Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri fullyrti á opnum nefndar- fundi efnahags- og viðskiptanefnd- ar, fjárlaganefndar og viðskiptanefndar Alþingis í gær að íslenska ríkið myndi hefja form- lega kynningu á skuldabréfaútboði yrði Icesave-samningurinn stað- festur í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði og að erlendir bankamenn biðu með pennann á lofti eftir því að samningurinn yrði staðfestur. Hann sagði ennfremur að það væri mikilvæg forsenda fyrir afnámi gjaldeyrishafta að ríkið væri búið að sýna fram á að það gæti endurfjármagnað erlend- ar skuldir með hefðbundnum leið- um á borð við skuldabréfaútgáfu í erlendum myntum. Fram hefur komið að íslenska ríkið stefni á að athuga með útgáfu á skuldabréfi erlendis á þessu ári. Að öllu óbreyttu mun verulega ganga á gjaldeyrisforða Seðla- bankans á næstu árum vegna þeirra gjalddaga sem falla á ríkið og þar af leiðandi þarf ríkið að endurfjármagna sig fyrr en síðar. Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur skuldatryggingaálagið á íslenska ríkið verið lágt að und- anförnu samanborið við önnur skuldsett Evrópuríki og þar af leiðandi eru uppi væntingar um að íslenska ríkið gæti lokið slíkri fjár- mögnun á viðunandi kjörum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið rætt við er- lenda banka um umsjón með slíku skuldabréfaútboði en hins vegar sé ekki hægt að fullyrða að ráðist verði í útgáfuna á næstunni að svo komnu máli. Staðfesting Icesave- samningsins skipti ekki sköpum í því samhengi þó svo að mikilvægt sé, að sögn heimildarmanna, að sú upphæð sem kemur til með lenda á ríkinu vegna málsins liggi fyrir áð- ur en í útboð verður ráðist. Það sem skiptir mestu máli um þessar mundir er þróun ytri aðstæðna á fjármálamörkuðum. Þannig gætu vandamál í tengslum við skulda- kreppuna á evrusvæðinu sett strik í reikninginn varðandi mögulegt skuldabréfaútboð. Eðli málsins samkvæmt skipta kjör sem myndu bjóðast í slíku út- boði meginmáli en þeir sem þekkja til eru sammála um að skulda- tryggingaálagið á íslenska ríkið um þessar mundir segi ekki alla söguna um væntanlegar viðtökur slíks útboðs. Már boðar formlega kynn- ingu á skuldabréfaútboði  Seðlabankastjóri segir bankamenn bíða staðfestingar Icesave með penna á lofti Morgunblaðið/Ernir Seðlabankastjóri Már Guðmundsson sat fyrir svörum á opnum nefndar- fundi þriggja þingnefnda í Alþingi í gærmorgun. Erlend fjármögnun » Gjaldeyrisforði Seðla- bankans ætti að öllu óbreyttu að duga til að mæta gjalddögum fram til ársins 2015. » Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að ríkið geti fjármagnað sig erlendis til að hægt verði að afnema höft á útflæði gjaldeyris. » Stefnt er að því að ríkið fari í skuldabréfaútboð er- lendis á þessu ári. FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Hugmyndir um sameiningu SpKef sparisjóðs og NBI komust nýlega á dagskrá hjá ríkisstjórninni, en nú er talið líklegt að sameining bankanna tveggja sé niðurstaða viðræðna þar að lútandi. Heimildir Morgunblaðs- ins herma að hugmyndin eigi rætur sínar að rekja til Bankasýslu ríkis- ins, sem heldur utan um eignarhlut hins opinbera í báðum fyrirtækjum. Ríkið tók SpKef yfir í apríl 2009. Ríkið hefur síðan átt tæplega 81% hlut í NBI frá því að samningar tók- ust milli ríkisins og skilanefndar Landsbankans um