Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
Helstu einkenni Guðmundar Þórs
voru gleði, bjartsýni og baráttu-
kraftur sem hann mun flytja með sér
á næsta áfangastað og skilja eftir í
hjörtum okkar sem honum kynntust.
Eins og nafna Guðmundar Þórs og
afa langar mig að kveðja hann
Gumma minn með orðum afa okkar
Benedikt Einarssyni frá Miðengi
Far þú vel sonur! forsjón Guðs þig
leiði,
friðsæl þín bíði gleði á nýju landi.
Lífs þíns fyrst vorsól ljómar nú í heiði
leystur þá ert úr jarðlífs þrautabandi.
Sorgir þér aldrei sárar, þungar
hnekkja,
svipula lífið fær þig ekki að blekkja.
Þungt er að kveðja soninn unga
svona,
sorgmædd er önd hjá þínum hinsta
beði,
blysberann minna björtu, æðstu vona,
brosmilda og hlýja er veitti jafnan
gleði.
Guð minn, ó leyfðu ljósenglunum
þínum
að lýsa og hlúa elsku drengnum
mínum!
Sorgin þó liggi höfugt mér á hjarta
horfinna tíma gleðimyndir fróa
Guðmundur Þór
Jóhannsson
✝ Guðmundur ÞórJóhannsson fædd-
ist 18. janúar 1995.
Hann lést 16. júlí
2010.
Foreldrar eru Jó-
hann Dagur Egilsson,
fæddur 26. júlí 1957
og Guðrún Guð-
mundsdóttir, fædd 6.
júlí 1964. Bróðir Guð-
mundar er Dagur Jó-
hannsson, fæddur 28.
apríl 1986.
Útför Guðmundar
Þórs fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 28. júlí
2010, kl. 11.
þar sem ég mæti
brosi þínu bjarta
og bljúg-tærar perlur
hvarma þinna glóa.
Brosin þín glæða, blá-
perlurnar þínar
burtu að strjúka:
gleðistundir mínar.
Sælt var að mega
sjúkum ljúfling hlúa
sár þó að kvíði
löngum nísti hjarta.
Nú má ég harmglöð
treysta því og trúa
tál þig ei villi heims né
myrkvið svarta.
Nú lifa vonir nýjar innst í barmi
sem neitt fær ei myrkvað sárum kvíða
harmi.
Ljósheimasalir ljómi þér svo hlýir
ljósenglar góðir vefið þig að hjarta.
-Þín veit ég bíða þroskavegir nýir
þar sem aldrei svíkur vonin bjarta.
-Hví skyldi ég þá harma stilla eigi
hugglöð uns mæti endurfundar degi?
Guðrún Guðmundsdóttir
stolt móðir Guðmundar Þórs
Meira: mbl.is/minningar
„Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir.“ Þessi orð heyrði ég fyrst
þegar ég var 10 ára gömul. Ég og Jói
bróðir minn vorum þá að kveðja
bróður okkar sem dó úr krabbameini
aðeins 6 ára gamall. Þessi orð áttu
eflaust að veita huggun en ég man að
ég var bara sorgmædd, dofin og ráð-
villt.
Núna 39 árum seinna er Jói bróðir
minn að kveðja sinn eigin son aðeins
15 ára gamlan, sem hefur verið tek-
inn frá okkur úr sama sjúkdómi. Það
fyrsta sem mér dettur í hug eru
þessi orð: „Þeir sem guðirnir elska
deyja ungir.“ Ég verð að viðurkenna
að þó ég eigi að vera búin að sanka
að mér 39 árum af þroska og reynslu
síðan ég hugsaði síðast um þessi orð,
þá stend ég uppi í dag jafn sorg-
mædd, dofin og ráðvillt og þá.
Guðmundur Þór Jóhannsson
fæddist þann 18. janúar árið 1995.
