Morgunblaðið - 05.03.2011, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.03.2011, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 ✝ Einar Traustifæddist í Reykjavík 18. apríl 1982. Hann lést 20. febrúar síðastlið- inn. Einar Trausti var sonur Sveins Trausta Guð- mundssonar og Svanhildar Karls- dóttur. Systkini hans eru 1) Helga, f. 1977, maki Bjarki Kárason, og eiga þau fjögur börn. 2) Karl, f. 1980, maki Margrét Lilja Árnadóttir, og eiga þau þrjú börn. Systkini sammæðra er Jón Ingi Þórð- arson, f. 1990, maki Karen Rut Ragnarsdóttir, og samfeðra er Eva Lísa Sveinsdóttir, f. 1995. Fósturfaðir hans er Þórður Helgi Jónsson, maki Sigríður Jónsdóttir, maki Svanhildar er Runólfur Hauksson, og maki Sveins er Guðný A. Jónsdóttir. Einar Trausti ólst upp í Hrútafirði til þriggja ára ald- urs. Þaðan flytur hann í Borg- kringlukasti og 8. sæti í kúlu- varpi. Árið 1999 hafnaði Einar Trausti í 2. sæti í spjótkasti á Evrópumóti spastískra sem fram fór í Nottingham auk þess að hafna í 5. sæti í kringlukasti og 6. sæti í kúluvarpi. Þess má geta að Einar átti heimsmet í um klukkustund í spjótkasts- keppninni á þessu móti. Árið 2000 var Einar Trausti meðal sex keppenda frá Íslandi sem náðu tilskildum lágmörkum fyr- ir Ólympíumót fatlaðra sem fram fór í Sydney. Meiðsli höfðu þá um skeið háð honum en þar hafnaði hann í 5. sæti í spjót- kasti og 10. sæti í kringlukasti. Einar Trausti var tvívegis val- inn íþróttamaður ársins hjá UMSB og einu sinni íþróttamað- ur ársins hjá Borgarbyggð. Ein- ar Trausti hætti keppni á al- þjóðavettvangi eftir Ólympíumótið og tók síðast þátt í mótum á vegum ÍF árið 2003. Hann setti mörg Íslandsmet í spjótkasti, kringlukasti og kúlu- varpi sem enn standa. Einar Trausti starfaði lengst af á Olís í Borgarnesi og bjó mestalla sína ævi í Borgarnesi. Einar Trausti verður jarð- sunginn frá Borgarneskirkju í dag, 5. mars 2011, og hefst at- höfnin kl 14. arnes þar sem hann elst upp með móð- ur sinni, fóstur- föður, Þórði Helga Jónssyni, og systk- inum. Einar Trausti fæddist með líkamlega fötl- un og hafði ein- stakt göngulag sem hann lét ekki hindra sig í að njóta lífsins. Snemma fór hann að iðka íþróttir og náði fljótt góðum ár- angri. Hann tók þátt í ýmsum mótum bæði hér innanlands sem á alþjóðavettvangi. Mark- vissar æfingar í þjálfun hóf hann árið 1997 undir hand- leiðslu Írisar Grönfelt og Kára Jónssonar, landsliðsþjálfara ÍF í frjálsum íþróttum. Árið 1998 var Einar Trausti valinn til keppni á heimsmeist- aramót fatlaðra sem fram fór í Birmingham þar sem hann vann til bronsverðlauna í spjótkasti auk þess að hafna í 4. sæti í Elskulegur frændi og vinur, Einar Trausti, kom inn í fjöl- skyldu okkar þegar hann var rétt fjögurra ára. Lítill ljóshærður kútur með bjart bros og blik í augum. Oft dáðumst við að dugn- aði hans og lífsgleði en lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Einar Trausta. Hann lét fötlun sína ekki aftra sér frá því að fara hratt upp og niður tröppurnar á Böðvarsgötunni og oft fannst ömmu og afa hann ekki fara nógu varlega. En það þurfti að flýta sér og sýna okkur hvað hann kæmist hratt. Einar réð líka bet- ur við hraðann í tröppunum en við héldum. Nú á