Morgunblaðið - 05.03.2011, Síða 42

Morgunblaðið - 05.03.2011, Síða 42
42 MINNINGAR Afmæli MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Konráð Sæmunds- son, fyrrverandi verslunarmaður, Gullsmára 10, verð- ur 95 ára á morgun, sunnudaginn 6. mars. Konráð fæddist á Hjalteyri við Eyja- fjörð og ólst þar upp og gekk þar í barna- skóla. Hann stundaði sjómennsku á árunum 1930-53, vann við byggingu síldarverk- smiðju Thorsaranna á Hjalteyri veturinn 1936 og í verksmiðjunni á sumrin frá 1937-43, vann al- menn verkamannastörf og síðar verslunarstörf hjá skipasmíða- stöðinni Dröfn Hafnarfirði 1955- 91. Konráð giftist Sigurlaugu Friðgeirsdóttir 27. okt. 1951 og reistu þau sér heimili að Ránar- götu 22 á Akureyri, en vegna slæms atvinnuástands á Akur- eyri fluttu þau búferlum til Hafn- arfjarðar árið 1955 að Holtsgötu 10 þar í bæ, en 31. okt. 1957 fluttu þau á Holtið, á Mosabarð 10 sem í þá daga var úthverfi Hafnar- fjarðar, vatnslaust og án frá- rennslislagna en þangað var flutt í kjallarann meðan efri hæðin var Konráð Sæmundsson kláruð. Á Mosa- barðinu urðu bú- skaparárin 41. Eftir 4l gott ár í Hafnar- firði flytja þau í Kópavoginn að Gull- smára 10 þar sem hann býr nú einn eftir að Sigurlaug lést 7. ágúst 2004 á 79. aldursári. Foreldrar Kon- ráðs voru Sæmund- ur Kristjánsson og Þorgerður Konráðsdóttir. Þau eignuðust sex drengi en tveir létust, annar var tvíburi Konráðs sem lést eftir fæðingu. Eftir að Konráð flutti í Gull- smárann setti hann á stofn báta- smiðju í geymslunni og smíðaði þar módel af bátum sem hann hafði verið á eða minntist frá gamalli tíð en þau urðu alls 18 talsins og eru nú 15 varðveitt á Akureyri og 3 á Sjóminjasafni Reykjavíkur, en öll voru þau af norðlenskum bátum frá síldarár- unum. Á afmælisdaginn ætlar Kon- ráð að taka á móti gestum í Gull- smára 13, félagsheimili aldraða milli kl. 14 og 16 og afþakkar vin- samlega allar gjafir. Ómar Konráðsson. ✝ Anna ÞórkatlaPálsdóttir fæddist á Sauð- árkróki í Skaga- firði 2. september 1947. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 22. febrúar 2011. For- eldrar hennar voru Páll Þorkelsson, f. 18. mars 1908, d. 24. júlí 1976, og Kristín Jónsdóttir, f. 13. maí 1913, d. 27. maí 2006. Alsystur Önnu voru Þórdís Pálsdóttir, f. 18. desember 1945, og Sig- urlaug Pálsdóttir, f. 14. febrúar 1952. Hálfbróðir Önnu samfeðra var Jónas Þór Pálsson, f. 15. apríl 1930, og hálfsystkini Önnu sammæðra voru Erla Baldvina Helgadóttir, f. 1. júní 1934, d. 15. júní 1935, Jón Sigurður Helga- son, f. 5. október 1938, og Erla Björk Lárusdóttir, f. 30. ágúst 1941. Anna lauk námi frá gagnfræðaskóla Sauðárkróks og var við nám við hús- mæðraskólann á Varmalandi í Borg- arfirði veturinn 1966 til 1967. Hún hóf ung störf á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og starfaði þar alla sína starfs- ævi, lengst af við umönnun aldr- aða. Anna var einstaklega fórn- fús og barngóð og ekki síst reyndist hún frændsystkinum sínum einstaklega hlý og góð. Útför Önnu verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 5. mars 2011, og fer athöfnin fram kl. 11. Elsku besta Anna mín, ég trúi því varla ennþá að þú sért farin og að ég eigi aldrei aftur eftir að heyra í þér. Krabbameinið sigr- aði