Það var svo mikil gleði sem fylgdi því
að þetta fallega ljós bættist inn í litla
fjölskyldu sem átti einn fallegan
dreng fyrir. Dagur, stóri bróðir
Gumma, er dökkur yfirlitum og
brúneygður, við vorum því afar hissa
þegar þessi ljósi bláeygði hnoðri
bættist við. Ég gleymi aldrei litla fal-
lega barninu með risastóru röddina
sína. Gummi hafði þann eiginleika að
hann gladdi alla með sínu hlýja brosi
og jákvæðu viðmóti. Þegar hann var
pínulítill þá byrjaði hann að segja
okkur brandara. Markmiðið var að
sjálfsögðu að gleðja aðra, en stund-
um voru brandararnir ekki sérlega
fyndnir fyrir okkur stóra fólkið og þá
bætti hann bara við brandarann
þangað til allir voru farnir að hlæja.
Þessi þrautseigja að gefast aldrei
upp og vera alltaf glaður lýsir Guð-
mundi Þóri svo vel. Þótt ég sé sorg-
mædd, dofin og ráðvillt þá er hjarta
mitt jafnframt svo fullt af þakklæti
fyrir að hafa fengið að vera samferða
Guðmundi þessi 15 ár.
Ég vil ekki kveðja Guðmund Þór,
heldur vil ég segja sjáumst síðar, á
betri stað, þar sem ljós heimsins
mun fylgja okkur.
Ég bið Guð að styrkja Jóa, Dag og
Gurru í þeirri sorg sem þau ganga
nú í gegnum.
Ólöf Hildur Egilsdóttir.
Elsku Gummi.
Þú ert dýrmætur drengur sem
háðir hetjulega baráttu við illvígt
krabbamein. Ég mun ávallt minnast
þín með virðingu og þakklæti fyrir
að hafa fengið að kynnast þér. Þú
varst allra – glaður, skemmtilegur,
opinn, hreinskilinn og einstaklega
áhugasamur um umhverfi þitt. Sem
dæmi um það má nefna að þar sem
fag móður þinnar er náttúrufræði
varstu einstaklega vel að þér í þeim
fræðum og smitaðir áhuga þínum til
samnemenda.
Eins var þér umhugað um alla þá
sem í kringum þig voru. Þegar við
móðir þín ferðuðumst eitt sinn sam-
an út þá þurftir þú alltaf að fá fréttir
af mér líka – þú lést þér annt um alla.
Þú gafst mér dýrmæta gjöf um ár-
ið sem ég mun varðveita svo lengi
sem ég lifi og í hvert sinn er ég lít á
hana hugsa ég til þín og minning-
anna sem þú skilur eftir í hjarta
mínu.
Guð geymi þig, elsku vinur.
Guðbjörg Sigríður Hauksdóttir.
Við höfum kviðið fyrir því að fá til-
kynninguna um lát Gumma um
nokkurt skeið en jafnframt glaðst
yfir að heyra fréttir af Guðrúnu og
Gumma í sumar, úti í Flatey, á ferð
um Ameríku, flogin til Þýskalands
og á leið á þjóðhátíð í Eyjum. Þannig
hafa þau mæðginin nýtt þann stutta
tíma sem Gumma var ætlaður hér á
jörð, þessum snaggaralega, hressa
strák sem leyfði bekkjarfélögunum
og okkur starfsfólki Njarðvíkurskóla
að fylgjast vel með framgangi veik-
inda sinna. Hann kíkti í skólann til að
hitta félagana þegar hann hafði orku
til þess, talaði hispurslaust um veik-
indi sín og kenndi okkur hvernig
hægt væri að takast á við slíka eld-
raun með því að lifa lífinu meðan
færi gafst.
Við sem eftir lifum dáumst að hon-
um, lærum af honum og Guðrúnu,
samstarfskonu okkar, sem helgaði
sig drengnum algjörlega frá því ljóst
var hvert stefndi. Vinátta þeirra og
samband var einstakt. Það hefur
reynt mikið á vini og bekkjarfélaga
Gumma, börn á unglingsaldri, þar
sem dauðinn er oftast fjarlægur og
óraunverulegur. Við trúum því að
þessi reynsla eigi eftir að gera þau
að betri manneskjum sem finna til
með öðrum og gera það sem þau
geta til að gera lífið þess virði að lifa
því.
Kæru Guðrún, Dagur og Jóhann.
