Morgunblaðið - 05.03.2011, Side 39

Morgunblaðið - 05.03.2011, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Átökin milli okkar héldu þó áfram. Þá voru þau um hvor okk- ar skyldi leiða framboðslista flokksins og hvor sitja í öðru sæti. Tvisvar sigraði hann. Einu sinni ég. Í þeim átökum lærðist báðum að betri árangur næðist með samstöðu en átökum. Þann- ig náðum við tvisvar þeim ár- angri að Alþýðuflokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna á Vest- fjörðum af fimm samtals. Árið 1971 glataði flokkurinn þingsæti í kjördæminu. Í kosningunum 1978 og aftur í kosningunum 1987 hlaut flokkurinn tvo þing- menn kjörna. Svo mikið fékkst áorkað á svo skömmum tíma með samstöðu í stað sundurlynd- is. Karvel Pálmason var mikið þrekmenni. Án efa hefur þetta mikla líkamsþrek bjargað lífi hans þegar hann veiktist alvar- lega eftir hjartaskurð, sem hann gekkst undir í Bretlandi. Þau veikindi lögðust þó þungt á hann og urðu þess valdandi að hann dró sig í hlé árið 1991. Varð að honum mikill sjónarsviptir. Aldr- ei aftur náðist sá árangur hjá jafnaðarmönnum á Vestfjörðum sem náðist fyrir atbeina hans. Við brottför hans varð skarð fyr- ir skildi. Karvel Pálmason var glað- lyndur maður og skemmtilegur. Hann var mjög mælskur, oft harðskeyttur og jafnan fylginn sér. Síðari æviárin urðu honum erfið og þau allra síðustu mjög erfið. Smátt og smátt dró mátt- inn úr þessu mikla karlmenni uns ævistríðinu lauk. Allan þenn- an tíma eins og jafnan áður var Marta, konan hans, sá klettur, sem hann gat stuðst við. Allir samferðamenn Karvels virtu hann mikils. Við sem tók- umst svo hart á í upphafi end- uðum sem vinir. Það met ég mjög mikils. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra jafnaðarmanna á Vestfjörðum þegar ég kveð Karvel Pálmason og þakka hon- um samferðina. Víst var hann al- þýðuforingi en hann var ávallt og ævinlega fyrst og fremst einn úr þeim hópi. Það er ekki veikleiki stjórnmálamanns. Það var og er hverjum íslenskum stjórnmála- manni mikill styrkur að svo sé. Mörtu og börnum þeirra Kar- vels og öðrum afkomendum sendi ég okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Merkur samtíðar- maður er genginn. Minningin lif- ir. Sighvatur Björgvinsson, fyrrv. form. Alþýðuflokks- ins og alþm. Vestfirðinga. Þegar lífshlaup Karvels Pálmasonar er skoðað er ljóst að líf hans var ævintýri líkast. Fáir hafa lifað jafnviðburðaríka ævi og komið jafnvíða við á starfs- ævinni. Skólagangan varð ekki löng en harður skóli lífsins og náttúrugreind var hans vegvísir. Æskudraumar hneigðust að íþrótta- og æskulýðsmálum og handiðn. En Karvel fór fljótlega að vinna almenn verkmannastörf til lands og sjávar og varð fljót- lega baráttumaður fyrir bættum kjörum og aðbúnaði þeirra sem minna máttu sín. Hann varð snemma virkur þátttakandi í starfi Verkalýðs- og sjómanna- félags Bolungarvíkur og síðar formaður lengur en nokkur ann- ar. Leiðir okkar Karvels lágu fyrst saman í hreppsnefnd Hóls- hrepps 1966. Þá vorum við einn- ig samkennarar við barnaskól- ann. Karvel hafði á nemendum sínum góðan aga og lagði áherslu á hreinlæti og góða um- gengni. Var hann mikils virtur af nemendum sínum. Árið 1971 verða tímamót í lífi hans og fjölskyldu. Sá mæti maður, Hannibal Valdimarsson, óumdeildur verkalýðsleiðtogi, hafði lengi fylgst með störfum Karvels Pálmasonar og taldi vænlegt til sigurs í alþingiskosn- ingunum 1971 að fá Karvel til liðs við sig. Úrslit kosninganna urðu á þann veg að Karvel var kjörinn á þing og kom það senni- lega honum hvað mest á óvart. Seta hans á alþingi varð síðan um mörg ár og er ógjörningur í stuttri kveðju að tilgreina öll þau fjölmörgu trúnaðarstörf og setu í nefndum og ráðum sem honum var trúað fyrir bæði innan og ut- an héraðs. Undirritaður þurfti oft á 36 ára ferli sínum sem sveitar- stjórnarmaður og bæjarstjóri að leita liðsinnis Karvels við fram- faramál Bolungarvíkur og Vest- firðinga. Fyrir þá ómetanlegu