Morgunblaðið - 05.03.2011, Side 45
DAGBÓK 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
Hvar eru skurðir
gallabuxnamanna?
Núorðið mæti ég oft
mönnum sem klæðast
fatnaði, sem mun
nefndur gallabuxur.
Lengi taldi ég þetta til
marks um skánandi
atvinnuástand, því
slíkur fatnaður hefur
jafnan verið ætlaður
erfiðisvinnumönnum
sem vilja hlífa betri
fötum sínum, svo sem
við skurðmokstur.
Lengi þótti mér sér-
stakt að mæta slíkum
mönnum á göngu á
miðjum sunnudegi, jafnvel með konu
og börn með; konuna klædda í fatn-
að, sem sagt er að sé búinn til úr
bræddum plastbrúsum, en börnin
merkt erlendum íþróttafyrirtækjum
og munu foreldrarnir greiða fyrir-
tækjunum fyrir að börnin beri merk-
inguna, en ekki öfugt. Skildi ég lengi
ekki hvers vegna konan og börnin
fylgdu manninum til vinnu á sunnu-
degi. Nú hefur mér verið sagt, að
margt fólk gangi fúst í erfiðisvinnu-
fatnaði þessum, gallabuxunum, þótt
það sé hvorki í vinnu né á leið til eða
frá vinnustað. Þetta þykja mér firn
mikil. Ég vil láta í ljós þá skoðun, að
gallabuxur séu ekki frambærilegur
búningur manns sem vill sýna sjálf-
um sér og umhverfi
sínu virðingu. Þær geti
ekki átt við á manna-
mótum, alls ekki á veit-
ingahúsum og leik-
húsum, og raunar
hvergi þar sem menn
vilja fremur verða til
prýði en óprýði. Vissu-
lega má hugsa sér not
slíks klæðnaðar, svo
sem við áðurnefndan
skurðmokstur, en slík-
an fjölda manna hef ég
séð klæddan gallabux-
um undanfarna mánuði
að borgin hlyti að vera
öll sundurgrafin ef allir
þessir menn ynnu við
mokstur. Ef ekki leynast einhvers
staðar kílómetrar af skurðum galla-
buxnamanna þá óttast ég að upp sé
komin sú ósmekksfarsótt að galla-
buxur þyki koma til mála ofan skurð-
ar. Vonandi er hér um misskilning að
ræða. Ég álít að vestrænir karlmenn,
sem vilja vera sér og sínum til sóma,
gangi í snyrtilegum og vel sniðnum
jakkafötum með hálsbindi. Ef þeir
vilja draga úr snyrtileik sínum, þá
geti þeir sleppt vestinu þann daginn.
En það gerir hver á eigin ábyrgð og
ekki að mínum ráðum.
Ósmekklaus borgari.
Ást er…
… þegar þið horfið meira
hvort á annað.
Velvakandi
Allt er vænt sem vel er grænt,“sagði karlinn á Laugaveginum
við mig. Hann hafði skroppið í bæ-
inn, en þessar vikurnar er hann í
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Gigtin var alveg að drepa hann.
Það lá vel á honum af því að fyrir
austan fjall hafði hann komist í
kynni við tvær konur að norðan:
Mælti Guðný: „Svo glöð er mín sál
því grænmeti er haft í öll mál.
Upp á margt er hér boðið
bæði saxað og soðið
eins og salat og baunir og kál.“
Fyrir um það bil hálfri öld bjó
margt góðskáldanna í Hveragerði
eins og Jóhannes úr Kötlum, Krist-
mann Guðmundsson, Kristján frá
Djúpalæk, séra Helgi Sveinsson,
Kári Tryggvason frá Víðikeri og
fleiri. Að þessu víkur karlinn á
Laugaveginum:
Ég hitti í gær hana Gerði
í grænmetishádegisverði.
Vísnahorn
Í grænmetishádegisverði
Ekki er að því að gá
hún var ánægð að sjá
eitt góðskáld í Hveragerði.
Kolbrún Eiríksdóttir kenndi mér
þessa vísu eftir Gísla Jónsson
menntakólakennara á Akureyri:
Miðdigur, gamall og göngumóður
græðgina finn ég á sjálfum mér bitna.
Mikið lifandis skelfing er guð þeim góð-
ur
sem geta étið án þess að fitna.
Gísli var góður hagyrðingur og
orti margt vel. Árið 1958 ortumst
við á í gegnum síma nemendur
menntakólanna í Reykjavík og á
Akureyri. Gísli leit yfir skáldskap-
inn og sagði að bragði:
Dauft er blandað dverga-full,
dvínar andagift og snilli.
Illa vandað sónar-sull
sendist landsfjórðunga á milli.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Það er aðalsmerki frumlegra höf-unda, að þeir sjá hlutina í nýju
ljósi. Þegar við lesum verk þeirra,
verður okkur að orði við okkur sjálf:
Já, þetta hafði ég ekki hugsað út í!
Einn slíkur höfundur var þýski rit-
höfundurinn Georg Christian Lich-
tenberg, sem uppi var 1742-1799.
Skemmtilegt er að fletta ritsafni
hans, Schriften und Briefe, Ritverk
og sendibréf, sem til er á Þjóðar-
bókhlöðunni.
