Morgunblaðið - 05.03.2011, Page 15

Morgunblaðið - 05.03.2011, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Evgenia Ilyinska- ya varði doktors- ritgerð í eld- fjallafræði við University of Cambridge 3. nóvember sl. Hún stundaði doktorsnám við landfræðideild Cambridge- háskóla. Ritgerðin ber heitið „Formation and Evolution of Volcanic Aerosol.“ Hún hefur skoðað hvernig svifryksagnir myndast í eldgosamekki. Þá hefur hún unnið á eldstöðvum á Hawai, Níkaragúa, Japan, Suð- urskautslandinu og á Íslandi í Eyjafjallajökulsgosinu. Evgenia (Jana), sem er fædd 6. október 1983, flutti til Ís- lands tíu ára að aldri, 1993. Jana lauk stúdentsprófi frá MH 2003 B.Sc.-námi í jarð- fræði vid Royal Holloway, Uni- versity of London, árið 2006.  Foreldrar Jönu eru Marina Ily- inskaya og Pétur Þorleifsson. Systkini Jönu eru Ívar Hannes Pét- ursson og Þórey Nína Péturs- dóttir. » FÓLK Doktor í eldfjallafræði Hinn 20. desem- ber síðastliðinn varði Þórlindur Rúnar Þórólfs- son doktors- ritgerð sína í tölvuverkfræði við Ríkisháskólann í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum. Doktorsritgerðin „Three- Dimensional Integration of Synthetic Aperture Radar Processors“ fjallar um hvern- ig hægt er stafla radarmynd- unarörgjörvum til að þess að auka afkastagetu þeirra og draga úr rafmagnsnotkun. Niðurstöður rannsókna Þórl- inds Rúnars hafa birst í fræðiritum og í ráðstefn- uritum á sviði rafmagns- og tölvuverkfræði og hafa verið kynntar á alþjóðlegum ráð- stefnum.  Þórlindur Rúnar er sonur hjónanna Þórólfs Þórlindssonar prófessors og Jónu Siggeirs- dóttur hjúkrunarfræðings. Hann starfar við rannsóknir og kennslu við Ríkisháskólann í Norður-Karólínu. Doktor í tölvuverkfræði Pétur Benedikt Júlíusson hefur varið dokt- orsritgerð við Háskólann í Björgvin í Nor- egi. Ritgerðin fjallaði um ofþyngd og offitu meðal barna, sem er alþjóðlegt heilsufarsvandmál. Mælingar voru gerðar á 8.299 börnum ár- in 2003-2006. Tölurnar voru bornar saman við mælingar á árunum 1971-1974 og kom í ljós aukning í hlutfalli líkams- þyngdar og hæðar. Mestu breytingarnar höfðu orðið í efstu hundraðshlutunum, þ.e. þyngstu börnum voru orðin þyngri.  Pétur Benedikt Júlíusson er fæddur 1964 og uppalinn í Reykja- vík. Foreldrar hans eru Þórunn Gröndal og Pétur Emil Júlíus Hall- dórsson. Pétur er kvæntur Ellen Margrete Apalset gigtarlækni og eiga þau þrjú börn. Hann hefur verið yfirlæknir við sjúkrahúsið í Haukeland í Noregi frá 2005. Doktor í læknisfræði Í dag er fyrsti laugardagur mán- aðarins en þá er jafnan opið lengur en ella í miðborginni og lifandi tón- list og stemning í öndvegi. Sönghóp- urinn Raddir Ingólfs mun gera víð- reist um 101 svæðið í dag og syngja upp vorstemninguna. Verslanir eru opnar til kl. 17 í miðborginni en sum- ar enn lengur. Samkvæmt upplýsingum Jakobs Frímanns Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Miðborgarinnar okk- ar, eru fleiri erlendir ferðamenn staddir í Reykjavík um þessar mundir en nokkru sinni fyrr á þess- um árstíma. Langstærstur hluti þeirra sækir miðborgina heim og hefur áhugi þeirra í vaxandi mæli beinst að íslenskri hönnun, fatnaði, úrum og skartgripum auk þess sem hin fjölbreytta flóra kaffihúsa og veitingastaða vekur mikla ánægju. Veitingahúsin eru síðan mörg hver opin fram undir morgun eins og tíðkast um helgar í hinni glaðværu miðborg Reykjavíkur. Langur laugardagur í miðborginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Miðborgin Það er jafnan mikið líf og fjör á löngum laugardögum.  Fleiri erlendir ferðamenn staddir í borginni en áður á þessum árstíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.