liðveislu er nú þakkað. Karvel var sterkur ræðumað- ur, hafði góða tilfinningu fyrir „salnum“, var óvæginn í svörum og fastur fyrir ef á hann var hall- að, en ávallt reiðubúinn til sam- starfs og samninga ef það leiddi til góðra málaloka. Eins og flest- ir átti Karvel sín áhugamál. Segja má að hann hafi „svifið á vængjum söngsins“, var leiðandi tenór í kirkjukór Hólssóknar, söng í kvartettum og kórum og hlustaði mikið á einsöngvara. Þá hafði hann gaman af því að leika og fara í gervi gamanvísnasöngv- ara og eru þær ótaldar samkom- urnar hér heima í Bolungarvík sem hann tók þátt í. Þessum hætti hélt hann áfram, þó að á Alþingi Íslendinga væri kominn. Voru þeir vinirnir, hann og Helgi Seljan, fv. alþm., miklir aufúsu- gestir á óteljandi góðgerðarsam- komum víðsvegar um landið. Karvel lenti í alvarlegum veik- indum við kransæðaaðgerð í London er varð þess valdandi að hann dró sig til baka úr heimi stjórnmálanna. Veit ég að það var honum sárt, en hann tók þeirri breytingu með skynsemi, sem hans var von og vísa. Við Lillý þökkum þeim hjón- um Mörtu og Karvel áralanga vináttu. Það er sárt að missa ást- vin en trúin á endurfundi síðar og góðar minningar milda sorg- ina. Við sendum Mörtu, fjöl- skyldu og öllum nánum ættingj- um samúðarkveðjur. Saga Karvels geymist á blöð- um sögunnar. Góður samborgari er kvaddur og enn á ný þökkum við störf hans í þágu samfélags- ins. Blessuð sé minning Karvels Pálmasonar. Ólafur Kristjánsson. Harmur er að huga kveðinn þegar minn kæri hollvinur og söngfélagi um ótalin ár er af heimi horfinn. Kynni okkar voru allt frá árinu 1971 þegar báðir voru kosnir á Alþingi, sannar- lega okkur að óvörum. Það var eiginlega svo eðlilegt og sjálfsagt að gott samband skyldi myndast strax með okkur úr vestrinu og austrinu, margt sameinaði okkur í viðhorfum og áþekk áhugamál voru ætíð til staðar á vegferð okkar. Hreinskiptni og einlægni voru þeir eðliskostir er ein- kenndu hann við fyrstu kynni, þeir góðu kostir voru þar ætíð í fyrirrúmi. Á vettvangi þingsins áttum við samfylgd árafjöld og þar bar aldrei skugga á. Karvel var hug- djarfur og fylgdi málum fast eft- ir, hvað beztur í snarpri orða- hríð, en alltaf sanngjarn og blessunarlega laus við allan orð- hengilshátt, hitti þá oft naglann á höfuðið með hnyttnum athuga- semdum, svo einkar gaman var á að hlýða, rómsterkur og mál- snjall. Byggðirnar fyrir vestan og fólkið þar áttu öruggan stað í hug hans og hjarta, betri tals- mann var ekki hægt að hugsa sér. En kynni okkar voru enn meiri og hugumkærari utan þingsala, við vorum söngfélagar í mörg ár þar sem Sigurður Jóns- son tannlæknir sá um tónaflóð píanósins. Gamanvísur voru okk- ar dálæti og víða var farið og sungið: á mörgum sjúkra- og endurhæfingarstöðvum, oftlega hjá öldruðum sem og óteljandi félögum og samkomum þar sem hið græskulausa gaman réð för, jafnt í vísum sem sögum. Karvel var afbragðsgóður söngvari og hefði náð langt á þeirri braut, það sögðu ekki ómerkari menn en Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson. Hann hafði undurgóða tenórrödd, raddsviðið var mikið og jafnvígur virtist hann vera á ómstríð lög sem þau þýðustu. Öllum sem á hlýddu er ógleymanleg túlkun hans á Saumakonuvísunum svo og Hjónabandsvísunum þar sem ágætir leikhæfileikar hans héld- ust í hendur við söngröddina. Enn erum við Sigurður minntir á þetta þótt áraraðir séu að baki og hrifningin leynir sér hvergi hjá fólki. Karvel fór í hjartaaðgerð til Lundúna fyrir 25 árum með skelfilegum eftirköstum, en var heimtur úr helju og fræg sjúkra- saga hans og staðfesta um leið, aldrei neinn bilbugur á kappan- um í ofurerfiðri baráttu hans, sannkölluð hetjusaga. Karvel var gæfumaður um svo margt, átti mikla úrvalskonu prýðilegra eig- inleika og börn þeirra og aðrir afkomendur mikið ágætisfólk. Hugur okkar Hönnu er nú hjá okkar góðu vinkonu Mörthu Kristínu og hennar fólki. Henni og þeim öllum sem áttu hann nánastan að sendum við einlæg- ar samúðarkveðjur. Með Karvel er horfinn eftir- minnilegur maður af vettvangi þjóðmálanna, sjálfum sér ævin- lega samkvæmur, ötull baráttu- maður fyrir láglaunafólk og landsbyggðina, farsæll og vaskur félagi sem ég kveð í mikilli þökk fyrir alla samfylgdina. Blessuð sé kær og mæt minning hins góða drengs. Helgi Seljan. Það var um fjögurleytið í gær, 23. febrúar, sem síminn hringdi og mér var sagt að Karvel Pálmason vinur okkar allra „væri fluttur“ því pabbi minn spurði alltaf „hver er fluttur?