Morgunblaðið - 05.03.2011, Page 20
Landspítali Á næstu vikum verður ráðist
í að mæla ánægju sjúklinga.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítal-
ans, segir að nokkrum verkefnum
verði hleypt af stokkunum fljótlega
sem ætlað sé að efla gæði þjónust-
unnar á spítalanum.
Þetta kemur fram í föstudagspistli
Björns sem birtur er á vefsíðu Land-
spítalans. Björn nefnir tvö verkefni
sem dæmi: „Annars vegar „Sjúk-
lingaráðin tíu“ og hins vegar mæl-
ingar á ánægju sjúklinga. Bæði
verkefnin byggjast á beinni þátttöku
sjúklinga og hvernig nýta megi upp-
lifun og hugmyndir þeirra til þess að
efla þjónustuna,“ skrifar Björn.
Hann segir að „Sjúklingaráðin
tíu“ hvetji sjúklinga á einfaldan hátt
til að spyrja, upplýsa og fá upplýs-
ingar um 10 atriði sem séu mikilvæg
í meðferðinni, s.s. verki, lyf, hlutverk
aðstandenda, framhaldsmeðferð o.fl.
Mæla ánægju sjúklinga
Þá segir hann að ráðin verði að-
gengileg sjúklingum á deildum og á
biðstofum.
„Einnig förum við á næstu vikum í
að mæla ánægju sjúklinga með
spurningalistum sem verða sam-
bærilegir við þá sem notaðir eru á
öðrum sjúkrahúsum í Evrópu,“ segir
Björn.
Efla gæði þjónustu Landspítalans
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnlaugur Auðunn Árnason
Stykkishólmur
Íbúar Stykkishólms voru 1103
um síðustu áramót. Þeim fjölgaði um
13 á síðasta ári. Sú niðurstaða er
mjög jákvæð og ekki sjálfsögð í því
árferði sem við búum við. Atvinnu-
lífið er veigamesti þátturinn í
íbúaþróun og hvert nýtt starf í svo
litlu sveitarfélagi skiptir máli. Sagt
er að auðveldara sé að verja störfin
sem eru fyrir hendi en að skapa ný.
Augu fólks hafa beinst að nýjum
tækifærum til að styðja við byggð-
ina.
Sjálfstæðisfélagið Skjöldur
heldur ráðstefnu í dag, laugardag,
kl. 14 um atvinnumál og nýsköpun í
tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Á
ráðstefnunni verður leitast við að
svara spurningunni: Hvernig sköp-
um við ný atvinnutækifæri í Stykkis-
hólmi og nágrenni og styrkjum um
leið samfélagið á Snæfellsnesi? Þar
verða flutt 13 erindi þar sem fyrir-
lesarar kynna af eigin reynslu þátt-
töku í atvinnusköpun og vísinda-
starfi. Þeir munu gefa góð ráð og
kynna hugmyndir til atvinnusköp-
unar og hvetja bæjarbúa og bæjar-
yfirvöld til að takast á við ný verk-
efni.
Breiðafjörðurinn er matar-
kista. Um síðustu helgi var haldin
ráðstefna í Hólminum um matþör-
unga og möguleika nýtingar á þeim
á Íslandi. Með aukinni þekkingu á
vinnslu efna og matvæla úr þör-
ungum skapast mikil verðmæti og
atvinna. Stykkishólmur hefur mikla
möguleika þar sem auðlindin er við
bæjardyrnar.
Þátttakendur fengu að bragða á
þörungaréttum eins og þörunga-
súpu, djúpsteiktum þara og þurrk-
uðum þara. Bragð og gæði komu
þeim sem smökkuðu á óvart.
Hólmarinn Haraldur Sigurðsson
eldfjallafræðingur hefur undanfarna
laugardaga flutt fróðlega fyrirlestra
um eldgos og jarðfærði í Eldfjalla-
safninu. Þar hefur hann m.a. frætt
heimamenn um tilurð ýmissa kenni-
leita í nágrenni Stykkishólms eins
og hvernig vötnin þrjú, Baulár-
vallavatn, Hraunsfjarðarvatn og Sel-
vallavatn, urðu til.
