Morgunblaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010
Hollenskur dómstóll úrskurðaði í gær að hinni 14
ára gömlu Lauru Dekker væri heimilt að sigla ein
umhverfis jörðina. Lukkist tilraunin verður Dek-
ker yngsta manneskjan sem siglt hefur ein síns liðs
í kringum hnöttinn, en methafinn í dag er 16 ára
gamall.
Dekker var í gær tekin úr umsjón hollenskra
barnaverndaryfirvalda, sem hafa haft forræði yfir
henni frá því í október í fyrra er dómstóll í Utrecht
bannaði för hennar. Reyndu barnaverndaryfirvöld
að fá forræði sitt framlengt um ár, en fjölskyldu-
dómstóllinn í Middelburg hafnaði beiðninni.
„Ábyrgð á Lauru hvílir nú hjá foreldrum hennar,“
sagði dómarinn S. Kuypers. Það er þeirra að
ákveða hvort hún geti lagt af stað.“ Foreldrar
hennar, sem eru fráskilin, segjast bæði styðja til-
raunina, þó móðir hennar hafi upphaflega verið
mótfallin siglingaráformunum. Dekker getur því
siglt af stað á næstu vikum.
„Hún verður ótrúlega ánægð að heyra þetta,“
segir Peter de Lange lögfræðingur Dekker í viðtali
við New York Times. Ákvörðun Dekkers að sigla
hringinn vakti athygli á heimsvísu í fyrra og kallaði
fram heilmiklar deilur um það hve langt foreldrar
ættui að ganga til að styðja drauma barna sinna.
Kunna að áfrýja dómnum
Hollensk barnaverndaryfirvöld ætla að kynna
sér dóminn ítarlega og hugleiða að áfrýja honum.
Ekki ríkir hins vegar einhugur um málefni stúlk-
unnar því barnaverndaryfirvöld í heimahéraði
Dekkers, sem fylgst hafa með henni undanfarna
mánuði, eru þeirrar skoðunar að henni sé ekkert að
vanbúnaði að leggja af stað.
Frá því hún komst í heimsfréttirnar fyrir ári þá
hefur Dekker eignast stærri bát sem er búinn nú-
tíma siglinga- og öryggisbúnaði. Hún hefur bætt
við sig heilmikilli kunnáttu um allt frá því hvernig
sauma eigi eigin sár til þess hvernig bregðast eigi
við svefnskorti eða slökkva eld í skútunni. „Laura
er búin að leggja mikið á sig á undanförnum vik-
um,“ sagði De Lange. „Hún hlakkar virkilega til að
leggja af stað.“
Dekker og stuðningsmenn hafa skipuleggt
tveggja ára ferðalag hennar ítarlega frá einni höfn
til annarrar og liggur siglingaleiðin m.a. framhjá
Afríku til að forðast megi sjóræningjaslóðir.
Þrátt fyrir ítarlegan undirbúning telja hollensk
barnaverndaryfirvöld andlegri og líkamlegri heilsu
hennar engu að síður ógnað á svo langri og ein-
manalegri siglingu.
Siglingin samþykkt af dómara
Laura Dekker gæti orðið yngst sæfara til þess að sigla einsömul hringinn í kringum hnöttinn
Taílensk fegurðardrottning stillir sér hér upp
við hlið vaxskúlptúra sem búið er að koma fyrir
á skrautvagni fyrir vaxhátíðina í Supha Buri á
Taílandi. Vaxhátíðin með viðeigandi skrúð-
göngu er einn upphafspunkta Khao Phansa, sem
er fasta búddatrúarmanna.
Þessir voldugu skúlptúrar eru síðan að göng-
unni lokinni færðir búddahofum sem eins konar
fórn.
Reuters
Vaxlistir til dýrðar Búdda
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Fátt nýtt er talið koma fram í þeim
ríflega 90.000 leyniskjölum sem birt
voru á Wikileaks-vefnum á mánu-
dag. Birtingin er þó talin geta haft
áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar í
Afganistan, auk þess að gera Barack
Obama Bandaríkjaforseta erfitt um
vik að viðhalda núverandi stefnu í
stríðinu. Enda eru fregnir af því að
stríðið gangi verr en ríkisstjórnir
bæði Obama og Bush hafa látið uppi
síst taldar til þess fallnar að gleðja
kjósendur, þó í Hvíta húsinu hafi
menn sagt fréttir Wikileaks gamlar.
Að sögn New York Times efast
líka ýmsir innan stjórnarinnar um
stefnu Bandaríkjamanna í stríðinu.
„Við vitum ekki hvernig við eigum að
bregðast við,“ hefur blaðið eftir
ónefndum starfsmanni Hvíta húss-
ins. „Birtingin [á Wikileaks] skapar
augljóslega óánægju bæði þing-
heims og kjósenda.“
John Kerry, yfirmaður rann-
sóknarnefndar efri deildar banda-
ríska þingsins, segir lekann koma á
erfiðum tíma. „Þó gögnin hafi litið
dagsins ljós með ólöglegum hætti, þá
vekja þau alvarlegar spurningar um
það hversu raunhæf stefna Banda-
ríkjanna sé gagnvart Pakistan og
Afganistan,“ hefur BBC eftir Kerry.
Michael Clarke prófessor í sér-
fræðingaráði breska hersins segir
engum vafa bundið að pólitíski skað-
inn sé mikill. „Skjölin gefa þá mynd
að þungi aðgerða sé ekki í samræmi
við mikilvægi þeirra,“ segir Clarke í
viðtali við Guardian.
