Morgunblaðið - 05.03.2011, Page 24

Morgunblaðið - 05.03.2011, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Tækifærin eru á netinu Ótrúlegir möguleikar felast í netinu og dæmin sýna að íslensk fyrirtæki eru dugleg að nýta sér þennan kröftuga markaðs- og nýsköpunarvettvang. Kastljósinu verðu beint að möguleikum netsins á ráðstefnunni RIMC 2011 og vörusýningunni Netið Expo dagana 11. til 13. mars. Viðskiptablað Morgunblaðsins gefur af þessu tilefni út sérstakt aukablað þar sem farið verður í saumana á tækifærunum sem leynast á netinu. - Hvernig eru íslensk fyrirtæki og frumkvöðlar að nota netið og þróa nýjar vörur? - Hvar standa markaðssetningarmál á netinu og hvað getur netið þýtt fyrir sölu á íslenskri framleiðslu? - Hvernig er netið að þróast? Erum við að halda í við örar breytingar og nýta okkur t.d. snjallsímavæðinguna? - Hvernig er netið að breyta því hvernig við vinnum og hvernig sköpuð eru verðmæti í rekstri? - Hvað eru afþreyingar- og samskiptafyrirtækin að bralla? Eru íslenskir leikir, samskiptalausnir og afþreyingarvefir að koma sterkir inn? Þetta og fleira til í veglegu sérblaði fimmtudaginn 10. mars. Nánari upplýsingar gefur Sigríður Hvönn, sími 569 1134/692-1010, sigridurh@mbl.is FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fyrri umræðu um þingsályktunartil- lögu um skipun stjórnlagaráðs lauk á Alþingi í vikunni og nokkrir stjórn- arandstöðumenn munu styðja hana. En hvor endi vegasaltsins vegur loks þyngra? Báðir stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn eru klofnir í málinu. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti, Hreyfingin með. Sumir þing- menn eru á móti vegna þess að þeir vilja hlíta undanbragðalaust ákvörð- un hæstaréttardómara, sem ógiltu kosninguna til þingsins, aðrir vilja frekar raunverulegt stjórnlagaþing en umrætt ráð. Nokkrir, þ. á m. Helgi Hjörvar, bera fyrir sig báðar þessar forsendur. Tillagan fer til meðferðar í alls- herjarnefnd í næstu viku og seinni umræða og atkvæðagreiðsla verða varla fyrr en um miðjan mánuð. Nú þegar hafa VG-þingmennirnir Ög- mundur Jónasson innanríkisráð- herra, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir lýst andstöðu sinni. Óvíst er hvort fleiri VG-liðar segja nei en ljóst þykir að málið sé kvöl og pína fyrir marga á þeim bæ. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, er ósáttur, hefur sagt að með tillögunni sé þess freist- að af hálfu einfalds þingmeirihluta að löggilda óbeinlínis það sem dóm- arar Hæstaréttar hafi ógilt. Heimildarmenn eru ósammála. Einn segir ríkisstjórnina vilja draga niðurstöðuna á þingi á langinn í von um að athygli almennings beinist sem mest frá mikilvægum málefn- um, t.d. Icesave-atkvæðagreiðslunni 9. apríl! Annar segir stjórnarliða vilja útkljá deiluna sem fyrst. Framsóknarmenn í vafa „Ég hef það eftir heimildum mín- um í Framsóknarflokknum að fimm af þingmönnum flokksins séu nokk- uð öruggir með að segja nei, þrír muni líklega segja já og óljóst um einn,“ segir hann. „Siv Friðleifs- dóttir hefur þegar lýst yfir stuðningi sínum og gert er ráð fyrir að Höskuldur Þór- hallsson sé sama sinnis. Guðmundur Steingrímsson hefur ekki tjáð sig um sína af- stöðu.“ Samfylkingarmaðurinn Skúli Helgason var á mælendaskrá í fyrri umræðunni en lét taka sig af henni undir lok hennar. „Mín kenning er sú að ef til vill séu einhverjir í Samfylkingunnni auk Helga Hjörvar með efa- semdir, kannski tveir eða þrír,“ sagði heimildarmaðurinn. Óljóst er hvort ósáttir stjórnarliðar muni beinlínis greiða atkvæði gegn tillög- unni eða láta duga að styðja á gula hnappinn, þ.e. sitja hjá. Ófætt stjórnlagaráð klýfur flokkana  Nokkrir stjórnarliðar á þingi hafa lýst yfir andstöðu sinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Tómleiki Allt var tilbúið í sal stjórnlagaþingsins í Efstaleiti 2 í Reykjavík þar sem fulltrúarnir 25 áttu að starfa. Guðmundur