Mikið af fugli hefur safnast
saman síðustu vikur í höfninni. Þar
er mest um æðarfugl og hefur fjöldi
þeirra farið upp í 500 einstaklinga.
Það gefur eyjabændum vonir um
góða dúntekju og vonast þeir til að
æðarkollan rati til þeirra með hreið-
urgerð. Þá vekur athygli hversu
mikið er um toppskarf og hafa þeir
sést allt að 150 saman í hóp á þröngu
svæði. Við könnun hefur komið í ljós
að þeir eru einkum að eltast við lýsu-
seiði.
Veitingastaðurinn Narfeyrar-
stofa hefur skipt um eigendur. Hjón-
in Sæþór Þorbergsson og Steinunn
Helgadóttir hafa rekið staðinn í 10
ár og gert hann að eftirsóttum veit-
ingastað. Við rekstrinum tekur Guð-
brandur Garðarsson matreiðslumað-
ur og mun hann halda áfram að veita
góða þjónustu sem er orðin aðals-
merki staðarins.
Leita nýrra tækifæra
Morgunblaðið/ Gunnlaugur Árnason
Eldfjallasafnið Þar var áður samkomuhús bæjarbúa, en nú sækja gestir
þangað fróðleik um eldfjöll og eldgos, ekki síst til Haraldar Sigurðssonar.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
Auglýst er eftir umsóknum um rannsóknastyrki úr sjóði til minningar um Bjarna
Benediktsson lagaprófessor og forsætisráðherra. Veittir verða styrkir til rannsókna
á sviði stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar annars vegar og hag- og stjórnmálasögu
20. aldar hins vegar. Úthlutun miðast við faglegt mat á gæðum rannsóknaverkefnis,
færni og reynslu umsækjanda til að stunda rannsóknir og aðstöðu til að sinna
verkefninu. Sjóðurinn er í vörslu Rannís.
Reglur og umsóknareyðublöð er að finna á www.rannis.is.
Rannsóknastyrkir
Umsóknarfrestur er til 15. mars 2011
Bjarna Benediktssonar
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og
framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda-
og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s.
Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og
miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins.
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna
hinn 8. mars nk. verður boðað til
hádegisfundar á Akureyri þar sem
rætt verður um stöðu kvenna og
karla á vinnumarkaði, launajafn-
rétti og aðgerðir sem geta stuðlað
að jafnrétti kynjanna. Fundurinn
fer fram á Hótel KEA og stendur
frá kl. 12-13.30. Að fundinum
standa Jafnréttisstofa, ASÍ, KÍ,
BHM, BSRB og Akureyrarbær.
Á fundinum verða flutt þrjú er-
indi. Kristín Ástgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisstofu
fjallar um launamun kynjanna en í
ár eru 50 ár frá setningu laga um
launajöfnuð kvenna og karla. Þá
mun Katrín Björg Ríkarðsdóttir,
framkvæmdastjóri samfélags- og
mannréttindadeildar, kynna að-
gerðir Akureyrarbæjar til að af-
nema kynbundið launamisrétti og
hvernig nýtt verklag getur tryggt
góðan árangur og Katrín Anna
Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í
fjármálaráðuneytinu, flytur erindi
um kynjaða hagstjórn og fjárlaga-
gerð á tímum niðurskurðar.
Er þetta allt að koma? – Fundur um launa-
jafnrétti, niðurskurð og kynjaða hagstjórn
Morgunblaðið/Kristján
Fundur Rætt verður um stöðu karla og
kvenna á hádegisfundi á Hótel KEA.
Á morgun, sunnudag, verður æskulýðsdagur þjóðkirkj-
unnar haldinn. Yfirskrift dagsins í ár er „Samferða“ en
þá verður sjónum beint að samfélaginu og samfélags-
legri ábyrgð fólks. Margvísleg dagskrá verður í boði í
kirkjum landsins þar sem börn og ungt fólk verður í
aðalhlutverki, enda er barna- og æskulýðsstarf þjóð-
kirkjunnar í miklum vexti.