Missir ykkar er mikill og við finnum
til með ykkur og þökkum fyrir að þið
hafið leyft okkur að vera þátttakend-
ur í lífi ykkar. Megi minningar okkar
allra um yndislegan dreng verma
hugi okkar, hjálpa okkur til að bera
höfuðið hátt, berjast fyrir lífinu og
njóta þess góða sem það hefur upp á
að bjóða fram á síðustu stund.
Fyrir hönd starfsfólks
Njarðvíkurskóla,
Lára Guðmundsdóttir,
Ásgerður Þorgeirsdóttir.
Með söknuði kveðjum við yndis-
lega ljúfan dreng sem var tekinn allt
of fljótt frá okkur. Við kynntumst
honum Gumma þegar hann byrjaði í
1. bekk í Njarðvíkurskóla þar sem
við báðar vorum að kenna. Einnig
þekktum við Gumma í gegnum móð-
ur hans sem var samstarfskona okk-
ar og góð vinkona. Gummi var alltaf
kátur og brosandi, yndislega glað-
legur strákur sem var alltaf til í að
tala um heima og geima. Hann var
áhugasamur um lífið og tilveruna og
var duglegur að ræða við samnem-
endur sína og okkur kennarana. Já-
kvæðni og glaðværð Gumma hefur
eflaust fleytt honum langt í barátt-
unni við þennan illvíga og ólæknandi
sjúkdóm sem hann barðist við í eitt
og hálft ár. Námið virtist honum
auðvelt og Gummi var fljótur að
læra hlutina sem kom strax í ljós
þegar hann lærði krosssaum í 1.
bekk hjá Tone og kláraði púðann
sinn á mettíma. Gummi talaði oft um
fjölskyldu sína og þá skemmtilegu
hluti sem þau gerðu saman. Hann
talaði t.d. lengi um ferðina sem hann
fór með pabba sínum til Bandaríkj-
anna og það sem þeir upplifðu þar.
Gummi var alltaf tilbúinn að slá á
létta strengi og sjá spaugilegu hlið-
arnar á öllu mögulegu. Hann var
alltaf kurteis í framkomu og tali og
heilsaði okkur alltaf með nafni. Það
gladdi okkur mikið hvað Gummi var
ánægður á fermingardaginn og
hann þakkaði líka Tone sérstaklega
fyrir að sjá um veisluna með öðru
starfsfólki Njarðvíkurskóla. Við
þökkum fyrir að hafa kynnst
Gumma bæði í skólanum og einnig
utan hans.
Elsku Guðrún, Jói og Dagur, Guð
gefi ykkur styrk á þessum erfiða
tíma. Samúðarkveðjur til ykkar
allra. Hugur okkar er hjá ykkur öll-
um.
Sofðu rótt, sofðu rótt,
nú er svartasta nótt.
Sjáðu sóleyjarvönd
geymdu’ hann sofandi í hönd.
Þú munt vakna með sól
Guð mun vitja’ um þitt ból.
(Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.)
Tone Solbakk
og Margrét Stefánsdóttir,
kennarar.
✝ Kristjana Mar-grét Sigurpáls-
dóttir fæddist á Ey-
vindarstöðum í
Sölvadal 16. maí
1921. Hún lést á
Dalbæ á Dalvík 22.
júlí 2010.
Kristjana Margrét
var næstyngst fjög-
urra systkina, dóttir
hjónanna Indíönu
Einarsdóttur og Sig-
urpáls Friðrikssonar.
Kristjana átti tvær
eldri systur, þær
Auði, f. 1916, d. 1984, og Sigrúnu f.
1918, d. 2001. Yngstur er Sigurgeir
bifvélavirki, f. 1929 og dvelur nú á
hjúkrunarheimili á Akureyri.
Kristjana ólst upp við hefðbundin
sveitastörf, en sem ung stúlka ári
syni. 3) Drengur, fæddur 1945, dó
skömmu eftir fæðingu. 4) Margrét,
fædd 1946, dáin 2004, gift Her-
manni Ægi Aðalsteinssyni. 5) Anna
Kristín, fædd 1948 býr í Reykjavík,
hennar maki er Úlfar Þormóðsson.