“ þegar hann sá íslenska fánann í hálfa stöng. Karvel er bara flutt- ur og fer að undirbúa jarðveginn fyrir okkur þegar við komum. Á svona tímamótum reikar hugurinn til baka til bernskuár- anna þegar við strákarnir frétt- um að Karvel átti að vera lög- reglumaður í víkinni okkar. Þá yrði bara gaman og það var stundum gaman, nema þegar hann náði manni því þá þurfti maður að lofa svakalega vel að gera þetta aldrei aftur. Það mundum við misvel en við eigum góðar minningar um þennan tíma. Eitt sinn mættum við Hlíð- ar Kjartansson á fund hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur sem haldinn var á sunnudegi. Okkur var samstund- is vísað á dyr því hann Karvel og Líndal voru að elta okkur kvöld- ið áður. Skiljanlega vildi hann ekki hafa okkur á fundi. Við skildum það vel, vorum bara að prófa, ekki datt mér þá í hug að ég ætti það eftir að verða for- maður í því félagi síðar. Svo liðu árin og ég fór að taka þátt í störfum Verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungarvíkur og þá kynntist ég Karvel betur. Ég fór með honum á fundi á Ísafjörð þar sem rætt var við atvinnurek- endur. Þá skildi ég vel hvað það hafði mikið að segja að tala við þá á réttan hátt. Svo kom að því að Karvel spurði mig hvort ég gæti hugsað mér að taka sæti í stjórn verkalýðsfélagsins, það vantaði gjaldkera. Björg Krist- jáns væri að hætta. Ég játti því og er það sú mesta upphefð sem ég hef orðið fyrir, að mér finnst. Því gleymi ég ekki. Einu sinni vorum við á ein- hverju þinginu fyrir sunnan og fórum að borða á Hótel Holti. Þá stakk Marta upp á því við okkur Mundu að panta „Tóna hafsins“ sem ég gerði en Munda pantaði hreindýrakjöt. Það fór nú svo að ég borðaði hreindýrakjötið, Mundu líkaði betur við Tóna hafsins. Þessi réttur var í uppá- haldi hjá þeim Mörtu og Karvel og höfum við oft eldað hann síð- an. Þegar hugurinn leitar til baka get ég ekki sleppt því að minnast á það sem Karvel þótti mest til koma en það var að koma á Kall- astofu og hitta þar Gunnar Leós- son og Gunnar Halldórsson. Það voru slíkir skemmtifundir að hvert leikhús hefði verið vel sett með slíka dagskrá sem þar fór fram. Þangað varð maður að koma og líta í boxið, það sagði sig sjálft, því sleppti ég ekki ef ég gat. Munda spurði oft þegar ég kom heim: „Komstu við á Kallastofu?“ Lífið er eitt ferðalag og hót- elið er jörðin. Ég segi eins og pabbi minn sagði: „Við deyjum ekki, við flytjum. Það er meiri þörf fyrir okkur annars staðar.“ Marta mín, við Munda þökk- um fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með ykkur og vottum þér og þinni fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Guðmunda Ásgeirs- dóttir og Sigurður Þor- leifsson, Sandgerði. Látinn er í Bolungarvík Kar- vel Pálmason verkalýðsforingi og síðar alþingismaður. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja Karvel og þakka hon- um góða leiðsögn og vináttu við mig og mitt fólk. Ég hafði heyrt margt gott um Karvel frá föður mínum en kynni okkar hófust í raun ekki fyrr en á árinu 1980 þegar ég flutti aftur á mínar heimaslóðir á Flateyri og hóf þátttöku í félagsmálum og síðar stjórnmálum. Með okkur Karvel tókst strax góð vinátta og áttum við eftir að vinna lengi og vel saman, var það mér góður skóli að fylgjast með störfum hans og leggja honum það lið sem ég gat. Karvel var alinn upp í verkalýðs- hreyfingunni eins og hún var á þeim tíma og var trúr þeirri hug- sjón alla tíð, það