Morgunblaðið - 05.03.2011, Side 2
„Allir farþegarnir
gengu rólegir frá borði“
Engan sakaði þegar flugvél FÍ hlekktist á og rann út af flugvellinum í Nuuk
Helgi Bjarnason
Una Sighvatsdóttir
„Það var enginn hávaði eða læti í
fólki. Allir farþegarnir gengu róleg-
ir frá borði,“ segir Þorleifur Egg-
ertsson, einn farþeganna í Dash 8-
flugvél Flugfélags Íslands sem
hlekktist á við lendingu á flugvell-
inum í Nuuk í Grænlandi síðdegis í
gær og rann út af flugbraut. Um
borð var 31 farþegi auk þriggja
manna áhafnar og sakaði engan.
Flugvélin er illa farin.
Flugvélin fékk á sig vindhviðu
þegar hún var að lenda og kom
harkalega niður á hægra hjólastell-
ið þannig að það brotnaði undan.
Hún rann síðan út af flugbrautinni
og hafnaði í grjóturð á öryggis-
svæði flugvallarins og snýr upp í
fjallið. Farþegarnir gengu sjálfir
frá borði og inn í flugstöðina og
tóku handfarangur sinn með.
„Fólk var svolítið sjokkerað, að-
allega þegar það kom inn í flugstöð-
ina og fékk fullt af liði á móti til að
hjálpa og áttaði sig þá kannski fyrst
á því hvað það munaði litlu,“ segir
Jónas Þór Sigurgeirsson einkaflug-
maður sem var meðal farþega.
Gerðist á besta stað
Jónas og Þorleifur segja að vélin
hafi farið út af á besta stað. Hún
var rétt komin framhjá kletti sem
stendur skammt frá flugbrautinni.
„Það var mikil lukka að hún skyldi
ekki lenda á klettinum því þá hefði
farið illa,“ segir Þorleifur. Gat kom
á gólf farþegarýmis og snjór barst
inn.
Sumum farþeganna leið illa and-
lega eftir óhappið. Fulltrúar yfir-
valda ræddu við þá í flugstöðinni.
Þeim var boðin áfallahjálp. Árni
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Flugfélags Íslands, segir að farþeg-
arnir verði aftur kallaðir saman í
dag.
Flugvöllurinn lokaður
Rannsóknarnefnd flugslysa í
Danmörku mun rannsaka óhappið
og íslenska rannsóknarnefndin
fylgjast með.
Flugvélin er mjög illa farin.
Hægra hjólastellið brotnaði af og
nefhjólið er laskað, einnig hægri
vængur, skrúfa og bolur vélarinnar.
Flugvöllurinn hefur verið lokað-
ur frá því óhappið varð vegna þess
að vélin er inni á öryggissvæði vall-
arins. Þrjátíu farþegar áttu bókað
far með vélinni til baka. Árni segir
að náð verði í þá og áætlun hafin
aftur þegar flugvöllurinn opnast á
ný. „Það er fyrir mestu að enginn
slasaðist. Annað tjón er alltaf hægt
að bæta,“ segir Árni.
Ljósmynd/Jónas Þór Sigurgeirsson
Utan brautar Flugvél Flugfélags Íslands hafnaði úti í urð nokkru frá flugbrautinni í Nuuk og snýr nefi sínu upp í fjall. Hún er mikið skemmd.
Flugóhapp í Nuuk
» Flugvélin fór frá Reykjavík
kl. 10.40 og eftir millilendingu í
Kulusuk þar sem tekið var
eldsneyti var haldið áfram. Vél-
in lenti í Nuuk kl. 13.30 að
staðartíma, kl. 16.30 að ís-
lenskum tíma.
» Um borð var 31 farþegi auk
þriggja manna áhafnar. Far-
þegarnir eru flestir frá Íslandi,
Grænlandi og Danmörku og
áhöfnin íslensk.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Sparisjóðakeðjan
verður slitróttari
ef Sparisjóðurinn
í Keflavík hverfur
inn í Landsbank-
ann eins og blikur
eru á lofti um.
Sjóðirnir sem eft-
ir eru geta engu
að síður haldið
áfram að starfa.
Þetta segir Ari
Teitsson, stjórnarformaður Spari-
sjóðs Suður-Þingeyjarsýslu.
„Ég sé enga ástæðu til að gefast
upp en þetta veikir keðjuna og gerir
okkur erfiðara fyrir, það gefur auga-
leið,“ segir Ari. Búast megi við því
að stokka þurfi upp sameiginlega
starfsemi sjóðanna ef SpKef hverfur
á braut.