6) Stefán, fæddur 1951, býr í Kópa-
vogi. 7) Einar, fæddur 1955, býr á
Dalvík, kvæntur Lovísu Maríu Sig-
urgeirsdóttur. 8) Örn, fæddur 1959,
býr á Klængshóli í Skíðadal, maki
hans er Anna Dóra Hermannsdótt-
ir. 9) Kristjana, fædd 1961, býr á
Tjörn í Svarfaðardal, gift Kristjáni
Eldjárn Hjartarsyni. Afkomendur
Kristjönu og Arngríms er nú 72,
fjórir ættliðir alls.
1947 fluttu þau til Dalvíkur og
þar starfaði Kristjana starfaði við
fatasaum samhliða heimilisstörfum.
Árið 1952 flutti fjölskyldan í Ás-
byrgi á Dalvík. Þar bjuggu þau
hjón og komu átta börnum á legg.
Síðustu æviárin dvöldu þau hjónin á
Dalbæ og lést Arngrímur þar fyrir
rúmum tveimur árum. Útför Krist-
jönu fer fram frá Dalvíkurkirkju í
dag, 28. júlí 2010, og hefst athöfnin
kl. 13.30
fór hún til Akureyrar
og hóf störf á sauma-
stofu þar sem hún
lærði m.a. kjólasaum.
Þar kynntist hún eig-
inmanni sínumi, Arn-
grími Stefánssyni.
Hann fæddist að Gröf
í Svarfaðardal 15. júlí
1920, sonur hjónanna
Stefáns Arngríms-
sonar og Filippíu Sig-
urjónsdóttur. Þau
gengu í hjónaband 10.
október 1942. Þau
eignuðust alls níu
börn, en eitt þeirra, drengur, and-
aðist skömmu eftir fæðingu. Börn
þeirra Arngríms og Kristjönu eru:
1) Sigrún Pálína, fædd 1943, býr á
Dalvík. 2) Kolbrún, fædd 1944, býr í
Reykjavík, gift Svavari Berg Páls-
Þegar mamma féll frá var það í
sjálfu sér nokkuð sem ég hafði búið
mig undir, að ég hélt. Nokkrum
dögum áður slasaðist hún og
gekkst undir aðgerð sem varð
henni um megn. Samt sem áður var
ég óviðbúinn, trúði á þrautseigju
hennar og styrk. Ég hefði gjarnan
viljað tala meira við hana, njóta
samveru hennar. En ég kveð hana
sáttur og þakklátur fyrir svo margt
sem hún gaf mér í veganesti.
Síðustu árin sem mamma lifði
var minni hennar tekið að bresta.
Þrátt fyrir það voru heimsóknir til
hennar sérstaklega ánægjulegar
þar sem gamansemi hennar og
glettni brást ekki. Oftar en ekki
voru það minningar hennar frá
æskuárum sem bar á góma.
Þegar ég hugsa til baka til æsku-
áranna þegar hún var með okkur
börnin átta í Ásbyrgi, skil ég tæp-
ast hvernig hún fór að því að
stunda saumaskap, vinna á síld-
arplani þegar sá tími var á Dalvík
og ala okkur börnin upp á þann
hátt sem við njótum enn þann dag í
dag.
Mamma sagði mér frá skóla-
göngu sinni sem var stutt og ein-
föld, farkennari kom í heimsókn
öðru hverju og kenndi undirstöðu-
atriðin. Þegar ég var að lesa undir
próf og mamma sat við sauma, bað
hún mig gjarnan að lesa upphátt
því hún naut þess að fræðast af því.
Síðar meir, þegar ég var kominn í
framhaldsskóla, fullorðinn maður,
varð það að vana að hringja fyrir
erfið próf í mömmu og biðja um
góðar hugsanir og styrk.
Mamma þótti afbragðs sauma-
kona og var vinsæl, enda skapgóð
og sérstaklega mikill húmoristi.