sorgarstundu er gott að eiga góðar minningar um samverustundir með Einari Trausta. Þau voru oft barnmörg afmælin og grillveislurnar þegar börnin voru lítil. Alltaf var Einar Trausti brosandi og hress. Við fylgdumst með þegar Einar tók þátt í íþróttastarfi og dáðumst að elju hans og Þórðar og Svanhild- ar sem voru dugleg að fylgja hon- um eftir og styðja við bakið á honum. Við vorum afar stolt þeg- ar hann kom heim með verðlaun- in sín frá útlöndum, hann var til mikillar fyrirmyndar fyrir land og þjóð í sinni íþróttaiðkun. Ein- ar Trausti átti stóra fjölskyldu og marga vini. Það eru margir sem eiga um sárt að binda við fráfall hans. Við vottum foreldrum hans og fósturforeldrum innilega sam- úð svo og systkinum hans og frændfólki. Guð blessi þennan góðan dreng sem nú er fallinn frá alltof snemma. Minningin um Einar Trausta mun lifa í hjörtum okkar. Jón afi og Inga amma, Gunnar, Garðar, Sesselja, Finnbogi og fjölskyldur. Minn ástkæri bróðir, Einar Trausti, er nú farinn frá okkur en minningar um hann og allt sem hann gerði lifa í okkur öllum. Við ólumst upp saman, hann orðinn 8 ára þegar ég fæðist. Sjálfsagt var ég litli pirrandi bróðirinn sem alltaf stríddi og eyðilagði ég til dæmis stórt púsl sem hann var lengi búinn að vera að setja sam- an en alltaf náðum við að sættast. Þegar ég var kominn á þann ald- ur að skilja hvað íþróttir voru þá varð ég strax mjög glaður að sjá hvað Einar var duglegur í íþrótt- um og montaði ég mig óspart í grunnskóla að stóri bróðir minn hafi átt heimsmet í smástund og farið til Sidney að taka þátt í Ól- ympíuleikunum árið 2000. Svo flutti hann í bæinn til Kalla bróð- ur og misstum við þá samband hvor við annan um stund. En það leið ekki á löngu þar til hann flutti aftur í Borgarnes og ég kominn á þann aldur að hann nennti að vera með mér, komnir með svipuð áhugamál og gátum spjallað saman um hitt og þetta. Svo náði ég að smita hann af einu aðaláhugamáli hans, eða okkar réttara sagt, tölvuleikjum. Við keyptum okkar sína tölvuna hvor og byrjuðum að læra á þetta allt smám saman. Svo ekki fyrir löngu vorum við byrjaðir að vera í tölvuleikjum flestalla daga, hringdum hvor í annan að metast um hvor væri kominn lengra og svo framvegis. Þær munu aldrei gleymast hjá mér minningar mínar um hann þegar við vorum nokkrir að spila saman, eða bara tveir, langt fram á nótt eða þær ferðir sem við fórum austur til að hitta mömmu okkar eða norður að hitta Kalla bróður okkar. Við fórum alltaf í einhverja leiki, t.d. hver er maðurinn og þess háttar leiki í þessum bíltúrum okkar. Í einum af þessu ferðum okkar austur var ég nýkominn með æf- ingaleyfi og leyfði Einar Trausti mér að keyra hluta af leiðinni. Eitt það besta við Einar var það að hann var svo jákvæður við allt og alla, allir voru vinir hans og var hann þekktur hér í Borgar- nesi fyrir sína jákvæðu hlið. Ég elska þig, Einar Trausti. Þinn litli bróðir, Jón Ingi. Elsku Einar Trausti bróðir. Það var svo mikið sjokk þegar ég fékk fréttirnar. Ég var vakinn og inni í stofu stóð prestur og sagði mér af andláti þínu, ég trúði því ekki og geri það varla enn. Ég sem ætlaði að fara flytja með fjöl- skylduna mína nær þér, til að geta hitt þig oftar og