þessa baráttu og ég sem hafði aldrei trúað öðru en þú myndir sigra. Ég er alin upp í algjörum forréttindum með þér, ömmu, mömmu og Þórdísi frænku og auðvitað var ég dekr- uð út í eitt. En þú, elsku Anna mín, varst alltaf í uppáhaldi hjá mér og þú varst svo miklu meira en bara uppáhaldsfrænkan mín. Þú varst besta vinkona mín. Ég gat leitað til þín með allt, sama hvað það var. Þú og mamma voruð klett- arnir mínir í veikindum mínum, þið rákuð mig áfram og ég fékk aldrei að hugsa þá hugsun til enda að gefast upp, það var ein- faldlega ekki í boði. Þegar ég var búin að vera í stífum æfing- um inni á Reykjalundi frá klukk- an átta til fjögur, komuð þið síð- an eftir klukkan fjögur og þá var ekki í boði að slaka á heldur þvert á móti. Á fætur skyldi ég og á fætur komst ég. Það er nú engin spurning að ég væri nú al- veg örugglega ekki komin á þann stað í lífinu sem ég er í dag ef ég hefði ekki átt ykkur að. Þú varst yndið mitt, elsku Anna, og þú studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Ég er t.d. búin að vera lengi í há- skólanámi. Þú skildir aldrei þennan áhuga á skólanum hjá mér, því að ég var oft illa haldin að kvíða. Þú hvattir mig þó áfram og hlustaðir alltaf á mig þegar ég þurfti. Þú varst hjá mér þegar mér leið sem verst og oftar en einu sinni hef ég heyrt þessa setningu: „Þú ferð í prófið eða þá hættir þessu rugli bara.“ Í prófin fór ég yfirleitt með dyggri hjálp frá þér og mömmu. Þið hvöttuð mig áfram og væri ég ekki búin með mitt háskólanám og byrjuð í meistaranámi nema þið hefðuð staðið með mér í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Það var líka dásamlegt að fylgjast með því hvernig þú og Ívar Örn urðuð bestu vinir, hvað hann hlakkaði alltaf til að koma og fá að sofa í holunni hennar Önnu og hann elskaði það þegar þú komst í bæinn og hann fékk að lúlla hjá þér. Kristófer Páll talaði mjög mikið um þig og þú varst í uppáhaldi hjá honum líka. Elsku Anna, þessi síðasta vika hefur verið erfið. Söknuður- inn er mikill og það verður erfitt að læra að lifa án þín en núna ertu komin á betri stað þar sem þú ert laus við ógleðina og fóta- kuldann. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þig að og þú kenndir mér að vera betri mann- eskja með hlýjunni þinn. Ég elska þig, Anna mín, og mun ávallt sakna þín. Þín Pála Kristín. Elsku besta Anna mín. Ég elskaði þig meira en ég á orð yfir, þú varst í algjöru uppá- haldi hjá mér. Það má eiginlega segja að ég hafi átt tvær ömmur á Sauðárkróki þó að þú værir ekki amma mín heldur frænka. Núna ertu orðin engill og fylgist með mér. Þú ert búin að hitta Guð og Jesú og alla sem við þekkjum sem eru dánir, ömmu Stínu og Markó. Ég ætla að vera góður strákur og passa upp á ömmu Sigurlaugu. Ég spurði hana hvort hún vildi búa hjá okkur en hún sagði kannski. Ég held að hún vilji búa áfram í húsinu ykkar á Sauðárkróki. Elsku Anna mín, ég lofa líka að passa litla bróður fyrir þig og mamma sagði að þú sæir okkur þó að ég geti ekki talað við þig. Mér finnst það mjög leiðinlegt að geta ekki talað við þig oftar og lúllað hjá þér eða leikið við þig. Ég og Kristófer Páll sökn- um þín alveg ótrúlega mikið og við elskum þig. Þinn Ívar Örn. Anna Þórkatla Pálsdóttir ✝ GuðmundurGottskálksson var fæddur 16. apríl 1931 á Hvoli í Ölfusi. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 23. febrúar 2011. Foreldrar hans voru Gottskálk Gissurarson bóndi og organisti, f. 4.7. 1902, d. 16.9. 1964 og Gróa Jónsdóttir húsmóðir, f. 8.9. 1907, d. 30.11. 1992. Systkini Guðmundar: Jórunn, f. 16.4. 1933; Salvör, f. 2.7. 1939, d. 17.12. 2005; Guðrún Ásta, f. 24.5. 1946; Gizur, f. 4.3. 1950. Guðmundur kvæntist 8.4. 1961 Þuríði Magnúsdóttur, f. 8.4. 1936, matráðskonu. Þau slitu samvistir 1976. Þuríður er dóttir Magnúsar Guðmunds- sonar, bónda á Torfastöðum í Fljótshlíð og Guðbjargar Jóns- dóttur húsmóður. Börn Guð- mundar og Þuríðar eru Magn- ús, f. 20.9. 1959, forstöðu maður flutningsdeildar MS á Selfossi, kvæntur Sigrúnu Guð- mundsdóttur sjúkraliða og eiga þau tvo syni, Bergsvein Hjalta, f. 4.10. 1982, og Þór- arin, f. 31.3. 1989, maki Hjör- dís Ólafsdóttir f. 24.9. 1990; Lilja, f. 8.12. 1961, versl- 22.4. 1969, framhaldsskóla- kennari, búsett í Reykjavík, gift Sverri Hafsteinssyni fé- lagsliða, f. 13.3. 1955. Barn að aldri lærði Guð- mundur að leika á hljóðfæri hjá föður sínum og afa sem báðir voru organistar og að- eins 10 ára spilaði hann á orgel á barnaskemmtunum. Guð- mundur stundaði nám í org- elleik hjá Kristni Ingvarssyni organista, hóf síðan nám í Tón- listarskóla Reykjavíkur hjá dr. Páli Ísólfssyni og síðan hjá Ró- bert Ahrahm Ottóssyni á veg- um þjóðkirkjunnar. Guð- mundur hóf búskap á Kvíarhóli og vann með búskapnum sem organisti Kotstrandar- og Hveragerðissóknar og seinni ár hjá SS. Guðmundur hefur starfað mikið við tónlist. Hann var undirleikari hjá kórum og kvartettum og þá spilaði hann víða á samkomum en lengst af við messur og helgistundir hjá Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Hann gaf út tvo geisladiska, þann fyrri í tilefni af 70 ára af- mæli sínu en á honum spilar hann á orgel Selfosskirkju lög eftir Bach, Mozart o.fl. og seinni diskinn í tilefni af 75 ára afmæli sínu en á honum syngur Kammerkór Suðurlands lög eftir hann sjálfan. Guðmundur hafði einnig mikið yndi af garðyrkju var með gróðurhús og ræktaði hann þar bæði blóm og grænmeti. Útför Guðmundar fer fram frá Kotstrandarkirkju í dag, 5. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 14. unarmaður á Sel- fossi, gift Eggerti Guðmundssyni húsasmíðameist- ara og eiga þau fjögur börn, Kol- brúnu Dögg, f. 5.10. 1980, gift Carmine Imp- agliazzo, f. 6.10. 1979, dóttir þeirra Katia Líf, f. 2.5. 2010; Sólrúnu Tinnu, f. 20.11. 1982, maki Óskar Björn Óskarsson, f. 11.9. 1982; Guðmund, f. 23.6. 1984, maki Elín Mjöll Lárusdóttir, f. 16.12. 1984, sonur þeirra Gabríel, f. 3.12. 2009, og Þuríði Elvu, f. 1.7. 1994; Gróa, f. 1.8. 1963, verslunarmaður búsett í Hafnarfirði, og á hún þrjú börn, Inga Þór, f. 30.4. 1986, maki Emelie B. Sandberg f. 8.1. 1992 sonur þeirra Benja- mín Þorsteinn, f. 26.4. 1990, Klöru Ósk, f. 6.7. 1990, maki Adilson D. Fortes, f. 3.7. 1979, og Ingibjörgu Gróu, f. 10.2. 1995; Gottskálk, f. 3.12. 1965, sjómaður, búsettur á Selfossi, kvæntur Sigurlaugu Grétu Magnúsdóttur, f. 20.12. 1973, bréfbera og eiga þau þrjú börn, Rebekku Þórnýju, f. 20.12. 1995, Magnús Dag, f. 18.8. 1999, og Hugrúnu Lilju, f. 25.11. 2010; Jóna Guðbjörg, f. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Pabbi minn var mjög trúaður, ég man að ég heyrði hann fara með faðir vorið á kvöldin, heyrði það gegnum vegginn. Ég man hvað var gaman að fara með hon- um í fjárhúsið og gefa kindunum. Seinna er hann var fluttur í Hveragerði og ég á Selfoss, þar sem ég stofnaði fjölskyldu, vor- um við dugleg að heimsækja hvort annað. Pabbi kom oft til okkar, stundum daglega en alltaf átti hann eitthvert erindi og stoppaði stutt, fékk kaffi og köku hjá mér, en hann var mikill sæl- keri, og oftar en ekki var sest við píanóið. Mjög oft færði hann okkur eitthvað, t.d. slög, er hann vann í SS, sem við notuðum í bjúgu, mikið af berjum á haustin, kom með hrútaber, sérstaklega fyrir Eggert en þeim báðum fannst sultan úr þeim sérlega góð, pabbi fékk alltaf sultu- krukkur með sér heim. Svo kom hann með jólastjörnur til okkar fyrir jólin og blóm og grænmeti á sumrin og haustin. Hann var með gróðurhús og var mjög dug- legur og natinn að rækta í því gúrkur, tómata og allskonar blóm. Við komum oft til hans í Heið- mörkina með krakkana og alltaf átti hann eitthvað til fyrir þau inni í búri, kex, kökur eða brjóst- sykur. Við hjálpuðum honum ef þurfti eitthvað að gera úti sem inni, t.d. hjálpuðum honum að mála húsið, taka til í garðinum, en hann var alveg sérstaklega duglegur að hugsa um hann, var bókstaflega alla daga allt sum- arið í garðinum, en sú vinna gaf honum ómælda ánægju og auð- vitað góða hreyfingu og útiveru. Einnig hjálpaði Eggert honum ef eitthvað var að bílnum hans en pabbi hugsaði sérstaklega vel um bílinn sinn, var alltaf að þrífa hann og bóna, vorum stundum að grínast með það að hann myndi enda á að bóna á hann gat. Verð líka að minnast á hvað hann var duglegur að þrífa inni hjá sér, meira að segja viðraði hann húsgögnin og gardínur reglulega. Síðust æviár sín bjó hann á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hvera- gerði en þar leið honum afskap- lega vel og var vel hugsað um hann þar. Starfsfólkið fær okkar bestu þakkir fyrir gott og óeig- ingjarnt starf og vinskap og vin- áttu sem það sýndi pabba. Pabbi minn, þú fékkst hægt og friðsælt andlát meðan lögin þín fallegu hljómuðu og börnin þín voru hjá þér. Minning þín og tónlistin þín lifir. Við söknum þín. Lilja og Eggert. Við systkinin eigum margar góðar minningar um þær stundir sem við áttum með afa. Hann var duglegur að halda tónlistinni að okkur og er ekki að undra að bæði Sólrún og Þuríður Elva skyldu hafa farið í píanónám og var afi mikill áhrifavaldur í því vali. Hann gaf Sólrúnu hennar fyrsta hljómborð og hjálpaði henni að læra fyrir stigsprófin. Þuríður Elva lærði söng hjá Glúmi Gylfasyni, sem afi lærði sjálfur hjá, og á tónleikum spil- aði hún stundum og söng lög eft- ir afa. Hann var fljótur að koma auga á hver af okkur systkinun- um væru með píanófingur, eins og hann sjálfur, og þau okkar sem komust ekki í þann hóp voru þó allavega með græna fingur – eins og afi orðaði það. Það var alltaf spennandi að fá að kíkja í gróðurhúsið og sjá hvað afi var að rækta hverju sinni, hvort sem það voru gúrkur, tómatar eða eitthvað meira framandi. Þegar Kolbrún var í pössun hjá Gróu langömmu kom afi alltaf í morg- unkaffi og færði þeim fersk vín- ber. Eftir