Hermannsson og Jón Pétur Jónsson Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrver- andi ráðuneytisstjóra fjármálaráðu- neytisins, hélt áfram í gær þegar fimm báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingimundur Friðriksson, fyrrver- andi seðlabankastjóri, Tryggvi Páls- son, framkvæmdastjóri fjármála- sviðs Seðlabanka Íslands, Þórður Örlygsson, fyrrverandi regluvörður Landsbankans, Gunnar Viðar, fyrr- verandi forstöðumaður lögfræðiráð- gjafar bankans, og Sigurjón Þ. Árna- son, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gáfu skýrslu fyrir dómi. Tryggvi, sem ritaði fundargerðir samráðshóps stjórnvalda um fjár- málastöðugleika, greindi frá því í gær að hann hefði átt dreift eigna- safn í öllum bönkunum árið 2008. Hann tók fram að vegna þeirra upp- lýsinga sem hann bjó yfir sem einn fulltrúa samráðshópsins hefði hann ekki getað selt bréfin. Um trúnaðar- upplýsingar hefði verið að ræða sem komu fram á fundunum. Tryggvi sagði ennfremur að hann hefði reynt að vanda til verka við rit- un fundargerðanna og að þær hefðu orðið mun ítarlegri þegar á leið. Ingimundur sagði jafnframt að upplýsingarnar hefðu verið trúnað- armál og dregur hann ekki í efa það sem fram kemur í fundargerðunum. Gunnar greindi frá því að afar fáir innan Landsbankans, eða um fjórir til fimm menn, hefðu þekkt til sam- skipta bankans við breska fjármála- eftirlitið um hugsanlega yfirfærslu Icesave-reikninganna yfir í dóttur- félag í Bretlandi. Þetta hefðu verið taldar miklar trúnaðarupplýsingar eins og alltaf þegar um væri að ræða samskipti við fjármálaeftirlit. Sigurjón sagði að eftir á að hyggja hefðu bresk stjórnvöld verið að reyna að knýja fram ríkisábyrgð á innlánum Landsbankans í Bretlandi. Þá sagði hann jafnframt ljóst að mál- ið hefði verið að færast yfir á hið póli- tíska svið. Sigurjón staðfesti að bankastjórar Landsbankans hefðu setið fund þann 13. ágúst 2008 ásamt ráðuneytis- stjórum viðskipta- og fjármálaráðu- neytis til að undirbúa fund íslenskra og breskra ráðamanna, sem átti að halda í Lundúnum. Baldur sat fund- inn 13. ágúst og einnig fund sem Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, átti með Alistair Darling, þáverandi fjármálaráð- herra Bretlands, sem fór fram í London 2. september 2008. Baldur er ákærður fyrir innherja- svik og brot í opinberu starfi með því að hafa nýtt sér upplýsingar sem al- mennir fjárfestar bjuggu ekki yfir þegar hann seldi bréf í Landsbank- anum í september 2008. Upplýsing- arnar hafi hann fengið sem ráðu- neytisstjóri, einkum í tengslum við setu sína í samráðshópnum. Sagði upplýs- ingarnar trún- aðarmál  Fimm báru vitni í héraðsdómi í gær Morgunblaðið/Jón Pétur Nei Baldur Guðlaugsson neitar að hafa búið yfir innherjaupplýsingum. Eitt vitni eftir » Níu eru búnir að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baldri. » Halldór J. Kristjánsson, fyrr- verandi bankastjóri Lands- bankans, mun gefa skýrslu fyr- ir dómi í þarnæstu viku. Í framhaldinu hefst málflutn- ingur. » Aðalmeðferðinni lýkur að málflutningi loknum og verður málið þá dómtekið. Samkvæmt þingsályktunar- tillögunni er forseta Alþingis falið að skipa 25 manna stjórn- lagaráð sem fái það verkefni að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar og gera til- lögur um breytingar á stjórn- arskránni. Verði þeim boðið sæti í ráðinu sem landskjör- stjórn úthlutaði sæti í kosningu til stjórnlaga- þings í fyrra, ella þeim sem næstir voru í röðinni. Ráðið á meðal annars að fjalla um helstu undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar, skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og vald- mörk þeirra, hlutverk og stöðu forseta lýðveldis- ins, sjálfstæði og hlut- verk dómstóla. Einnig á það að ræða tímasetningu og fyrir- komulag þjóðar- atkvæðagreiðslu. Grundvöllur undir smásjá STJÓRNLAGARÁÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.