endurfjármögn- un NBI í desember 2009. Einar Hannesson, sparisjóðsstjóri í Kefla- vík, vildi ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Hann ítrekaði hins vegar að inni- stæður í SpKef væru tryggðar. Fjár- málaráðuneytið sendi frá sér stutta tilkynningu í gær vegna málsins, þar sem ítrekað var að innistæður í sparisjóðnum væru tryggðar í sam- ræmi við yfirlýsingu yfirvalda frá október 2008. Sparisjóður Keflavíkur var rjúk- andi rúst eftir að hrunið skall á haustið 2008. Svo illa stóð sjóðurinn að þegar innlán og eignir voru fluttar yfir í SpKef sparisjóð, nýtt félag sem stofnað var undir starfsemina, var eigið fé sjóðsins neikvætt um sjö milljarða. Raunar var staðan svo slæm að slitastjórn gamla sparisjóðsins þurfti að fá úthlut- aðar 100 milljónir króna til að geta sinnt sínum störf- um. Morgunblaðið greindi frá því fyrir skömmu að það fé væri nú uppurið og væri þess vegna þörf á fjárveitingu frá ríkinu, ætti slitameðferð að halda áfram. Talið er að sameining við NBI muni geti sparað ríkinu fé, en fram hefur komið að leggja þurfi SpKef sparisjóði til að minnsta kosti 14 milljarða króna. Sameining við NBI myndi þó ekki endilega þýða að samsvarandi upphæð myndi sparast, en leggja þyrfti NBI til fé til að mæta þeim skuldbindingum sem myndu fylgja SpKef við samein- inguna. Heimildir blaðsins herma að svipaðri aðferð kunni að verða beitt og þegar innlán SPRON voru færð yfir í Arion banka, sem var þá veitt lausafjártrygging hjá ríkinu. Sam- komulag var gert við kröfuhafa SpKef í nóvember sl., um að fá greiddar 300 milljónir upp í sínar kröfur. Fari svo að innlánunum verði rennt inn í NBI, munu kröfuhafarnir ekki fá neitt í sinn hlut úr þrotabúi bankans, sem hafði gefið út ótryggð skuldabréf fyrir 35 milljarða króna. Innlán verði færð til NBI  Allt stefnir í að SpKef sparisjóður sameinist NBI  Bankasýslan átti frum- kvæðið  Samkomulag við kröfuhafa frá því í nóvember mun þá falla niður 26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 STUTTAR FRÉTTIR ... ● Kauphöll Íslands hefur sett hlutabréf Össurar hf. á athugunarlista, eftir að aðalfundur félagsins í gær samþykkti þá ákvörðun stjórnar Össurar að afskrá félagið úr kauphöllinni. Hluthafar sem fóru með 70,47% af atkvæðum í kosningunni samþykktu tillöguna á aðalfundinum í gær. Hlut- hafar sem fóru með 29,53% af atkvæð- um á aðalfundinum greiddu atkvæði gegn tillögunni. Össur úr kauphöllinni ● Verðmat eigna Kaupþings banka jókst um 135 millj- arða króna eða um 17% á árinu 2010. Þá hefur verið leið- rétt fyrir áhrifum vegna 12% styrk- ingar á gengi krón- unnar á tímabilinu, að því er segir í til- kynningu frá skila- nefnd. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir geng- isáhrifum nemur raunaukning á virði eigna á árinu 2010 135 milljörðum króna, en til samanburðar nam raun- verðmætaaukning 129 milljörðum króna á árinu 2009. Þóknanatekjur skilanefndar á árinu 2010 námu um 1,3 milljörðum króna. Virði eigna Kaupþings eykst milli ára Kaupþing Virði eigna hefur aukist.                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-02 ++0-3/ /+-2+. /3-1+4 +0-+5/ +/4-2 +-4.3. +0+-/4 +13-,0 ++2-+. +05-4 ++0-45 /+-20/ /3-15, +0-//2 +/4-02 +-4.2 +0+-55 +13-.4 /+1-/44/ ++2-,1 +05-52 ++0-5/ /+-1,2 /3-542 +0-/50 +/,-/ +-4..