Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 21.12.2011, Qupperneq 90
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR78 FÓTBOLTI Enska knattspyrnu- sambandið hefur dæmt Luis Suarez, leikmann Liverpool, í átta leikja bann fyrir kynþáttan- íð í garð Patrice Evra, leikmann Manchester United, í leik liðanna fyrr í vetur. Suarez fékk þar að auki sekt upp á 40 þúsund pund, um 7,7 milljónir króna. Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu enska knatt- spyrnusambandsins segir að Suarez hafi notað niðrandi orða- lag um Evra og litarhaft hans. Gefin verður út ítarlegur rök- stuðningur á ákvörðun aganefnd- ar enska knattspyrnusambands- ins og frá þeim tíma hefur Suarez fjórtán daga til að áfrýja niður- stöðunni. Suarez þarf ekki að taka út leikbannið fyrr en áfrýjunar- ferlinu lýkur, eða þá þar til að fresturinn sem hann hefur til að áfrýja úrskurðinum rennur út. Því hefur verið haldið fram að Suarez hafi kallað Evra „negrito“, sem telst vinalegt orðalag meðal spænskumælandi Suður-Ameríku- manna. Sjálfur er Suarez frá Úrúgvæ en Evra er franskur. - esá Slæm tíðindi fyrir Liverpool: Suarez fékk átta leikja bann SUAREZ Missir væntanlega af stórum hluta tímabilsins með Liverpool snemma á nýja árinu. NORDIC PHOTOS/GETTY Enska úrvalsdeildin Blackburn - Bolton 1-2 0-1 Mark Davies (5.), 0-2 Nigel Reo-Coker (30.), 1-2 Yakubu (67.). Wolves - Norwich 2-2 0-1 Andrew Surman (12.), 1-1 Sylvan Ebanks- Blake (37.), 1-2 Simeon Jackson (76.), 2-2 Ronald Zubar (82.). STAÐA NEÐSTU LIÐA QPR 16 4 4 8 15-28 16 Wolves 17 4 3 10 19-32 15 Sunderland 16 3 5 8 18-19 14 Wigan 16 3 4 9 15-30 13 Bolton 17 4 0 13 22-39 12 Blackburn 17 2 4 11 24-38 10 LEIKIR KVÖLDSINS 19.45: Aston Villa - Arsenal Sport 4 19.45: Manchester City - Stoke Sport 5 19.45: Newcastle - WBA Sport 6 20.00: Fulham - Man. United Sport 2 & HD 20.00: Wigan - Liverpool Sport 3 20.00: Everton - Swansea 20.00: QPR - Sunderland Þýska bikarkeppnin Bochum - Bayern München 1-2 Hólmar Örn Eyjólfsson var ónotaður varamaður hjá Bochum, sem leikur í þýsku B-deildinni. Hoffenheim - Augsburg 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson var á bekknum hjá Hoff. Sænska úrvalsdeildin LF Basket - Sundsvall Dragons 99-88 Jakob Sigurðarson skoraði átján stig, Hlynur Bæringsson sautján auk þess að taka fjórtán fráköst. Pavel Ermolinskij var með níu stig og níu stoðsendingar. Örebro - Solna Vikings 71-85 Logi Gunnarsson skoraði 21 stig fyrir Solna. Södertälje - Jämtland 109-81 Brynjar Þór Björnsson skoraði fimm stig fyrir Jämtland. Ítalska úrvalsdeildin Cagliari - AC Milan 0-2 0-1 Francesco Pisano, sjálfsmark (4.), 0-2 Zlatan Ibrahimovic (60.). ÚRSLIT HANDBOLTI Füchse Berlin vann í gær áttunda leik sinn í röð í þýsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Lemgo á útivelli. Eftir jafnan leik framan af náðu gestirnir frá Berl- ín að síga fram úr á lokakaflanum og vinna fjögurra marka sigur, 31-27. Eins og svo oft áður fór mikið fyrir landsliðsmanninum Alex- ander Peterssyni í leiknum. Hann skoraði alls sjö mörk, var marka- hæstur en mörg markanna hans voru afar lagleg. Staðan í hálfleik var 15-14, Lemgo í vil, sem var reyndar skrefinu framar fyrstu 40 mínút- ur leiksins. Alexander jafnaði þá metin í 18-18 og lærisveinar Dags Sigurðssonar fóru að taka völdin í leiknum, hægt