fara með þér í veiði, bíó og spila tölvuleik- ina saman. Það var svo gaman þegar þú bjóst hjá mér fyrir sunnan og í Borgarnesi, við náðum svo vel saman öll fjölskyldan. Þú hringd- ir oft í mig og sagðir mér frá nýju myndunum sem voru að fara koma í bíó, svo horfðum við á sýn- ishornin saman og skelltum okk- ur ævilega saman í bíó. Ég man það svo vel þegar þú hringdir í mig og sagðist vera fastur í snjóskafli á Ásbrautinni og ég rauk út til að moka bílinn minn upp til að koma og hjálpa þér, svo hringdirðu aftur og þá var bílinn þinn orðin bensínlaus og loksins þegar ég kom til þín þá var bílinn orðinn rafmagnslaus líka. Við gátum endalaust hlegið að þessu saman, svo skildum við bílinn þinn eftir og fórum heim til mín og fengum okkur heitt kakó saman. Ég á svo margar góðar minn- ingar með þér sem ég hugsa stöð- ugt um. Ég er líka svo stoltur af því að hafa átt þig sem bróður minn. Þú afrekaðir svo mikið. Ég var nýbúinn að monta mig við vini mína, helgina áður en þú hefðir farið að keppa á ólympísku leikunum í Ástralíu. Allar sum- arbústaðaferðirnar okkar saman og ferðalögin okkar saman, ég man svo vel eftir því þegar við systkinin fórum núna í október síðastliðinn saman í sumarbú- staðinn. Hvað það var gaman hjá okkur, við spiluðum langt fram eftir nóttu saman og spjölluðum mikið saman í heita pottinum. Minning þín og bros þitt mun alltaf lifa í hjarta mínu. Hvíldu í friði, minn kæri bróð- ir. Þinn bróðir, Karl Sveinsson. Einar Trausti er farinn, það er þungt að fá svona tilkynningu og ýmsar spurningar leituðu á okk- ur feðga á leið til Einars. Af hverju? Af hverju hann? Úr því hann þurfti að fara svona snöggt þá er ekki hægt að hugsa Einari betri dauðdaga, búinn að eyða deginum með vinum sínum og fer þreyttur að sofa og sefur enn. Það er margs að minnast við frá- fall svona góðs drengs, það voru margar baráttu- og gleðistundir sem við áttum saman, eins og þegar hann þurfti að vera í gifsi í margar vikur sjö ára gamall til að lengja sinar í fótunum, það var ekki létt en hann tók þessu með jafnaðargeði og uppskar eftir því. Það var aðdáunarvert að sjá hvað hann var duglegur og samvisku- samur við æfingar til að viðhalda þessum bata. Fljótlega fór hann að keppa í fótbolta og var í marki í yngri fl. Skallagríms. Margar góðar stundir áttum við í skúrn- um á Þórðargötunni í körfubolta eða úti á lóð í fótbolta. Ungur gekk hann í Íþrótta- félagið Kveldúlf og æfði lyfting- ar, boccia og frjálsar og keppti fyrir hönd félagsins bæði innan- lands og utan. Árið 1997 var hann valinn í landsliðið í frjálsum og keppti á tveimur heimsmeistara- mótum og vann til verðlauna á þeim báðum, á seinna mótinu setti hann heimsmet í fyrsta kasti og hélt því um stund. Ég gleymi aldrei hvar ég var þegar ég heyrði í útvarpinu að Einar Trausti úr Borgarnesi hefði feng- ið silfur á heimsmeistaramóti. Á þessum árum setti Einar Norð- urlanda- og Íslandsmet í spjót- kasti, kúluvarpi og kringlukasti og á hann Íslandsmetin enn. Há- punktur íþróttaferils hans var þegar hann var valinn til að fara á ÓL í Sydney 2000, en það voru honum mikil vonbrigði að meið- ast í baki rétt fyrir keppni en hann keppti og náði ágætis ár- angri. Hann var tvívegis