Morgunblaðið - 05.03.2011, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.03.2011, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni. Úthlutun miðast við faglegt mat á gæðum rannsóknarverkefnis, færni og reynslu umsækjanda til að stunda rannsóknir og aðstöðu til að sinna verkefninu. Sjóðurinn er í vörslu Rannís. Rannsóknasjóður Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2011 Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haraldar Sigurðssonar H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s. Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Ég bið fjölskylduna innilega afsök- unar. Ég á ekkert sökótt við þau nú frekar en þá,“ sagði Ívar Örn Kol- beinsson, einn fjögurra sem ákærðir eru fyrir skotárás á hús við Ásgarð á aðfangadag, við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann, líkt og aðrir sakborningar, iðr- aðist gjörða sinna sem þeir sögðu hafa komið til vegna óreglu. Ívar og bróðir hans Ríkharður sögðust báðir komnir á beinu brautina á Litla- Hrauni og nokkuð fegnir að vera „teknir úr umferð“. Atvik máls þróuðust á þann veg að húsráðandinn kom óafvitandi upp um sölumann fíkniefna sem leiddi til handtöku hans. Vegna þess fór sá hinn sami fram á fjárbætur vegna miska. Lagði hann fram þriggja millj- óna króna kröfu á húsráðandann og fól öðrum að innheimta. Innheimtu- maðurinn fékk starfið þriðja manni í hendur, Kristjáni Hauki Einarssyni, sem tókst verkið á hendur. Erfiðlega hafði gengið fyrir Krist- ján, sem ákærður er í málinu, að ná tali af húsráðandanum og umræddan dag, aðfangadag, hafði hann gert árangurslausa tilraun þegar hann hringdi í vini sína, Ríkharð og Ívar, en áður hafði hann sótt Dag Bjarna Kristinsson. Saman fóru þeir fjórir að húsinu við Ásgarð, vopnaðir hagla- byssu. Ívar og Kristján hleyptu báðir af byssunni á og inn í húsið. Óregla dagana áður Í framburði Kristjáns kom fram að hann hefði sagt hinum þremur það eitt að hræða þyrfti umræddan hús- ráðanda, hann hefði hins vegar ekki greint frá því hvers vegna. Hann sagði einnig að þeir hefðu gengið úr skugga um að enginn stæði fyrir inn- an hurðina þegar þeir hleyptu af byssunni. Ívar Örn sagðist alls ekki draga úr þætti sínum í málinu en ekki hefði staðið til að valda nokkrum manni hörmum. Um hefði verið að ræða brot sem framið var vegna mik- illar óreglu á aðfangadag og dagana á undan. Þáttur þeirra tveggja sem ekki komu nærri byssunni, þ.e. Ríkharðs og Dags Bjarna, virðist öllu minni. Stóðu þeir hjá þegar umrædd atvik áttu sér stað og höfðu sig lítið í frammi, auk þess sem þeir áttu – líkt og aðrir – ekkert sökótt við húsráð- andann. „Við erum ekki morðingjar eða ofbeldismenn,“ sagði Ríkharður sem og einnig að Dagur hefði verið fórnarlamb aðstæðna þennan dag. „Ekki morðingjar eða ofbeldismenn“  Skotárásarmenn voru fullir iðrunar við aðalmeðferðina Morgunblaðið/Sigurgeir S Dómur Ríkharður og Ívar Örn Kolbeinssynir við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Borgin er ekki að forgangsraða í þágu barnanna,“ sagði Rósa Stein- grímsdóttir, formaður Barnanna okkar, samtaka foreldra leikskóla- barna í Reykjavík. Hún sagði að samtökunum þætti lítið fara fyrir faglegum ávinningi í skýrslu starfs- hóps borgarinnar um sameiningu eða samrekstur leikskóla, grunn- skóla og frístundaheimila. „Okkur finnst að það þurfi að vinna málið í sátt og samvinnu við foreldra og fagfólk.“ Rósa benti m.a. á að í skýrslunni væri talað um að sameining starfs- mannahópa ýtti undir nýbreytni og fjölbreyttari þekkingu. „En það er hvergi minnst á fjárveitingu til yf- irvinnu vegna starfsmannafunda í skýrslunni.