„Við erum með ýmsa sameigin-
lega þjónustu sem við kostum sam-
an. Við þurfum örugglega að huga að
hagræðingu á henni þegar og ef
stærsti sjóðurinn hverfur annað. Við
finnum flöt á því. Hinir sjóðirnir
geta samt alveg starfað áfram,“ seg-
ir Ari. kjartan@mbl.is
Sjóðirnir
geta starf-
að áfram
Ari
Teitsson
Sparisjóðir veikjast
Fimm manna fjölskylda frá Akur-
eyri sem flutti til Christchurch á
Nýja-Sjálandi í fyrra hefur ekki get-
að búið í húsinu sínu eftir jarð-
skjálftann á dögunum. Móðirin hef-
ur reyndar lofað börnunum að þau
þurfi aldrei að dvelja í húsinu framar
og óvissan er því mikil.
Hópur fólks stendur í dag fyrir
samkomu í Ketilhúsinu á Akureyri
til styrktar fjölskyldunni. „Mér
finnst mestu máli skipta ef fólk
hugsar fallega til mín,“ segir Erika
Lind Isaksen. Nánar í Sunnudags-
mogganum.
Í óvissu eftir
jarðskjálftann
Saman Erika, Paul og börnin þrjú.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, afhenti Benedikt XVI páfa
styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur
eftir einkafund með páfa á skrif-
stofu hans í Vatíkaninu í Róm.
Styttan er gjöf frá íbúum á Snæ-
fellsnesi og var hópur Snæfellinga
viðstaddur athöfnina. Síðar um
daginn var málþing um miðalda- og
kirkjusögu á fyrstu öldum Íslands-
byggðar í Háskóla heilags Tómasar
frá Akvínó.
Reuters
Stytta afhent í Páfagarði
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Nýjasti Icesave-samningurinn,
Icesave III, var kynntur á Alþingi
í byrjun desember á síðasta ári en
enn liggur ekki fyrir hvað starf
samninganefndarinnar kostaði. Í
fjármálaráðuneytinu fengust þau
svör í gær að verið væri að vinna
að svari við fyrirspurn á Alþingi
um kostnað við störf nefndarinnar.
Samninganefndin boðaði til
fundar sl. miðvikudag til þess að
kynna nýjar tölur um endurheimt-
ur Landsbankans. Rósa Björk
Brynjólfsdóttir, fjölmiðlafulltrúi í
fjármálaráðuneytinu, segir að ekk-
ert hafi verið ákveðið um fleiri
fundi. Nefndarmenn hafi og komi
væntanlega til með að mæta á
fundi hjá stofnunum, starfsmanna-
félögum og fyrirtækjum, en slíkir
fundir séu óháðir nefndinni og
ráðuneytinu. Lárus Blöndal lög-
maður villl ekki tjá sig um málið
að neinu leyti. Jóhannes Karl
Sveinsson lögmaður segir að ein-
stakir nefndarmenn hafi verið
beðnir um að skýra málið hér og
þar og það hafi þeir gert sem ein-
staklingar án þess að fjármála-
ráðuneytið ætti hlut að máli eða
kostnaður félli á ríkið. Hann segir
að nefndin hafi ekki skipulagt
neina fundi, en kæmi nýtt endur-
heimtumat fram væri líklegt að
nefndarmenn reiknuðu kostnað
vegna Icesave á ný.
Jóhannes Karl áréttar að verk-
efni samninganefndarinnar hafi
verið að ná samningi um Icesave.
Hún hafi lagt fram drög að samn-
ingi og gefið Alþingi skýrslu um
líklega fjárhagslega niðurstöðu.
Nefndin hafi ekki verið leyst frá
störfum en sér vitandi séu engin
áform um frekari verkefni.
Spurður um kostnað vegna
nefndarinnar eða einstakra nefnd-
armanna segist Jóhannes Karl
ekki hafa yfirlit yfir greiðslur til
sín og vísar á fjármálaráðuneytið.
Nefndin hafi verið að störfum í um
eitt ár og nefndarmenn hafi vænt-
anlega sent inn reikning fyrir
framlagðar vinnustundir mánaðar-
lega.
Enn reiknað í ráðuneytinu
Kostnaður vegna samninganefndarinnar ekki uppgefinn
Nefndin
» Í samninganefndinni voru
Lee Buchheit, Guðmundur
Árnason, ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu, Einar
Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í
utanríkisráðuneytinu, Jóhann-
es Karl Sveinsson lögmaður og
Lárus Blöndal lögmaður.