Morgunblaðið - 05.03.2011, Page 10

Morgunblaðið - 05.03.2011, Page 10
Morgunblaðið/Golli Dans Á morgnana er gott að koma hreyfingu á blóðið. Tónlist má segja að geti á stundum gert kraftaverk. Það er einstaklega gott að hlusta á eitthvað hressandi á morgnana á meðan maður er að vakna og sturta sig. Ekki vera feim- in/n við að syngja með og hækkaðu í græjunum. Svo ku vera afar gott að dansa líka svolítið á morgnana. Það kemur blóðinu á hreyfingu og brosi á andlitið. Þó ekki væri nema yfir því að horfa á sjálfan sig dansandi með handklæði utan um sig og tannburst- ann í hönd í baðherbergisspeglinum. Tónlist getur haft svo góð áhrif á mann. Ýmist róað mann niður eða komið mann í hresst skap. Black Eyed Peas klikka til að mynda sjaldn- ast til að koma manni í dansgírinn. Svona ef maður nennir varla út eftir langa viku. Prófaðu þetta í kvöld og sjá, þú verður líklega dansandi um stofuna eftir skamma stund! Endilega… …hlustið á skemmtilega tónlist 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Á grænni grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækning- abúðin, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykja- víkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek Vesturlands, Apótek Hafnafjarðar Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. Safinn virkar vel á eðlilega úthreinsun líkamans Bætir meltinguna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað Velkomin að skoða www.weleda.is Weleda vatnslosandi Birkisafi unninn úr lífrænum Birkilaufum Inniheldur engin gervi-litar eða rotvarnarefni Sett Sigurlína lætur sér ekki nægja að prjóna ullarbrækur á karlmenn heldur prjónar líka þessi fínu lopabikiní á kvenkynið. Ástríðukokkar og áhugafólk um mat er oft duglegt að halda úti skemmti- legum matarbloggum. Þau bæði gefa áhugafólki tækifæri til að tengjast sín á milli og á að deila al- mennt uppskriftum og matar- tengdum upplýsingum. Milljónir gesta Bloggsíðunni Cooking with Amy hefur Amy Sherman haldið úti frá árinu 2003. Amy býr í San Francisco og er reyndar ekki eingöngu áhuga- manneskja á þessu sviði því hún hefur skrifað heilmikið opinberlega um mat og gefið út uppskriftabók. Fljótlega eftir að Amy fór að halda úti bloggsíðu var síðan kosin ein af fimm bestu matarbloggum Banda- ríkjanna samkvæmt tímaritinu For- bes. Einnig hlaut bloggið viðurkenn- ingu frá breska dagblaðinu The Guardian. Matarbloggið hennar Amy hefur fengið yfir þrjár milljónir heimsókna en þar má meðal annars finna girnilegar uppskriftir, ýmiss konar fréttir úr matarheiminum og álit Amy bæði á kvikmyndum um mat, veitingastöðum og heimilis- tækjum. Forvitnileg síða fyrir mat- argrúskara með helling af girnileg- um uppskriftum. Vefsíðan www.cookingwithamy.blogspot.com Hollusta Réttirnir á matarbloggi Amy eru margir hverjir grænir og hollir. Vinsælt matarblogg Amy Bolludagur og öskudagur eru handan við hornið og því ekki úr vegi að stórir sem smáir spreyti sig á öskupoka- og bolluvandargerð um helgina. Á sunnu- dag kl. 14-16 verður fjölskyldu- námskeið í gerð öskupoka og bollu- vanda í Gerðubergi í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands, og í Borgarbókasafni í Grófarhúsi kl. 15- 16.30. Eru börn hvött til að mæta þangað með foreldra sína eða jafnvel afa og ömmu á námskeiðið. Allt efni verður á staðnum og er þátttökugjald 500 krónur á barn en þó aldrei hærra en 1.000 krónur á fjölskyldu. Óæðri endi fullorðinna hefur í gegn- um tíðina fengið að kenna á bollu- vöndum á bolludag og má búast við að hluti afrakstrar helgarinnar verði nýtt- ur í þeim tilgangi enda næsta víst að ungviðið hafi áhuga á að tryggja sér eins margar bollur og mögulegt er á mánudag. Mikil spenna og fliss fylgir svo jafnan því að hengja öskupoka aft- an á bak grandalausra vegfarenda án þess að þeir verði varir við og þarf raunar töluvert hugrekki í slíkan grikk. Hefðir Öskupokar og vöndur fyrir óæðri endann Morgunblaðið/Jim Smart Spenna Það þarf hugrekki til að hengja poka á ókunnugt fólk. Sonur Sigurlínu, Guðni Þorri Helga- son, var nýverið kosinn Þorri lands- manna 2011 en í keppninni skartaði hann prestsbrókunum góðu. Þær hafði hann fengið lánaðar hjá kunningja sem benti honum á keppnina og lofaði að lána honum buxurnar tæki hann þátt. Sigurlína er alltaf með eitthvað á prjónunum og er nú að prjóna bæði skokka og kjóla á bæði fullorðna og börn. Sonur á ullarbrók ÞORRI LANDSMANNA Guðni Þorri Helgason var útnefndur Þorri lands- manna í keppni sem Öl- gerðin efndi til í tilefni af bóndadegi og þess að Egils Þorrabjór kom í verslanir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.