Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
Eigðu gott su
mar!
Vinsamlegast skafð
u. Ef þú færð þrjá (3
) eins hefurðu
unni glæsilegan vin
ning. Sjá vinningas
krá á bakhlið.
BAKSVIÐ
Árni Sæberg og
Hjalti Geir Erlendsson
Fundist hefur flak breska olíu-
skipsins SS Shirvan sem sökkt var
skammt undan ströndum Íslands í
nóvember árið 1944. Vísbendingar
sjómanna um að skipsflak væri að
finna á hafsbotni skammt undan
Garðskaga leiddu til þess að vís-
indamenn á vegum Hafmyndar ehf.
og Háskóla Íslands héldu í könn-
unarleiðangur um hafsvæðið ásamt
Landhelgisgæslunni. Blaðamaður og
ljósmyndari Morgunblaðisns fengu
að fljóta með í ferðina sem farin var á
varðskipinu Tý. Notast var við ís-
lenskan kafbát, af gerðinni Gavia, við
leitina að flakinu. Kafbáturinn, sem
er í eigu Háskóla Íslands, er fram-
leiddur af íslenska fyrirtækinu Haf-
mynd ehf. Flak Shirvans liggur á
hliðinni á um 100 metra dýpi og af
myndum að dæma hefur skipið
brotnað í þrjá parta. Af fyrstu rann-
sóknum að dæma bendir fátt til þess
að olía sé enn í tönkum skipsins.
Örlagavaldur Goðafoss
Líklegast þótti að um flak Shirvans
væri að ræða. Getgátur voru uppi um
hvort flakið væri af Goðafossi, sem
var grandað í sömu árás og Shirvan.
Það fær þó ekki staðist sé tekið mið af
stærð og staðsetningu flaksins.
Hinn 10. nóvember 1944 var skipa-
lest á siglingu til Íslands. Í farar-
broddi var skip Eimskipafélagsins,
Goðafoss, en í hópnum var einnig
breska olíuskipið SS Shirvan. „Mikið
óveður varð til þess að Shirvan villtist
af leið,“ segir Óttar Sveinsson, höf-
undur bókarinnar Útkall: Árás á
Goðafoss. „Shirvan lenti í klóm þýsks
kafbáts sem grandaði skipinu með
tundurskeyti. Skipið stóð eftir árás-
ina í ljósum logum en með elju náði
hópur áhafnarmeðlima að komast í
björgunarbáta, margir mjög illa
leiknir.“ Óttar segir að skipverjar
Goðafoss hafi náð að bjarga 19 skip-
brotsmönnum um borð. „Stuttu síðar
komst Goðafoss sjálfur í skotfæri hjá
þýska kafbátnum sem grandaði hon-
um með afleiðingum sem flestir Ís-
lendingar kannast við.“ Það er af
Shirvan að segja að skipið rak mann-
laust, í ljósum logum, á haf út þar sem
það sökk.
SS Shirvan Skipið vó 6.017 lestir, var 130 m langt olíuskip, smíðað 1925. Því var sökkt af þýskum kafbáti 10. nóvember 1944. Neðri myndin sýnir flakið og var tekin með Gavia-kafbátnum í gær.
Fundu flak bresks olíuskips
Á sjó Starfsmenn Landhelgisgæslunnar undirbúa könnunarferðina. Hafmynd ehf. á í miklu samstarfi við Gæsluna.
Nákvæmni Richard Yeo, hjá Hafmynd, skoðar fyrstu myndirnar af flakinu.
Varð fyrir árás
sama þýska kaf-
báts og Goðafoss
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hafmynd
ehf. er ís-
lenskt fyr-
irtæki sem
sérhæfir sig
í hönnun
sjálfvirkra
kafbáta eða
djúpfara
öllu heldur.
Fyrirtækið
var stofnað
árið 1999 og hefur síðan verið á
öflugri siglingu.
„Nú höfum við hjá Hafmynd
framleitt og selt 20 kafbáta af
gerðinni Gavia,“ segir Arnar
Steingrímsson, sölustjóri Haf-
myndar. Bátarnir séu mann-
lausir, litlir og meðfærilegir og
henti því vel til margvíslegra
rannsókna á hafsbotni. Kafbát-
urinn notast við hljóðbylgjur til
að draga upp mynd af hafsbotn-
inum. Arnar segir að við-
skipavinir Hafmyndar séu helst
háskólar, olíufyrirtæki og er-
lendir herir. Olíufyrirtæki nýti
kafbátana til mælinga fyrir olíu-
leiðslum á sjávarbotni og herir
hafi nýtt þá við sprengjuleit.
„Nú stendur einnig til að nýta
Gavia-bátinn við fiskirann-
sóknir.“ Nánast öll hönnun og
framleiðsla Gavia-kafbátanna
fer fram á Íslandi.
Gavia á öfl-
ugri siglingu
ÍSLENSKIR KAFBÁTAR
Arnar
Steingrímsson
Kaþólsk messa var haldin í Graf-
arkirkju, gömlu torfkirkjunni á
Höfðaströnd í Skagafirði, í fyrra-
dag, á Önnumessu og Jóakims.
Ekki er vitað til þess að þar hafi
verið kaþólsk messa í 460 ár eða frá
því um siðaskipti.
Séra Jakob Rolland messaði
ásamt kaþólskum presti frá Noregi.
Jakob segir að fólkið á staðnum
hafi óskað eftir að messað yrði í
kirkjunni. Athöfnin var vel sótt og
kirkjan full. Þó verður að taka fram
að kirkjan rúmar ekki marga þar
sem hún er með minnstu guðs-
húsum landsins.
Í Gröf var bænhús fyrir siðaskipti
og áfram. Kirkjan sem þar er núna
var byggð seint á 17. öld og telst
meðal elstu húsa sem enn standa á
Íslandi. Hún er jafnframt fornfáleg-
ust þeirra íslensku torfkirkna sem
varðveist hafa og eina varðveitta
stafkirkja landsins. helgi@mbl.is
Fyrsta kaþólska messa í 460 ár
Ljósmynd/Árni Ólafsson
Kaþólsk messa Prestar og messugestir við Grafarkirkju á Höfðaströnd.
Grafarkirkja á
Höfðaströnd var
fljótt að fyllast