+ +0/-4+ +1+-40 Gert var samkomulag við al- menna kröfuhafa Sparisjóðs Keflavíkur um 300 milljóna króna greiðslu fyrir yfirtöku á eignum, innlánum og rekstri sjóðsins í nóvember síðast- liðnum. Leiða má líkur að því að fá dæmi fyrirfinnist í fjármála- sögunni um jafn rýrar end- urheimtur kröfuhafa banka og í tilfelli SpKef, en skulda- bréfaeigendur áttu að fá samkvæmt þessu sam- komulagi um 0,86% upp í sínar kröfur. thg@mbl.is Gjörónýtt eignasafn ENDURHEIMTUR SPKEF Kröfuhafar SpKef áttu að fá tæplega eina krónu fyrir hverjar 100. ● Hagnaður Arion banka á árinu 2010 nam 12,6 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 12,9 milljarða á árinu 2009. Arðsemi eigin fjár var 13,4% á árinu. Eiginfjárhlutfall bankans styrktist um 5,3 prósentur milli ára og var 19% í árslok 2010. Hreinar rekstrartekjur Arion banka námu alls 35,6 milljörðum á árinu sam- anborið við 31,9 milljarða árið 2009. Hreinar vaxtatekjur námu 19,8 millj- örðum samanborið við 12,2 milljarða árið 2009. Hreinar þóknanatekjur námu 6,9 milljörðum samanborið við 5,9 milljarða árið 2009. Reiknaður tekjuskattur nam 3,5 millj- örðum en var 2,6 milljarðar 2009. Nýr bankaskattur nam 290 milljónum á árinu. Útlán til viðskiptavina námu 451,2 milljörðum samanborið við 357,7 millj- arða í árslok 2009. Bankinn segir, að aukningin sé einkum tilkomin vegna nýrra útlána sem bankinn fékk í tengslum við breytt eignarhald 8. jan- úar 2010. Í lok árs voru 1.260 stöðugildi hjá samstæðunni, samanborið við 1157 í árslok 2009 en starfsmönnum fjölgaði um 154 með tilkomu nýrra dótturfélaga í samstæðuna. Hagnaður Arion 12,6 milljarðar króna Arion Hagnaður Arion banka í fyrr var sambærilegur við árið 2009. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte fór ekki yfir sjálft matið á eignum þrotabús gamla Landsbank- ans, heldur fór það yfir verkferla, vinnubrögð og niðurstöður skilanefndar Landsbankans um áætl- aðar endurheimtur samkvæmt framangreindu. Í skýrslu Deloitte segir að miðað við gefnar forsend- ur séu niðurstöður eignamatsins réttar, en eins og áður segir fór Deloitte ekki yfir matið sjálft með sama hætti og ef um endurskoðunarvottun á árs- reikningi væri að ræða, að því er Þorvarður Gunn- arsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, segir í samtali við Morgunblaðið. Að öðru leyti sagði hann hins vegar að Deloitte gæti ekki tjáð sig um þá vinnu sem fyrirtækið vann fyrir skilanefndina. Eins og áður hefur komið fram var áætlað virði eigna þrotabúsins um 1.175 milljarðar króna um síðustu áramót, en var um 1.138 milljarðar í lok september í fyrra. Munurinn er 37 milljarðar króna eða um 3,2 prósent. Þegar farið er yfir helstu eignaflokka sést að þrír þeirra hafa breyst umfram aðra. Reiðufé hef- ur aukist um 68 milljarða króna og metið virði eigna í hlutabréfum hefur aukist um 58 milljarða. Á hinn bóginn hefur virði útlána til viðskiptavina minnkað um 69 milljarða. Aðrir þættir hafa breyst minna. Hluta af lánum til viðskiptavina hefur verið breytt í hlutafé, en áhugavert er samt að sjá að væntar endurheimtur á hlutabréfaeign eru nú sagðar mun betri en þremur mánuðum fyrr. Þá var reiknað með 78 prósenta endurheimtum á þessum lið, en nú er spáð 99 prósenta endurheimt- um. Ekki formleg endurskoðunarvottun  Deloitte fór yfir verkferla og aðferðir við mat á eignum gamla Landsbankans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.