- ingu, listir og íþróttir, á meðan búrókratarnir í Brussel taka ákvarðanir í utanríkis- og varn- armálum, efnahags- málum, samningamálum við erlend ríki og varðandi málefni hafsins ásamt öllu tilheyrandi, sem í því finnst. Samfylkingin fylkir sér með þeim sem vilja kollvarpa útgerð á Íslandi með svokallaðri fyrningarleið til að veikja stöðu útgerðarinnar gagnvart fyrirhuguðum samningum við ESB. Samfylkingin fylkir sér með þeim öflum, sem vilja koma ákvörðunarrétti þjóðarinnar á auðlindum sínum í hend- ur erlendra aðilja. Samfylkingin fylkir sér með þeim, sem segja, að það verði að koma með svo neikvæðar tillögur, að þær næst- verstu virðast „góðar“ við fyrstu sýn, jafnvel þótt tillögurnar flytji þjóðina langt aftur fyrir valdatíð Jörundar hundadagakonungs. Samfylkingin fylkir sér um af- brotamenn á borð við skeljaforstjór- ann Jón Ásgeir og fjölskyldu hans, sem rændi banka og fyrirtæki inn- anfrá og skildi eftir tóma skelina fyrir aðra. Samfylkingin fylkir sér með þeim sem brotið hafa lánalög á kostnað lán- þega og tekur fram fyrir hendurnar á sjálfum Hæstarétti með eigin útspili um vaxtastig sem ekki er besta lausn- in fyrir þolendur hins meinta lögbrots. Samfylkingin fylkir sér með þeim sérhagsmunaöflum sem vilja merg- sjúga venjulega borgara landsins í stað þess að gera upp reikningana við heimilin til móts við uppgjör við ótínda fjárglæframenn. Með Samfylkinguna við stýri þjóð- arskútunnar verður sjálfsákvörð- unarréttur þjóðarinnar framseldur til ESB og Íslendingar missa völdin á eigin auðlindum. Skuldir óreiðumanna í fjármála- heiminum verða miskunnarlaust flutt- ar yfir á herðar almennings, sem fær að borga brúsann með miklu erfiði. Fjórir vinnudagar af fimm fara í að vinna fyrir skuldum þjóðarinnar, sá síðasti til eigin framfærslu. Móðir mín, sem lengst af hefur ver- ið trúr krati, getur ekki kosið Samfylk- inguna lengur. Afi konunnar minnar var sjómaður og vörubifreiðastjóri og krati og er sjálfsagt búinn að hringsnúast í gröfinni vegna „samfylk- ingarstefnu“ krata nútímans, sem fylgja teóríum ákveðins hóps mennta- fólks með enga tilfinningu fyrir vilja þjóðarinnar. Sjálfur seldi ég sem unglingur miða í kratahappdrættisbílnum í Austur- stræti. Ég samfylki mér með öllum þeim sem vilja flýta fyrir nýjum alþing- iskosningum svo við getum losað okk- ur undan þessari „samstöðu“ við Sam- fylkinguna. Stöndum vörð um fullveldi lýðveld- isins okkar – Íslands, stjórnarskrána, þingræðið og sjálfstæði þjóðarinnar. Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Samfylkingin fylkir sér með þeim sér- hagsmunaöflum sem vilja mergsjúga venju- lega borgara landsins í stað þess að gera upp reikningana við heimilin … Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er smáfyrirtækjarekandi. Samfylking gegn Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.