langa daga í garðinum var vinsælt að stilla sjónvarpið á Leiðarljós og gamla stáldósin var alltaf annaðhvort full af súkku- laðikúlum eða kandís fyrir barnabörnin. Afi var mikill barnakarl og kom það bersýni- lega í ljós þegar hann hélt í fyrsta skipti á Gabríel langafa- barninu sínu – hann var mikið stoltur og ánægður. Án efa þá var stóra ástin í lífi hans tónlistin hans sem hann skilur eftir sig fyrir okkur og hvílir hann nú í friði við hlið for- eldra sinna í Kotstrandarkirkju- garði. Hvíl í friði, elsku afi. Kolbrún Dögg, Sólrún Tinna, Guðmundur og Þuríður Elva. Kveðja frá Kammerkór Suðurlands Okkur langar til að minn- ast vinar okkar Guðmundar Gottskálkssonar í örfáum orðum. Fyrir nokkrum árum kom Guðmundur að máli við vin sinn og frænda, Hilmar Örn Agnarsson. Hann óskaði eftir því að hann tæki að sér að gefa út nokkur sönglög eftir sig á geisladisk. Hilmar var og er stjórnandi Kammerkórs Suðurlands og óskaði eftir því að kórinn færi með sér í þetta verkefni. Var ákveðið að slá til. Guðmundur samdi mörg falleg lög og nutum við þess að fá að vera þátttakendur í verkefninu ásamt hljómsveit undir stjórn Kjartans Valde- marssonar. Útgáfutónleikar voru haldnir á 75 ára afmæli Guð- mundar í Hveragerðiskirkju árið 2006. Þar var Guðmund- ur mættur ásamt fjölskyldu sinni og er ómetanlegt fyrir okkur að hafa fengið að njóta þeirrar stundar með þeim. Draumur Guðmundar hafði ræst, lögin hans voru komin út á geisladisk sem ber nafnið Á hugarhimni mínum. Eitt lagið á disknum heitir Vor- hljómur og er textinn eftir Kjartan Ólafsson. Með því ljóði viljum við kveðja Guð- mund og þakka honum um leið samfylgdina. Við sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Já, alltaf get ég sungið söng um vorið, og sál mín yngist við þes strengjaspil, og léttar fæ ég byrðar mínar borið, sem barn ég gleðst af því að vera til. Og þó ég finni þyngjast lífsins strauma með þér ég ann, og geng mín léttu spor. Ég ennþá bý við æsku minna drauma í yndisfaðmi þínum blíða vor. Ég elska þig, sem blessar allt og bætir þó blómin fölni, og húmi í skógarlund, þú fagra vor, sem mér í draumi mætir við minningar, sem verma alla stund. Ég geymi þína geisla í mínu blóði, og gleðilindir sem þér streyma frá, og þínir hljómar lifa í mínu ljóði svo lengi hjartað veit, að elska og þrá. Kristín Sigfúsdóttir. Rokkarnir eru þagnaðir og allt er orðið hljótt. Já, hann Guð- mundur er farinn frá okkur og syngur ekki meira með mér í lyftunni eða setustofunni. Það var lagið sem við sungum oftast, hann bassann og ég sópran. Við notuðum lyftuna mikið því æf- ingasalurinn er niðri í kjallara og þangað fór hann oft til að styrkja sig og hitta fólk. Það eru tæp 6 ár síðan Guð- mundur kom til okkar á hjúkr- unardeildina að Ási og var hann alltaf virkur í samverustundun- um okkar á morgnana og hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja í þeim félagsskap, hvort sem um var að ræða söng eða spjall. Hans verður saknað úr hópnum okkar. Við biðjum Guð að leiða hann inn í framtíðarlandið og þökkum honum alla samveru. Samúðar- kveðjur til barna og aðstand- enda. Guð veri með ykkur. Kristín R. Sigurþórsdóttir. Guðmundur Gottskálksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.