valinn íþróttamaður ársins hjá UMSB og einu sinni hjá Borgarbyggð. Eftir ÓL dró hann sig úr keppni í kastgreinum og keppti eftir það í boccia. Einar elskaði dýr og mátti ekkert aumt sjá, það er minnisstætt þegar hann hringdi og sagðist vera orðinn pabbi, svo kom þögn og svo skýrði hann þetta nánar. Heimilislaus köttur hafði læðst inn til hans og fengið svo góða móttökur að læðan ákvað að skilja nýfædda kett- linga eftir hjá honum, fann að þar væru þeir í góðum höndum. Einar hafði gaman af spilum og leikjum, og þær eru ófáar gleðistundirnar sem hann átti með Jóni afa sínum þar sem þeir spiluðu og fengu sér smá korn í nös og Inga amma stjanaði við þá með mjólk og kökum. Vinir og systkini áttu góðan að í Einari, ef eitthvað bjátaði á þá var alltaf hægt að leita til hans. Einar átti einn galla og það var að hann gat aldrei sagt nei, hann vildi allt fyr- ir alla gera. Frá árinu 2004 hefur Einar unnið hjá mér á Olís, þar kom berlega í ljós hvaða mann hann hafði að geyma, þjónustulundin, nákvæmnin og snyrtimennskan. Það er ánægjulegt sem yfirmað- ur að fá símhringingar og tölvu- pósta frá viðskiptavinum sem eru að þakka fyrir góða þjónustu og viðmót og oft kom Einar þar við sögu. Það er sárt að sjá á eftir svona góðum dreng sem maður hefur verið svo stoltur af. Hvíl í friði, elsku karlinn minn. Þórður pabbi. Góður drengur er farinn, Ein- ar Trausti. Ég kynntist Einari fyrir 14 árum þegar ég kom inn í þessa yndislegu fjölskyldu. Ég var fljót að sjá hvað fjölskyldu- tengslin voru sterk. Einar var alltaf brosandi og vildi allt fyrir alla gera. Árið 2003 flutti Einar til Reykjavíkur og bjó hjá okkur og þá mynduðust sterk vina- tengsl á milli okkar og við áttum margar góðar stundir saman, oft sátum við langt fram eftir nóttu og spiluðum og spjölluðum sam- an, þú varst alltaf einn af okkur. Við gátum alltaf talað saman um allt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér og allar góðu stund- irnar okkar saman. Alltaf þegar við komum í Borganes var sjálf- sagt að við myndum gista hjá þér. Þú hafðir svo gaman af því. Ég minnist þess þegar við kom- um til þín síðasta sumar, hvað allt var skemmtilegt, grillveislan og fjölskyldustundin sem við vor- um að plana og gerðum svo, hvað við hlógum mikið saman. Svo margar minningar koma upp hjá mér en ég er svo orðlaus og dofin yfir því að þú sért farinn. Ég man svo vel eftir því þegar við báðum þig um að vera guðföður hjá Brynjari, þú táraðist af gleði, enda var aldrei farið í Borgarnes nema hitta uppáhaldsfrændann hann Einar sem var elskaður og dáður af öllum. Ég hugsa mikið um síðustu sumarbústaðaferðina okkar, sem var núna í október, það var svo gaman hjá okkur öllum. En aldr- ei hefði mér dottið í hug að þetta væri síðasta sumarbústaðaferðin okkar saman. Minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu. Elsku Einar Trausti, hvíldu í friði. Þín mágkona, Margrét Lilja Árnadóttir. Okkur langar að minnast elskulegs frænda okkar í nokkr- um orðum. Einar Trausti fæddist í Reykjavík eftir erfiða meðgöngu. Hann þurfti að berjast fyrir líf- inu frá fyrsta degi. Strax þá sýndi hann þrautseigjuna sem hann bjó yfir. Hann ólst fyrstu árin upp í Hrútafirðinum. Þar