Góða skapið og gamansemin fylgdi
henni til dauðadags. Hún var jafn-
framt mikill tónlistarunnandi og
hafði ágæta söngrödd. Hún var
skaprík og tilfinninganæm, en um-
burðarlynd og ávallt var stutt í
bros og hlátur. Hún var ágætum
gáfum gædd og vel að sér þótt
skólagangan væri stutt. Síðustu
æviárin dvöldu mamma og pabbi á
Dalbæ en pabbi lést þar fyrir rúm-
um tveimur árum. Varð það henni
mikill missir. Ég vil færa starfs-
fólkinu á Dalbæ innilegar þakkir
fyrir þá alúð sem þau sýndu og sér-
staklega þá góðu aðhlynningu sem
mamma fékk eftir að heilsu hennar
fór að hraka. Takk fyrir allt,
mamma mín, og hvíldu í friði.
Stefán Arngrímsson.
Mamma, mitt hjartans yndi, er
sofnuð!
Ég ólst upp í stórum systkina-
hópi.
Pabbi, sem lést fyrir tveimur ár-
um, vann langan vinnudag og
mamma vann heima.
Þegar hún gekk með sjöunda
barnið, stríddi mér strákur og
spurði hvort það væri mikið fjör í
Ásbyrgi? Já, svaraði ég, þar er oft
spilað og sungið. Hljóp svo heim til
mömmu og stundi upp: Ætlið þið
ekki að fara að hætta þessu, eru
ekki komin nógu mörg börn?
Mamma hló og brúnu augun horfðu
glettnislega á þessa áhyggjufullu,
litlu manneskju. Svo komu tvö börn
í viðbót!
Mínar bestu stundir voru við
stofuborðshornið þar sem ég mátti
læra þótt það væri vinnuborð
mömmu; nálægðin við hana var
mér afar mikilvæg.
Eftir morgunverkin og hádegis-
matinn ,,kastaði hún sér“ eins og
hún kallaði tíu mínútna blundinn,
sem okkur fannst heil eilífð. Loks
kom hún fram og teygði sig endur-
nærð. Hún bakaði og skipti svo um
ham: Henti af sér morgunsloppnum
og klæddi sig í fín föt, setti á sig
rauða varalitinn, burstaði dökka
hárið og brúnu augun glömpuðu af
ákefð og tilhlökkun. Glæsileg gekk
hún til stofu. Nú hófst saumaskap-
ur, sem hún lærði ung. Það marraði
í krít og skærum og títuprjónar
fundu sér stað í munnviki. Þarna
var sköpun og mamma í essinu
sínu. Svo komu konur og mátuðu,
þá ríkti gleði og dillandi hlátur sem
ómar enn í eyrum mér. Mamma
var orðheppin og fundvís á skop-
legar hliðar sem hjálpar oft í lífsins
ólgusjó. Telpukorn við borðshorn
starði opinmynnt af aðdáun og
hlustaði á kvennahjal og sauma-
vélasöng.
Hvað leiddi hendur þínar
að sauma þessar rósir í samfelluna
þína?
Og svona líka fínar!
(HBB)
Þín
Anna Kristín.
Nú er hljóðnaður hláturinn þinn,
mamma mín. Þessi smitandi hlátur
sem gerði alla svo glaða í kringum
þig. Það er margs að minnast og
margs að sakna. Upp í hugann
kemur mynd af þér við saumavél-
ina. Oft sast þú langt fram á kvöld
við að sauma föt á okkur börnin, þá
læddist ég stundum til þín og
strauk þér um bakið og færði þér
svaladrykk. Alltaf gafstu þér tíma
til að hugga og biðja fyrir okkur
börnunum ef eitthvað bjátaði á. Þér
féll aldrei verk úr hendi enda
barnahópurinn stór. Þú varst afar
falleg og glæsileg kona, sem ég var
svo sannarlega stolt af. Hjartað
þitt var barmafullt af ást og kær-
leika og bænin var þitt hald og
traust.
Ég kveð þig, elsku mamma mín,
með ást og virðingu.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson)
Saknaðarkveðjur frá Svavari,
Silju, Sif og fjölskyldum.
Þín dóttir,
Kolbrún.
Kristjana Margrét
Sigurpálsdóttir