var því sjálfsagt hjá okkur sem höfðum svipaðan grunn að styðja hann til þing- mennsku og þeirra trúnaðar- starfa sem hann síðar gegndi. Á árunum 1980 til 1990 var mikil gerjun í stjórnmálum á Vestfjörðum, fjórðungurinn var þá, eins og nú, að berjast fyrir tilveru sinni og þurfti því röska forystumenn til að standa vakt- ina. Karvel var einn af þessum forystumönnum sem aldrei gáfu eftir væru vestfirskir hagsmunir í húfi, eflaust hefur hann stund- um rekist illa í flokknum en hann hugsaði fyrst um sitt fólk heima á Vestfjörðum áður en hann hugsaði um flokkinn. Það var þessi eldhugur sem hreif okkur stuðningsmenn hans til að fylgja honum og treysta og leggja honum það lið sem við gátum. Heima á Flateyri átti Karvel sterkt kjörfylgi og traustan hóp stuðningsmanna úr öllum flokkum, hann rækti þessa vináttu vel og kom oft til Flat- eyrar og hélt kröftuga baráttu- fundi. Það var gaman að vera í bakvarðasveitinni fyrir þennan forystumann sem við vorum stoltir af og treystum til allra góðra verka og vil ég að leið- arlokum þakka Karvel hans góðu störf fyrir vestfirskar byggðir og þá vináttu og traust sem hann sýndi mér og minni fjölskyldu. Karvel var ekki einn á ferð, hann átti Mörthu sem var hans mesta gæfa á lífsleiðinni. Martha fylgdi Karvel oft á ferðum hans og studdi í veikindum hans og öllum hans störfum og bjó hon- um skjól alla tíð. Missir hennar og barnanna er mestur en þau eiga í huga sér margar góðar minningar um góðan og traustan eiginmann og föður sem hafði hugsjónir og barðist fyrir þeim alla tíð. Við Margrét sendum Mörthu og fjölskyldunni allri samúðar- kveðjur og biðjum þeim Guðs- blessunar. Margrét og Ægir E. Hafberg. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar, eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR, Lækjasmára 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi og á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Roðasölum, fyrir frábæra umönnun. Jón A. Þórarinsson, Guðný Rut Jónsdóttir, Lárus Valberg, Ólafur Haukur Jónsson, Inga Lára Helgadóttir, Arnfinnur Sævar Jónsson, Helga Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA JÓNSDÓTTIR, Skógarbæ, áður til heimilis að Hraunbæ 88, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. mars 2011 kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS - samtök aðstandenda Alzheimersjúklinga. Við viljum þakka starfsfólki Fríðuhúss og Skógarbæjar fyrir alúðlega og hlýja umönnun. Guð blessi ykkur. Marteinn Jensen, Petrica Ardalic, Steinar Á. Jensen, Hólmfríður Geirsdóttir, Unnur Inga Jensen, Alfred George Wilmot, Valgerður H. Jensen, Hákon V. Uzureau, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÁGÚST KRISTJÁNSSON, Ásgarði 121, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. mars kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnadeildina Ingólf, Reykjavík. Svala Aðalsteinsdóttir, Aðalheiður Sigurðardóttir, Sólrún Ósk Sigurðardóttir, Árni V. Sigurðsson, Ester Sigurðardóttir, Andrés B. Bergsson, Hjálmar Guðni Sigurðsson, Shelley Sigurdsson, Jóhannes Ari Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu hlýhug og samúð vegna fráfalls eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu okkar, INGIBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR, Íu. Þórir Gunnarsson, Soffía Bjarnadóttir, Gunnar Egill Þórisson, Bríet Þorsteinsdóttir, Soffía Rut Þórisdóttir, Þorsteinn Már Þorsteinsson, Þórir Ingi Þorsteinsson og Elma Lind Egilsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, stjúpmóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU MAGNÚSDÓTTUR. Þórdís Guðmundsdóttir, Friðrik Sigurðsson, Arnór Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Rafn Viborg Guðmundsson, Ragna Vigdís Jónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Sveinn Jónsson, Jens A. Guðmundsson, Valgerður Hallgrímsdóttir, Sigríður M. Guðmundsdóttir, Kjartan Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.