Morgunblaðið - 05.03.2011, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum
tækjum og búnaði til rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði er tekið mið af
úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs og eru eftirtalin atriði lögð til grundvallar:
l Að tækin eða búnaðurinn séu mikilvæg fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi
og fyrir rannsóknir umsækjenda.
l Að fjárfesting í tækjabúnaði sé til uppbyggingar nýrrar aðstöðu sem skapi nýja
möguleika til rannsókna eða að tæki tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður
eða markáætlun um öndvegissetur og klasa styrkir.
l Að tækin eða búnaðurinn séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum.
l Að samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja
með fyrirsjáanlegum hætti.
l Að áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar.
Framlag Tækjasjóðs greiðir aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna.
Nánari upplýsingar um sjóðinn, reglur og umsóknir
er að finna á www.rannis.is.
Tækjasjóður
Umsóknarfrestur er til 15. mars 2011
Styrkir til rannsóknastofnana
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og
framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda-
og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s.
Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og
miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins.
Andrés Skúlason
Djúpivogur | Í dag, laugardag, verður haldin
fyrsta sýningin undir yfirskriftinni Fashion
with Flavor á Íslandi. Um er að ræða við-
burð sem kallar fram íslenska náttúru með
nýstárlegum hætti, þar sem hráefni tengd-
um landbúnaði- og sjávarútvegi verða flétt-
uð saman á mjög áhrifaríkan hátt bæði í
mat og tísku.
Hugmyndafræðingurinn að Fashion with
Flavor og skipuleggjandi sýningarinnar er
hönnuðurinn Ágústa Arnardóttir sem á og
rekur fyrirtækið Arfleifð á Djúpavogi.
Ágústa hefur sérhæft sig í hönnun og fram-
leiðslu á hágæða fatnaði og fylgihlutum úr
fiskiroði, hreindýra- og lambaleðri. Sjá nán-
ar á www.arfleifd.is.
Fyrsta sýningin verður haldin á Höfn í
Hornafirði og í framhaldi verða sýningar í
Reykholti, á Húsavík og í Reykjavík. Sýn-
ingin fer þannig fram að gestir sitja til
borðs og fá sex kjöt- og fiskrétti framreidda
á meðan þeir horfa á tískusýningu þar sem
notuð eru hráefni úr landbúnaðar- og sjáv-
arútvegi í framleiðslu á hágæða tískufatn-
aði. Inn í þetta tvinnast skartgripir sem
framleiddir eru undir vörumerkinu Sign og
falla þeir sérstaklega vel að þema sýningar-
innar sem er að njóta íslenskrar náttúru á
sem áhrifaríkastan hátt. Undir sýningunni
verður leikin tónlist frá Amazing Creature
sem er sérstaklega samin að þessu tilefni.
Ágústa stefnir á að gera sýningu af þessu
tagi að árlegum viðburði og hafa viðbrögðin
verið mjög góð, bæði innanlands og utan.
Ágústa segir sömuleiðis að þessi viðburður
geti markað upphaf að vettvangi til fram-
tíðar fyrir íslenska hönnuði, listamenn, mat-
reiðslumeistara, ljósmyndara og fleiri aðila,
til að koma sér á framfæri og sýna það
besta sem Ísland hefur upp á að bjóða í
þessum efnum.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Hátíska Í sandfjöru við Djúpavog.
Tindur Arfleifð notar sterka tengingu við náttúruna - Búlandstindur í baksýn.
Jafnvægi Hönnunin og hráefnið eru í full-
komnu jafnvægi við umhverfið.
Náttúra með nýstárlegum hætti
Náttúran Tískufatnaður frá Arfleifð í sínu náttúrulega umhverfi í nágrenni Djúpavogs.
Hönnuðurinn Ágústa Arnardóttir stendur að sýningunni Fashion with
Flavor Gestir njóta tískusýningar á meðan þeir gæða sér á mat
Bæjarráð Kópavogs telur rök-
stuðning Fjármálaeftirlitsins fyrir
því að nýtt húsnæði stofnunarinnar
verði að vera miðsvæðis í Reykja-
vík ómálefnalegan. Bæjarráðið vill
fylgja málinu eftir og óskar eftir að
Fjármálaeftirlitið fresti á meðan
ákvörðun um leigu á húsnæði.
Ríkiskaup auglýstu nýverið eftir
2.000 fermetra húsnæði undir
starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Í
auglýsingunni er það skilyrði sett
fyrir húsnæðinu að það sé mið-
svæðis í Reykjavík, nánar tiltekið í
póstnúmerum 101 til 108.
Í nágrenni stjórnsýslustofnana
Bæjarráð Kópavogs lýsti furðu
sinni á auglýsingunni þar sem tak-
markanir á staðsetningu útilokuðu
eigendur fasteigna í sveitarfélög-
unum á höfuðborgarsvæðinu, utan
Reykjavíkur, frá því að bjóða fram
húsnæði. Fól það bæjarlögmanni
að kanna lögmæti auglýsingarinn-
ar.
Bæjarlögmaður óskaði eftir
skýringum frá Fjármálaeftirlitinu
og barst svar í lok febrúar. Þar
segir meðal annars að FME telji
nauðsynlegt að stofnunin sé í ná-
lægð við helstu stjórnsýslustofn-
anir og stærstu eftirlitsskyldu að-
ilana. „Af þeim sökum var í
auglýsingu um nýtt húsnæði undir
starfsemi stofnunarinnar sett það
skilyrði að húsnæðið væri staðsett
innan þessara tilteknu marka,“
segir meðal annars í rökstuðningi
FME.
Bæjarráð fjallaði um málið á
fundi sínum í fyrradag og bókaði:
„Bæjarráð fellst ekki á rökstuðn-
ing Fjármálaeftirlitsins og telur
hann ómálefnalegan. Bæjarráð tel-
ur brýnt að málinu verði fylgt eftir
og óskar eftir tillögu frá bæjar-
stjóra að erindi til fjármálaráðu-
neytis. Þá óskar bæjarráð eftir því
að Fjármálaeftirlitið fresti ákvörð-
un um leigu á nýju húsnæði.“
Mótmæla stað-
setningu FME
Vilja eiga kost á Fjármálaeftirliti
Fjármálaeftirlitið
» FME óskar eftir 2.000 fer-
metra húsnæði. Hjá stofnun-
inni voru tæplega 100 starfs-
menn á síðasta ári.
» Stofnunin hefur meðal ann-
ars eftirlit með viðskiptabönk-
um, sparisjóðum, trygginga-
félögum, greiðslukortafyrir-
tækjum, verðbréfafyrirtækjum,
verðbréfamiðlunum, verð-
bréfasjóðum og lífeyris-
sjóðum.