Morgunblaðið - 29.12.2010, Page 9

Morgunblaðið - 29.12.2010, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna á vinbudin.is AFGREIÐSLUTÍMI UM HÁTÍÐARNAR Fimmtudagur 30. des. kl. 11.00 - 20.00 nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 9.00 - 20.00 Föstudagur 31. des. kl. 10.00 - 13.00 nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 9.00 - 13.00 Laugardagur 1. jan. Lokað Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi. E N N E M M /S ÍA /N M 44 78 4 Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækin Sjóvík ehf. og Fram Foods Ísland hf. uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC-vottuðum sjálfbærum fiskveiðum. Eru þetta fyrstu íslensku fyrirtækin til að hljóta slíka vottun en vottorð voru afhent fyrirtækjunum við formlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Rekjanleikavottun af þessu tagi staðfestir að hráefni og afurðir séu upprunnar úr sjálfbærum fiskistofn- um. Samkvæmt upplýsingum frá Túni hafa þessi vottorð breiðst hratt út á undanförnum árum, samfara aukinni eftirspurn á alþjóðlegum mörkuðum eftir sjávarafurðum úr vottuðum nytjastofnum. Hafa ís- lensk fyrirtæki til þessa þurft að sækja vottunina til útlanda, með fyrirhöfn og kostnaði. Sjóvík er dótturfélag Icelandic Group og á og rekur fiskvinnslur í Kína og Taílandi. Fram Foods, áður Bakkavör á Íslandi, er með verk- smiðju í Reykjanesbæ og framleiðir m.a. fyrir systurfélög erlendis. Sjóvík og Fram Foods með vottaðar afurðir Vottun Fulltrúar Sjóvíkur og Fram Foods með vottunarbréfin sem Tún og MSC á Íslandi afhenti þeim við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Næsta sumar verður boðið upp á beint flug frá Akureyri til höf- uðborgar Slóveníu, Ljubljana. Lagt verður af stað hinn 24. júní nk. og komið heim aftur 8 dögum síðar, 2. júlí. Flogið verður með 136 sæta Airbus frá slóvenska flugfélaginu Adria Airways. Um leið mun stór hópur Slóvena sækja Ísland heim í tilefni þess að 20 ár verða liðin frá því að Slóvenía fékk sjálfstæði, en Ísland varð fyrst til þess að við- urkenna sjálfstæðið. Hver Slóveni mun m.a. gróðursetja eitt tré í þakklætisskyni fyrir stuðninginn fyrir 20 árum. Það er Ferðaskrif- stofan Nonni sem skipuleggur ferð- ina til Slóveníu og tekur á móti hin- um erlendu gestum. Slóvenía í beinu flugi frá Akureyri næsta sumar Akureyri Flogið til Slóveníu næsta sumar. Holtskjör fyrsta verslunin Í frétt sem birtist í blaðinu hinn 23. desember síðastliðinn var ranglega sagt frá því að verslunin Rangá hefði verið fyrsta verslunin í Langholts- hverfi í Reykjavík. Hið rétta er hins vegar að Holtskjör var sú fyrsta. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. LEIÐRÉTT Óvissan sem ríkt hefur um starf- semi Heilbrigðisstofnunar Suður- lands (HSu) hefur valdið því að ekki var hægt að ljúka gerð rekstr- aráætlunar fyrir áramót. Þetta kemur fram í pistli sem Magnús Skúlason, forstjóri HSu, skrifar á vef stofnunarinnar. Stefnt er að því að ljúka áætlunum einstakra deilda í byrjun janúar. Um verulegan vanda er um að ræða við rekstur stofnunarinnar en á síðustu tveim árum hafa fjárveitingar verið skornar niður um yfir 20%. Það hafi óhjákvæmilega mikil áhrif á rekst- ur og starfsemi HSu. Óvissa uppi um starfsemi HSu Selfoss Heilbrigðisstofnun Suðurlands. SPRON- sjóðurinn ses hefur á síðustu dögum úthlutað 340 milljónum króna til marg- víslegra málefna tengdra mennt- un, menningu og góðgerðarstarfi. Við úthlutun styrkjanna var tekið mið af þeim málefnum sem Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis studdi á meðan sparisjóð- urinn var enn við lýði en SPRON- sjóðurinn ses varð til við breytingu sparisjóðsins í hlutafélag árið 2007. Hefur sjóðnum nú verið slitið. Til góðgerðarmála fóru 130 millj- ónir króna, 120 milljónir til menn- ingartengdra mála og 90 milljónir í menntun í nýsköpun. 340 milljónir úr SPRON-sjóðnum SPRON-sjóðnum hefur verið slitið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.