bræddi hann hjörtu okkar strax, eins og væntanlega flestra ann- arra sem hann mætti á sinni allt- of stuttu lífsleið. Það vakti fljótt aðdáun okkar hversu lítið hann lét sína líkamlegu fötlun aftra sér. Ungur flutti Einar svo með foreldrunum og systkinum í Borgarnes. Þar ólust þau upp hjá mömmu sinni og fljótlega Þórði stjúpa sínum, fyrst á Kveldúlfs- götunni og síðan á Þórðargöt- unni. Leiðir lágu oft saman, þar sem ég (Rósa) flutti líka í Borg- arnes með strákahópinn minn. Oft var kátt á hjalla og margs að minnast frá þeim tíma. Þá mynd- aðist órjúfanlegur strengur á milli drengjanna minna og Ein- ars. Síðar koma svo frænkurnar tvær til sögunnar, eftir að við Siggi hófum sambúðina í Máva- klettinum. Eftir að við fluttum í Hrútafjörðinn kom Einar Trausti alltaf í jólaboðin með brosið sitt bjarta. Það var okkur öllum ómetanlegt. Það kom fljót- lega í ljós að Einar Trausti gat flest það sem hann ætlaði sér. Hann stundaði íþróttir af eldmóð og náði áður en langt leið ótrú- legum árangri. Medalíurnar urðu ófáar. Hápunktinum náði hann svo á Evrópumóti spast- ískra árið 1999, þar sem hann náði m.a. öðru sæti í spjótkasti. Þar setti hann heimsmet, sem stóð í um klukkustund. Við vor- um öll að springa úr stolti. Árið eftir upplifði Einar svo draum- inn, að keppa á ólympíuleikum fatlaðra í Sydney. Þar lenti hann m.a. í fimmta sæti í spjótkasti, þrátt fyrir að meiðsl væru farin að há honum. Vænst af öllu hefur honum líklegast þótt að vera kjörinn íþróttamaður Borgar- byggðar. Ég (Gísli) hef búið með annan fótinn í Borgarnesi frá árinu 1999, þó að ég sé oftar annars staðar vinnu minnar vegna. Engu að síður lágu leiðir okkar Einars nokkuð reglulega saman. Það voru alltaf jafn hlýleg kynni, manni einfaldlega hlýnaði, þegar hann brosti á móti manni. Við Þórdís vorum alltaf á leiðinni að bjóða honum í heimsókn á Skallagrímsgötuna. Mikið vild- um við að samverustundirnar hefðu verið fleiri. Við getum lært ótrúlega margt af þessum unga frænda okkar, jafnvel þó að við séum eldri en hann. Guð blessi minn- ingu hans. Við vitum af honum á betri stað. Elsku Svenni, Svanhildur, Þórður, Helga, Kalli, Jón Ingi og Eva Lísa, mikið hefðum við viljað komast til þess að faðma ykkur. Guð gefi ykkur og fjölskyldum ykkar styrk á þessum erfiðu tím- um. Föðursystkinin Rósa og Gísli. Trúr, tryggur og traustur eru fyrstu orðin sem koma upp í huga mér þegar ég hugsa um hann Einar Trausta. Það eru for- réttindi í lífinu að fá að kynnast öðrum eins öðlingi. Aldrei sá maður hann öðruvísi en bros- andi. Hann heilsaði með sínu fal- lega brosi og kvaddi líka með því. Aldrei heyrði maður Einar Trausta kvarta og þrátt fyrir fötlun sína gerði hann margt sem margir héldu að væri ekki hægt, hann lét ekkert stoppa sig. Það lýsir Einari Trausta vel, hversu vel hann var liðinn og átti marga vini, allur sá samhugur er hefur verið í Borgarnesi undanfarna daga. Það er ógleymanleg tilfinn- ing að upplifa það að heilt bæj- arfélag leggist í sorg og hlýjan sem við fjölskyldan erum búin að fá er ólýsanleg og það styrkir okkur í þessum mikla missi sem við göngum í gegnum. Einar Trausti var hetja og allt sem hann gerði gerði hann vel, íþróttaferill hans er stór og mik- ill og það að keppa á ólympíu- leikum og fleiri stórmótum lýsir því hversu góður íþróttamaður hann var, hann naut sín í vinnunni og einnig að vera með vinum sínum og systkinum, miss- ir þeirra er mikill. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér. Skrítið stundum hvernig lífið er. Eftir sitja margar minningar þakklæti og trú. Þegar einhvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig. Þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Elsku Einar Trausti, takk fyr- ir þann tíma sem við áttum sam- an, héðan í frá tekur maður hvern dag sem gjöf en ekki sjálfsagðan. Sigríður (Gígí). Elsku Einar Trausti, frændi minn. Ég á svo erfitt með að trúa að þú sért farinn, að þú hafir í blóma lífsins verið tekinn frá okkur. Af hverju? Ég get ekki skilið þetta, get ekki hugsað til þess að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur. Það var svo þægilegt að vera nálægt þér, þú varst svo rólegur og traustur, blíður og góður, sann- kallað gull af manni. Ég er búin að rifja upp margar minningar um þig síðustu daga. Ég man þegar þú komst í sveitina til okkar og vildir gera nákvæm- lega allt sem Kalli bróðir þinn hafði gert, þegar hann var hjá okkur nokkru áður. Ég man þeg- ar ég bjó hjá ykkur í Borgarnesi og hjálpaði þér með dönskuverk- efnin sem þú varst ekki svo hrif- inn af. Ég man hvað þér þótti vænt um Jón Inga litla bróður þinn, og að þú eitt sinn fórst að gráta af því þú hafðir einhvers staðar heyrt að heimsendir yrði árið 2000 og þá myndi hann bara verða tíu ára. Þú hafðir engar áhyggjur af sjálfum þér, bara af litla bróður. Og ég man þegar þú kepptir á Ólympíuleikum fatlaðra í Sidney, mikið var ég stolt af duglega frænda mínum. Allar mínar minningar um þig eru góðar, þú varst svo mikið ljúf- menni, og fallegur að innan jafnt sem utan. Eftir að ég flutti til Danmerk- ur hitti ég þig ekki svo oft, en mér fannst alltaf gott og gaman að sjá þig þegar ég kom til Íslands og í Borgarnes. Sjá fallega brosið og heyra hláturinn þinn. Þess á ég eftir að sakna mikið. Ég veit að Rósa amma og fleiri hafa tekið vel á móti þér hinu- megin. Við sjáumst þar þegar að því kemur, þangað til mun ég sakna og aldrei gleyma. Þín frænka, Guðrún Ása. Nú kveðjum við elskulegan frænda og uppáhald. Við munum seint kynnast öðr- um eins ljúflingi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Fyrir hönd frændsystkina Rósa Hlín Sigfúsdóttir. Maður velti því óneitanlega fyrir sér hversu heimurinn getur verið ósanngjarn og í raun vægð- arlaus þegar maður fékk fregnir fyrst um fráfall þitt. Ótal minn- ingar flæða í gegnum huga minn þessa síðustu daga. Ég minnist fyrst og fremst dagsins sem ég kynntist þér. Það var í öðrum bekk í grunnskóla og fyrsta dag- inn sat ég við hliðina á þér. Það var eitthvað einkennilegt við þig sem mig langaði að forvitnast frekar um sem ég og gerði. Þú út- skýrðir fyrir mér á þinn einstaka hátt, á mjög hreinskilinn hátt, fötlun þína. Þessu hef ég alltaf dáðst að í þínu fari; hreinskilni, einlægni og gleði sem skein af þér. Þú hafðir þann einstaka hæfileika að geta gert grín að sjálfum þér og varst óvæginn við Einar Trausti Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.