og rólega. Þegar ellefu mínútur voru eftir skoraði Alexander aftur mark og kom sínum mönnum í þriggja marka forystu, 24-21. Lemgo náði að minnka muninn aftur í eitt mark en nær komst liðið ekki og Berlínarbúar unnu að lokum nokk- uð þægilegan sigur. Með sigrinum komst Füchse Berlin í 29 stig og er þremur á eftir toppliði Kiel, sem á þar að auki leik til góða. Füchse Berlin er með fimm stiga forystu á næstu lið í deildinni en sjö leikir fara fram í kvöld. Kiel mætir botnliði Ein- tracht Hildesheim, sem er aðeins með tvö stig, og því allar líkur á að Alfreð Gíslason og hans menn verði enn með fullt hús stiga eftir sautján umferðir. Dagur hefur náð frábærum árangri með „refina“ frá Berlín á undanförnum árum og haldi liðið áfram á þessari braut virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðið missi annað sæti deildarinnar úr þessu. - esá Füchse Berlin vann enn einn leikinn í gær: Alexander marka- hæstur í góðum sigri ALEXANDER Skýtur hér að marki í leik með Füchse Berlin fyrr í vetur en hann var öflugur í Lemgo í gær. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Knattspyrnustjórarnir Owen Coyle hjá Bolton og Steve Kean hjá Blackburn voru báðir að berjast fyrir starfi sínu þegar liðin áttust við í botnslag ensku úrvals- deildarinnar í gær. Svo fór að Bolton vann 2-1 sigur og má gera ráð fyrir því úr þessu að Black- burn verði komið með nýjan knatt- spyrnustjóra áður en jólin ganga í garð. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton á nýjan leik, en hann hefur lítið fengið að spila með liðinu að undanförnu nema sem varamaður. Hann nýtti tæki- færið vel og skilaði sínu í leiknum. Bæði mörk Bolton komu í fyrri hálfleik og það fyrra strax á fjórðu mínútu. Mark Davies var þar að verki með hnitmiðuðu skoti eftir vandræðagang í varnarleik Black- burn. Varnarmenn heimaliðsins sváfu aftur á verðinum er miðjumaður- inn Nigel Reo-Coker skoraði annað mark Bolton á 30. mínútu. Leikmenn Blackburn gáfust þó ekki upp og uppskáru mark þegar 23 mínútur voru til leiksloka. Yakubu, sem hefur látið mikið til sín taka að undanförnu, skoraði með því að vippa yfir Jussi Jääske- läinen í marki Bolton. Stuðningsmenn Blackburn púuðu duglega á liðið í leikslok eftir að hafa krafist þess með hrópum og köllum nánast linnu- laust allan leikinn að Kean yrði rekinn frá félaginu. Blackurn hefur aðeins unnið einn leik í deildinni síðan um miðjan september og uppskeran eftir því ansi rýr – aðeins tíu stig í sautján leikjum. Bolton komst úr botnsæti deildar innar með sigrinum, þeim fyrsta síðan í byrjun nóvember, og er nú með tólf stig. Þá skildu nýliðar Wolves og Norwich jafnir í gær, 2-2, eftir að síðarnefnda liðið hafði komist tví- vegis yfir í leiknum. Roland Zubar tryggði Úlfunum stigið með marki átta mínútum fyrir leikslok. eirikur@frettabladid.is Dagar Kean virðast taldir Grétar Rafn Steinsson endurheimti sæti sitt í byrjunarliði Bolton sem fékk þrjú dýrmæt stig í botnslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær með sigri á Blackburn, 2-1. Owen Coyle heldur starfi sínu eitthvað lengur en Steve Kean virðist á útleið. FAGNAÐ VEL OG INNILEGA Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, leyndi ekki ánægju sinni með mörk sinna manna og stigin þrjú langþráðu í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.