Þarf að sannfæra þingheim
Ritstjórn Washington Post er
þó þeirrar skoðunar að birting
gagnanna sé ólíkleg til að breyta
gangi stríðsins. Hefur blaðið eftir
hernaðarsérfræðingum að Barack
Obama neyðist hins vegar nú til að
færa sterkari rök fyrir mikilvægi
baráttunnar og aðgerðunum sem
gripið hafi verið til.
Obama hefur ekki gert stríðinu
ítarleg skil frá því að hann kynnti
nýja stefnumótun stjórnar sinnar í
Afganistan í desember sl. Forsetinn
hefur áður verið gagnrýndur fyrir að
útskýra ekki mikilvægi þess að
styrkja veikburða ríkisstjórn Afgan-
istan til að vinna gegn auknum vin-
sældum talibana. Vilji hann hins veg-
ar viðhalda stuðningi við aðgerðir
sem ekki eru taldar líklegar til að
skila skjótum árangri þá verður
hann að sannfæra þing og kjósendur
um að Afganistan sé fórnarkostnað-
arins virði.
Kætir ekki kjósendur
Birting leyniskjala á Wikileaks er talin Obama erfið Forsetinn kann nú að
neyðast til að gera ítarlegar grein fyrir stefnu Bandaríkjamanna í Afganistan
Klingonska verð-
ur líklega seint
útbreitt tungu-
mál á jörðinni,
en í Star Trek
sjónvarps-
seríunni má
reglulega heyra
málinu bregða
fyrir.
Og nú geta
þeir gestir sem heimsækja Jenolan
hellana vestur af Sydney í Ástr-
alíu hlýtt á hellaleiðsögnina á klin-
gonsku. Geimskipið USS Jenolan,
sem kemur fyrir í seríunni, er
byggt á þessum fornu kalksteins-
hellum og hafa þeir fyrir vikið
verið vinsæll viðkomustaður Star
Trek aðdáenda. Milli 150.000 og
200.000 ferðamenn heimsækja
hellana ár hvert. „Við fáum mikið
af Trekkurum,“ hefur AFP-
fréttastofan eftir David Hay tals-
manni hellaskoðunaferðanna.
Til að allt sé nú kórrétt voru
bandarískir Klingonsérfræðingar,
þau Michael Roney jr. og Tracy
Canfield, fengin til að þýða og
lesa inn leiðsögnina, sem lýst er
sem leiðsögn fyrir sendiherra
Klingona hér á jörðu.„Hann fær
þar m.a. að vita hverju menn hafa
gaman af,“ segir hellaleið-
sögumaðurinn Gordon Mills.
„Fantasía hefur alltaf verið ríkur
þáttur í Jenolan og okkur fannst
þetta vera nýstárleg og skemmti-
leg hugmynd.“
Klingonska er ellefta tungu-
málið sem finna má leiðsögn um
hellana á.
Hellaleiðsögnin
boðin á klingonsku
Klingoni
Íbúar bæjarins
Aleksinac í Serb-
íu vilja reisa
minnismerki í
bænum um Slo-
bodan Milosevic,
fyrrverandi for-
seta landsins. En
Milosevic lést ár-
ið 2006 í fanga-
klefa í Haag er
hann sætti
ákærum fyrir stríðsglæpi við al-
þjóðlega stríðsglæpadómstólinn.
Rúmlega 800 af 20.000 íbúum
Aleksinac hafa þegar ritað nafn
sitt á undirskriftalista um að
minnismerkið verið reist. Hefur
listinn nú verið sendur til sveit-
arstjórnar héraðsins, sem getur
óskað eftir styrk fyrir minn-
ismerkinu úr menningarmálasjóði
landsins.
„Þegar horft er til baka, tíu ár-
um síðar, þá hafa gjörðir [Milosev-
ics] vissar jákvæðar áherslur,“
hefur AFP eftir Slavisa Jovanovic,
bæjarráðsmanni sem fer fyrir und-
irskriftasöfnuninni.
Minnismerkið yrði hið fyrsta um
Milosevic sem risi í Serbíu.
Vilja minnismerki
um Milosevic
Slobodan
Milosevic
Bandarísk hernaðaryfirvöld hófu í
gær rannsókn á því hver heimild-
armaðurinn sem lak leyniskjöl-
unum sé. Að sögn Washington Post
voru vel flest skjölin samin af lágt
settum embættismönnum og
greina frá atburðum á þeim tíma er
stríðið í Afganistan gekk illa. Mynd-
in sem þar er dregin fram sé því
ruglingsleg og gefi samhengislausa
mynd af framgangi stríðsins.
Forsvarsmenn Wikileaks hafa
neitað að upplýsa um heimildar-
mann sinn, en fjölmiðar eru margir
á því að það sé Bradley Manning,
sem þegar bíður dóms fyrir að leka
leyniskjölum og myndböndum
hersins og banda-
rískra sendiráða.
Talsmenn Wiki-
leaks neita þessu
þó, en það dugar
samt ekki til að
sannfæra alla og
hefur Berlingske
Tidende m.a. bent
á að fésbókarsíða
Manning sýni að hann hafi verið
virkur í stjórnmálum fyrir lekann.
Manning stærði sig aukinheldur af
því við Adrian Lamo, fyrrum hakk-
ara, að hann hefði afhent Wikileaks
ríflega 260.000 leyniskjöl og
myndbönd.
Lak Manning skjölunum?
HEIMILDARMANNS WIKILEAKS LEITAÐ
Bradley Manning
16
ára Ástrali, Jessica Watson, er í dag
yngsti sæfarinn sem siglt hefur
hringinn í kringum hnöttinn. Watson
var 210 daga á leiðinni og tókst á
ferð sinni á við 12 metra háar öldur.
‹ YNGSTI SÆFARINN ›
»