Unglingarnir sem taka þátt í æskulýðsstarfinu í
kirkjum um allt land verða sýnilegir í helgihaldinu þenn-
an dag. Útvarpsmessa sunnudagsins verður æskulýðs-
guðsþjónusta í Hjallakirkju kl. 11. Unglingar í æskulýðs-
starfi kirkjunnar taka virkan þátt í guðsþjónustunni,
kynna messuliði, lesa bænir og ritningarlestra og syngja forsöng í sálmum
undir stjórn Þorvaldar Halldórssonar sem leiðir tónlistina. Þráinn Har-
aldsson æskulýðsfulltrúi prédikar með aðstoð nokkurra unglinga og sr. Ír-
is Kristjánsdóttir þjónar fyrir altari.
Börn og unglingar í aðalhlutverki í kirkjum
landsins á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar
Hjallakirkja.
Á morgun, sunnudag kl. 14-16,
verður almenningi boðið að koma
með gamla gripi til greiningar hjá
sérfræðingum Þjóðminjasafns Ís-
lands. Þessir greiningardagar hafa
verið vel sóttir og samkvæmt feng-
inni reynslu næst að greina um 50
gripi á þeim tíma. Fólki er því bent
á að koma tímanlega.
Hlutir þurfa ekki að vera mjög
gamlir til að vera áhugaverðir. Ef
til eru á heimilinu sérkennileg
áhöld eða gripir er tilvalið að mæta
með þá í greiningu. Einungis verð-
ur reynt að greina muni með tilliti
til aldurs, efnis, uppruna o.s.frv. en
ekki verður metið verðgildi gripa.
Eigendur taka að sjálfsögðu grip-
ina með sér aftur að skoðun lokinni.
Morgunblaðið/Ómar
Greining Mikill áhugi hefur verið hjá fólki
að fá gamla gripi greinda hjá fræðingum.
Ókeypis forngripa-
greining á Þjóð-
minjasafni Íslands
Fulltrúafundur skógræktarfélaganna var
haldinn á laugardag sl. í Mosfellsbæ. Á
fundinum kom það m.a. fram að skógrækt-
arfélögin hyggist leggja aukna áherslu á
ræktun jólatrjáa fyrir íslenskan markað
en telji einnig raunhæft að framleiða hér á
landi jólatré og greinar fyrir erlendan
markað. Lögð verði aukin áhersla á rækt-
unar- og þróunarstarf er miðar að aukinni
fjölbreytni og framleiðni auk þess sem
samstarf við smásöluaðila og markaðsstarf verði eflt. Framboð á inn-
lendum jólatrjám muni stóraukast þegar á þessu ári og upp frá því verði
ekki þörf fyrir eins mikinn innflutning eins og verið hefur. Með því að velja
jólatré sem ræktuð séu hérlendis sparist líka gjaldeyrir.
Ætla að flytja út jólatré
Mánudaginn 7. mars mun Katrín
Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
ásamt forstöðumönnum þeirra
stofnana sem heyra undir ráðu-
neytið, halda tvo opna fundi á
Vestfjörðum. Sá fyrri verður í Fé-
lagsheimilinu á Patreksfirði og
hefst hann kl. 12. Sá síðari verður
á Ísafirði í Þróunarsetrinu og
hefst kl. 15.30.
Á fundunum mun ráðherra
kynna skýrsluna Orkuöryggi á
Vestfjörðum – áhrif á samkeppn-
isstöðu og atvinnuþróun. Í kjölfar-
ið frekari kynningar og að því
loknu fyrirspurnir og umræður.
Orkuöryggi kynnt
Í dag, laugardag, kl. 13-17, verður
opið hús hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands í nýjum heimkynnum stofn-
unarinnar við Urriðaholtsstræti 6-8
í Urriðaholti. Boðið verður upp á
leiðsögn um húsið. Þar getur al-
menningur kynnt sér skordýra-
fræði, jarðfræði, steingervinga-
fræði, grasafræði, fuglafræði og
vistfræði, svo fátt eitt sé nefnt. Þá
fær yngsta kynslóðin ýmsan nátt-
úrufróðleik við sitt hæfi.
Opið hús í dag
STUTT