“ Hún sagði að boðuð hagræðing ætti að vera komin að fullu til framkvæmda árið 2014. Þá ætti sparnaðurinn að vera samtals á öllum sviðum einungis rúmlega 1%. „Okkur finnst þetta mikil aðför að leikskólanum,“ sagði Rósa. Hún sagði að foreldrum hefði ekki þótt samráðsfundir snúast um samráð heldur upplýsingagjöf. Samkvæmt skýrslunni hefðu borist um 800 ábendingar vegna málsins. Meiri- hluti almennra athugasemda, sem voru um 65% ábendinganna, hefði innihaldið varnaðarorð eða mót- mæli gegn niðurskurði í mennta- kerfi borgarinnar. Í skýrslunni er m.a. lagt til að leikskólarnir Hamraborg og Sól- bakki í Hlíðahverfi verði samein- aðir undir eina yfirstjórn. Sé litið til Hamraborgar þá sendu starfs- menn leikskólans frá sér yfirlýs- ingu þar sem sameiningaráformum er mótmælt. „Niðurskurður hefur verið í rekstri leikskólanna undanfarin ár og er að okkar mati kominn langt yfir sársaukamörk,“ segir þar m.a. Starfsmennirnir spyrja hvort ekki sé eitthvað að „þegar enginn er sáttur nema meirihluti borgar- stjórnar“. Hólmfríður Ólafsdóttir, formaður foreldrafélags Hamraborgar, sagði að allir hefðu orðið varir við mikla manneklu í leikskólanum. „Aðstoðarleikskólastjórinn hefur engan tíma til að sinna því starfi heldur er hún alltaf í afleysingum,“ sagði Hólmfríður. Hún taldi að ef fækka ætti starfsfólki enn meir kæmi það óhjákvæmilega niður á starfinu. Engin yfirvinna væri leyfð og því sæti enginn starfsmaður leikskólans fundi foreldraráðsins. „Niðurskurðurinn er kominn að þolmörkum fyrir löngu. Ég held að fólk sé orðið leitt á því að það skuli alltaf bitna á þeim sem síst skyldi, börnum og fötluðum. Þetta er svo mikil vanvirðing við þessa hópa.“ Óánægja með sameiningu leikskóla  Foreldrar vilja sátt og samvinnu Morgunblaðið/Ernir Leikskólar Mikil óánægja ríkir vegna áforma um breytta leikskóla. Sameining leikskóla » Starfshópur Reykjavíkur- borgar leggur til að 30 leik- skólar verði sameinaðir í 14. » Nú eru að meðaltali 76 börn í hverri rekstrareiningu en verða 98 samkvæmt tillög- unum. » Stefnt er að sameiningu leikskólanna á þessu ári. Fjölga þarf leikskólarýmum 2012 vegna stórs 2010-árgangs. „Ég vissi af hverju þeir komu. Þeir voru sendir á mig af Dav- íð. Hann sagðist ætla að senda einhverja dópista á mig,“ sagði húsráðandinn í Ásgarði, fórnarlamb skotárás- arinnar á aðfangadag. Dómari í málinu, Pétur Guð- geirsson, spurði Sigríði Elsu Kjartansdóttur saksóknara út í umræddan Davíð, sem ekki var frekar nafngreindur, og hvort hans þáttur hefði verið til rannsóknar. Svaraði Sigríð- ur Erla því til að hann hefði verið til rannsóknar en ekki fengist niðurstaða í málið. Annar maður var einnig nefndur til sögunnar, Sverrir, sem virðist af framburði vitna hafa verið sá sem átti eitt- hvað sökótt við húsráðanda. Þessir menn voru ekki kallaðir fyrir dómara. „Þeir voru sendir á mig“ SKÝRSLA HÚSRÁÐANDA Goðafoss átti að sigla inn í höfnina í Óðinsvéum í birtingu í morgun þar sem skipið verður sett í slipp. Lá skipið við akkeri utan við innsigl- inguna í nótt en þangað kom það um klukkan 18.00 í gær eftir siglingu frá Grenå á Jótlandi. Samkvæmt hafn- arreglum má ekkert skip sigla inn í höfnina í myrkri og þurfti Goðafoss því að bíða til morguns. Að sögn Ólafs W. Hand, forstöðumanns upp- lýsinga- og markaðsmála Eimskips, kemur áhöfn Goðafoss væntanlega ekki heim fyrr en á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun. Áætlað er að skipið verði í slipp í þrjár vikur og fari svo aftur í venjubundnar sigl- ingar. Goðafoss fer í slipp í Óðinsvéum í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.