Þar leggur Lichtenberg á einum
stað út af fleygum ummælum í
Leikritinu Don Carlos eftir Schiller,
þar sem Filippus II. Spánarkon-
ungur er látinn segja: „Sólin hnígur
ekki til viðar í veldi mínu.“ Spán-
verjar réðu þá mestum hluta Vest-
urheims og miklum löndum í Aust-
urálfu.
Við þessu segir Lichtenberg:
„Það skiptir ekki máli, hvort sólin
sest aldrei í ríkjum einhvers kon-
ungs, eins og frægt var forðum um
Spán, heldur hvað hún fær að sjá á
gangi sínum um slík ríki.“
Því má raunar bæta við, að hugs-
unin að baki hinum fleygu ummæl-
um Schillers er miklu eldri. Gríski
sagnritarinn Heródótos skrifaði í
Sögu Persastríðanna, sem samin
var á fimmtu öld fyrir Krist, að
Xerxes Persakeisari hefði talað við
herforingja sína um, að sólin myndi
ekki hníga til viðar neins staðar
handan veldis síns, eftir að Persa-
her hefði lagt undir sig Grikkland.
Karl V., faðir Filippusar II., á að
hafa sagt, að í veldi sínu hnigi sólin
ekki til viðar. Ítalska skáldið Giov-
anni Guarini skrifaði í formála leik-
ritsins Il pastor fido 1585, að Katr-
ín, dóttir Filippusar II., ætti föður,
sem ríkti yfir löndum, þar sem sólin
hnigi ekki til viðar, þótt nótt væri.
Rússneski herforinginn Konst-
antín Petrovítsj Kauman lýsti einn-
ig veldi keisara síns með þessum
frægu orðum, þegar hann hélt 1878
ræðu yfir emírnum af Afganistan.
Önnur frumleg athugasemd
Lichtenbergs er: „Sá Ameríku-
maður, sem fyrstur fann Kólumbus,
var óheppinn með fund sinn.“ Í því
sambandi má rifja upp hin fleygu
orð, sem höfð eru eftir Óskari
Wilde: „Íslendingar fundu Ameríku
fyrstir, en höfðu vit á því að týna
henni aftur.“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar.
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Í nýju ljósi
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
„TIL
HUNDA-
DÁLKSINS...
...HUNDURINN MINN Á
VIÐ VANDAMÁL AÐ STRÍÐA. Í
HVERT SKIPTI SEM ÉG REYNI AÐ
HENDA PRIKI BURT ÞÁ TEKUR HANN
Á RÁS OG KEMUR MEÐ ÞAÐ TIL
BAKA. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?”
MÉR ÞYKIR LEITT AÐ SEGJA
ÞÉR ÞAÐ, EN EIN AF GRUNNREGLUM
HUNDATAMNINGA ER SÚ AÐ ÞÚ VERÐUR
AÐ VERA GÁFAÐRI EN HUNDURINN. VIÐ
SKULUM BARA SEGJA AÐ ÞÚ VIRÐIST
EKKI UPPFYLLA ÞÁ KRÖFU
HVERNIG
GANGA
PÍANÓ-
TÍMARNIR?
BARA
VEL!
Í GÆR LÆRÐI
ÉG UM C-DÚR TIL HAMINGJU!
ÞEGAR MAÐUR VAR
UNGUR ÞÁ GERÐI MAÐUR SÉR
EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ HVERSU
MIKILVÆGT ÞAÐ ER AÐ FYLGJAST
VEL MEÐ Í TÍMUM...
...ÉG HEFÐI ÁTT AÐ
FYLGJAST BETUR MEÐ Í
„RÁN OG RUPL 101”
HVAR ER
RUNÓLFUR!
„NÚ ANDAR
SUÐRIÐ SÆLA
VINDUM ÞÝÐUM,
Á SJÓNUM ALLAR
BÁRUR SMÁAR
RÍSA...
ÚFFF! ÉG
VAR BÚINN AÐ
GLEYMA ÞVÍ AÐ
ÞEIR HEFÐU LEYFT
VOPNABURÐ Í
ÞJÓÐGÖRÐUM
ÉG OG BÖRNIN SÖKNUM
GÖMLU EIKARINNAR MIKLU
MEIRA EN MIG GRUNAÐI
ÉG HELD AÐ OKKUR
MYNDI LÍÐA BETUR EF VIÐ
GRÓÐURSETTUM NÝTT TRÉ Í
GARÐINUM
ÞAÐ
ER GÓÐ
HUGMYND
HVAÐ
ER LANGT Í AÐ
VIÐ GETUM SETT
UP RÓLUNA?
ERTU
ÞÁ TILBÚINN
AÐ SLEPPA
HENNI EF ÉG
HJÁLPA ÞÉR?
JÁ, MIG VANTAR
KLÓ AF WOLVERINE
EN ÞÆR ERU GERÐAR
ÚR ADAMANTIUM,
STERKASTA EFNI SEM
VITAÐ ER UM
ÞVÍ ÞARF ÉG Á
OFURKRÖFTUM ÞÍNUM AÐ
HALDA TIL AÐ BRJÓTA ÞÆR
HANN FÓR Í
ÞJÓÐGARÐINN
TIL AÐ SLAKA
Á OG LESA
LJÓÐABÓK
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is